Morgunblaðið - 24.08.2021, Side 15
15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 2021
Læðist Falleg er hún kisan sem ljósmyndari blaðsins rakst á við Laugaveg-
inn. Hún fylgdist grannt með mannlífinu, með sínum sægrænu augum.
Eggert
Kosningar eru fram
undan, stjórn-
málamenn sækjast
eftir umboði til að
gæta hagsmuna okkar
næstu fjögur árin.
Regluverk EES er
umgjörð evrópsks
markaðsbúskapar,
sem virðist enn vera
sá meðalvegur sem
flestir vilja feta. Norð-
menn, 17 sinnum fleiri en við, eru
leiðandi í því samstarfi, sem við
fáum að vera með í sem eins konar
„aftanívagn“. Þeir vilja ekki að för-
inni sé stýrt þaðan.
Hlutfallslegir yfirburðir
Frelsi í viðskiptum og framfarir í
flutningatækni hafa gert löndum
kleift bæta lífskjör með því að sér-
hæfa sig kringum svonefnda „hlut-
fallslega yfirburði“. Hlutfallslegir
yfirburðir okkar hafa lengi verið í
fiskveiðum, hreinni og ódýrri orku,
lítt snortinni náttúru og loks háu
menntunarstigi. Sagt er að hér séu
42% af ósnortnum víðernum Evr-
ópu. Við sjáum nú útlendinga
kaupa upp dýrmætar náttúruperlur
fyrir sig og vini sína og úrræða-
leysi ráðamanna við því. Allir voru
og eru sammála um að fiski-
auðlindin verði að vera háð inn-
lendu eignarhaldi. Sama hlýtur að
gilda um orkuna og náttúruna.
Þetta eru allt ómetanleg verðmæti
sem við viljum halda í fyrir íbúana,
þó hagfræðin og EES-reglurnar
segi okkur að hagvöxturinn verði
mestur með af-
skiptaleysi. Innan við
fimmti hluti orkunnar
er nýttur á almennum
markaði heimila og
fyrirtækja. Við viljum
að það gríðarlega afl
sem hér hefur verið
virkjað verði áfram
nýtt hér á landi til at-
vinnusköpunar og flutt
út sem fram-
leiðsluþáttur í útflutn-
ingsvörum. Ef orkan
verður flutt út „óunn-
in“ munu störf og ungt fólk fara
með. Fjórfrelsið svonefnda er ekki
orðin tóm. Reynslan sýnir að mark-
aðsbúskapur og frelsi hámarka vel-
megun þjóða, þó henni sé ójafnt
skipt. Evrópulönd huga að velferð
og Norðurlöndin eru í fremstu röð í
þeim efnum. Með þessu virðast þau
fórna hámörkun hagvaxtarins, en
reynast þó alltaf í fremstu röð hvað
þjóðartekjur varðar. Hagfræðin
virðist vanmeta velferðina.
Virkjanir og stóriðja
Efnahagslíf okkar er og verður
óstöðugt. Breytingar og sveiflur
hafa lengi verið miklar í lífríkinu.
Landkostir munu breytast í hlýn-
andi veðráttu, við vitum ekki
hvernig, en varla aðeins okkur í
hag. Ferðaþjónustan varð á fáum
árum mesta gjaldeyrislind þjóð-
arinnar. Orkubúskapur og stóriðja
eru samt stöðugasti þáttur þjóð-
arbúsins og eiga mikinn þátt í því
að álitlegt er að búa og starfa hér á
landi. Evrópureglur kveða á um að
ríkjum beri að greiða fyrir teng-
ingu raforkukerfa milli landa og að
opinberum orkufyrirtækjum beri
að taka markaðsverð fyrir orku. Ef
sæstrengur verður lagður til lands-
ins gerist þetta.
Fyrir meira en hálfri öld hófum
við að virkja stórt og umfram þarf-
ir heimamarkaðarins. Stór verkefni
voru gerð framkvæmanleg með því
að tengja tekjur af stóriðju með
langtímasamningum við kostnað og
fjármögnun virkjana.
Í hálfa öld höfum við haft full-
vissu um að þjóðin muni njóta
ódýrrar, hreinnar raforku, þegar
stóriðjan hefur greitt virkjanirnar
niður. Þessi fyrirheit voru margí-
trekuð. Fyrir nokkrum árum tók
Landsvirkjun að segja okkur að nú
mætti vænta uppskeru. Fram kom
hugmynd um „þjóðarsjóð“ í stíl við
norska olíusjóðinn. Tveir formenn
Sjálfstæðisflokksins hafa því miður
orðað að selja Landsvirkjun að
hluta. Einkavæðing, sæstrengur,
vindorkugarðar og markaðsverð
eru orð sem dynja á fólki. Orku-
pakkarnir eru vörður á vegferð
sem við ráðum engu um. Engin
samstaða er um að við göngum úr
EES þó vegferð ESB í orkumálum
henti okkur ekki. Finna verður leið
sem gerir okkur kleift að efna
gömlu fyrirheitin, en halda áfram
þessu evrópska samstarfi á meðan
það er okkur hagfellt. Það þýðir að
við búum svo um hnútana að við
getum lifað með orkupökkunum og
jafnvel sæstreng.
Sjálfsþurftarbúskapur
Samrekstur í eigu notenda getur
samræmst EES-reglum. Bóndi
getur virkjað bæjarlækinn til eigin
nota, fleiri bændur geta virkjað
saman o.s.frv. Þjóðin hefur síðustu
50 árin virkjað mikið og verði
eignarhaldið milliliðalaust hjá not-
endum í stað ríkissjóðs fellur rekst-
urinn utan Evrópureglna. Sú leið
sem ég sé er að skilja fimmtung
orkuframleiðslunnar, eldri nið-
urgreiddar virkjanir, ekki aðeins
allar þær sem gerðar voru fyrir al-
mennan markað heimila og smáfyr-
irtækja heldur líka stórar niður-
greiddar virkjanir, frá rekstri
þeirra sem yngri eru og þjóna
orkufrekum iðnaði. Einhvers konar
félagsform sameignar yrði valið
eða skapað, það er úrvinnsluatriði.
Nýja félagið yrði til fyrir eigendur
sína og mundi afhenda þeim raf-
magn á framleiðslukostnaðarverði
um land allt, með hæfilegri álagn-
ingu vegna viðhalds og endurnýj-
unar. LV yrði eftir þetta með
yngri, skuldsettar virkjanir. Þetta
yrði að gera með vitund og sam-
þykki lánveitenda LV. Þannig yrði
tryggt að heimilin niðurgreiddu
ekki orku til stóriðju og að þau
njóti lágs orkuverðs, eins og ítrek-
að hefur verið lofað. Þetta er kjarni
málsins. Markmiðið hlýtur að vera
að standa við margítrekuð fyrirheit
um að almenningur muni njóta lágs
orkuverðs. Síðar gæti þetta sam-
eignarfélag notenda leyst fleiri
skuldlausar virkjanir til sín, eftir
því sem almennur heimamarkaður
kallar á.
Þrasað til eilífðarnóns?
Umræðan um orkupakkana var
Sjálfstæðisflokknum erfið.
Reynslulitlir forystumenn flokksins
töluðu fyrst gegn innleiðingu
þeirra og sáu enga sáttaleið. Þeir
hröktust loks til að samþykkja
orkupakkann úrræðalausir. Fólk
vill ekki gefa frá sér neinn þeirra
fáu, mikilvægu kosta sem vega upp
á móti kostnaðarsamri búsetu hér
við ysta haf. Orkan, náttúran og
störf fyrir unga fólkið eru ómet-
anleg verðmæti sem við eigum að
ríghalda í, rétt eins og fiskiauð-
lindina. Rökin eru nákvæmlega þau
sömu. Fólk vill bæði gulltryggja
áframhaldandi, sameiginlegt eign-
arhald á orkuauðlindinni, sem er
ein verðmætasta og stöðugasta
eign íbúa landsins og að íbúunum
verði tryggð ódýr raforka. Fólkið
vill ekki að LV verði einkavædd og
það vill líka að hin hreina, græna
orka verði nýtt hér á landi. Hug-
myndir um að raforkunni verði
snúið í vetni hér á landi, sem er
nánast vinnuaflslaus ferill, og flutt
þannig óunnin utan, eru óvitaskap-
ur. Sorglegt er að heyra ráðherra
orkumála daðra við það. Fjölmörg
atriði þarf að ræða í tengslum við
orkumálin. Það sem þarf hins veg-
ar ekki að gera er að þrasa til ei-
lífðarnóns. Það er komið nóg.
Eftir Ragnar
Önundarson » Orkubúskapur og
stóriðja eru samt
stöðugasti þáttur þjóð-
arbúsins og eiga mikinn
þátt í því að álitlegt er
að búa og starfa hér á
landi.
Ragnar Önundarson
Höfundur er viðskiptafræðingur og
fyrrverandi bankastjóri.
Leitum sátta um orkumálin
Íslenska þjóðin eld-
ist hratt. Nú erum
við ein yngsta þjóð
innan OECD en eftir
25 ár verðum við ein
sú elsta. Sá sem er
fæddur 1959 getur
vænst þess að verða
ríflega 82 ára. Sá
sem fæddist 1999
getur vænst þess að
verða 87 ára. Flækj-
an er hins vegar sú að ríflega
fjórir einstaklingar eru á vinnu-
aldri (20-65 ára) fyrir hvern einn
sem er utan vinnumarkaðar. Eftir
því sem tímar líða fækkar þeim
hlutfallslega sem eru á vinnualdri.
Þegar höfundur þessarar greinar
verður 65 ára innan ekki langrar
framtíðar má búast við að um 2,5
einstaklingar séu á móti þeim sem
eru utan vinnumarkaðar. Það er
frábært og skelfilegt í senn. Við
þurfum að stokka heilbrigðis-
kerfið upp og við verðum að gera
það hratt. Um þetta og fleiri
áskoranir og lausnir verður fjallað
á ráðstefnu SA og SVÞ um heil-
brigðiskerfi á krossgötum kl. 16 á
miðvikudag.
Að óbreyttu mun þetta leiða til
sívaxandi kostnaðar við heilbrigð-
isþjónustuna, hærri skatta auk
þess sem fólk mun þurfa að bera
stærri hlut af kostnaði við eigin
umönnun. Það er dökk framtíðar-
sýn. Því fyrr sem brugðist er við
því betur mun ganga að ráða við
vandann.
Á vinnumarkaði er unnt að
hvetja fólk til að vinna lengur en
nú tíðkast. Fjölmargir sem fara á
eftirlaun eru í fullu fjöri og æski-
legt að þeim gefist kostur á að
halda áfram störfum. Því fylgir
lífsfylling og ánægja að finna að
framlag fólks sé metið auk þeirra
tekna sem viðkom-
andi aflar. Það er
æskilegt að stuðla að
því að hingað flytjist
fólk á vinnualdri sem
tekur þátt í sam-
félaginu, vinnur og
jafnvel skapar sér og
sínum störf með
stofnun nýrra fyrir-
tækja. Við eigum að
auðvelda fólki að
flytja til Íslands og
taka þátt í vinnu-
markaði vegna þess
að það er hagur okk-
ar sjálfra. Og það rétta í stöðunni.
Elli er falleg – hún er farsæl
niðurstaða af löngu lífi. En það
þarf að fjölga þeim árum sem fólk
býr við góða heilsu og er virkir
þegnar í samfélaginu. Eldri borg-
arar þurfa síðan að eiga raunhæfa
möguleika til að dvelja heima eins
lengi og kostur er. Heimahjúkrun
og heimaþjónusta er mikilvægur
þáttur til þess en einnig geta fleiri
búsetuúrræði þurft að koma til.
Einfalda þarf afar flókna verka-
skiptingu félags- og heilbrigðis-
þjónustu eldra fólks sem er á
höndum sveitarfélaga og ríkisins.
Stofnanir samfélagsins eiga ekki
séns í að halda í við öldrun þjóð-
arinnar.
En það er ljós við enda gang-
anna. Með því að bjóða upp öfluga
læknisþjónustu, virka hjúkrunar-
og félagsþjónustu sem byggir á
samhæfðri þjónustu öldrunar-
lækna, heilsugæslu, sjúkraþjálf-
unar, iðjuþjálfa og hjúkrunar má
draga úr þörf fyrir hjúkrunar-
heimili, fækka komum á bráða-
deildir og innlögnum á sjúkrahús.
Gera heimilið að griðarstað – með
þeirri þjónustu sem hver og einn
þarfnast.
Netið og tæknin leika lykilhlut-
verk. Með nýlegri tækni og fjar-
heilbrigðisþjónustu má sinna og
hafa eftirlit með heilsufari eldra
fólks. Ömmur og afar, langafar og
langömmur kunna á spjaldtölvur
og síma. Þetta eykur afköst og
gerir heilbrigðisstarfsfólki að auki
kleift að veita þjónustu á svæðum
þar sem aðgangur að sérfræði-
þekkingu er takmarkaður. En það
þarf að taka skrefið.
Engin von er til þess að unnt
verði að reisa hjúkrunarheimili
fyrir alla eldri borgara. Biðlistar
eru langir og þótt til standi átak í
að fjölga dvalarrýmum þá verður
vandinn enn til staðar og hann
vex með hverju ári. Rekstur
hjúkrunarheimila þarf að vera
tryggður til lengri tíma og fjár-
mögnun taka mið af raunveruleg-
um kostnaði miðað við heilsufar
notenda. Allir þurfa að eiga sæti
við borðið: Ríkið, einkaaðilar og
félagasamtök.
Eins og í annarri heilbrigðis-
þjónustu þarf að tryggja gæði, ör-
yggi, hagkvæmni og árangur. Rík-
ið ákveður kröfurnar og fjöldinn
allur af fyrirtækjum og stofnunum
mætir þeim. Kostir einkarekstrar
munu nýtast vel þar sem leitast
er við að innleiða nýjar tækni-
lausnir, hagræða, búa til nýja val-
kosti og skapa umhverfi þar sem
aldraðir geta notið sín eftir bestu
getu. Samkeppni, sem verðlaunar
nýjar lausnir á þessu sviði, á full-
an rétt á sér og getur með öðru
lagt grunn að því að búa öldr-
uðum hlýlegt og áhyggjulítið líf.
Það eiga þeir allir skilið.
Öll viljum við verða
gömul – Hvað þá?
Eftir Halldór
Benjamín
Þorbergsson
» Flækjan er hins veg-
ar sú að ríflega fjórir
einstaklingar eru á
vinnualdri (20-65 ára)
fyrir hvern einn sem er
utan vinnumarkaðar.
Halldór Benjamín
Þorbergsson
Höfundur er framkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífsins.