Morgunblaðið - 24.08.2021, Qupperneq 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 2021
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
SÝNDMEÐ
ÍSLENSKUTALI
SÝNDMEÐÍSLENSKUTALI
SÝNDMEÐÍSLENSKU
TALI
THERE’S A LITTLE HERO INSIDE US ALL
RYAN REYNOLDS – JODIE COMER – TAIKA WAITITI
GEGGJUÐ NÝ GRÍNMYND
DWAYNE JOHNSON
EMILY BLUNT
HUGH JACKMAN
Sterk er öflug saga fyrir ungt
fólk, hlaðin boðskap og
fræðslu. Það er frískandi að
lesa ungmennabók sem er
prýdd persónum sem sjaldan fá
pláss á síðum slíkra bóka og hafa
ekki fyllilega fengið pláss í sam-
félaginu sjálfu.
Bókin fjallar um Birtu, trans-
stúlku sem hefur mætt fjölda hindr-
ana vegna þess hver hún er í raun og
veru. Á sama tíma og hún kynnist
sjálfri sér og ástinni flækist Birta
inn í óhugnanlega atburðarás. Birta
þekkir það af eigin raun hvernig er
að vera í minnihlutahóp og
getur því ekki setið á sér
þegar hana fer að gruna að
erlendu konurnar sem koma
og fara úr húsinu sem hún
býr í séu beittar einhvers
konar óréttlæti. Það á eftir
að kosta hana meira en hún
hafði búist við að berjast
fyrir réttlætinu.
Fordómar fyrir minni-
hlutahópum birtast gjarnan
í því að hópurinn í heild
sinni er sagður bera með sér
ákveðna eiginleika. Margrét
Tryggvadóttir, höfundur bókar-
innar, grípur ekki til staðalímynda
þegar kemur að persónum bók-
arinnar heldur fer þveröfuga leið og
reynir að sýna hinsegin stúlkur í
fjölbreyttu ljósi.
Birta er til að mynda sjálf lítið fyr-
ir það sem samfélagið telur kven-
legt, eins og fallegar flíkur, snyrti-
vörur og áhuga á karlmönnum, á
meðan besta vinkona hennar, sem
líka er transstúlka, nýtur þess að
klæða sig upp og spá í stráka. Með
þessu, og öðru í bókinni, fær Mar-
grét lesandann til þess að velta fyrir
sér staðalímyndum og skilgrein-
ingum samfélagsins.
Eins og áður segir er bókin
smekkfull af fræðslu um kynvitund,
kynhneigð og ýmislegt sem tengist
því að vera hinsegin. Það er frábært
að mögulegt sé að fræða ungmenni
um jafn mikilvæg málefni með
spennusögu en á köflum fannst mér
ég vera að lesa kennslubók og þá
náði bókin ekki alveg að
halda mér við efnið. Oftast
er fróðleikurinn þó vafinn
inn í þéttan textann svo
hann síast inn í gegnum
æsispennandi atburðarás,
án þess að trufla lesandann.
Söguþráðurinn er nefni-
lega hrífandi, hraður og í
raun ófyrirsjáanlegur. Höf-
undur veigrar sér ekkert
við því að flétta inn í hann
mansal, ofbeldi og hótanir,
án þess þó að fara yfir strikið. Aftur
á móti eru skilin á milli góðs og ills í
bókinni nokkuð klippt og skorin og
saknaði ég þess að sjá ekki aðeins
meiri dýpt í persónusköpun „vondu
karlanna“.
Sterk hlaut Barnabókarverðlaun
Guðrúnar Helgadóttur þetta árið og
segir í umsögn dómnefndar að Mar-
gréti hafi tekist að setja söguna fram
„af einlægni og með virðingu fyrir
viðfangsefninu“. Ég tek undir það,
frásögnin er marglaga og augljóst að
höfundur hefur kynnt sér viðfangs-
efnið vel.
Smekkfull
af fræðslu
Skáldsaga
Sterk
bbbbn
Eftir Margréti Tryggvadóttur.
Mál og menning, 2021. Kilja, 280 bls.
RAGNHILDUR
ÞRASTARDÓTTIR
BÆKUR
Verðlaunabók Margrét Tryggva-
dóttir, höfundur bókarinnar Sterk.
nefna tónleikhúsverk um Clöru
Schumann og dregin verður upp
svipmynd af tónskáldunum Saariaho
og Basewicz.
Beethoven í 251 ár
Í haust verður tekinn upp þráð-
urinn frá því í fyrra og áfram haldið
upp á afmæli Beethovens og þá 251
árs afmælið að þessu sinni. Lagt var
af stað með að flytja allar píanósón-
ötur Beethovens á níu tónleikum,
segir í tilkynningu, en aðeins náðist
að halda tvenna tónleika í fyrra-
haust áður en lokað var vegna
Covid-19. Verða því síðustu sjö á
dagskrá nú í lok október og fram í
lok nóvember.
Síðasta fimmtudag í mánuði verð-
ur svo langur fimmtudagur í Menn-
ingarhúsum Kópavogs og boðið upp
Salurinn í Kópavogi undirbýr nú
tónleikavetur sem verður, alla vega
til að byrja með, markaður af tak-
mörkunum vegna Covid-19.
Segir í tilkynningu að ellefu nýir
tónleikar verði á dagskrá í tónleika-
röðinni Tíbrá auk tvennra sem frest-
uðust frá síðasta vetri og að áfram
verði haldið að flytja píanósónötur
Beethovens frá síðasta hausti. Þá
verði boðið upp á síðdegisdjass í for-
salnum á löngum fimmtudögum í lok
hvers mánaðar, hádegistónleika á
miðvikudögum, spjalltónleikaröðina
Af fingrum fram með Jóni Ólafs og
ýmislegt fleira. Takmarkað magn
áskriftarkorta verður í boði á Tíbrá
þar sem selt er inn með fjarlægðar-
takmörkunum og fyrir vikið færri
sæti í boði. Þó er markmiðið að
halda úti öflugri tónleikadagskrá.
Tíbrár-tónleikaröðin verður með
hefðbundnum tónleikum í bland við
nýsköpun og tilraunastarfsemi og
söngtónleikar verða nokkuð áber-
andi, að því er fram kemur í tilkynn-
ingunni. Á fyrstu tónleikum vetrar-
ins, 31. ágúst, frumflytja
söngvararnir Ágúst Ólafsson, Eyj-
ólfur Eyjólfsson, Hallveig Rúnars-
dóttir, Hildigunnur Einarsdóttir og
Sigríður Ósk Kristjánsdóttir lög eft-
ir John A. Speight við ljóð að vali
söngvaranna og í september býður
Karin Björg Torbjörnsdóttir upp á
litríkt söngferðalag með píanóleik-
aranum Gaivu Bandzinate. Þá munu
söngkonurnar Nathalia Druzin Hall-
dórsdóttir og Ingibjörg Guðjóns-
dóttir mæta djassleikurunum Kjart-
ani Valdemarssyni og Ómari og
Óskari Guðjónssonum í barokk-
óperudjassi.
Í október flytur Guðrún Dalía Sal-
ómonsdóttir einleiksverk á píanó
eftir Bach, Beethoven og Mozart og
Blásarakvintettinn Hviða flytur fá-
heyrða blásaratónlist með frönsku
ívafi. Í nóvember koma Kristinn
Sigmundsson og Edda Erlendsdótt-
ir í fyrsta sinn fram saman á ljóða-
tónleikum og eftir áramót bætast
sex Tíbrár-tónleikar við. Má af þeim
á síðdegisdjass í fordyri Salarins kl.
17. Fyrsti síðdegisdjassinn verður
nú á fimmtudaginn, 26. ágúst, og
munu feðginin Anna Gréta og Sig-
urður Flosason, ásamt Johani Teng-
holm, koma fram.
Síðast en sekki síst er það svo
spjalltónleikaröð Jóns Ólafssonar,
Af fingrum fram, og var brugðið á
það ráð að skipta upp tónleikum á
tvær tímasetningar vegna fjölda
seldra miða. Fyrstur í röðinni, í
september, verður Björgvin Hall-
dórsson og aðrir gestir vetrarins
Júníus Meyvant, Ágústa Eva Er-
lendsdóttir, Ellen Kristjánsdóttir,
Diddú, Sigurður Guðmundsson,
Jónas Sig. og Jakob Frímann Magn-
ússon.
Frekari upplýsingar má finna á
salurinn.is.
Í Salnum Aino Freyja Järvelä, forstöðumaður Salarins.
Tónleikavetur með
takmörkunum
- Það verður nóg um að vera í Salnum í Kópavogi í vetur
Hallveig
Rúnarsdóttir
Ellen
Kristjánsdóttir
Jón
Ólafsson
Kristinn
Sigmundsson