Morgunblaðið - 24.08.2021, Síða 17
UMRÆÐAN 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 2021
Lykilorðið til þess að
skilja hvað er á seyði í
Afganistan er íslam, al-
veg eins og lykilorðið til
að skilja hvað var á
seyði í Þýskalandi árin
1933-45 var nasismi og í
Sovétríkjunum var það
kommúnismi. Án þess
að kynna sér þessi
hugmyndafræðikerfi,
sem eru raunar öll
mjög skyld, er borin
von að nokkur skilningur fáist á at-
burðarásinni í þessum löndum. Án
þekkingar á íslam er enginn skiln-
ingur á Afganistan eða öðrum lönd-
um múslíma. Alvarlegustu mistökin
eru þau að telja íslam fyrst og fremst
vera múslímum tæki til átrúnaðar á
Allah og spámanninn. Íslam er hug-
myndafræði sem er ætlað að stjórna
allri mannlegri hegðan en af henni er
tilbeiðslan aðeins lítið brot. Æðsta
skylda allra múslíma er heilagt stríð,
jihad, til að ná öllum heiminum undir
sjaríalög með sverðinu ef önnur ráð
duga ekki.
Upplýst hefur verið að Bandaríkin
og NATO-veldin hafi eytt tveimur
trilljónum dollara til að lyfta þessu
guðsvolaða landi upp úr ofstækis-
myrkri íslam og talíbana undanfarin
20 ár eða 250.000.000.000.000 krónum
ef lesendur skilja upphæðina betur
þannig skrifaða. Af þessari upphæð
lögðum við Íslendingar okkar skerf
til þess að freista þess að leysa Afg-
ana, ekki síst konur og börn, úr hel-
fjötrum heimsku, hrottaskapar og
haturs.
Fyrir aðeins nokkrum dögum
heyrðum við Bandaríkjaforseta segja
að engin ástæða væri til þess að
hræðast valdatöku talíbana þótt hann
hefði snöggt afturkallað heri sína þar
sem bandarísk yfirvöld hefðu útbúið
300.000 manna hersveitir stjórn-
arinnar í Kabúl með öllum bestu
vopnum sem völ væri á, þar á meðal
flugher, en „heilögu stríðsmenn-
irnir“, mujaheddín, hefðu aðeins um
75 þúsund manns undir vopnum
(ryðguðum og brotnum?). Talíbanar
ráða nú yfir öllum þess-
um vopnabúnaði. Sú
staðreynd er skelfileg.
Ekki bætir úr skák að
þeir opnuðu fangelsi
Kabúlstjórnarinnar
sem geymdu marga
hörðustu hryðjuverka-
menn al Kaída og aðra
stríðsmenn fyrir utan
alla þá illvirkja sem nú
streyma þar að. Aðeins
tímaspursmál hvenær
þeir fara í útrás til að
heyja sitt jihad, einnig á
Vesturlöndum. Þáttur í
jihad er raunar svokallað hijra, þ.e.
flutningur múslíma til annarra menn-
ingarheima, en það er einmitt sá hluti
af jihad sem ráðamenn, sem ekkert
kunna í íslam, eru svo samvinnufúsir
með!
Biden lofaði jafnframt að heim-
urinn myndi ekki sjá aftur sambæri-
legar fréttamyndir og þegar Saigon
féll 1975. Örvæntingarfullum Saigon-
búum var hrint til baka þegar þeir
reyndu að klifra yfir girðingar sendi-
ráðsins til að komast í björg-
unarþyrlur Bandaríkjanna. Frétta-
myndir frá Kabúl núna eru sumar
óbirtingarhæfar, t.d. af fólki sem batt
sig utan á flugvélar en fraus eða
hrapaði til bana þegar þær tókust á
loft.
Biden er ekki einn stjórnmálafor-
ingja heimsins um að skilja ekki
ástandið í Afganistan. Þeir telja sér
það til framdráttar að kunna nær
engin skil á íslam, sem ræður þó för.
250.000 þúsund milljarðar og 300
þúsund hermenn með bestu vopn
heimsins eru ekki tölur sem réðu úr-
slitum í Afganistan. Þar voru aðrar
tölur. Fyrir liggur niðurstaða amer-
ísku Pew Research Center frá 2013
sem kortlagði mat múslíma á hlut-
verki íslam. Heil 99% íbúa Afganist-
ans töldu að sjaríalög ættu að liggja
til grundvallar stjórn landsins. Vera
kann að síðustu átta ár hafi eitthvað
slegið á þessar tölur en framgangur
talibana núna sýnir ljóslega að sú
breyting er aðeins óveruleg og að
hugmyndafræði talibana hefur yfir-
gnæfandi stuðning.
Þessi skrif munu í engu breyta
ástandinu í Afganistan en þau eru
ákall til íslensku þjóðarinnar, sér-
staklega ráðamanna, að kynna sér
hugmyndafræðina íslam. Ég geri
mér grein fyrir því að það er talið
jafnast á við fólsku að lesa sér til með
vitrænum hætti um þessa hug-
myndafræði, sem er að teygja sig til
okkar í sívaxandi mæli til að hremma
okkur í sína hörðu kló. Þeir, sem vilja
vera í forystu, verða stundum að gera
meira en gott þykir.
Vísasta leiðin til að flýta fyrir þeirri
þróun sem er í hröðum gangi um öll
Vesturlönd er að flytja inn múslíma
og þá sérstaklega frá löndum eins og
Afganistan þar sem 99% trúðu til
skamms tíma að talibanar, Boko Ha-
ram, al Kaída, ISIS, Hamas o.s.frv.
væru góðu gæjarnir og trúa vísast
enn. Það er einnig jafn víst að ein-
hverjir liðsmenn þessara samtaka
munu blanda sér í hóp flóttamanna, –
sérfræðingar í morðum, limlest-
ingum, glæpum og nauðgunum. Þeir
eiga sér kannski ekki skoðanabræður
í háskólum landsins, hjá fjölmiðl-
unum og hjá stjórnmálaforystunni þó
að þekkingarleysið þar á íslam jafn-
gildi stuðningi við framrás þessara
myrku afla.
Það er alla vega ekki að sjá að bitur
reynsla margra Evrópuþjóða af inn-
flutningi þessarar hugmyndafræði sé
þeim víti til varnaðar. Reynslan hefur
sýnt það ljóslega að múslímar aðlag-
ast ekki vestrænum gildum nema í al-
gjörum undantekningartilvikum.
Innflutningur á hundruðum Afgana
til landsins mun engu breyta um
hörmungar afgönsku þjóðarinnar en
mun stórskaða framtíðarhagsmuni
landsins. Aðeins Afganar geta breytt
ástandinu til hins betra.
Helfjötrar heimsku,
hrottaskapar og haturs
Eftir Valdimar
Jóhannesson »Ég geri mér grein
fyrir því að það er
talið jafnast á við fólsku
að lesa sér til með vit-
rænum hætti um þessa
hugmyndafræði.
Valdimar H.
Jóhannesson
Höfundur er á eftirlaunaaldri.
vald@centrum.is
Nú hafa ómað í út-
varpstækjum þjóð-
arinnar hinar ýmsu
auglýsingar frá hin-
um ýmsu stjórn-
málaflokkum vegna
komandi kosninga.
Það sem ég hef hvað
mest tekið eftir eru
auglýsingar (eyrn-
lýsingar) Samfylk-
ingar. Það væri svo
sem ekkert sérstakt hefði Sam-
fylking ekki ákveðið að auglýsa
grimmt umhverfisstefnu sína,
sérstaklega að minnka losun
gróðurhúsalofttegunda. Þeir, sem
þykir það mikilvægt málefni,
ættu, eðli málsins samkvæmt, að
vera mótfallnir þátttöku íslenskra
orkuframleiðenda á um-
hverfisaflátsbréfamarkaðnum.
Hins vegar er á heimasíðu Sam-
fylkingar hvergi minnst á sölu
kolefniskvóta úr landi
eða tilraunir orku-
framleiðenda til að
pranga aflátsbréfum
inn á Íslendinga. Það
er líklegast vegna
þess að slík stefna
setur Ísland á
árekstrarkúrs við
ESB. Því ætti Sam-
fylking að minna kjós-
endur á að EES-
samstarfið skipti
flokkinn meira máli
en umhverfismál, og auglýsa sig
sem slíkan. Annað verður að telj-
ast til falskrar auglýsingar.
Eftir Arngrím
Stefánsson
Arngrímur Stefánsson
» Á heimasíðu Sam-
fylkingar er hvergi
minnst á sölu kolefn-
iskvóta úr landi …
Höfundur er guðfræðingur.
Tóm orð
Mikið gladdi mig að
lesa frábæra grein eft-
ir ungan háskólastúd-
ent, Ingvar Þórodds-
son, í Morgunblaðinu
19. þ.m. Hann er í
þriðja sæti á lista Við-
reisnar í Norðurlands-
kjördæmi eystra.
Takk Ingvar fyrir
greinina.
Það sem er mik-
ilvægast í aðdraganda alþingiskosn-
inga er að frambjóðendur og flokkar
skýri á skilmerkilegan og heiðar-
legan hátt fyrir kjósendum stefnu-
mál sín og hvað þeir vilja standa fyr-
ir eftir kosningar.
Þess vegna er gleðilegt þegar
ungir frambjóðendur láta ljós sitt
skína svo eftir er tekið.
Áður fyrr gátu flokkar, einkum
Framsókn og Sjálfstæðisflokkur,
nokkuð gengið út frá því sem vísu
hversu mikið fylgi þeir fengju í kosn-
ingum. Flokkarnir höfðu merktar
kjörskrár í fórum sínum. Fólk kaus
alltaf sama flokkinn hvað sem á
gekk. Stjórnmálaskoðanir þess voru
nánast eins og trúarbrögð sem ekki
var hvikað frá. Pólitíkin gekk í arf;
framsóknarættir, sjálfstæðisættir
og alþýðuflokksfjölskyldur, alveg
sömu stjórnmálskoðanir mann fram
af manni. En nú er sem betur fer
annar háttur á, nú geta flokkar ekki
lengur treyst á öruggt fylgi, nú
hlustar fólk á hvað flokkar og fram-
bjóðendur standa fyrir og vilja gera.
Þess vegna er það afskaplega
mikilvægt að fólk fái að vita stefnu-
mál frambjóðenda og
flokka fyrir kosningar
til að gera upp hug sinn,
einkum og sér í lagi er
þetta mikilvægt fyrir
nýja flokka og framboð.
Sumum flokkum hentar
að þegja þunnu hljóði
og treysta á minnisleysi
kjósenda eða bera fram
loforðarullu sem hefur
þann eina tilgang að
kasta ryki í augu fólks.
Í greininni fór Ingvar
skilmerkilega og mál-
efnalega yfir mörg helstu áherslu-
mál Viðreisnar. Það er nauðsynlegt
ef vel á að takast til í næstu kosn-
ingum fyrir Viðreisn að stefnumálin
komi skilmerkilega fram. Það hefur
verið frekar hljótt um framboðsmál í
umræðunni. Fáir sem taka til máls.
Benedikt Jóhannesson er þó óþreyt-
andi að halda málefnum Viðreisnar
gangandi. Flestir flokkar eru að
vinna eða vilja halda vörð um sér-
hagsmuni. Viðreisn hefur að leið-
arljósi almannahagsmuni umfram
sérhagsmuni. Það er gott markmið.
Góður málstaður
Eftir Kristján
Baldursson
Kristján Baldursson
» Það sem er mikil-
vægast í aðdraganda
alþingiskosninga er að
frambjóðendur og flokk-
ar skýri á heiðarlegan
hátt fyrir kjósendum
stefnumál sín.
Höfundur er eldri borgari.
kribald@gmail.com
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein-
ar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn
í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu
notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar-
hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í
síma 569-1100 frá kl. 8-18.
Atvinna
Þú gætir átt seturétt á
kosningastefnufundi formanna og
flokksráðs Sjálfstæðisflokksins
Átt þú sæti á fundinum?
Kynntu þér málið
á mínum síðum á
xd.is