Morgunblaðið - 24.08.2021, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.08.2021, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 2021 Ásthildur Lóa Þórsdóttir, grunnskólakenn- ari og formaður Hagsmuna- samtaka heim- ilanna, er oddviti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. Ásthildur gekk til liðs við flokkinn fyrr á þessu ári. Hún er kennari að mennt og starfar sem grunnskólakennari, gift Hafþóri Ólafssyni, söluráðgjafa hjá Exton, og eiga þau tvo upp- komna syni. Ásthildur hefur verið virk í réttindabaráttu kennara og árið 2017 var hún kjörin í stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna. Leiðir Flokk fólksins í Suðurkjördæmi Ásthildur Lóa Þórsdóttir Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna alþingiskosninga hófst klukkan tíu í gærmorgun í Kringl- unni og Smáralind. Opið verður alla daga vikunnar frá 10.00 til 22.00. Kosningar nálgast óðum en kjör- dagur er eftir fimm vikur, laug- ardaginn 25. september. Þann dag verður einungis opið í Smáralind á milli 10.00 og 17.00 fyrir kjósendur sem eru á kjörskrá utan höfuðborg- arsvæðisins. Kosið er á 1. hæð í Smáralind, ná- lægt inngangi í norðausturhluta á 1. hæð, og á 3. hæð í Kringlunni ná- lægt bíógangi, en hægt er að nálg- ast allar helstu upplýsingar um fyrirkomulag alþingiskosninga á kosningavef dómsmálaráðuneyt- isins, kosning.is. Atkvæði Frá atkvæðagreiðslu utan kjör- fundar í gær. Hún er nú hafin víða. Kosningar hafnar í Kringlunni og Smáralind Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Dómsmálaráðuneytið vekur athygli á því að þótt utankjörstaða- atkvæðagreiðsla sé hafin renni framboðsfrestur ekki út fyrr en á hádegi 10. september. Fyrir þann tíma liggi ekki fyrir hvaða flokkar bjóða fram lista í kosningunum 25. september. Þeir sem kjósa utan kjörfundar geta ritað nafn síns flokks með blýanti. Stimplar koma þegar allir listar liggja fyrir. Framboðsfrestur til 10. september Sveitarfélagið Ölfus, Landsbankinn og Þekkingarsetrið Ölfus Cluster hafa komist að samkomulagi um opnun skrifstofuhótels og vinnustofu með áherslu á fjarvinnu í Þorláks- höfn. Stefnt er að því að opna fjar- vinnuverið 1. nóvember nk. í Hafn- arbergi 1 þar sem útibú bankans er nú til húsa en útibúið færir sig um set í sama húsi. Að sögn Elliða Vignissonar, bæj- arstjóra í Ölfusi, er reiknað með því til að byrja með, að vinnustöðvar verði þarna fyrir 10 manns. Því til viðbótar hafi fjögur fyrirtæki, sem eru að hefja starfsemi í Þorlákshöfn, óskað eftir skrifstofum. „Við munum sannarlega reyna að mæta því,“ seg- ir Elliði við Morgunblaðið. „Hjá okkur háttar þannig til að vöxtur er afar hraður og það kallar á að við séum vakandi fyrir nýjum áskorunum. Covid-ástandið hefur hraðað mjög þeirri þróun að fólk geti sinnt vinnu sinni án þess að ferðast til og frá vinnustað á hverj- um degi og margir sem hér búa starfa í þannig umhverfi. Við erum með þessu að þróa samfélagið í takt við þessar nýju áherslur með því að bjóða upp á skrifstofuhótel og fja- vinnuver í samstarfi við Landsbank- ann,“ segir Elliði en mikil fjölgun íbúa hefur átt sér stað í Ölfusi síð- ustu ár. Fyrstu sex mánuði ársins var fjölgunin 4,3%. bjb@mbl.is Skrifstofu- hótel í Þor- lákshöfn - Fleiri fyrirtæki í leit að skrifstofum Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Þorlákshöfn Íbúum fjölgar og fleiri munu geta unnið í fjarvinnu. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Birkiskógur vestast í Hvamms- fjöllum í Ódáðahrauni er eins og vin í eyðimörkinni. Þarna vex birkið í 590-630 metra hæð og mögulega vex skógur þarna í meiri hæð en vitað er um annars staðar á landinu, þótt birkihríslur megi finna hærra yfir sjó. Árni Sigurbjarnarson, skógrækt- armaður á Húsavík, kom ásamt fé- lögum sínum við í þessari gróður- torfu nýlega. Á heimasíðu Skóg- ræktarinnar, skogur.is, er haft eftir Árna að í sumar megi sjá þarna a.m.k. 20 sentimetra sprota á bæði birki og víði og telur Árni að hvort tveggja sé í framför, þrátt fyrir að á svæðið slæðist stöku sauðkindur á hverju sumri. Fé hefur hins vegar fækkað mjög á þessum slóðum á síð- ari árum og nú sést þarna nýliðun hjá bæði birki og víði. Fallegar skógarleifar Í samtali við Morgunblaðið segir Árni að skógurinn þarna sé væntan- lega leifar af upphaflegum hálendis- skógi, sem hafi tekið við sér með hlýnandi veðri og minni beit. Í Ódáðahrauni og á öræfunum sunnan Mývatnssveitar, allt frá Búrfells- hrauni í norðaustri að Hvamms- fjöllum í suðvestri, megi finna hlíðar og hvamma með náttúrulegu skjóli í 4-500 metra hæð og þar séu hér og hvar mjög gamlar og fallegar skóg- arleifar, sem séu farnar að taka við sér. „Þarna er að finna yndislegar perlur af ósnortnu víðerni og skóg- arleifar í sandauðninni,“ segir Árni, en hann hefur síðustu ár unnið að verkefni sem hann kallar „Leitina að hinu ósnortna víðerni“. Hann nefnir einnig dæmi um 4-5 metra hátt reynitré í um 400 metra hæð. Það hafi þrifist vel inni í birki- kjarrinu, þar sem sauðfé kemst ekki að því, en reyniviður er enn við- kvæmari fyrir beit heldur en birkið. Í brekkunni vestast í Hvamms- fjöllum segir á skogur.is að innan ferhyrnings sem sé um þrír og hálf- ur hektari að stærð vaxi gróskumik- ið birki á um það bil helmingi svæð- isins og ýmis annar gróður, svo sem fjallavíðir, loðvíðir, einir, gulmaðra, grös og fleiri tegundir. Svæðið nái upp í ríflega 600 metra hæð yfir sjó og þekja birkis virðist vera vel yfir þeim mörkum sem skilgreina skóg- lendi. Víða eru vaxtarskilyrði „Birkitorfan í Hvammsfjöllum er minnisvarði um forna gróðurþekju en segir okkur jafnframt að víða á hálendinu eru vaxtarskilyrði fyrir birki- og víðikjarr. Þau skilyrði hafa batnað undanfarin ár með hlýnandi veðri. Með beitarfriðun og markviss- um landeflingaraðgerðum má breiða út slíkt gróðurlendi á ný eins og gert hefur verið með góðum árangri víða, til dæmis á Þórsmörk og á Heklu- skógasvæðinu. Þótt sumar sé stutt í Ódáðahrauni verða sumardagar þar gjarnan mjög hlýir og hafgolu gætir ekki,“ segir á vef Skógræktarinnar. Ljósmyndir/Árni Sigurbjarnarson Birkiskógur Kristinn Guðlaugson í jaðri gróðurtorfunnar í um 600 metra hæð í Hvammsfjöllum. Mögulega er um hæsta skóg yfir sjó að ræða á landinu. Gróðurtorfa vin í eyðimörkinni - Yndislegar perlur af ósnortnu víðerni og skógarleifar í sandauðninni Á öræfum Reynitré í um 400 metra hæð yfir sjó í Hvannfelli í jaðri Búrfells- hrauns. Það hefur þrifist vel í birkikjarrinu, þar sem sauðfé kemst ekki að. 2021 ALÞINGISKOSNINGAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.