Morgunblaðið - 23.08.2021, Side 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 2021
FÓTBOLTINN
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Víkingur úr Reykjavík vann verð-
skuldaðan 2:1-sigur á Íslandsmeist-
urum Vals er liðin mættust í topp-
slag í Pepsi Max-deild karla í
fótbolta á Víkingsvelli í Fossvogi í
gærkvöldi.
Kwame Quee og Viktor Örlygur
Andrason komu Víkingum í 2:0 og
Kristall Máni Ingason fékk tvö kjör-
in tækifæri til að bæta við þriðja
marki Víkings, en allt kom fyrir ekki.
Þrátt fyrir það varð sanngjarn sigur
Víkinga raunin, en þeir voru heilt yf-
ir töluvert betri en gestirnir úr Val.
Fossvogsliðið hefur leikið afar
skemmtilegan og árangursríkan
bolta í sumar og leikurinn í gær var
einn sá besti hjá liðinu til þessa. Vík-
ingar virðast ætla að toppa á réttum
tíma.
Eftir sérstaklega erfiðan fyrri
hálfleik voru Valsmenn mun skárri í
seinni hálfleik. Kaj Leo í Bartals-
stovu minnkaði muninn með síðustu
spyrnu leiksins, en það var of lítið og
of seint fyrir meistarana. Markið hjá
Færeyingnum nægði þó til að Vals-
menn héldu toppsætinu á markatölu.
Valsmenn hafa tapað tveimur af
síðustu þremur leikjum og verða
lærisveinar Heimis Guðjónssonar að
leika mun betur það sem eftir lifir
móts til að eiga möguleika á að verja
Íslandsmeistaratitilinn.
Aðeins eitt stig skilur að Val, Vík-
ing og Breiðablik í þremur efstu sæt-
unum. Valur og Víkingur eru með 36
stig og Breiðablik 35, en Blikar eiga
leik til góða og geta komist upp í
toppsætið. Víkingur og Breiðablik
eru komin á mikla siglingu á meðan
Valsmenn eru að hiksta.
„Frammistaða Víkinga var virki-
lega góð í kvöld. Ekki síst í fyrri hálf-
leik enda meira en að segja það að
vera með öll völd á vellinum gegn Ís-
landsmeisturunum,“ skrifaði Krist-
ján Jónsson m.a. í grein um leikinn á
mbl.is.
Óstöðvandi á Kópavogsvelli
Breiðablik vann sinn fjórða deild-
arsigur í röð og áttunda sigurinn í
röð á heimavelli er KA kom í heim-
sókn á Kópavogsvöll á laugardags-
kvöld. Lokatölur urðu 2:0, Breiða-
bliki í vil, en Gísli Eyjólfsson og
Viktor Karl Einarsson skoruðu
mörkin. Kópavogsvöllurinn er ótrú-
legt vígi og hefur Breiðablik skorað
26 mörk og aðeins fengið á sig þrjú á
heimavelli.
KR fagnaði sigri á Kópavogsvelli í
1. umferðinni en síðan þá hefur
Breiðablik ekki tapað stigi á heima-
velli. Ljóst er að Blikar ætla sér að
berjast um meistaratitilinn allt til
loka leiktíðar, en Blikum nægir að
vinna þá leiki sem eftir eru til bera
sigur úr býtum á Íslandsmótinu.
KA, sem hefur átt afar gott tíma-
bil, dróst aftur úr efstu liðunum með
tapinu og skráði sig nánast úr titil-
baráttunni. KA þarf að vinna þá leiki
sem eftir eru og treysta á nokkuð
mörg hagstæð úrslit til að vinna
óvæntan Íslandsmeistaratitil.
„Blikar léku einkar vel allan leik-
inn og fór þar fremstur í flokki Gísli
Eyjólfsson sem var ákaflega líflegur
allan tímann. Hann átti fjölda góðra
spretta, skoraði glæsilegt mark og
lagði upp síðara markið,“ skrifaði
Gunnar Egill Daníelsson m.a. um
leikinn á mbl.is.
Tíu mörk í tveimur leikjum
FH vann sinn annan 5:0-sigur í röð
er liðið fór illa með Keflavík á úti-
velli. Jónatan Ingi Jónsson átti sann-
kallaðan stórleik fyrir FH því hann
skoraði þrennu og lagði upp tvö
mörk á Baldur Loga Guðlaugsson
og varamanninn Oliver Heiðarsson.
Mörkin eru kærkomin fyrir Jón-
atan sem hafði aðeins skorað tvö
mörk í sumar fyrir leikinn í Keflavík.
Eftir að hafa verið í fallbaráttu fram-
an af í sumar er allt annað að sjá FH-
liðið í síðustu leikjum. Ef allt gengur
upp gætu FH-ingar barist um Evr-
ópusæti, en það er þó langsótt með
lið í stuði fyrir ofan sig.
Keflavík hefur aðeins fengið eitt
stig í síðustu fjórum leikjum og er
liðið fjórum stigum fyrir ofan fall-
sæti. Keflvíkingar þurfa að minnsta
kosti einn sigur í viðbót til að vera
nokkuð öryggir með sætið sitt í
deildinni að ári.
„Keflavík átti aldrei möguleika í
dag og hefðu mörkin getað orðið enn
fleiri. Áherslur Ólafs Jóhannes-
sonar, þjálfara FH, eru að virka vel á
báðum endum vallarins. Keflavík
hefur aðeins fengið eitt stig í síðustu
fjórum leikjum og verður liðið að rífa
sig upp í lok móts til að lenda ekki í
mjög alvarlegri fallbaráttu,“ skrifaði
undirritaður m.a. um leikinn á
mbl.is.
- Sanngjarn sigur Víkings á Íslandsmeisturum Vals - Breiðablik unnið átta
leiki í röð á heimavelli - FH-ingar með tíu mörk í tveimur síðustu leikjum
Ljósmynd/Kristinn Steinn
Toppbarátta Johannes Vall úr Val sækir að Víkingnum Kwame Quee, sem skoraði fyrsta mark leiksins í gær.
Eitt stig skilur þrjú efstu að
Pepsi Max-deild karla
Keflavík – FH ........................................... 0:5
Breiðablik – KA........................................ 2:0
Víkingur R. – Valur .................................. 2:1
Staðan:
Valur 18 11 3 4 29:17 36
Víkingur R. 18 10 6 2 29:19 36
Breiðablik 17 11 2 4 40:20 35
KA 17 9 3 5 25:15 30
KR 17 8 5 4 26:16 29
FH 17 7 4 6 31:22 25
Leiknir R. 17 6 3 8 16:24 21
Keflavík 17 5 2 10 20:32 17
Stjarnan 17 4 4 9 20:28 16
Fylkir 17 3 7 7 18:29 16
HK 17 3 4 10 19:33 13
ÍA 17 3 3 11 18:36 12
2. deild karla
Magni – Reynir S...................................... 4:1
Þróttur V. – Leiknir F. ............................ 2:0
Fjarðabyggð – ÍR..................................... 3:1
KV – KF .................................................... 3:2
Kári – Völsungur ...................................... 1:2
Staðan:
Þróttur V. 18 11 5 2 36:17 38
KV 18 10 4 4 34:24 34
Völsungur 18 10 3 5 40:32 33
KF 18 8 4 6 34:28 28
Magni 18 7 6 5 37:32 27
Njarðvík 17 6 8 3 36:22 26
ÍR 18 6 7 5 31:26 25
Reynir S. 18 6 5 7 35:37 23
Haukar 17 5 4 8 30:31 19
Leiknir F. 18 5 3 10 25:41 18
Fjarðabyggð 18 2 5 11 13:44 11
Kári 18 1 6 11 24:41 9
3. deild karla
Höttur/Huginn – Elliði ............................ 2:3
KFG – Augnablik ..................................... 0:0
Einherji – ÍH ............................................ 4:0
KFS – Dalvík/Reynir ............................... 1:0
Víðir – Sindri............................................. 0:3
Tindastóll – Ægir ..................................... 1:3
Staðan:
Höttur/Huginn 17 11 2 4 28:19 35
Elliði 17 10 1 6 36:25 31
Sindri 18 9 3 6 35:26 30
Ægir 16 8 5 3 30:19 29
KFG 16 7 6 3 24:18 27
Dalvík/Reynir 17 7 3 7 30:24 24
Augnablik 18 6 4 8 33:33 22
Víðir 17 6 4 7 24:29 22
KFS 17 7 1 9 23:35 22
ÍH 17 4 5 8 28:36 17
Einherji 18 5 1 12 30:42 16
Tindastóll 18 3 5 10 30:45 14
Lengjudeild kvenna
Augnablik – HK........................................ 4:2
Staðan:
FH 15 11 2 2 38:13 35
Afturelding 15 10 4 1 42:15 34
KR 15 10 3 2 42:20 33
Víkingur R. 15 6 4 5 25:29 22
Haukar 15 5 3 7 22:28 18
Grindavík 15 3 6 6 23:28 15
ÍA 14 4 2 8 15:30 14
Grótta 15 4 1 10 20:35 13
HK 14 3 3 8 20:34 12
Augnablik 15 3 2 10 22:37 11
2. deild kvenna
Fjölnir – KH ............................................. 2:1
Hamar – SR .............................................. 3:0
Hamrarnir – Sindri .................................. 2:4
Völsungur – Fram .................................... 2:1
ÍR – Einherji............................................. 2:3
Staða efstu liða:
FHL 12 10 1 1 71:13 31
Völsungur 12 9 2 1 28:12 29
Fjölnir 12 8 2 2 42:13 26
Fram 12 8 1 3 31:13 25
KH 12 8 0 4 37:13 24
Sindri 12 6 1 5 27:26 19
ÍR 11 5 1 5 30:26 16
Einherji 12 3 4 5 22:22 13
_ Fjögur efstu lið eru komin í undanúrslit
og leika um tvö sæti í 1. deild.
Meistaradeild kvenna
1. umferð
Gintra – Breiðablik ..................................1:8
_ Breiðablik er komið áfram í 2. umferð.
Minsk – Celtic...................................(frl.) 2:3
- María Gros lék seinni hálfleikinn með
Celtic og lagði upp mark.
_ Celtic er úr leik.
Bröndby – Slovácko ................................ 2:1
- Barbára Sól Gísladóttir kom inn á sem
varamaður á 64. mínútu hjá Bröndby.
_ Bröndby er úr leik.
Vålerenga – PAOK.................................. 2:0
- Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan leik-
inn með Vålerenga og Amanda Andradóttir
kom inn á í uppbótartíma.
- Ingunn Haraldsdóttir lék allan leikinn
með PAOK.
_ Vålerenga fer áfram í 2. umferð en PA-
OK er úr leik.
SL Benfica – Racing Union .................... 7:0
- Cloé Eyja Lacasse lék allan leikinn með
Benfica sem er komið í 2. umferð.
Bordeaux – Kristianstad ........................ 3:1
- Svava Rós Guðmundsdóttir var ónotaður
varamaður hjá Bordeaux sem er komið í 2.
umferð en Kristianstad er úr leik.
- Sveindís Jane Jónsdóttir og Sif Atladótt-
ir léku allan leikinn með Kristianstad. El-
ísabet Gunnarsdóttir þjálfar liðið.
CSKA Moskva – Apollon..........................2:1
- Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir lék fyrstu 85
mínúturnar með Apollon sem fer áfram í 2.
umferð.
50$99(/:+0$
_ „Mér finnst við ekki eiga nægilega
marga góða, unga leikmenn eins og
staðan er í dag,“ sagði Ragnar Sig-
urðsson, landsliðsmaður Íslands í
knattspyrnu, í Dagmálum, frétta- og
menningarlífsþætti Morgunblaðsins.
Ragnar, sem er 35 ára gamall, sneri
heim úr atvinnumennsku á dögunum
og samdi við uppeldisfélag sitt Fylki
eftir fjórtán ár í atvinnumennsku.
Hann er á meðal leikjahæstu lands-
liðsmanna Íslands frá upphafi með
97 A-landsleiki og hefur farið á tvö
stórmót með ís-
lenska liðinu, EM
2016 í Frakklandi
og HM 2018 í
Rússlandi.
„Það er til fjöldi
efnilegra stráka
en þetta er ekki
nálægt því að
vera eins og þeg-
ar Jói [Jóhann Berg Guðmundsson]
og Gylfi [Gylfi Þór Sigurðsson] og
fleiri komu inn í hópinn á einu bretti,“
sagði Ragnar.
„Það eru margir strákar að standa sig
ágætlega erlendis en alls ekki nógu
margir,“ sagði Ragnar meðal annars.
_ Setningarhátíð Paralympics, Ól-
ympíumóts fatl-
aðra, fer fram í
Tókýó í Japan á
morgun klukkan
11 að íslenskum
tíma. Thelma
Björg Björns-
dóttir og Patrek-
ur Andrés Ax-
elsson munu
leiða íslenska hópinn á opnunarhátíð-
inni og vera fánaberar. Thelma Björg
keppir nú á sínu öðru móti en hún var
einnig á mótinu í Ríó árið 2016.
Thelma keppir í sundi í flokki S6/SB5
sem er flokkur hreyfihamlaðra. Pat-
rekur Andrés Axelsson er að taka þátt
á sínu fyrsta móti en hann keppir í
flokki T11 sem er flokkur blindra.
_ Franska knattspyrnufélagið Nimes
hefur lagt fram tilboð upp á 700.000
evrur í landsliðsmanninn Jón Dag Þor-
steinsson. Jón Dagur leikur með AGF í
Danmörku. Danski miðilinn BT greinir
frá. Nimes féll úr frönsku 1. deildinni á
síðustu leiktíð og Elías Már Ómarsson
gekk í kjölfarið í raðir félagsins frá Ex-
celsior.
_ Barcelona tapaði á laugardag sínum
fyrstu stigum í spænsku 1. deildinni í
fótbolta eftir að Lionel Messi yfirgaf fé-
lagið og samdi við París SG. Barcelona
mátti sætta sig við 1:1-jafntefli við
Athletic Bilbao á útivelli. Inigo Martínez
kom heimamönnum yfir á 50. mínútu
og stundarfjórðungi síðar jafnaði
Memphis Depay og þar við sat. Barce-
Eitt
ogannað
KEFLAVÍK – FH 0:5
0:1 Baldur Logi Guðlaugsson 45.
0:2 Jónatan Ingi Jónsson 53.
0:3 Jónatan Ingi Jónsson 90.
0:4 Oliver Heiðarsson 90.
0:5 Jónatan Ingi Jónsson 90.(v)
MM
Jónatan Ingi Jónsson (FH)
M
Magnús Þór Magnússon (Keflavík)
Eggert Gunnþór Jónsson (FH)
Matthías Vilhjálmsson (FH)
Baldur Logi Guðlaugsson (FH)
Logi Hrafn Róbertsson (FH)
Guðmundur Kristjánsson (FH)
Oliver Heiðarsson (FH)
Rautt spjald: Nacho Heras (Keflavík)
74.
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson – 7.
Áhorfendur: Um 100.
BREIÐABLIK – KA 2:0
1:0 Gísli Eyjólfsson 19.
2:0 Viktor Karl Einarsson 73.
MM
Gísli Eyjólfsson (Breiðabliki)
M
Anton Ari Einarsson (Breiðabliki)
Damir Muminovic (Breiðabliki)
Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðabliki)
Viktor Karl Einarsson (Breiðabliki)
Viktor Örn Margeirsson (Breiðabliki)
Mark Gundelach (KA)
Sebastiaan Brebels (KA)
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson –
6.
Áhorfendur: 695.
VÍKINGUR R. – VALUR 2:1
1:0 Kwame Quee 22.
2:0 Viktor Örlygur Andrason 28.
2:1 Kaj Leo í Bartalsstovu 90.
MM
Viktor Örlygur Andrason (Víkingi)
Sölvi Geir Ottesen (Víkingi)
M
Ingvar Jónsson (Víkingi)
Kári Árnason (Víkingi)
Halldór Smári Sigurðsson (Víkingi)
Atli Barkarson (Víkingi)
Kwame Quee (Víkingi)
Pablo Punyed (Víkingi)
Kristall Máni Ingason (Víkingi)
Nikolaj Hansen (Víkingi)
Helgi Guðjónsson (Víkingi)
Hannes Þór Halldórsson (Val)
Tryggvi Hrafn Haraldsson (Val)
Dómari: Helgi Mikael Jónasson – 8.
Áhorfendur: 600.
_ Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og
greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/fot-
bolti.