Morgunblaðið - 23.08.2021, Qupperneq 24
það má segja að ég hafi fengið
heimasætuna í kaupbæti. Við byrj-
uðum að búa þegar ég var 18 ára og
keyptum okkar fyrstu íbúð í Hvera-
gerði, en hún er frá Múla í Biskups-
an af því að vinna með höndunum og
er alltaf að búa til einhverja hluti.“
Hann var 17 ára þegar hann
kynntist Svölu, konunni sinni. „Ég
var að vinna fyrir pabba hennar og
S
mári Björn Stefánsson
fæddist 23. ágúst 1981 á
Sjúkrahúsinu á Seyðis-
firði. „Ég var fyrsta
barnið í mörg ár til að
fæðast þar, eftir því sem mér hefur
verið sagt, en þá var verið að reyna
að endurvekja fæðingardeildina
þar.“ Smári var á Seyðisfirði til fjög-
urra ára aldurs og þá flutti fjöl-
skyldan til Hveragerðis og Smári
hefur búið þar síðan. „Maður áttar
sig oft ekkert á því hvað maður hef-
ur fyrr en maður heyrir það frá öðru
fólki. Það var hollenskur háskóla-
hópur sem var að gera alþjóðlega
könnun og sendi spurningalista
hingað til skólastjórans okkar í
Hveragerði sem hann svaraði sam-
viskulega og þá fékk hann aðra
könnun og bón um að fá að heim-
sækja skólann. Þeim fannst svo of-
boðslega merkilegt að hér væri
svona magnað landslag og náttúra
og bæði á, foss og lystigarður í
göngufæri við skólann.“
Smári tekur undir það og segir að
það hafi verið mjög gaman að leika
sér sem barn í fjöllunum fyrir ofan
bæinn. „Maður fór mikið upp í
Reykjadalinn. Svo ólst ég upp í
næsta húsi við gamla Eden og var
að vinna þar sem unglingur. Ég
kunni alltaf mjög vel við Braga í
Eden og þegar þeir hittust í kaffi á
laugardagsmorgnum, Indriði G.
Þorsteinsson rithöfundur, Bragi,
Gunnar Dal heimspekingur og
Kjartan Sveinsson arkitekt, lét
karlinn mig alltaf setjast með þeim.
Ég var nú bara 13 ára þá, en finnst
gaman eftir á að hyggja að hafa set-
ið til borðs með þessum stórmenn-
um.“
Smári gekk í Grunnskólann í
Hveragerði. „Í lokin á 10. bekk fór
ég að vinna við smíðar og fór norður
í Kröfluvirkjun og var þar að vinna
um sumarið. Þá var verið að vinna í
því að koma virkjuninni í stand svo
hægt væri að keyra báðar túrbín-
urnar í henni.“ Eftir sumarið fór
Smári að læra blikksmíði á Selfossi.
„Það var skemmtilegur tími og góð-
ur félagsskapur. Mér hefur eigin-
lega alveg tekist að sniðganga
þennan tölvuheim en hef mjög gam-
tungum.“
Smári var ekki lengi í blikksmíði
heldur fór og lærði húsasmíðar og
hefur starfað sem smiður og stofn-
aði fyrirtækið Byggingafélag Suð-
urlands, sem byggir og selur íbúð-
ir. „Það vantar sko ekki verkefnin í
þessum geira. Ég hef verið að
byggja í landi Vallár, niðri í Ölfusi.
Ég held að allt eigi eftir að
blómstra sem aldrei fyrr á þessu
svæði, sérstaklega eftir að þjóðveg-
urinn verður kominn í gagnið. Ég
sé það líka alveg gerast að þetta
verði að einu sveitarfélagi á næstu
árum.“
Samhliða Byggingafélaginu rekur
Smári líka fyrirtækið Led Light.
„Félagi minn vann hönnunarsam-
keppni hjá Marel þar sem verið var
að smíða lampa í fiskvinnsluvélar.
Það endaði samt eiginlega þannig að
það flosnuðu allir út úr þessu verk-
efni. Það er svolítið erfitt að setja
svona verkefni almennilega af stað,
þótt varan sé góð, en ljósin hjá okkur
entust á þriðja sólarhring meðan aðr-
ir náðu ekki 24 tímum. En af því að
við vorum búnir að smíða og hanna
vöruna og prufukeyra hana í Fisk-
markaðnum í Reykjavík féllum við
utan möguleika á styrkjum. Síðan er
bara svo mikið að gera í öðru að við
höfum haft þetta svolítið á hliðarlín-
unni, allavega eins og er. Mér finnst
samt að það mætti styðja betur við
áhugasama aðila í svona verkefnum
til þess að koma þessu almennilega á
koppinn.“
Smári hefur alltaf haft áhuga á
stjórnmálum. „Ég hef alltaf haft
áhuga á því að láta eitthvað gott af
mér leiða til samfélagsins og finnst
að fólk eigi að gera það með ein-
hverju móti einhvern tímann í líf-
inu, hvort sem það er í gegnum
pólitík eða íþróttafélögin eða ein-
hverja samfélagsþjónustu, svo ég
hef unnið með sjálfstæðismönnum
hérna í Hveragerði frá 2012. Við
erum með laugardagskaffi á vet-
urna þar sem fólk í bænum hefur
opið aðgengi að kjörnum fulltrúum
og getur fengið sér kaffi með bæj-
arstjóranum og rætt málin og þessi
hefð hefur verið við lýði frá 1996 og
er að mínu mati bara góð stjórn-
Smári Björn Stefánsson húsasmiður og eigandi Byggingafélags Suðurlands – 40 ára
Útivistin Það eru lífsgæði að búa í göngufæri við magnaða náttúru landsins.
Fékk heimasætuna í kaupbæti
Laugardagskaffið Smári og Aldís
Hafsteinsdóttir bæjarstjóri Hvera-
gerðis í laugardagskaffi bæjarins.
Pabbinn Smári með dóttur sinni
Mábil um páskana fyrir nokkrum
árum með veglegt páskaegg.
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 2021
www.rafkaup.is
ÚRVAL
ÚTILJÓSA
30 ÁRA Auður fæddist í
Reykjavík en ólst upp í
Stykkishólmi. „Það var
dásamlegt að alast þar upp
og mikið frelsi.“ Auður
gekk í grunnskólann í bæn-
um og var virk í íþróttalífi
bæjarins. Hún fór síðan í
Fjölbrautaskóla Snæfell-
inga í Grundarfirði og út-
skrifaðist þaðan sem stúd-
ent. Hún var eitt ár í
Danmörku og vann hjá
ISCA, alþjóðlegum íþrótta-
og menningarsamtökum,
og ferðaðist víða á vegum
samtakanna. Þegar heim
var komið fór hún í Há-
skóla Íslands og lauk
meistaranámi í lögfræði ár-
ið 2016. Í dag starfar hún
sem fjármálastjóri hjá
Fiskmarkaði Íslands og
hefur búið í Ólafsvík í
nokkur ár.
„Maðurinn minn er frá
Ólafsvík og ég flutti til hans hingað og kann mjög vel við mig í bænum.
Eftir að börnin þrjú fæddust hefur verið ansi mikið að gera og mikið
fjör,“ segir Auður. Hún segist þó vilja setja sitt mark á samfélagið og hef-
ur verið bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Snæfellsbæ frá síðustu
kosningum. „Ég hef alltaf viljað vera virk í félagsstarfi og vil taka þátt í
uppbyggingu míns samfélags.“
FJÖLSKYLDA Eiginmaður Auðar er Pétur Pétursson skipstjóri, f.
11.12. 1983, og þau eiga börnin Pétur, f. 2015; Rúrik, f. 2018, og Köru, f.
2020. Foreldrar Auðar eru Kjartan Páll Einarsson, fv. útibússtjóri Arion
banka, f. 1956, og Dagný Þórisdóttir skrifstofustjóri, f. 1958.
Auður Kjartansdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Það er eitthvað að vefjast fyrir
þér, en þú átt erfitt með að fá á hreint,
hvað það er. Notaðu kvöldið fyrir sjálfan
þig.
20. apríl - 20. maí +
Naut En ef þú bara breytir örlítið út af
vananum þá er dagurinn orðinn allur ann-
ar. Þú hefðir gott af því að taka meira tillit
til annarra.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Verk sem þú byrjar á í dag
munu að öllum líkindum skila þér ágóða í
framtíðinni. Kappkostaðu að láta gott af
þér leiða.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Nú er komið að því að þú upp-
skerir eins og þú sáðir til. Haltu áfram að
einbeita þér að eigin málum og láttu aðra
eiga sig um hríð.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Þú hefur gert allt sem þú getur og
nú er komið að því að taka ákvörðun.
Vertu róleg/ur.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Það fer afskaplega mikill tími í alls
konar vangaveltur hjá þér. Samskipti þín
við stofnanir og hópa fólks ættu að ganga
mjög vel í dag.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Forðastu öll peningaútlát í dag og
vertu því harðari sem löngunin í einhverja
hluti kemur yfir þig.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Notaðu daginn til þess að
sinna skapandi verkefnum og vinna með
börnum. Vertu ekki of óþolinmóð/ur og
haltu ró þinni.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Láttu ekki tilfinningarnar
blinda þér sýn í ágreiningi þínum við aðra.
Ný verkefni bíða stjórnar þinnar.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Þú ert óvenju skapstygg/ur í
dag en gerir þér ekki grein fyrir ástæðu
þess. Staldraðu við og íhugaðu hvað það
er sem raunverulega skiptir máli í lífinu.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Erfið verkefni munu útheimta
mikið hugrekki af þinni hálfu. Reyndu að
vera raunsæ/r og heiðarleg/ur gagnvart
sjálfri/sjálfum þér.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Þetta verður góður dagur í faðmi
fjölskyldunnar, ef þú gefur þér tíma til
þess. Ekki vera með stæla - stattu við orð
þín og gjörðir.
Til hamingju með daginn