Morgunblaðið - 23.08.2021, Síða 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 2021
ENGLAND
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Chelsea, Liverpool, Brigthon og
Tottenham eru með fullt hús stiga á
toppi ensku úrvalsdeildarinnar í
knattspyrnu eftir leiki helgarinnar
en í kvöld mætast svo West Ham og
Leicester í lokaleik 2. umferð-
arinnar í London.
Romelu Lukaku fer vel af stað
með sínu nýja félagi Chelsea en
hann var á skotskónum í 2:0-sigri
liðsins gegn Arsenal á Emirates-
vellinum í London í gær.
Það tók Belgann aðeins fimmtán
mínútur að skora sitt fyrsta mark
fyrir félagið en hann gekk til liðs við
Chelsea á nýjan leik frá Inter Míl-
anó fyrir tæplega 100 milljónir
punda á dögunum.
_ Þetta var fyrsta mark Lukakus
fyrir Chelsea í sextán leikjum en
hann lék sinn fyrsta leik fyrir félagið í
ágúst 2011.
Greenwood bjargaði United
Manchester United missteig sig á
útivelli þegar liðið heimsótti South-
ampton á St. Mary’s í Southampton
en leiknum lauk með 1:1-jafntefli.
Fred, miðjumaður United, varð
fyrir því óláni að skora sjálfsmark á
30. mínútu áður en Mason Green-
wood jafnaði metin fyrir United
með marki í síðari hálfleik.
_ Paul Pogba, leikmaður United,
er fyrsti leikmaðurinn í sögu ensku
úrvalsdeildarinnar sem leggur upp
fimm mörk fyrir liðið sitt í fyrstu
tveimur leikjum tímabilsins.
Dele Alli reyndist hetja Totten-
ham þegar liðið lagði Wolves á
Molineux-vellinum í Wolverhamp-
ton.
Leiknum lauk með 1:0-sigri
Tottenham en Alli skoraði sigur-
mark leiksins með marki úr víta-
spyrnu strax á 9. mínútu.
_ Þetta var fyrsta deildarmark
Deles Allis fyrir Tottenham síðan í
mars 2020 en hann átti ekki fast
sæti í liðinu á síðustu leiktíð.
Liverpool á flugi
Þá voru þeir Diogo Jota og Sadio
Mané á skotskónum fyrir Liverpool
þegar liðið tók á móti Burnley á An-
field í Liverpool.
Leiknum lauk með 2:0-sigri Liver-
pool en mörkin komu hvort í sínum
hálfleiknum.
Jóhann Berg Guðmundsson var í
byrjunarliði Burnley, annan leikinn í
röð, en var skipt af velli á 79. mínútu
fyrir Erik Pieters.
_ Virgil van Dijk var í byrjunarliði
Liverpool gegn Burnley en hann hef-
ur nú leikið 48 deildarleiki á Anfield
án þess að tapa. 43 sigrar og 5 jafn-
tefli.
Englandsmeistarar Manchester
City unnu stórsigur í fyrsta heimaleik
sínum á tímabilinu en liðið fékk nýliða
Norwich í heimsókn á Etihad-völlinn í
Manchester.
Tim Krul, markvörður Norwich,
varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark
strax á 7. mínútu og Jack Grealish
bætti við öðru marki City og sínu
fyrsta marki fyrir félagið á 22. mínútu.
Aymeric Laporte, Raheem Sterl-
ing og Riyad Mahrez skoruðu svo sitt
markið hver fyrir City í síðari hálfleik
og lokatölur því 5:0 í Manchester.
_ Jack Grealish er fyrsti enski
leikmaðurinn sem skorar í frumraun
sinni á heimavelli í ensku úrvalsdeild-
inni síðan Frank Lampard gerði það í
september 2014 fyrir Man. City gegn
sínum gömlu liðsfélögum í Chelsea.
Fjögur lið með fullt hús stiga
- Chelsea lagði
Arsenal í stór-
leiknum - Meist-
ararnir skelltu ný-
liðunum
AFP
1 Það tók belgíska framherjann Romelu Lukaku fimmtán mínútur að opna markareikning sinn fyrir Chelsea í stór-
leik helgarinnar gegn Arsenal í London en Lukaku sneri aftur til félagsins á dögunum eftir sjö ára fjarveru.
lona er með fjögur
stig eftir tvo leiki.
_ Erkifjendurnir í
Real Madrid töp-
uðu einnig stigum
er liðið gerði 3:3-
jafntefli við Lev-
ante í skrautlegum
leik á útivelli. Ga-
reth Bale skoraði fyrsta mark Real og
Vinícius Júnior gerði næstu tvö. Roger
Martí, José Campana og Róbert Pier
gerðu mörk Levante.
_ Körfuknattleikskonan Erna Há-
konardóttir hefur lagt skóna á hilluna,
en hún er aðeins 27 ára gömul. Erna
hefur orðið Íslandsmeistari með Njarð-
vík, Keflavík og Snæfelli. Þá hefur hún
einnig orðið bikarmeistari með liðunum
þremur.
_ Gríski körfuknattleiksmaðurinn Fo-
tios Lampropoulos mun leika með
Njarðvík á komandi leiktíð. Lampropou-
los er 37 ára og 206 sentímetrar. Hann
hefur m.a. leikið með Estudiantes og Te-
nerife í efstu deild Spánar, einni sterk-
ustu deild Evrópu.
_ C r i s t i a n o R o n a l d o , sókn-
armaður Juventus, bað um að vera á
varamannabekk liðsins fyrir leik þess
gegn Udinese í gær. Sky á Ítalíu greinir
frá þessum tíðindum, sem þykja renna
stoðum undir það að portúgalska stór-
stjarnan sé farin að hugsa sér til hreyf-
ings eftir þriggja ára dvöl hjá Juventus.
_ Skautakonan Júlía Rós Viðarsdóttir,
úr Skautafélagi Akureyrar, lauk keppni
á Junior Grand Prix 1, alþjóðlegri
keppni á listskautum fyrir táninga í af-
reksflokki, í Courchevel í Frakklandi á
föstudaginn og náði þar besta árangri
Íslendinga á mótinu frá upphafi. Á
fimmtudaginn keppti Júlía Rós, sem er
17 ára gömul, í stuttu prógrammi og
lenti þar í 16. sæti með 39,35 stig. Á
föstudaginn keppti hún í frjálsu pró-
grammi og lenti í 13. sæti með 72,19
stig. Samanlögð stig skiluðu Júlíu Rós
111,54 stigum og er það besti árangur
íslensks skautara á Junior Grand Prix.
_ Jamaíski spretthlauparinn Elaine
Thompson-Herah
hjó nærri 33 ára
gömul heimsmeti
Bandaríkjakon-
unnar Florence
Griffith Joyner
þegar hún hljóp
100 metrana á
10,54 sekúndum,
næstbesta tíma
sögunnar, á Demantamóti í Eugene í
Bandaríkjunum á laugardag. Thomp-
son-Herah vann ólympíugull í bæði
100 og 200 metra spretthlaupi í Tókýó
og jafnaði þá í 100 metra hlaupinu
næstbesta tíma sögunnar, 10,61 sek-
úndu, sem Griffith Joyner hafði einnig
hlaupið á á sínum tíma. Heimsmet
Griffith Joyner er 10,49 sekúndur.
Elísabet Rut Rúnarsdóttir hafnaði á
laugardag í fjórða sæti í sleggjukasti
á HM U20 ára í frjálsíþróttum sem
fram fór í Nairobi í Kenía. Elísabet
kastaði lengst 63,81 metra en hún á
best 64,39 metra. Öll köst Elísabetar
voru yfir 60 metra. Finninn Silja
Kosonen sigraði á nýju meistara-
mótsmeti og kastaði 71,64 metra. El-
ísabet varð sjöunda á EM í sama
aldursflokki fyrr í mánuðinum.
Kristján Viggó Sigfinnsson hafn-
aði í 12. sæti í hástökki. Hann stökk
hæst 2,06 metra, sem er nokkuð frá
hans besta árangri sem er 2,13 metr-
ar.
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Sleggja Elísabet Rut Rúnarsdóttir hafnaði í fjórða sæti í sleggjukasti á HM.
Fjórða besta í heiminum
Dregið var í aðra umferð Meist-
aradeildar Evrópu í knattspyrnu
kvenna í höfuðstöðvum Knattspyrnu-
sambands Evrópu, UEFA, í Nyon í
Sviss í gær. Þar drógust ríkjandi Ís-
landsmeistarar Breiðabliks gegn kró-
atísku meisturunum í Osijek og munu
freista þess að tryggja sér sæti í nýrri
riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
Breiðablik tryggði sér sæti í ann-
arri umferðinni með stæl þegar liðið
byrjaði á því að vinna Færeyjameist-
ara KÍ frá Klaksvík 7:0 síðastliðinn
miðvikudag og fylgdi því eftir með 8:1
sigri gegn litháísku meisturunum í
Gintra á laugardaginn, en báðir leik-
irnir voru hluti af fyrstu umferð
keppninnar.
Í nýrri riðlakeppni Meistaradeild-
arinnar eru alls 12 sæti í boði fyrir
sigurvegara viðureignanna tólf sem
fara fram í annarri umferð.
Það er því mikið í húfi fyrir Blika,
því auk þess að eygja góðan mögu-
leika á að komast í riðlakeppnina, þar
sem sterkustu lið Evrópu bíða, sér fé-
lagið fram á gífurlega fjárhagslega
innspýtingu takist liðinu ætlunarverk
sitt, að sigra Osijek.
Fyrri leikur liðanna fer fram í Kró-
atíu annaðhvort 31. ágúst eða 1. sept-
ember og síðari leikurinn fer fram 8.
eða 9. september á Kópavogsvelli.
gunnaregill@mbl.is
Blikar mæta Króatíu-
meisturum Osijek
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Evrópa Blikar eygja þátttöku í
riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
England
Arsenal – Chelsea.....................................0:2
- Rúnar Alex Rúnarsson lék ekki með
Arsenal vegna veikinda.
Liverpool – Burnley ................................ 2:0
- Jóhann Berg Guðmundsson lék fyrstu 80
mínúturnar með Burnley.
Leeds – Everton....................................... 2:2
- Gylfi Þór Sigurðsson var sendur í leyfi
hjá Everton.
Aston Villa – Newcastle........................... 2:0
Crystal Palace – Brentford ..................... 0:0
Man. City – Norwich................................ 5:0
Brighton – Watford.................................. 2:0
Wolves – Tottenham ................................ 0:1
Southampton – Manch. United ............... 1:1
Staða efstu liða:
Chelsea 2 2 0 0 5:0 6
Liverpool 2 2 0 0 5:0 6
Brighton 2 2 0 0 4:1 6
Tottenham 2 2 0 0 2:0 6
Manch. Utd 2 1 1 0 6:2 4
Everton 2 1 1 0 5:3 4
Brentford 2 1 1 0 2:0 4
C-deild:
Gillingham – Morecambe ........................2:1
- Jökull Andrésson lék allan leikinn með
Morecambe.
Þýskaland
B-deild:
Regensburg – Schalke .............................4:1
- Guðlaugur Victor Pálsson lék fyrstu 83
mínúturnar hjá Schalke og var fyrirliði.
Ítalía
Napoli – Venezia.......................................2:0
- Arnór Sigurðsson kom inn á sem vara-
maður á 64. mínútu hjá Venezia en Óttar
Magnús Karlsson og Bjarki Steinn Bjarka-
son voru á bekknum allan tímann.
B-deild:
Cremonese – Lecce ..................................3:0
- Þórir Jóhann Helgason kom inn á sem
varamaður á 84. mínútu hjá Lecce en
Brynjar Ingi Bjarnason var á bekknum.
Pisa – SPAL ..............................................1:0
- Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn
hjá Pisa.
Danmörk
Viborg – AGF............................................2:0
- Jón Dagur Þorsteinsson lék allan leikinn
með AGF.
OB – Bröndby............................................2:2
- Aron Elís Þrándarson lék fyrstu 83 mín-
úturnar með OB.
Svíþjóð
Elfsborg – Hammarby .............................2:2
- Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn á sem
varamaður á 85. mínútu hjá Elfsborg.
- Jón Guðni Fjóluson lék allan leikinn með
Hammarby
Halmstad – Norrköping ..........................2:1
- Ari Freyr Skúlason lék fyrstu 84 mín-
úturnar með Norrköping og Ísak B. Jó-
hannesson fyrstu 63.
Rosengård – Örebro.................................6:0
- Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn hjá
Rosengård og þær Cecilía Rán Rúnars-
dóttir og Berglind Rós Ágústsdóttir léku
allan leikinn með Örebro.
AIK – Djurgården ....................................1:0
- Hallbera Guðný Gísladóttir lék allan
leikinn með AIK.
Piteå – Linköping.....................................1:1
- Hlín Eiríksdóttir lék fyrstu 74 mínúturn-
ar hjá Piteå
Noregur
Rosenborg – Odd ......................................5:0
- Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn
og skoraði fyrir Rosenborg.
Bodö/Glimt – Kristiansund.....................3:0
- Alfons Sampsted lék allan leikinn með
Bodö/Glimt.
Sandefjord – Tromsö ...............................1:1
- Viðar Ari Jónsson lék fyrstu 81 mínút-
una og skoraði fyrir Sandefjord.
Vålerenga – Viking..................................1:1
- Viðar Örn Kjartansson lék fyrstu 63
mínúturnar og skoraði fyrir Vålerenga.
Strömsgodset – Brann .............................3:1
- Ari Leifsson lék allan leikinn með
Strömgodset en Valdimar Þór Ingimund-
arson var allan tímann á bekknum.
50$99(/:+0$
EM U19 karla
Leikur um 7. sæti:
Ísland – Svíþjóð .................................... 24:26
Svíþjóð
Bikarkeppni kvenna:
Västerås Irsta – Kristianstad ............ 18:32
- Andrea Jacobsen skoraði 2 mörk fyrir
Kristianstad.
.$0-!)49,
KNATTSPYRNA:
Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin:
Domusnova-völlur: Leiknir R – HK.........18
Samsung-völlur: Stjarnan – Fylkir .....19:15
Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin:
Jáverksvöllur: Selfoss – ÍBV.....................18
Eimskipsvöllur: Þróttur R. – Þór/KA ......18
2. deild karla:
Rafholtsvöllur: Njarðvík – Haukar .....19:15
Í KVÖLD!