Morgunblaðið - 24.08.2021, Page 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 2021
✝ Árni Ólason
fæddist 10.
mars 1942 í
Reykjavík. Hann
lést 15. ágúst 2021
á Hjúkrunarheim-
ilinu Grund.
Foreldrar Árna
voru þau Val-
gerður Árnadóttir,
húsmóðir og
verkakona, f. á
Vopnafirði 8. des-
ember 1918, d. 4. febrúar 1999,
og Óli Hermannsson, lögfræð-
ingur og þýðandi, f. á Kaldbak
í Tjörneshreppi 18. september
1914, d. 7. júní 1997. Þau
skildu eftir tíu ára sambúð.
Árni ólst upp í stórum systk-
inahópi, fyrst á Bergstaða-
stræti og síðar í Ásgarði við
Fossvoginn. Alsystkini Árna
eru Margrét, f. 11.5. 1943,
Ragnheiður Helga, f. 6.11.
1944. d. 30.11. 2014, Hermann,
f. 30.1. 1946, Brjánn, f. 13.6.
1947, d. 31.12. 2010, Guðrún
Kristjana, f. 28.10. 1950, og
Hrólfur f. 25.11. 1952. Bræður
Árna samfeðra eru Oddur, f.
1953, og Guðni, f. 1961.
Árni dvaldi mikið hjá afa
sínum Árna Jónssyni frá Múla
og ömmu sinni Ragnheiði
Jónasdóttir sem barn en amma
30.10. 1946, þau voru gift frá
1978-83, dóttir þeirra er Val-
gerður, f. 3.7. 1979, synir henn-
ar eru Benjamín Árni, f. 9.6.
2000, og Ásgrímur Guðmunds-
son, f. 18.3. 2010. Sambýlis-
maður Valgerðar er Karl
Fannar Sævarsson, f. 3.12.
1987.
Dóttir Lenu af fyrra hjóna-
bandi er Þórunn Brandsdóttir,
f. 27.3. 1968, gift Atla Viðari
Jónassyni, f. 21.7. 1971.
Árni flutti með fjölskyldu
sína til Lundar í Svíþjóð árið
1980. Í Svíþjóð starfaði hann
mestmegnis hjá PLM-verk-
smiðjunni til ársins 1994 að
hann fluttist aftur til Íslands.
Þá starfaði hann um tíma hjá
Stálsmiðjunni og fór svo aftur
til Landhelgisgæslunnar og
sigldi með varðskipinu Ægi.
Árni var mikill lestrarhestur
og djassáhugamaður enda
hlaut hann gott tónlistarupp-
eldi frá móðurbræðrum sínum
Jóni Múla og Jónasi Árnason-
um. Einnig hafði hann brenn-
andi áhuga á skipum, flug-
vélum og seinni
heimsstyrjöldinni og var manna
fróðastur um það. Útför Árna
verður í dag, 24. ágúst 2021,
klukkan 15 í Fossvogskirkju.
Streymt frá útförinni:
https://www.læf.is/utfor-
arni-olason
Virkan hlekk má finna á:
https://www.mbl.is/andlat/
hans lést 1956.
Nokkur sumur sem
barn og unglingur
dvaldi Árni hjá
Sighvati Arnórs-
syni og Margréti
Grünhagen konu
hans í Miðhúsum í
Biskupstungum,
honum þótti mjög
vænt um þann tíma
og hélt góðu sam-
bandi við þau út
ævina.
Árni fór ungur að vinna, tíu
ára að bera út Vísi og svo sem
sendill hjá ÁTVR og fór svo
fyrst á sjó 14 ára gamall á
vöruflutningaskipið Hamrafell
sem sigldi bæði til Suður- og
Norður-Ameríku. Síðar sigldi
hann bæði á fraktskipum Eim-
skipafélagsins og Ríkisskipum
og með Landhelgisgæslu Ís-
lands. Árni var góður náms-
maður en vegna aðstæðna
þurfti hann ungur að fara að
vinna, hann var þó ákveðinn í
að klára nám og kláraði gagn-
fræðapróf í kvöldskóla 1972 og
svo loks stúdentsprófið í Lundi
í Svíþjóð 1984. Einnig var hann
með leyfi sem fiskmatsmaður
og járniðnaðarmaður.
Árið 1972 hóf hann sambúð
með Lenu Hákonardóttur f.
Elsku pabbi minn.
Það er sárt að hafa ekki vitað
þegar ég kvaddi þig daginn sem
þú lést að það væri í síðasta
sinn sem ég myndi sjá þig á lífi,
en þó ljúfsárt að það síðasta
sem þú sagðir við mig var „takk
Vala mín“ og ég svaraði „ekkert
að þakka pabbi minn!“
Mér þykir leitt að ég, einka-
barnið þitt, hafi haft lítinn
áhuga á skipunum og flugvél-
unum sem þú sýndir mér og
sagðir frá, mér þykir leitt að
skothæfileikar mínir hafi sést á
götóttum veggjunum heima hjá
þér í stað skotskífunnar og að
ég hafi ráðskast með þig frá því
ég fæddist þar til þú dóst.
Pabbi minn sem fékk lánað
hveiti hjá nágrönnunum seint á
laugardagskvöldi því ég var „að
baka“, en ég var bara fimm ára
og kunni ekkert að baka og
samt smakkaðir þú á öllu og
sagðir að það væri voða gott.
Pabbi minn sem skammaði mig
aldrei og bannaði mér ekki neitt
nema að vera með læti á frétta-
tíma. Pabbi sem bölvaði og
ragnaði og sagði sótsvarta
brandara en var samt svo ljúfur
og réttsýnn. Pabbi átti byssu-
safn en skaut aldrei dýr, bara í
mark. Pabbi vissi allt um her-
skip, flugvélar og stríð en var
samt friðarsinni og mótmælti
Nató, innrásinni í Írak og her-
náminu í Palestínu. Pabbi var
mikill snyrtipinni, klæddi sig
eins og breskur séntilmaður í
Burberry-frakka og nýpússuð-
um Lloyd-skóm en var samt
stoltur verkamaður og sjómað-
ur sem mætti í allar kröfugöng-
ur og stóð með sínu fólki í
kjarabaráttunni.
Pabbi sigldi um heimsins höf,
sá Bítlana spila í Hamborg áður
en þeir urðu frægir, fór á djass-
búllur í Harlem og keypti amer-
ísk leikföng handa litlu systk-
inum sínum, leikfangabíla og
skip, hluti sem hann sjálfur
dreymdi um að eignast sem lít-
ill drengur.
Ég er stolt af pabba, með
Landhelgisgæslunni tók hann
þátt í mörgum björgunarað-
gerðum, aðallega hér við Ís-
landsstrendur en hann var
einnig með í för Landhelgis-
gæslunnar við strendur Senegal
og í Miðjarðarhafi og tókst m.a.
að bjarga tugum flóttamanna úr
sökkvandi bát og koma í örugga
höfn.
Það hafði mikil áhrif á pabba
að sjá þá örvæntingu og örbirgð
sem fær fólk til að hætta lífi
sínu og barna sinna til að eiga
örlitla von um betra líf í Evr-
ópu. Ég þakka fyrir að hafa al-
ist upp við góð gildi og að gef-
ast aldrei upp þótt á móti blási,
ég verð aldrei of gömul til að
láta drauma rætast, það sýndi
pabbi og sannaði.
Takk pabbi minn fyrir að
styðja mig í einu og öllu sem ég
gerði, þegar ég varð ung móðir,
þegar ég var bíllaus og þú
skutlaðir mér bæði í og úr
vinnu og mættir á alla mína við-
burði, hvort sem það var veg-
anúar, styrktartónleikar eða
pólitískir viðburðir þá varstu
mættur.
Vinir mínir og samstarfsfólk
hefur oft orð á því hvað það er
einstakt og þykir svo mörgum
vænt um þig.
Takk fyrir mig, pabbi minn.
Þín
Valgerður (Vala).
Elsku Árni.
Þrátt fyrir að hafa aðeins
þekkt þig í rúmlega tvö ár þá
finnst mér eins og við höfum
þekkst mun lengur. Raunar er
það þannig að þegar ég hitti þig
fyrst, þar sem þú varst auðvitað
mættur til að styðja við bakið á
Völu á setningarathöfn Veganú-
ar árið 2019, þá var ég alveg
viss um að við hefðum hist áður.
Aldrei fundum við út úr því, en
nóg höfðum við þó að tala um,
enda leiddist mér ekki að draga
upp úr þér endalausan fróðleik
um hin ýmsu skip og flugvélar.
Það var eitthvað sem þú virtist
hafa endalausa þekkingu á. Svo
þegar þú komst í heimsókn og
við lágum yfir heimildamyndum
um seinna stríð og annan fróð-
leik. Þá var sko gaman.
Kæri Árni, takk fyrir allt það
góða.
Karl Fannar Sævarsson.
Elsku afi.
Þegar við bjuggum saman á
Bergþórugötu var ég eins til
tveggja ára og vaknaði snemma
eins og þú, mamma segir að ég
hafi alltaf farið inn til þín á
morgnana þegar þú varst í
landi og rétt þér gleraugun þín
og úrið sem var á náttborðinu
og sagt „datti?“, en það kallaði
ég bæði þig og pabba og afa
Jóngeir. Ég var bara 6 ára þeg-
ar þú fórst með mig á skot-
æfingasvæðið og ég fékk að
skjóta í flöskur, mér fannst
merkilegt og gaman að skjóta
úr byssu. Þú fórst með mig á
flugsýningar og skutlaðir mér
oft á fótboltaæfingar, en þú
hafðir engan áhuga á fótbolta
fyrr en allt í einu nýlega að þú
varst kominn með Liverpool-
stöðina og hélst með Liverpool.
En ég er auðvitað Man United-
maður.
Þegar þú svo gast ekki leng-
ur keyrt þá var það ég sem
fékk að skutla þér, fara með
þér á rúntinn og í Kringluna.
Það var ómissandi partur af bíl-
túrnum að hlusta á djass-
diskana þína og stelast til að
kaupa fyrir þig sígarettur, það
kunnir þú að meta.
Takk fyrir góðar stundir, afi
minn, hvíl í friði.
Þinn
Benjamín Árni.
Við hjónin viljum kveðja
Árna Ólason þegar hann er far-
inn frá okkur yfir á annan stað.
Leiðir okkar lágu saman þegar
sonur okkar Gummi og Vala
dóttir Árna og Lenu löðuðust
hvort að öðru og hófu búskap.
Ávöxtur þeirrar sambúðar var
nafni minn, en fyrir var Benja-
mín Árni, sonur Völu. Þau slitu
samvistir, en sambandið innan
fjölskyldunnar hélst áfram. Í
mörg ár hittist stórfjölskyldan
við flest tækifæri sem hægt var
að nefna og þar var ekkert and-
leysi. Árni hafði frá mörgu að
segja frá árum sínum á sjó og
landi, og var venjulega með
sterkar skoðanir á öllum þeim
málefnum, stöðum og persónum
sem komu við sögu. Hann var
ekki endilega að fegra eitt né
neitt heldur komu orðin frá
honum nokkuð beinskeytt.
Þetta gerði frásagnarstílinn
skemmtilegan og áheyrilegan.
Okkar kynni stóðu í stuttan
tíma af hans 79 árum en þau
voru eftirminnileg.
Það er ekki öllum gefið að
láta tilfinningar sínar í ljós og
Árni var í þeim hópi, en það
leyndi sér ekki á látbragði hans,
væntumþykja til síns fólks og
sérstaklega sem stóð honum
næst. Við fráfall Árna viljum
við votta hans nánustu, sem
honum var virkilega annt um,
okkar samúð. Sérstaklega vilj-
um við nefna Þórunni, Völu,
Benjamín Árna og Ása. Megi
hann hvíla í friði.
Svava og Ásgrímur.
Hvíl í friði, gamli vinur minn,
„extra pabbi“ og sjómaður.
Við deildum mörgum áhuga-
málum, þú sýndir mér og sagðir
frá tónlist, skipum, flugvélum,
vopnum, stríði og sögu en einn-
ig um hversu erfitt það getur
verið að alast upp við lítil efni.
Að maður eigi ekki að gefast
upp heldur berjast fyrir draum-
um sínum og hvað það þýðir að
tilheyra fjölskyldu. Nú ertu
frjáls en minning mín um þig er
björt og missirinn mikill. Ég
tek undir færslu Völu, dóttur
þinnar, og hylli þig og svo
marga aðra sjómenn, menn sem
hafa fórnað svo miklu af sjálf-
um sér en eiga samt sterka ást
og virðingu fyrir sjónum, hann
gefur og hann tekur.
Sjómenn hjálpa sjómönnum
og einnig öðrum þegar þeir
geta, þeir vita að maðurinn er
lítill og einn á sjó, hjálpin getur
verið langt í burtu þegar mest
er þörf á henni.
Ég samhryggist fjölskyldu
þinni og vinum sem þótti vænt
um þennan mæta mann.
Hvíl í friði, ást og virðing frá
vini þínum,
Kent Eriksen,
Karlskoga, Svíþjóð.
Árni Ólason
Stutt kveðja til
Páls Jónssonar
vinar míns.
Hann leitaði að
snertingu við fólk
og hafði þörf fyrir einveru.
Hann þráði að koma að verð-
mætasköpun en lét lækka sig í
launum til að vera á sama báti
og þeir verst settu. Hann var
strangheiðarlegur í dómum sín-
um um menn og málefni en
dæmdi sjálfan sig harðast. Að
mörgu leyti voru andstæður
lífsins honum yfirþyrmandi,
kannski ekki síst vegna þess
hve næmgeðja hann var og
heill.
Hann kom ótrúlega víða við
og komst í stjórnunarstöðu við
hin ólíkustu störf. Að eiga
kvöldstund með honum þegar
hann sagði frá öllum þessum
störfum var sérlega gefandi:
Ísland, Alaska, Bretland, Kína,
alls staðar fann hann sér heim-
ili, og þó ekki. Alltaf bar hann
með sér þessa óþreyju sem
keyrði hann áfram á næsta
stað, næsta áfanga. Hann hafði
svo djúpt innsæi inn í mannlífið
og átti svo gott með að greina
kjarna hlutanna en það nægði
honum samt ekki.
Heimsborgarinn Páll Jóns-
son sagði mér eitt sinn þegar
hann hafði verið í burtu frá
Hull um nokkurt skeið að ná-
granni hans hefði sagt við hann
þegar hann kom til baka:
„When did you come home?“
✝ Páll Jónsson
fæddist 19. júní
1957. Hann lést 10.
júlí 2021.
Útför hans fór
fram 19. ágúst
2021.
Þetta þótti honum
vænt um; honum
leið vel innan um
fábrotið fólk og
sóttist eftir viður-
kenningu þess.
Líklega skildum
við vinir hans samt
aldrei hve mikið
bjó undir þegar
hann þurfti alltaf
að sækjast eftir
nýjum áfanga.
Við Kristín vottum fjölskyld-
unni okkar dýpstu samúð.
Jón Thoroddsen.
Palla frænda hef ég þekkt
frá barnæsku, enda bjó frændi
og fjölskyldan í næsta nágrenni
við okkur vestur í bæ. Það var
mikill og góður samgangur
milli fjölskyldnanna, en Hanna,
mamma hans og systir pabba
míns, er elst systkinanna fimm
frá Skinnastað.
Mörgum árum seinna flutti
Palli til Noregs, norður til
Tromsø, og var þar við nám og
störf. Heimsóknir hans til
Bergen eru okkur Eilif og
drengjunum minnisstæðar.
Palli Jóns var einstaklega barn-
góður, fróður og skemmtilegur.
Gítarinn var auðvitað með í far-
teskinu. Palli spilaði og söng
fyrir drengina sitjandi á gólf-
inu. Eftirminnilegt og skemmti-
legt. Eiginmaður minn, Eilif,
hafði mikla ánægju af því að
spjalla við Palla um heima og
geima, enda var hann einstak-
lega fróður og vel að sér um
málefni líðandi stundar og var
vel talandi á mörg tungumál.
Blessuð sé minning góðs
drengs.
Guðrún Elísabet.
Páll Jónsson
Elsku faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
GARÐAR INGIMARSSON,
hjúkrunarheimilinu Hrafnistu,
Brúnavegi í Reykjavík,
lést sunnudaginn 15. ágúst.
Útförin fer fram fimmtudaginn 26. ágúst
klukkan 15 í kirkju Óháða safnaðarins.
Guðbjörg Garðarsdóttir Gestur Ólafsson
Sólveig G. Garðarsdóttir Þorvaldur Eiríksson
Jón Garðarsson Svava Stefánsdóttir
barna- og barnabarnabörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
SIGTRYGGUR SVEINN BRAGASON,
lést á Hjúkrunarheimilinu Mörk 18. ágúst.
Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 26. ágúst klukkan 15.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Alzheimersamtökin,
sími 533-1088, alzheimer@alzheimer.is.
Elísabet Jóhannsdóttir
Ragnheiður V. Sigtryggsd. Ágúst Loftsson
Ingibjörg Sigtryggsdóttir Niclas Jessen
Vilhjálmur, Kjartan, Loftur, Nói,
Leó, Rúrik og Dagbjört
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts ástkærs bróður,
mágs og frænda okkar,
ÓSKARS HELGA S. MARGEIRSSONAR,
áður til heimilis á Brávallagötu 26.
Sérstakar þakkir færum við heimilisfólkinu á
Mýrarási 2 fyrir einstaka alúð.
Guðjón Margeirsson Margrét Jónsdóttir
Jóhanna Jónasdóttir
og aðrir aðstandendur
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
MAGNÚSÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR,
lést á Grund fimmtudaginn 12. ágúst.
Útförin verður frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 26. ágúst klukkan 13.
Athöfninni verður streymt: https://hljodx.is/index.php/streymi
Blóm afþökkuð en þeim sem vildu minnast hennar er bent á
líknarsamtök.
Guðmundur Ólafsson Lára Erlingsdóttir
Sjöfn Ólafsdóttir Erlingur Hjaltason
Guðrún Ólafsdóttir Magnús Sigurðsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir mín, amma okkar og
langamma,
VIGDÍS SIGURÐARDÓTTIR,
Dunhaga 13,
lést á Droplaugarstöðum 25. júlí. Útförin fer
fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 26.
ágúst klukkan 13.
Aðstandendur vilja senda starfsfólki Droplaugarstaða,
dvalarheimilisins Höfða og heimahjúkrunar Reykjavíkurborgar
sérstakar þakkir fyrir góða umönnun.
Ágúst Gunnar Gylfason
Elínborg Ágústsdóttir Unnsteinn Barkarson
Höskuldur Ágústsson Halldóra Elínborg Björgúlfsd.
Sigurður Unnsteinsson