Morgunblaðið - 24.08.2021, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.08.2021, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 2021 Kenningar um Njálu eru vinsæl íþrótt. Frægt er þegar núverandi seðla- bankastjóri gerði Gunnar á Hlíðarenda gjaldþrota. Svo er Bjarni Harðarson bú- inn að sjá kynþát- tastríð út úr sögunni, og svo er gátan vin- sæla: Hver skrifaði Njálu? Njála gerist í þjóðfélagi þar sem menn eru heiðnir og ættarböndin sterk. Ættartölurnar í fornsög- unum benda til að samheldni ætt- arinnar skyldi ná fjóra ættliði aftur í tímann, svipað má lesa úr fornum grískum kvæðum og Gamla testa- mentinu. Eiginlegt réttarvörslu- kerfi er ekki annað en blóðhefndin. Ef gert er á hluta manns hefur ætt hans hefndarskyldu, hún nær til allra karlmanna fjóra ættliði aftur í tímann, þetta má kalla höfuðætt, og hún getur munstrað álitlegan her. En stanslaust ofbeldi blóðhefndar er bölvun þessa kerfis. Gegn þessu stendur hinn kristni siður. Baráttu heiðinna og krist- inna trúarbragða lýkur með kristnitökunni árið þúsund, en sið- ferði og réttarvitund heiðninnar lif- ir áfram og stendur í vegi kirkju- valdsins. Til að taka upp kristinn sið þarf að snúa við siðferðiskennd og réttarvitund þjóðarinnar. Það kemur í hlut kirkjunnar að ná þessu fram með trúarlegri innræt- ingu. Það er þetta sem felst í orða- tiltækinu að kenna guðsótta og góða siði. Allir þurfa að sætta sig við hið trúarlega vald, kristnir jafnt sem heiðnir. Í átökum Sturlungaaldar sem á eftir kristnitökunni fylgdu fór kirkjan þó ekki fram með hervaldi, aðalvopn hennar var, eins og bæði fyrr og síðar, ritningin og penninn. Pennanum var beitt til að sýna þjóðinni ókosti heiðins siðar, og þar með afla kristnum sið og kirkju- valdi fylgis. Í kjölfarið fer mikil rit- öld, þar eru skrifaðar Íslendinga- sögur, hver á fætur annarri. Ritin voru skrifuð á íslensku, en ekki á latínu, vegna þess hver tilgang- urinn var. Tilgangurinn er að rita sögur er sýna grunnatriði hins heiðna siðar í neikvæðu ljósi. Að- ferðin er að lýsa forn- um hetjum, með þeim hætti að lesandinn, eða áheyrandinn, fái andúð á hefndarþorsta og algerum vanmætti yfirvalda að halda uppi lögum og reglu þegar heiðinn siður og rétt- arvitund ræður gjörð- um manna. Sem inn- ræting (predikun) í þessum anda eru Ís- lendingasögurnar gríðarlega áhrifaríkar. Ekki þarf að taka nema vel- þekktu minnin úr mest lesnu sög- unum til að sjá hvar andúð lesanda er vakin. Fáránlegt hefndarbrölt Hallgerðar og Bergþóru í Njálu, al- gjört vanmætti fyrirmyndarmanns- ins og höfðingjans Njáls í að halda uppi lögum og sætta menn. Sú við- leitni þessa vitra og réttsýna manns endar síðan með svívirðilegu morði á honum og nánast allri hans ætt. Brjálæði Egils, fégræðgi og framkoma hans við vini sína er annað dæmi. Allt er þetta and- kristileg framkoma og frásögnin öll er til þess fallin að innræta mönn- um andúð á henni. Á sama tíma halda sögurnar uppi heiðri og sæmd forfeðranna með litríkum frásögnum af afrekum þeirra og vekja þannig áhuga þess sem á hlustar. Það er þessi jafnvægislist sem gefur sögunum ómetanlegt bókmenntalegt gildi. Lýsingarnar á hinni ókristilegu framkomu hljóta að vekja þá hugs- un, að betra sé að hið kristna sið- ferði og réttarvitund kirkjunnar ráði en hinn heiðni siður. Sér- staklega áhugaverðar eru frásagnir af hefnandanum sem að verki loknu sættist við óvini sína og tekur kristni og fær fyrirgefningu synda sinna með skírninni. En kynþættir skipta vissulega máli. Landið er numið í kjölfar þess að víkingaherinn, „The Great Heat- hen Army“, gerir gríðarlega innrás í England árið 871. Danir hernema Danalög, Norðmenn Norðimbra- land. Fjöldi keltneskra bænda er rekinn burtu og hafa margir endað á Íslandi. En þar með er sagan ekki sögð. Norðmenn eru reknir burtu úr Norðimbralandi, það byrj- ar um 874. Að margir þeirra fara til Íslands með sínar bresku konur og húskarla má víst telja. Þessi bar- átta heldur áfram allt til 930 þegar síðasti norski konungurinn er rek- inn frá Jórvík (York). Það var Ei- ríkur blóðóx, frægur úr Eglu. Þegar þetta lið kemur til Íslands hefur það haft nóg tilefni til að berjast áfram og einmitt á tímum Njálu er passlegur tími liðinn svo höfuðættirnar hafa náð fyrri styrk eftir flutningana. Svo tilgangur Ís- lendingasagna var að fá þetta fólk til að sætta sig við kirkjuvaldið. Þetta er ekki hægt að sanna en hið gagnstæða blasir við; ef ekkert slíkt réttlætti þá vinnu og þau kálf- skinn sem í handritin fóru hefðu kirkjunnar þjónar varla fengið að skrifa handritin. Hver er höfundur Njálu skiptir varla máli í þessu sambandi. Það er einhver ríkur kirkjuhöfðingi sem hlutast til um verkið sem „patron“ og hann ræður þá efninu eins og hann vill. Og hvar finnum við mann með ríkidæmi og aðstöðu til að láta gera Njálu, eða réttara sagt allar sögurnar í henni, sem eru margar. Einn maður er líklegastur, Páll Jónsson biskup í Skálholti 1195- 1211. Hann hafði bæði tækifæri, ríkidæmi og ástæðu til að hrinda slíku verki af stað. Hann var ágæt- lega menntaður, listfengur og af ætt héraðshöfðingja í Rangárþingi. Ef hann er maðurinn er enginn vafi að hann hefur ritstýrt bókinni að vild meðan hann lifði. Og boðskap- urinn er að menn hafi í heiðri krist- inn sið, hvort sem þeir trúa eða ekki. Um Njálu Eftir Jónas Elíasson » Íslendingasögurnar eru skrifaðar með vitund og vilja kirkj- unnar til að styrkja vald hennar. Jónas Elíasson Höfundur er prófessor. jonaseliassonhi@gmail.com Þið skuluð hlýða! Það eru skilaboðin sem nú berast almenn- um borgurum þessa lands úr ranni þeirra sem hafa „réttar“ skoð- anir á loftslagsmálum – skoðanir sem ekki þarf að ræða, sem ekki má mótmæla, heldur skal meðtaka og innbyrða sem hinn endanlega og óhrekjanlega sannleika, því eins og dr. Gro Harlem Brundtland, fyrrver- andi forsætisráðherra Noregs, sagði árið 2013 um loftslagsmálin: „The si- ence is settled“ (niðurstaða vís- indanna er endanleg). Jörðin er á leið til tortímingar og maðurinn er söku- dólgurinn í gerðum sínum, lífsháttum sínum, græðgi sinni. Hann hefur svínað út hnöttinn sem hann býr á. Hann er að leiða hann til glötunar. Bara sú hugmynd að „the sience is settled“ er fáránleg. Niðurstaða vís- inda er aldrei endanleg. Sönn vísindi snúast um leit, sífellda leit. Kenn- ingar eru settar fram. Þær eru ígrundaðar. Þær standa ef til vill um stund, en taka þróun. Aðrar koma fram sem hljóta sömu meðferð. Leitin heldur þrotlaust áfram. Geri hún það ekki hætta vísindin að vera það sem þeim ber að vera. Þau verða ígildi trúarbragða. Þá er hin „endanlega niðurstaða“ sem meitluð í stein; óbreytanleg, ekki umræðuhæf – nokkuð sem einungis ber að innbyrða án efahyggju, mótmælalaust og af fullri undirgefni. Geri menn það ekki skal tukta þá til hlýðni. Hinn 13. ágúst var rætt við Sigurð Inga Friðleifsson, framkvæmda- stjóra Orkuseturs, í fréttum íslenska ríkisútvarpsins. Um- ræðuefnið var aðgerðir sitjandi ríkisstjórnar í loftslagsmálum. Sig- urður Ingi lýsti sig nokkuð ánægðan með árangur og gerðir en taldi ekki nóg að gert. Menn væru ekki nógu hlýðnir. Því vildi hann að beitt væri „örlítið meiri refsivendi“ og gat þess að unnt væri að „refsa með sköttum“. Engan bilbug var á Sig- urði Inga að finna. Létu menn ekki af hegðun sinni, létu þeir ekki skipast með fortölum, skyldi beitt á þá „refsi- vendi“ eins og gert var við ódæla krakka í fyrri tíð – nú bannað í tilfelli barna en að fullu réttlætanlegt í við- fangi við óstýriláta borgara þessa lands sem ekki beygja sig í duftið fyr- ir hinum „endanlegu“ niðurstöðum „loftslagsvísinda“ nútímans. Þetta hefur kunnuglegan – en reyndar nokkuð óhugnanlegan hljóm. Refsivendi hefur iðulega verið beitt til þess að kúga menn til hlýðni og undirgefni. Jafnvel heilu þjóðirnar. Aðferðir hafa iðulega verið nokkuð grimmúðlegar og hér er ekki verið að ýja að því að eins langt verði gengið með refsivöndinn nú á dögum eins og iðulega var gert í fyrri tíð. En mark- miðið er það sama. Þegar annað þrýt- ur er valdboði beitt því að menn skulu hlýða. Borgararnir skulu beygja sig undir boðskap þeirra sem „vita bet- ur“ og eru því – að eigin áliti – hæfari öðrum til þess að leggja þeim línur um „rétta“ hegðun og „rétt“ viðhorf. Refsivöndur Sigurðar Inga Frið- leifssonar vekur minni úr sögunni. Múslímar gáfu þeim sem þeir undir- okuðu í landvinningum sínum þrjá kosti: taka upp trú múslíma, borga skatt og verða annars flokks borg- arar eða láta lífið. Þetta bar árangur. Þeir sem völdu annan kostinn geng- ust stig af stigi íslam á hönd og gerð- ust undirgefnir, en það er einmitt merking orðsins „íslam“. Rannsókn- arréttur kaþólsku kirkjunnar barði fólk til hlýðni við valdboð kirkjulegra yfirvalda með ofsóknum og galdra- brennum. Nasistar í Þýskalandi beittu sveitum sínum til þess að hræða Þjóðverja til að lúta valdi sínu – nefna má kristalsnóttina og útrým- ingarbúðir. Stalín neyddi Rússa til undirgefni og fylgis við kommúníska stjórn sína og stefnu með ýmsum ráð- um, svo sem sýndarréttarhöldum, af- tökum, útlegð í Gúlaginu og útrým- ingu smábænda. Maó Zedong efndi til menningarbyltingar til þess að endurskapa þjóð sína í samræmi við hugsjónir sínar. Nú á dögum eru Kín- verjar sagðir reka endurmennt- unarbúðir fyrir úígúrska múslíma í austurhluta Kína til þess að endur- móta þá og berja inn í þá samsinni við hugmyndafræði kínverska kommún- istaflokksins. Væntanlega er síðasta dæmið hér að ofan næst refsivendi Sigurðar Inga Friðleifssonar og skoðana- systkina hans þó að aðferðir séu ekki vitanlega ekki þær sömu. Markmiðið er þó í sama anda: Ykkur skal end- urmóta. Þið skuluð samsinna okkur. Þið skuluð hlýða! Hlýddu! Eftir Hauk Ágústsson »Refsivendi hefur iðu- lega verið beitt til þess að kúga menn til hlýðni og undirgefni. Jafnvel heilu þjóðirnar. Haukur Ágústsson Höfundur er fyrrverandi kennari. Það má segja að neyðarástand ríki víða í heilbrigðismálum á Íslandi. Fjölmargir þjóðfélagshópar hafa verið sniðgengnir og réttindi annarra huns- uð. Við Íslendingar höfum því verk að vinna við að bæta og laga íslenska velferð- arkerfið sem hefur lekið eins og gatasigti undir núver- andi ríkisstjórn. Enginn heldur því fram að fjármunir fyrir slíkum um- bótum verði teknir upp af götunni og því hætt við að margir sem hafa lagt ómælt til íslenska samfélagsins verði enn að bíða. Þar er hlutur sjúklinga á biðlistum og aldraðra hvað sársaukamestur. Á sama tíma keppast íslenskir ráðamenn við að kalla yfir sig ábyrgð á því að trúarofstækishópur hafi tekið yfir hið fjarlæga land Afganistan eftir að stærsta herveldi heims heyktist á að halda úti her- sveitum sínum þar. Atburðarásin hefur verið hröð en fyrirsjáanleg. Valdabröltið í Afganistan stendur á tímamótum og augljóst að ný öfl og nýjar þjóðir munu nú sigla inn í kjölfarið. Eftir stendur sársaukafull og kostnaðarsöm tilraun við að breyta þjóð sem virðist ekki hafa verið tilbúin að berjast fyrir þessum breytingum sjálf. Gæti verið að heimamenn séu núna þrátt fyrir allt nær því að ráða eigin örlögum? En bera Íslendingar einhverja ábyrgð á því hvernig fór eins og ráðherrar ríkisstjórnarinnar kepp- ast við að segja? Það er erfitt að sjá. Afskipti Íslendinga hafa fyrst og fremst falist í mannúðarstarfi og að veita afgönsku þjóð- inni aðstoð við að nú- tímavæða samfélagið. Starf sem nú virðist koma fyrir lítið. Íslend- ingar hafa ekki farið með vopnum inn í Afg- anistan en hafa svarað ákalli um aðstoð, sem meðal annars hefur komið frá heimamönn- um, og látið fé af hendi rakna til uppbygg- ingar. Því hefur verið sinnt og nokkrir skrif- stofumenn starfað þar um lengri eða skemmri tíma. Öll sú vinna get- ur fallið undir eðlilega þróunar- aðstoð. Það er ekkert sem rökstyður það að Íslendingar beri sérstaka ábyrgð á því hvernig fór í Afganistan. Áfram munu þau alþjóðlegu samtök sem hafa starfað þar reyna að að- stoða nauðstadda og vinna að mann- úðarmálum. Við Íslendingar eigum að standa við skuldbindingar okkar gagnvart þessum samtökum og að- stoða þau við að hjálpa Afgönum heima við. Það væri fráleit nið- urstaða núna að fara að efna til sér- stakra fólksflutninga frá Afganistan til Íslands í einhverri keppni ráð- herra landsins við að beina sjónum frá því hvernig þeir eru að skilja við íslenska velferðarkerfið. Missum ekki sjónar á því sem skiptir mestu. Ábyrgð í Afganist- an og á Íslandi Eftir Brynjólf Þorkel Brynjólfsson Brynjólfur Þorkell Brynjólfsson » Það er ekkert sem rökstyður það að Ís- lendingar beri sérstaka ábyrgð á því hvernig fór í Afganistan. Höfundur skipar 3. sæti Miðflokksins í SV-kjördæmi. ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VEISTU UM GÓÐAN RAFVIRKJA? Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is Fékk bíllinn ekki skoðun? Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl Sameinuð gæði BJB-Mótorstilling þjónustar flesta þætti endurskoðunar anngjörnu verði og að ki förum við með bílinn n í endurskoðun, þér kostnaðarlausu. á s au þin að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.