Morgunblaðið - 24.08.2021, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.08.2021, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 2021 vottun reynsla ára ábyrgð gæði miðstöðvarofnar Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - sími 577 5177 - ofnasmidja.is Eigum úrval af miðstöðvar- og handklæðaofnum hafðu það notalegt Steinar Ingi Kolbeins steinar@mbl.is Reynir Haraldsson er ungur og upp- rennandi tónlistarmaður, búsettur í Grafarvogi. Hann gaf út sína fyrstu sólóplötu í byrjun sumars, 27. maí, og kemur til með að halda útgáfu- tónleika um miðjan október. „Þetta er sem sagt fyrsta platan mín sem tónlistarmaður sjálfur en ég hef komið að gerð einnar ann- arrar plötu en þá sem upptöku- stjóri,“ segir Reynir í samtali við blaðamann. Upplegg Reynis á þeim tíma var að vinna sem upptökustjóri og markaðssetja sig sem slíkan en hann hefur nú skipt um stefnu. Reynir á ekki langt að sækja hæfi- leikana í tónlist því faðir hans var Haraldur Reynisson, alla jafna kall- aður Halli Reynis, en hann lést fyrir tæpum tveimur árum, langt fyrir aldur fram. Platan nefnd eftir pabba Platan sem Reynir gaf út nú í vor heitir einmitt Halli. Reynir segir plötuna þó ekki samda eingöngu í minningu föðurins. „Hún er ekki beint til hans, ekkert lag á plötunni er til dæmis samið beint um hann. Ég fékk í sjálfu sér ekki einhvern innblástur í að gera plötu eftir að hann fellur frá en það hefur þó áhrif að einhverju leyti. Fyrsta lag plöt- unnar, „Nótt í Reykjavík“, er til dæmis lag sem hann á og ég endur- geri.“ Reynir segir að eðlilega hafi hugurinn leitað mikið til föður hans á meðan hann var að vinna að plöt- unni og því hafi honum fundist rétt að nefna hana Halla. Spurður að því hvort faðir hans hafi þó ekki haft mikil áhrif á hann hvað varðar tónlistina segir Reynir: „Jú, að sjálfsögðu, hann sendi mig í gítarkennslu þegar ég var lítill og hann sá nokkuð snemma að ég var eini bróðirinn sem vildi eitthvað með tónlist gera. Við spiluðum saman á gítar alveg frá því að ég var átta ára.“ Reynir segist ekki alltaf hafa stefnt að því að fara út í tónlistina en hafi þó lengi „hótað því“ gagnvart vinum og vandamönnum. „Ég var byrjaður að semja lög frekar ungur, svo hef ég alltaf verið mjög fær á gít- ar og haft mikla skoðun á því hvern- ig tónlist eigi að hljóma og vera unn- in.“ Lærði hljóðblöndun á Englandi Reynir lagði land undir fót árið 2017, flutti til Liverpool á Englandi og þar lærði hann hljóðblöndun. Í kjölfar þess að hann kom heim eftir veturinn segist hann hafa farið „á fullt í að semja og gefa út tónlist“. „Þrátt fyrir að námið væri ekki al- veg fyrir mig þá fékk ég svona betri sýn á það hvernig ég vil hafa hlutina og hvernig minn hljóðheimur er,“ segir Reynir. Platan Halli sé að langmestu leyti blanda af alþýðu- tónlist (e. folk) og hefðbundinni popptónlist. Reynir nefnir einnig ráð sem hann fékk frá föður sínum sem hann seg- ist ávallt hafa í huga og telur jafnvel að fleiri mættu hafa hugfast. „Pabbi talaði um að þeir sem eru að byrja að gefa út tónlist hefðu svo oft áhyggj- ur af því að fyrsta lagið og fyrsta platan þyrfti að vera fullkomin, eins og þetta væri einhver meistara- ritgerð. Sem þetta er alls ekki. Eftir að maður byrjar að gefa út finnur maður betur hvað maður vill og hvað ekki.“ Útgáfutónleikarnir tvískiptir Eins og áður segir stefnir Reynir að því að halda útgáfutónleika 17. október. Tónleikarnir munu fara fram í Gamla bíói og er miðasala haf- in á vefnum Tix.is. Þá verða tónleik- arnir í raun tvískiptir. Fyrri helming þeirra mun Reynir spila stuðlög sem að hans sögn eru aðeins meira upp- lífgandi en lögin af plötunni Halli. Seinni helming tónleikanna verður Reynir einn á sviðinu og mun flytja plötuna í heild sinni og samhliða því segja sögur af henni og lögunum. „Mig langaði alltaf til þess að bóka bara svona lítinn sal og vera með krúttlega stemmingu en svo hugsaði ég bara „fokk it“. Ég bóka bara Gamla bíó og verð bara með einn og hálfan tíma af efni.“ Reynir segist lítið geta sagt til um framhaldið annað en að hann stefni bara að því að klára þessa tónleika og reyndar gefa út nokkur lög fram að þeim. „Svo held ég bara áfram að safna saman lögum, semja meira af tónlist og huga að næstu plötu,“ seg- ir hann að lokum. Sonur Halla Reynir á ekki langt að sækja hæfileikana í tónlist því faðir hans var Haraldur Reynisson, alla jafna kallaður Halli Reynis. Hæfileikarnir í blóð bornir - Reynir Haraldsson hefur gefið út sína fyrstu sólóplötu og nefnt eftir föður sín- um - Lærði í Liverpool - Tónlistin er ekki meistararitgerð, segir Reynir Don Everly, eldri bróðirinn í rokkdúettnum The Everly Broth- ers, er látinn, 84 ára að aldri. Everly-bræður nutu mikilla vin- sælda á sínum tíma og voru vinsæl- asta rokksveitin sem stofnuð var á sjötta áratugnum í Nasville og kepptu við Elvis Presley og Pat Boone um spilanir í útvarpi, eins og fram kemur í frétt The New York Times. Everly-bræður bræddu saman kántrítónlist og rokk og ról og nutu því vinsælda í báðum grein- um. Áttu þeir lag í efstu tíu sætum bandaríska lagalistans á fjögurra mánaða fresti að meðaltali, á ár- unum 1957 til 1961. Voru þar á meðal margir smellir sem enn eru þekktir í dag, t.d. „Wake Up Little Susie“ og „Bye Bye Love“. Eru þeir bræður sagðir hafa endurskil- greint hvað teldist söluvænleg tón- list ættuð frá Nashville á þeim tíma. Höfðu þeir mikil áhrif á aðra smellasmiði, til að mynda Bítlana, The Hollies, Simon og Garfunkel og Eagles. Er í fréttinni vitnað í orð Pauls Simons, í kjölfar andláts yngri bróðurins árið 2014, þess efnis að þeir bræður hefðu tekið þátt í sköpun rokksins. Bræðurnir léku báðir á kassagít- ar og sungu saman, söngrödd ann- ars dýpri en hins. Vinsældir laga þeirra tóku að dala á sjöunda ára- tugnum og báðir glímdu þeir við fíkn. Á áttunda áratugnum lauk samstarfi þeirra eftir að upp úr sauð á tónleikum. Árið 1983 komu þeir svo saman á ný. Don Everly látinn Gríðarvinsælir Hinir tónelsku Everly- bræður árið 1965, Don hægra megin. Lýsishúsið á Kristjánshöfn í Kaup- mannahöfn verður fræðslusetur fyrir börn og ungmenni, að því er fram kemur í tilkynningu frá Karin Elsbudóttur, forstöðumanni menn- ingarhússins Norðurbryggju. „Við vitum of lítið um nágranna okkar á Norður-Atlantshafssvæð- inu. Það stendur þó til bóta, því ný- verið fékk menningarhúsið Norður- bryggja umtalsverðan fjármagnsstyrk frá þremur stórum sjóðum í Danmörku, eyrnamerktan nýju fræðslusetri í gamla lýsishús- inu. Með starfseminni verður unnið markvisst að því að efla vitund barna og ungmenna af lífi fólks á Grænlandi, í Færeyjum og á Ís- landi. Fjármagnið kemur frá A.P. Møller-, Novo Nordisk- og August- inus-sjóðunum, og nemur upphæðin samanlagt 45 milljónum danskra króna [tæpl. 900 milljónum ISK] sem skal varið í þróun á námsefni, sem og endurbætur á hinu 250 ára gamla lýsishúsi sem mun hýsa fræðslusetrið,“ segir í tilkynning- unni en Lýsishúsið er staðsett á Kristjánshöfn og í eigu menningar- hússins Norðurbryggju sem er rek- ið í samstarfi milli Færeyja, Græn- lands, Íslands og Danmerkur. Segir að áhugi á sameiginlegri sögu landanna hafi farið vaxandi og að hann hafi ekki farið fram hjá starfsfólki Norðurbryggju sem upplifi vaxandi eftirspurn frá dönskum grunnskólakennurum sem óski eftir bekkjarfræðslu hvað þessi lönd varðar. Með nýrri þekk- ingar- og fræðslumiðstöð fái dönsk skólabörn innsýn í lífið á Græn- landi, Íslandi og í Færeyjum, sem og það sem tengi Danmörku og Norður-Atlantshafssvæðið saman í dag og á öldum áður. Norðurbryggja ætlar að bjóða upp á sjö mismunandi fræðsluspor og er nefnt sem dæmi að á raun- greinasviðinu verði jarðfræði, jökl- ar, fiskur, prótein og orka, þ.e. þættir sem hafi skipt máli í upp- byggingu samfélaganna á Norður- Atlantshafssvæðinu. Að auki verða fræðsluspor sem vísa til þjóðhátta landanna; tungumáls, menningar, lýðræðis og sögu. Verkefnið hefur hlotið styrki upp á 45 milljónir danskra króna og er Þekkingar- og fræðslusetrið Lýsis- húsið því að fullu fjármagnað, segir í tilkynningunni. Norðurbryggja mun stýra hinu umfangsmikla verkefni með aðstoð fræðimanna og sérfræðinga frá þeim löndum sem eiga í hlut. Pakkhús Húsið var byggt 1781 sem pakk- hús fyrir lýsi úr hákörlum og hvölum sem var notað til lýsingar í bæjum. Lýsishúsið verður fræðslusetur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.