Morgunblaðið - 23.08.2021, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.08.2021, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 2021 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar .Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. .Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. .Smíðum gestahús – margar útfærslur. .Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. .Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Húsviðhald Húsaviðgerðir www.husco.is Sími 555 1947 Gsm 894 0217 Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Árskógar 4 Opin vinnustofa kl. 9-12. Handavinna kl. 12-16. Félags- vist kl. 12.45. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Heitt á könnunni. Kaffisala kl. 14.30-15.30. Allir velkomnir. Sími 411-2600. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8.10-11. Opin Listasmiðja kl. 9-12. Opin Listasmiðja kl. 13-15.30. Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30. Garðabær Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni. Hægt er að panta hádegismat með dags fyrirvara. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt frá kl. 13.45-15.15. Pool-hópur í Jónshúsi kl. 9. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Gönguhópur fer frá Smiðju kl. 13. Bónusrúta fer frá Jónshúsi kl. 12.40. Brids í Jónshúsi kl. 13. Gullsmári Félagsvist kl. 20. Hraunsel Mánudagur: Myndlistarklúbbur kl. 9, stóla-jóga kl. 10 og félagsvist kl. 13. Þriðjudagur: Brids kl. 13. Miðvikudagur: Stóla-jóga kl. 10, línudans kl. 11, bingó kl. 13 og handverk kl. 13. Fimmtudagur: Pílukast kl. 13. Föstudagur: Línudans kl. 10 og brids kl. 13. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Útvarps- leikfimi kl. 9.45. Samsöngur, Hannes mætir með gítarinn og stýrir söng kl. 13.30. Gönguhópur, lengri ganga kl. 13.30. Korpúlfar Morgunleikfimi kl. 9.45 í Borgum, ganga kl. 10, gengið frá Grafarvogskirkju og frá Borgum, þrír styrkleikahópar. Dansleikfimi með Auði Hörpu kl. 11 í Borgum. Kaffihúsið opnað kl. 14.30 og kl. 15 í dag í Borgum er línudans með Guðrúnu, allir hjartanlega velkomnir. Sóttvarnir í heiðrum hafðar. Samfélagshúsið Vitatorgi Í dag byrjum við daginn á huggulegu kaffispjalli í setustofunni okkar kl. 10.30, kl. 13.15 spilum við botsía. Við endum daginn síðan á slakandi núvitund í handverksstofunni okkar kl. 15. Verið öll velkomin á Vitatorg. Hlökkum til að sjá ykkur! Seltjarnarnes Nú er haustdagskráin að fara af stað smátt og smátt. Við lútum áfram ákveðnum reglum varðandi sóttvarnir og biðjum fólk að virða þær, sinna persónulegum smitvörnum og fara varlega. Í dag verður leir á Skólabraut kl. 9. Leikfimi í salnum á Skólabraut kl. 11. Handavinna og samvera í salnum á Skólabraut kl. 13. Vantar þig fagmann? FINNA.is Færir þér fréttirnar mbl.isEn komin eru leið- arlok og lífsins kerti brunn- ið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. Þín vinartryggð var traust og föst og tengd því sanna og góða, og djúpa hjartahlýju og ást þú hafðir fram að bjóða. Og hjá þér oft var heillastund, við hryggð varst aldrei kennd. Þú komst með gleði gull í mund og gafst á báðar hendur. Svo, vina kær, vertu sæl, nú vegir skilja að sinni. Þín geta máttug verndarvöld á vegferð nýrri þinni. Með heitu bljúgu þeli þér ég þakka kynninguna. um göfugan og góðan vin ég geymi minninguna. (höf. ók.) Þakka allar ljúfar stundir, sem mér er svo ljúft að muna. Hugheilar þakkir fyrir langa og góða samveru. Þín frænka og vinkona Helga Pálmadóttir. Hún mætti brosandi hjá undirrituðum í starfsviðtal í fjármálaráðuneytinu, mánudag- inn 31. janúar 1972, klædd rauð- um leðurstígvélum og kápu í stíl, háttvís, falleg og glaðleg með staðgóða menntun sem hæfði vel því starfi sem hún sóttist eftir. Starfið var umfangsmikið og Ingibjörg Björnsdóttir ✝ Ingibjörg Björnsdóttir fæddist 6. ágúst 1936. Hún lést 6. ágúst 2021. Útför Ingibjarg- ar fór fram 18. ágúst 2021. fólst í að sinna rit- arastörfum í tveim- ur aðaldeildum ráðuneytisins, þ.e. Tolla- og eigna- deild, sem undirrit- aður veitti for- stöðu, og Tekjudeild ráðu- neytisins, sem Höskuldur heitinn Jónsson var þá deildarstjóri fyrir. Eftir stutt viðtal við okkur Höskuld vorum við ekki í vafa um að hér væri kominn starfs- kraftur sem væri fullkomlega hæf í viðkomandi starf og mætti hún til vinnu næsta dag eða hinn 1. febrúar 1972. Þar með hófst hennar langi starfsferill sem stóð í tæp 35 ár eða til 31. ágúst 2006. Þetta reyndist ein giftusamlegasta ráðning ritara í fjármálaráðuneytinu um árabil þótt engum skugga sé varpað á allar þær frábæru starfssystur hennar í ráðuneytinu sem sinntu störfum sínum öllum af atorku, ábyrgð og alúð. Ingibjörg var ráðin í tíð Hall- dórs E. Sigurðssonar fjármála- ráðherra og varð síðan einkarit- ari margra fjármálmálaráðherra sem alls urðu 12 á hennar tíð. Í raun má segja að ljós henn- ar skíni enn í sölum ráðuneyt- isins, því það sem er aðall ís- lenskrar stjórnsýslu er traust, heiðarlegt og jákvætt fólk, sem í raun heldur utan um stjórn- kerfi Lýðveldisins Íslands. Stjórnmálamenn koma og fara, hver með sínar áherslur, en starfsfólk ráðuneytanna er sú máttarstoð sem tryggir að farið sé að réttum stjórnarháttum í hverri stjórnarathöfn. Þessi hefð er dýrmætasti grundvöllur Lýðveldisins Íslands og verður það aldrei nógsamlega undir- strikað. Ég veit að Ingibjörg varð síð- ar stoð og stytta ráðherrum í sínu ráðuneyti um áratugaskeið. Að starfslokum hélt þáverandi fjármálaráðherra, Árni M. Mat- hiesen, henni verðskuldaða og eftirminnilega veislu í Ráð- herrabústaðnum þar sem saman voru komnir þáverandi og fyrr- verandi samstarfsmenn. Var það afar ánægjuleg samkoma. Seinna þróuðust samskipti okkar í mikla vináttu milli okk- ar hjóna og Ingibjargar og seinni eiginmanns hennar, hins merka tónlistarmanns Magnús- ar Ingimarssonar, sem vöruðu um áratugaskeið. Sérstaklega minnumst við Ásthildur heim- sóknar þeirra norður í Mývatns- sveit í Kröflueldum árið 1977 og jólakorta á hverju ári þar sem skipst var á tækifærisljóðum ár- um saman. Þá minnumst við fjölmargra matarkvölda í heimahúsum með góðum vinum frá stjórnarráðs- árunum. Var þar oft slegið á létta strengi, bæði máls og tón- listar. Ingibjörg Björnsdóttir var aðalskona í eðli og athöfnum. Stjórnarráð Íslands á Ingi- björgu mikið að þakka sem og allir þeir embættismenn og ráð- herrar sem hún starfaði fyrir um hartnær þrjátíu og fimm ára skeið. Við Ásthildur sendum öllum aðstandendum innilegar samúð- arkveðjur um leið og við þökk- um fyrir lífslanga tryggð og vin- áttu og minnumst með söknuði mikilhæfrar, jákvæðrar og ein- stakrar manneskju, Ingibjargar Björnsdóttur. Blessuð sé minning hennar. Þorsteinn Ólafsson og Ásthildur Rafnar. Ég var fjarri fósturjarðar- ströndum þann 19. ágúst sl., þegar Ingibjörg Björnsdóttir var kvödd hinstu kveðju. En mér rennur blóðið til skyldunn- ar að minnast hennar fáeinum vel völdum orðum, því að hún var eftirminnilegur samstarfs- maður minn þann skamma tíma, sem ég gegndi embætti fjár- málaráðherra (1987-88). Það var stuttur tími, en við bættum það upp með því að koma gríðarlega miklu í verk. Orðið „skattkerfisbylting“ er ekki fjarri sanni. Seinna, þegar ég lýsti þessari kerfisbreytingu á fundi fjármálaráðherra Norð- urlanda, sagði sænskur starfs- bróðir, Kjell-Olov Feldt, að í Svíþjóð hefðu svo umfangsmikl- ar breytingar í ríkisfjármálum tekið a.m.k. 9 ár. Þegar ég mætti til fyrsta vinnudags í Arnarhvoli, sjálf- sagt nokkuð verkkvíðinn, mætti mér brosmild kona, full af lífs- gleði og starfsþrótti, og bauð mig velkominn til starfa. Ég gleymi ekki fyrsta vinnudegin- um. Eftir að hafa lýst verkferl- um og vinnutilhögun, dró hún upp úr pússi sínu bréfabunka og hellti yfir borðið hjá mér. Þegar ég spurði, hverju sætti, svaraði hún: „Þetta eru bréf til þín, fjármálaráðherrans. Forveri þinn byrjaði daginn ævinlega á því að svara þessu. Þetta eru allra handa erindi um fyrir- greiðslu, lán, styrki, vinnu o.s.frv.“ Þegar ég spurði hana, hvort það væri ekki einhver hér í ráðuneytinu, sem hefði tíma til að sinna svona kvabbi, sagði hún með brosi á vör: „Ég skal bara gera það sjálf“. Í staðinn fékk hún verkáætlun um skatt- kerfisbyltingu og kvadd til fyrsta fundar. Þegar kom að kveðjustund- inni, 14 mánuðum síðar, lá við, að skjalakassarnir rúmuðust ekki á vörubílspallinum hjá Oddi, staðarhaldara. Ég vildi fá Ingibjörgu með mér til að halda uppi fjörinu í utanríkisráðuneytinu. Hún hug- leiddi það um stund, en afþakk- aði pent að lokum. Innst inni vissi ég, að það var rétt ákvörð- un hjá henni. Hún var orðin svo hagvön í sínu ráðuneyti við að stýra ríkisfjármálunum – sem henni fannst mestu máli skipta – að hún gat ekki, þegar á reyndi, slitið sig frá þeim. Þess vegna var ég bara sjötti fjár- málaráðherrann hennar Ingi- bjargar. Á 34 ára starfsferli hennar í fjármálaráðuneytinu átti hún enn eftir að fóstra fimm fjármálaráðaherra, en þeir urðu alls 11, áður en yfir lauk. Vinátta okkar, hert í eldi „stritsins fyrir málefnunum sjálfum“ hélst til hinsta dags. Ég kveð Ingibjörgu Björnsdótt- ur þakklátum huga með söknuði og virðingu. Jón Baldvin Hannibalsson. Elsku besti afi minn. Nú hvílir þú á betri stað, heilsu- hraustur og fullur af orku. Þannig varstu, hraustur og orkumikill, varla með grátt hár á höfði. Margar eru minningarnar með þér, afi minn. Faðmurinn þinn var svo stór og góður og þótti mér alltaf svo gott að kúra hjá þér. Ég samdi lítið ljóð fyrir þig, afi minn, minning þín lifir. Afi Hlölli nú farinn er, tími þinn er liðinn hér. Í þessum heimi hér með mér þó minningarnar muni fylgja mér. Ég vona að hvíldina fannstu þér og að þú vakir yfir mér. Nú ertu farinn og kveður um sinn. Ég þakka fyrir tímann og félagsskapinn Sólveig Eggertsdóttir. Elskulegi pabbi minn er loksins búinn að fá friðinn og er það svo mikill léttir að þessi Hlöðver Hallgrímsson ✝ Hlöðver Hall- grímsson fædd- ist 2. júlí 1942. Hann lést 4. ágúst 2021. Útförin fór fram 19. ágúst 2021. barátta var ekki lengri. Elsku pabbi, það eru svo margar minningar sem koma upp í hugann þegar ég lít til baka. Þú varst svo duglegur að fara með okkur í útileg- ur þegar ég var yngri. Þá tjölduð- um við tjaldi frá ömmu og afa og var veiðistöng- in alltaf með í för. Sælureiturinn á Laugarvatni var þinn staður og elskaðir þú að fara þangað. Margar eru minningarnar þaðan og varst þú svo hreykinn af því hvað þú varst búinn að smíða, allt eftir reglugerð. Alltaf þótti mér gott að vakna snemma þegar við gistum á Laugarvatni. Þá varst þú vaknaður, búinn að hella upp á kaffi og byrjaður að leggja kapal. Síðustu 25-30 ár höfum við alltaf komið á sumrin að heimsækja þig á Laugarvatn og tekið rúnt saman á veturna. Bláskógabyggð hefur ákveðið að loka svæðinu og verðum við þar af leiðandi að kveðja sælu- reitinn þinn á sama tíma og við kveðjum þig. En minningarnar lifa alltaf. Pabbi minn, þú hefur alltaf verið svo handlaginn. Þú smíð- aðir rúm og skrifborð fyrir okk- ur systurnar þegar við bjugg- um á Patró eins og ekkert væri auðveldara. Þú kenndir mér að mála og fékk ég alltaf að mála pottofnana og komst ég að því seinna að leiðinlegast var að mála þá. Þú kenndir mér að skera af netum, að hanka hausa, flaka fisk, sortera hrogn og lifur, gera gellur, beita og síðast en ekki síst að gera góða sósu. Elsku pabbi minn, þú kenndir mér svo margt og er ég þakklát fyrir það. Takk fyrir allt, minning þín er ljós í lífi mínu. Sædís Hlöðversdóttir. Nú er tengdapabbi minn, Hlöðver Hallgrímsson, fallinn frá. Ég man okkar fyrstu kynni, hann var svo ákveðinn og öruggur með sig. Fyrstu orðin til mín voru „Hver ert þú?!“ en svo ljúfur þegar á reyndi. Ég hafði nefnilega fært Gurrý blóm svo hún myndi tala mínu máli við kallinn. Ég og Sædís kynntumst 1986, ég var hrifinn af henni strax. Hún hafði skoðun á öllu sem við ræddum um en hafði varann á gagnvart mér. Hún vann í Járn og Skip á þeim tíma og eitt sinn tók ég Helga bróður í Járn og Skip í skrúfu- deildina til að kíkja á stelpuna, Helgi var sammála mér að þetta var flott stelpa. Svona er- um við strákarnir stundum. Ég og Hlölli áttum alltaf vel saman. Ég skildi hann vel því ég var á sjó á þessum tíma og vissi hvernig þessir menn hugs- uðu – drífa hlutina áfram, koma aflanum í lest og heim. Hann Hlölli var vinur minn og ekki allur sem hann var séður. Ein jólin 1987/8 kom auka jólagjöf til okkar Sædísar. Það voru hringar sem hann hafði látið smíða fyrir mig og Sædísi. Hann hlýtur að hafa lesið hugs- anir mínar og tekið mig í sátt, því þessu var vel tekið (kallinn gat verið ýtinn). Hann Hlölli hafði skap. Vildi svo til að ef það fauk í hann við mig þá vissi hann að það þýddi ekki neitt, því mér þótti alltaf svo vænt um hann. Enda skírðum við Sædís frumburðinn okkar Hlöð- ver í höfuðið á tengdapabba. Ég vissi að þarna var maður með stórt hjarta og vildi vel. Laugarvatn var hans unaðs- reitur, við Hlölli áttum þennan sælureit saman í yfir 20 ár. Verkaskiptingin var á hreinu milli okkar. Hann sá um við- hald og ég keypti málningu og pensla. Enda hafa öll börnin okkar átt skemmtilegar minn- ingar þaðan með Hlölla og Gurrý. Þegar Hlölli fór að hrörna og kollurinn að gefa sig tók ég hann eitt sinn upp á verkstæði til mín í Hafnarfirði. Þar bað ég hann að sýna mér hvernig átti að splæsa reipi (ég er örvhentur og endaði þetta alltaf vitlaust). Hann splæsti með lokuð augun og sagði: „Þú ert nú meiri helvítis vitleysing- urinn ef þú kannt þetta ekki!“ og brosti því, þarna var hann á heimavelli en meinti vel. Guð geymi þig, Hlölli minn, vinur og tengdapabbi. Eggert Karvelsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.