Morgunblaðið - 24.08.2021, Side 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 2021
við bönkuðum upp á, alltaf tók
hann vel á móti okkur með blíða
brosið sitt og bauð okkur inn. Við
minnumst Eggerts með mikilli
hlýju og þakklæti, því ljúfari
mann er ekki hægt að finna. Öllu
hans fólki sendum við okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Guðný, Helga, Hrefna,
Kristín, Kristrún, Matt-
hildur og Steinunn.
Þegar ég frétti andlát Eggerts
kom mér í hug þessi vísa sem ég
held að sé eftir föður hans:
Víst er okkar vegur beinn
veraldar þá endar kíf.
Það er alltaf einn og einn
að yfirgefa þetta líf.
Bernskuminningar hrannast
upp. Það eru haustdagar 1934.
Foreldrar mínir og amma eru ný-
flutt í Krók í Garðahverfi með
okkur fjögur systkin. Aðeins tún-
garður skilur á milli Garða og
Króks. Mamma og amma eru að
hreinsa afrak af túninu og við
krakkarnir erum að leika okkur
rétt við túngarðinn. Handan hans
er Guðmundur bóndi að sinna úti-
verkum. Hjá honum er lítill strák-
ur í samfestingi og horfir til okkar.
Mér fannst hann mjög fínn í þess-
um búningi. Pabbi hans lyfti hon-
um yfir túngarðinn og þar með
var Eggert kominn í hóp Króks-
krakkanna og varð brátt eins og
einn af okkur. Mamma og amma
tóku strax ástfóstri við Eggert og
var hann alltaf velkominn til okk-
ar. Ömmu þótti skemmtilegt þeg-
ar Eggert fór að kalla hana „pútu
ömmu“ af því hún fór alltaf upp í
hænsnakofa að gefa hænunum.
Heimilishagir voru ekki góðir á
þessum tíma í Görðum. Húsmóð-
irin Þorbjörg var veik af berklum
og átti skammt eftir ólifað. Miklar
breytingar urðu í Görðum eftir lát
hennar og erfitt tímabil fór í hönd,
ekki síst fyrir þá bræður Halldór
(Hadda) og Eggert. Eftir fráfall
Þorbjargar réð Guðmundur til sín
ráðskonur en þær dvöldu þar mis-
lengi. Ein entist aðeins í örfáa
daga og ég var mjög fegin þegar
hennar tíma lauk, því að hún
bannaði Eggerti að fara til okkar.
Hann fann þó ráð og læddist bara
niður með kirkjugarðinum og
komst með því nærri óséður í
Krók þar sem honum var vel fagn-
að.
Eitt sinn vorum við Eggert að
leika okkur á lóðinni fyrir neðan
skólann. Þá kom kona gangandi
úr Hafnarfirði og gaf sig á tal við
okkur. Hún hélt á stórum brúnum
bréfpoka og tók upp úr honum
tvær silfurlitaðar kúlur á stærð
við hænuegg og gaf okkur. Hún
sagði að þetta væru páskaegg úr
súkkulaði. Við höfðum aldrei séð
slík egg eða heyrt um þau getið.
Við vorum alin upp við það að
þakka fyrir okkur og gleymdum
því ekki, þótt við værum spennt að
sýna þennan feng okkar heima.
Eggert fór heim að Görðum með
sitt egg, en mitt var opnað heima
og því skipt á milli allra. Í mínu
eggi var málshátturinn: „Ekki er
komið svo langt að kyssa þurfi.“
Þetta var nú býsna fyndið því
einhvern tíma seinna vorum við í
giftingarleik. Búið var að slá túnið
og setja heyið upp í sátur. Haddi
hafði klætt sig í peysufatapils af
ömmu og lék prest. Ég hafði feng-
ið hring skreyttan með grænu
laufblaði. Eggert var með gard-
ínuhring sem hann átti. Haddi
prestur gaf okkur saman. Ræða
hans var ekki löng. Hann sagði að-
eins: „Nú eruð þið gift. Þið eigið
að kyssast.“ Brúðurin var sex ára
og brúðguminn fjögurra ára.
Brúðurin sofnaði undir sátunni og
hringurinn rann víst af fingrinum
meðan hún svaf og fannst ekki.
Græna laufblaðið auðveldaði ekki
leitina. Þetta var stór sorg í bili en
ekki eilíf frekar en þetta hjóna-
band.
Með þessum fátæklegu orðum
vil ég þakka Eggerti bæði hin
fornu bönd okkar og öll samskipti
í þá áratugi sem síðan eru liðnir.
Elín
Vilmundardóttir.
Sonur minn
fæddist á Fæðing-
arheimilinu í
Reykjavík, klukk-
an þrjú að morgni þess 27.
júní. Fæðingin gekk vel. Fal-
legi drengurinn okkar var
skírður Gísli í höfuðið á móð-
urafa mínum og Reginsnafnið
fékk hann í gjöf frá pabba sín-
um, Pétri. Þegar nálgaðist árs-
dvöl á meðal manna hafði hann
tapað dökku fæðingarhárinu
og tataralegt yfirbragð vék
fyrir ljósbjörtum lokkum sem
dönsuðu í kringum höfuð hins
blíða barns í sama mjúka,
glaða taktinum og allt hans
fas.
Gísli var ákaflega næmur og
athugull, áræðinn, léttur í lund
og duglegur. Hann var fag-
urkeri og safnaði djásnum í
skúffu, klæddi sig eitt sinn
upp í blúnduskúf allra brjósta-
haldara móður sinnar og rigs-
aði um eins og tenór með vara-
lit á kinnum og enni. Lakkaði
neglurnar og keypti sér hring.
Hann hafði ekkert fyrir því að
setja saman vel kompóneraða
innsetningu í rými ef eitthvað
féll til sem kveikti sköpunar-
þörfina. Mér, sem var í list-
námi og hitnaði oft í hausnum
við að reyna þetta sjálf, varð
ljóst að þarna færi meistari í
kompósisjón.
Gísli eignaðist snemma vin-
konu sína Sóleyju, sjálfur var
hann enn í barnaruggustól á
Gísli Reginn
Pétursson
✝
Gísli Reginn
Pétursson
fæddist 27. júní
1995. Hann lést 7.
ágúst 2021.
Útför Gísla fór
fram 23. ágúst
2021.
þeirra fyrsta fundi
en Sóley, sem var
tveimur árum
eldri, varð upp frá
þessu í senn hetja
og kær vinur,
systir hans af val-
kyrjuættum. Þau
Gísli urðu sam-
herjar í gleði og
sorgum, óborgan-
lega fyndin,
íþróttalega sinnuð
og verkleg, klifruðu upp um
hús og tré, bjuggu til alls kon-
ar nýja hluti og stofnuðu m.a.
hljómsveitina Svínaklink sem
gaf út tvær kassettur og hét
önnur þeirra Sólbruninn í bux-
unum. Þau elskuðu Stevie
Wonder og Apparat Organ
kvartett, og Sóleyjan og Geisl-
inn sungu og dönsuðu „you are
the sunshine of my life“ og
„stereo rock ’n roll“. Þessir
skapandi og góðu félagar
gerðu líka eitt myndbandsverk
fyrir sýningu í Nýlistasafninu
með mér, í því fléttar Gísli
hárið á mér við blómagirðingu
og Sóley tekur það upp á per-
formatífan hátt.
Samkvæmt orðabók er
merking nafnsins Gísli gísl eða
geisli. Við Gísli vorum alla tíð
sannfærð um að merking
nafnsins væri geisli, sólar-
geisli, enda virtist ljósið fylgja
honum, t.d. var alltaf sól á af-
mæli Gísla; þótt spáin væri
slæm þá gátum við einfaldlega
stólað á þetta. Okkur fannst
það ólíklegt að nokkur skírði
barn sitt Fangi en kannski
hefði einhvern tímann manni
að nafni Geisla verið haldið
föngnum og þaðan væru orðin
gísl og gíslataka komin. Annar
Gísli sagði okkur svo að gíslar
hefðu raunar verið fullorðin
konungsbörn sem skipst var á
til að halda friðinn, eins konar
diplómatar sem voru sendir til
þess að búa við aðra hirð en
góðan kost.
Ég treysti því að Gísli minn
sé á björtum og yndislegum
stað núna, fólkið okkar og dýr-
in hafi sótt hann og fylgt hon-
um þangað, þau séu núna að
hlúa að og hittast á ný. En ég
græt hann samt og sakna
óstjórnlega mikið, allt í um-
hverfinu kallar á hann og spyr
hvort hann komi aldrei aftur.
Þú ert sem bláa blómið
svo blíð og hrein og skær.
Ég lít á þig og löngun
mér líður hjarta nær.
Mér er sem leggi ég lófann
á litla höfuðið þitt
biðjandi guð að geyma
gullfagra barnið mitt.
(Þýð. Benedikt Gröndal)
Bryndís Hrönn
Ragnarsdóttir.
Það var sárt að fá þær sorg-
arfregnir sunnudagsmorgun-
inn fyrir tveimur vikum að
æskuvinur minn og frændi
hann Gísli hefði kvatt þennan
heim allt of snemma. Fyrir ut-
an þær tilfinningar sem fylgja
slíkum fréttum rifjuðust upp
fyrir mér ótal minningar af
þeim stundum sem við höfðum
eytt saman í gegnum árin. Þá
helst unglingsárin í Laugar-
dalnum og Svarfaðardal í
sundi, fótbolta og sjóstanga-
veiði. Stökkvandi milli hey-
bagga og rúntandi um sveit-
ina. Gúffandi í okkur
gelgjufæði, pylsur og kleinur
með appelsíni eða malti.
Gísli var hógvær einstak-
lingur, vildi helst útdeila hrósi
á aðra í stað þess að taka við
því sjálfur. Kallaði mig einu
sinni knattspyrnusnilling á
heimsmælikvarða, sem er lík-
lega mesta hrós sem ég hef
fengið á ævileiðinni og sautján
ára, mér fannst það alls ekki
neinar ýkjur! Hann var líka
næmur á umhverfi sitt og fólk-
ið í kringum sig. Oft sá hann
hluti á undan öðrum og skynj-
aði ýmislegt sem aðrir tóku
ekki eftir. Hann var skapandi
og umhyggjusamur, góðhjart-
aður maður sem vildi öðrum
vel. Ég er mjög þakklátur fyr-
ir að hafa kynnst Gísla og átt
hann að sem vin.
Síðustu mánuðina fórum við
mikið saman í göngur. Hvort
sem það var á fjöll eða um
miðbæinn. Í síðasta skiptið
núna í sumar kíktum við á Tíu
sopa eftir eina slíka göngu,
fengum okkur kaffibolla og
ostarétt og fórum síðan í
heimsókn til afa. Fórum um
víðan völl í okkar samræðum,
ræddum um alla heima og
geima. Framtíðin var björt og
góðir hlutir fram undan. Þegar
ég kvaddi þig hvarflaði ekki
einu sinni að mér að við vær-
um að kveðjast í síðasta sinn.
Þín verður sárt saknað elsku
Gísli.
Leifur Gunnarsson.
Minn kæri vinur og uppeld-
isbróðir, Gísli. Ég man eftir
þér eins langt aftur og ég man
eftir sjálfri mér og þrátt fyrir
minni samskipti í seinni tíð
fundum við bæði fyrir vinátt-
unni og væntumþykjunni alltaf
þegar við hittumst. Um tíma
bjuggum við saman á Baróns-
stígnum en lengst af bjuggum
við hvort sínum megin við
Skólavörðuholtið og mömmur
okkar ólu okkur að miklu leyti
upp saman. Þú varst alltaf að
koma mér á óvart, ég var
skeptísk þegar þú pantaðir
fyrir okkur pítsu í fyrsta
skipti í einu af óteljandi gisti-
partíum á Skóló og upp úr
kassanum kom pítsa með gráð-
osti og túnfiski. Enn í dag
hugsa ég til þín þegar ég vel
mér álegg því hún var þræl-
góð. Þú varst einstakt barn
með fullorðinssmekk, svo for-
vitinn og opinn. Kostir sem þú
þróaðir með þér fram á full-
orðinsárin. Saman stofnuðum
við hljómsveit, sömdum leikrit
og eyddum heilu kvöldunum
að syngja í Singstar eða skoða
vídeóspólur í Krambúðinni. Ég
gleymi heldur aldrei nóttinni
sem við læddumst út því það
var óvænt allt í brakandi snjó.
Það var bara engin leið að
standast það að hlaupa út á
náttfötum og stígvélum og
fara í snjóboltastríð á miðri
götu eins og við værum alein í
heiminum. Við fórum líka í
könnunarleiðangra á milli
hoppa á risastóra trampólíninu
þínu og fundum garð fullan af
hvolpum. Við reyndum að
sannfæra mömmur okkar um
að okkur bráðvantaði að eign-
ast hvolp, við skyldum sjá um
hann saman og elska hann
eins og barnið okkar. Það voru
allar mögulegar samningsað-
ferðir reyndar en án árangurs.
Við náðum þó að lauma inn á
bæði heimili hömstrunum
Baldri og Leif og eignuðumst í
framhaldinu fleiri dýr enda
miklir dýravinir. Ég er þakk-
lát fyrir tímann okkar saman í
ræktinni, á Baróns, Skóló, í
París, að ógleymdu páskaæv-
intýrinu þegar við sendum
mömmurnar út í hnéháan snjó
í sveitinni hjá Ragnari afa þín-
um og Imbu í páskaeggjaleit.
Þær eltu vísbendingar inn í
hænsnakofa og alla leið niður
að sundlaug til þess eins að
finna eggin inni í húsi. Þeim
fannst þessi leiðangur fullmik-
ið af því góða á þeim tíma en
við hlógum okkur máttlaus í
glugganum.
Elsku vinur minn, húmorist-
inn, leikarinn, góðhjartaði
Gísli Reginn; ég mun sakna
þín og minnast þín um aldur
og ævi.
Við hittumst svo aftur í
Nangijala.
Þín vinkona alltaf,
Sóley.
Minningar og andlát
Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að andlátum og útförum.
Þar eru birtar andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar sem eru aðgengilegar
öllum en auk þess geta áskrifendur lesið minningargreinar á vefnum.
Á vefnum er að finna upplýsingar um þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber að
höndum og aðrar gagnlegar upplýsingar ætlaðar aðstandendum við fráfall ástvina.
ww.mbl.is/andlát
Minningargreinar
Hægt er að lesa minningargreinar,
skrifa minningargrein og æviágrip.
Þjónustuskrá
Listi yfir aðila og fyrirtæki sem
aðstoða þegar andlár ber að höndum.
Gagnlegar upplýsingar
Upplýsingar og gátlisti fyrir
aðstandendum við fráfall ástvina
Minningarvefur á mbl.is