Morgunblaðið - 24.08.2021, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 2021
Blautfóður.
Fullt af blautfóðri.
Fyrir hunda og ketti.
Fiskislóð • Bíldshöfði • Smáratorg • Helluhraun • Baldursnes
www.gaeludyr.is
Oddur Þórðarson
Karítas Ríkharðsdóttir
Ragnhildur Þrastardóttir
Virkum kórónuveirusmitum hefur
fækkað hægt og rólega síðustu
daga og segir Þórólfur Guðnason
sóttvarnalæknir að landsmenn geti
glaðst yfir því.
Árangurinn megi, sem fyrr,
þakka samverkandi áhrifum af ein-
staklingsbundnum sóttvörnum,
samkomutakmörkunum og aðgerð-
um á landamærum.
Virkum kórónuveirusmitum
fækkaði um 63 frá laugardegi til
sunnudags en þau voru 956 talsins
á sunnudag. Sama dag greindust
62 kórónuveirus-
mit innanlands,
þar af voru 27 í
sóttkví við grein-
ingu, eða rúm
43%.
21 er nú á
sjúkrahúsi vegna
Covid-19 og sex
á gjörgæslu.
Fækkar fólki á
gjörgæslu um
einn á milli daga.
Á landamærunum greindust
ellefu kórónuveirusmit á sunnu-
dag. Mótefnamælingar er beðið í
átta tilvikum en þrír voru með
virkt smit eftir fyrri skimun. 3.582
sýni voru tekin á sunnudag en
4,39% einkennasýna voru jákvæð.
Í dag verður ný reglugerð um
takmarkanir vegna kórónuveiru-
faraldursins kynnt. Í Kastljósi í gær
sagðist hann búast við góðum tíð-
indum. „Mér finnst þetta bara mjög
jákvætt og ég held að við eigum að
nýta okkur það.“
Í samtali við mbl.is segir Þórólfur
að tilslakanir verði skoðaðar með
tilliti til stöðunnar á Landspítala
sem hann bendir á að hafi verið
mjög erfið.
„Það er mjög mikilvægt að bylgj-
an er að fara aðeins niður og
ástandið hefur heldur lagast á spít-
alanum sýnist mér. Þannig að ég
held að við getum skoðað næstu að-
gerðir í því ljósi.“
Smit á Landakoti
Á meðal þeirra sem greindust
smitaðir af kórónuveirunni um
helgina var starfsmaður öldrunar-
lækningadeildar Landspítala á
Landakoti. Hann hafði verið við
störf dagana áður en hann greind-
ist.
Umfangsmikil rakning fór af stað
strax þegar smitið greindist á laug-
ardagsmorgun.
Ekki hafa greinst fleiri smit á
deildinni en allir sjúklingar og
starfsmenn deildarinnar hafa verið
skimaðir.
Fimm sjúklingar, sem starfsmað-
urinn sinnti, eru í sóttkví.
Deildinni hefur verið lokað fyrir
innlagnir og flutninga á milli stofn-
ana þar til allri sóttkví hefur verið
aflétt.
Hildur Helgadóttir, verkefna-
stjóri hjá farsóttanefnd Landspít-
ala, segir yfirgnæfandi meirihluta
starfsmanna og alla sjúklinga á
Landakoti vera fullbólusetta.
„Meira að segja voru nokkrir sjúk-
lingar nýbúnir að fá örvunarbólu-
setningu,“ segir Hildur.
Hún segir ýmsar ráðstafanir
valda því að ólíklegt sé að smitið
hafi breiðst út innan Landakots;
víðtæk bólusetning, grímuskylda
innan stofnunarinnar og góðar sótt-
varnir. Hún segir sömuleiðis mikinn
lærdóm hafa verið dreginn af stóra
hópsmitinu sem kom upp á Landa-
koti í október í fyrra, þar sem
sautján manns létust úr Covid-19.
Engar alvarlegar
aukaverkanir
Í gær hófst bólusetning barna á
aldrinum 12 til 15 ára gegn Co-
vid-19. Bólusett var með bóluefni
Pfizer gegn Covid-19 en það er eina
bóluefnið sem hefur fengið mark-
aðsleyfi hér á landi fyrir þennan
hóp barna. Þórólfur mælir heilshug-
ar með bólusetningu barna. Hann
segir að markmiðið með bólusetn-
ingu barna sé að verja þau gegn al-
varlegum áhrifum veirunnar, sem
nú séu enn skæðari með tilkomu
Delta-afbrigðis kórónuveirunnar.
Enn fremur segir Þórólfur að von-
ast sé til þess að bólusetning barna
minnki útbreiðslu smita í samfélag-
inu.
Spurður hvort aukaverkanir af
völdum bólusetninga hjá börnum á
aldrinum 12-15 ára séu meiri eða á
einhvern hátt öðruvísi en hjá full-
orðnum segir Þórólfur að svo sé
ekki. Hann bendir á að engar alvar-
legar aukaverkanir hafi komið fram
í rannsóknum sem lágu til grund-
vallar markaðsleyfi fyrir bóluefni
Pfizer í þessum aldurshópi.
38
56
78 82
95 88
71
123 123 129 124
154
86
68
109 116
151
107
119
57
105
141
84
119 130
82
64 55
103
124
108
61 70
54 62
22
5 30
0
42
6
62
5
72
5
93
7 99
2 1.0
87
1.2
05
1.2
16 1.2
32 1.2
93 1.3
51 1.4
13 1.4
34
1.4
47
1.3
85
1.3
86 1.4
35
1.3
83
1.3
28
1.2
80
1.2
94
1.2
32
1.1
73
1.1
62
1.1
61 1.2
00
1.1
80
1.1
10
1.0
20
95
2
Heimild: LSH
Heimild: covid.is kl. 11.00 í gær
62 ný innan-
landssmit
greindust sl. sólarhring
970 eru í skimunar-
sóttkví
1.831 einstaklingar
eru í sóttkví
Einstaklingar undir eftirliti
Covid-göngudeildar LSH kl. 15.00 í gær
150
125
100
75
50
25
0
10.177 smit
alls
Fjöldi innanlandssmita frá 12 júlí
21. 22. 23. 26. 27. 28. 29. 30. 31. 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. 19. 20. 21. 22. 23.
Fjöldi einstaklinga undir eftirliti LSH frá 21. júlí*
*Engar tölur fyrir 24.-25. júlí212 af þeim sem
eru undir
eftirliti eru börn
62 ár er
meðalaldur
innlagðra á LSH
Væg eða engin einkenni
Aukin einkenni
Alvarlegri einkenni
19. 20. 21. 22. 23. 24. 25. 26. 27. 28. 29. 30. 31. 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. 19. 20. 21. 22.júlí ágúst
Fullbólusettir Bólusetning hafin
Óbólusettir
Fjöldi innanlandssmita
frá 19. júlí eftir stöðu
bólusetningar
952 einstaklingar
eru undir eftirliti
Covid-göngudeildar LSH
30 af þeim sem
eru undir eftir-
liti flokkast sem gulir*
21 sjúklingur
liggur
inni á LSHmeð
Covid-19
17 liggja inni á
bráðalegudeildum 6 sjúklingar eru
á gjörgæslu
85 hafa alls lagst inn á
LSHmeð Covid-19
í fjórðu bylgju faraldursins
Um þriðjungur
þeirra óbólusettir
Um tveir þriðju bólusettir
Enginn
flokkast sem
rauður**
Tíu fullbólusettir Sjö óbólusettir
Þrír þeirra
fullbólusettir
Þrír óbólusettir
Fimm
gjörgæslu-
sjúklingar
eru í
öndunarvél
Engir sjúklingar
í innlögn eru
hálfbólusettir
*Aukin einkenni Covid-19. **Alvarlegri einkenni, s.s. mikil andþyngsli og hár hiti.
Staðfest innanlandssmit
7 daga meðaltal
Heimild: LSH
Landsmenn geti glaðst yfir fækkun
- Fjöldi virkra smita nú undir 1.000 - Ekkert minnisblað komið til Svandísar - Bólusetning barna
hófst í gær og mælir sóttvarnalæknir heilshugar með henni - Starfsmaður á Landakoti smitaðist
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sprauta Bólusetning barna hófst í gær en um fjögur þúsund börn mættu í hana. 6.000 höfðu fengið boð.
Þórólfur
Guðnason
ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI