Morgunblaðið - 23.08.2021, Qupperneq 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 2021
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALI
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
SÝND MEÐ ÍSLENSKU
TALI
THERE’S A LITTLE HERO INSIDE US ALL
RYAN REYNOLDS – JODIE COMER – TAIKA WAITITI
GEGGJUÐ NÝ GRÍNMYND
DWAYNE JOHNSON
EMILY BLUNT
HUGH JACKMAN
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykja-
vík, RIFF, hefst 30. september og
eins og greint hefur verið frá verður
Holland í fókus að þessu sinni, holl-
enskar kvikmyndir og kvikmynda-
gerðarmenn.
Skipuleggjendur RIFF hafa nú
sent frá sér lista tíu kvikmynda sem
þykja sérstaklega áhugaverðar af
þeim tugum mynda sem verða á dag-
skrá hátíðarinnar. Myndirnar eiga
sameiginlegt að hafa verið sýndar á
kvikmyndahátíðum erlendis í sumar
eða þá að þær verða sýndar á hátíð-
um í haust.
Leiknar frásagnarmyndir
Í flokki leikinna frásagnarmynda
eru þrjár nefndar.
Azor eða Gáshaukur er pólitískur
samsæristryllir sem gerist á níunda
áratugnum og fylgir eftir svissnesk-
um bankamanni í sendiför í Argent-
ínu, sem var þá undir einræð-
isstjórn. Leitar hann að
samstarfsmanni sínum sem hefur
horfið sporlaust. „Persónur eru peð í
valdatafli blárra handa – enginn er
saklaus í þessari gráu veröld eig-
inhagsmuna,“ segir um myndina.
Brighton 4th eða Brighton fjórða
segir af fyrrverandi fjölbragða-
glímukappa, Kakhi frá Georgíu, sem
ferðast frá Tíblísí til Brooklyn þar
sem sonur hans er í djúpri skuld
vegna fjárhættuspila. Hetjan grípur
til þess örþrifaráðs að mana lánar-
drottinn sonar síns í hringinn með
því skilyrði að hann aflétti skuldinni,
sigri Kakhi.
Versta manneskja í heimi eða Ver-
dens verste menneske er nýjasta
kvikmynd heiðursverðlaunahafans
norska Joachims Triers. Segir í
henni af fjórum árum í lífi ungrar
konu, Júlíu, sem reynir að greiða úr
flækjum í ástalífi sínu en lendir um
leið á hraðahindrunum á frama-
brautinni.
Heimildarmyndir
Sex heimildarmyndir eru valdar
sérstaklega af aðstandendum hátíð-
arinnar.
Gabi frá átta til þrettán ára aldurs
segir af Gabi sem fylgt er eftir í
fimm ár í sjálfsmyndarumleitun í
kynjuðu samfélagi, eins og því er
lýst. „Sumir segja að ég vilji vera
drengur, en svo er ekki, ég vil bara
vera Gabi,“ segir Gabi í myndinni.
Að temja garðinn eða Taming the
Garden segir af manni sem stundar
þá iðju að rífa upp aldagömul tré
meðfram georgísku sjávarsíðunni og
planta þeim í garðinum sínum.
Athæfið hefur mikil áhrif á umhverfi
trjánna og samfélögin sem þau til-
heyra og fylgir myndin eftir því ferli
og dregur um leið upp svipmynd af
georgísku samfélagi og gildum þess.
Zinder dembir áhorfendum inn í
veröld „palais“-gengjanna sem ráða
lögum og lofum í heimabæ höfundar
myndarinnar, Zinder í Níger í Vest-
ur-Afríku. Glæpalífið veitir tilgang
og virðingu, annars blasir við at-
vinnuleysi og ömurð, eins og segir
um myndina.
Fallegasti drengur í heimi segir af
leikaranum Birni Andrésen sem lék í
Dauðanum í Feneyjum, kvikmynd
ítalska leikstjórans Lucho Visconti
frá árinu 1971 en leikstjórinn sagði
Andrésen fegursta dreng í heimi.
Fimmtíu árum síðar hefur þessi yfir-
lýsing enn áhrif á líf Andrésen.
Smárasystur eða Sisters With
Transistors er sögð „mögnuð og áð-
ur ósögð saga kvenkyns frumherja á
árdögum raftónlistar, þegar þeram-
ín, hljóðgervlar og feedback-vélar
þöndu vitin“ og er Laurie Anderson
sögumaður myndarinnar. Konurnar
sem eru til umfjöllunar eru sagðar
hafa umbreytt því hvernig tónlist er
gerð og skynjuð í dag.
A-ha: bíómyndin – a-ha The Movie
segir af norsku hljómsveitinni góð-
kunnu, a-ha, þar sem henni er fylgt
eftir á tónleikaferðalagi. „Þessir þrír
ungir menn, hafa fjarlægan draum
um að verða alþjóðlegar popp-
stjörnur og þegar gullni smellurinn
„Take on Me“ nær toppsæti Billbo-
ard-listans bandaríska virðist tak-
markinu náð. Hvernig er svo að lifa í
draumi? Þetta er frásögn af metnaði,
frábærri tónlist, vinslitum og jafnvel
fyrirgefningu,“ segir um myndina.
Teiknimyndir
Ein teiknimynd er nefnd í þessari
tíu mynda upptalningu, Duldýra-
garður eða Cryptozoo á frummálinu.
Fjallar hún um duldýragarðsverði
sem fanga fágæta goðsagnaveru sem
nærist á draumum. Þeir velta fyrir
sér hvað sé hið rétta í stöðunni: á slík
undravera að vera lokuð inni eða er
betra að hún lifi áfram í felum?
Frekari upplýsingar um hátíðina
má finna á riff.is.
Tíu áhugaverðar á RIFF
- Nú styttist í Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík og verður hér athygli vakin á tíu myndum
sem þykja sérstaklega áhugaverðar - Leiknar frásagnarmyndir, heimildarmyndir og teiknimynd
Fagur Í Fegursta dreng í heimi segir af Björn Andrésen sem lék í Dauðan-
um í Feneyjum frá 1971. Leikstjórinn sagði hann fegursta dreng í heimi.
Duldýragarður Úr teiknimyndinni Cryptozoo. Hún fjallar um duldýra-
garðsverði sem fanga fágæta goðsagnaveru sem nærist á draumum.
Smárasystur Úr heimildarmyndinni Sisters With Transistors eða Smára-
systur. Í henni er rakin saga kvenkyns frumherja á árdögum raftónlistar.
A-ha Norsku drengirnir í hljómsveitinni a-ha urðu poppstjörnur eftir að lag
þeirra „Take on Me“ náði toppsæti Billboard-listans bandaríska.