Morgunblaðið - 25.08.2021, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 25.08.2021, Qupperneq 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 2021 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Listamaður sem starfar einn þarf að reikna sér að lágmarki 582 þúsund krónur í laun á mánuði, sama hvað hann þénar raunverulega, og greiða af tilbúnu tölunni staðgreiðslu, trygg- ingagjald og iðgjald í lífeyrissjóð. For- seti Bandalags íslenskra listamanna segir að þetta valdi vandræðum því þeirra vinna fari ekki eftir línum fastra starfsmanna sem endurgjaldið virðist taka mið af. Reiknaða endur- gjaldið sé fjarri lagi hjá flestum lista- mönnum. Réttur til atvinnuleysisbóta hjá Vinnumálastofnun og viðmið skattsins um reiknað endurgjald vegna sjálf- stæðrar starfsemi hefur lengi valdið sjálfstæðum listamönnum vandræð- um, að sögn Erlings Jóhannessonar, forseta Bandalags íslenskra lista- manna. Báðir þessir þættir hafi komið skýrar í ljós í því tekjufalli sem margir hafi orðið fyrir í kórónuveirufaraldr- inum. Aftastir í röðinni Sjálfstætt starfandi einstaklingar féllu illa inn í atvinnuleysistrygg- ingakerfið. Þeir urðu fyrir miklum tekjusamdrætti í kórónuveiru- faraldrinum og var liðkað fyrir með því að veitt var tímabundin heimild til atvinnuleysisbóta vegna minnkaðs starfshlutfalls. Í upphafi faraldursins sóttu lista- menn, eins og aðrir, um atvinnuleys- isbætur og önnur úrræði sem Vinnu- málastofnun var falið að sýsla með. Mál margra eru flókin vegna hluta- vinnu og verktakavinnu í eigin nafni og félaga, jafnvel erlendis. Erling seg- ir að umsóknir listamanna virðist hafa lent aftarlega í röðinni. Í lok síðasta sumars hafi 70% umsókna listamanna verið óafgreidd en Erling kveðst ekki vita hvort eitthvað hafi ræst úr. „Listamenn hugsa ekki um stöðuna sem atvinnuleysi heldur frekar lága verkefnastöðu. Þeir ganga í að útvega sér verkefni, hlaða í band og búa til gigg. Tekjufallsstyrkirnir brúuðu ágætlega bil og nýttust fjölda okkar félaga,“ segir Erling. Maður sem starfar við eigin at- vinnurekstur á að reikna sér endur- gjald (laun) fyrir vinnu sína. Lista- menn falla í flokk með einhverjum hliðstæðum stéttum en einnig ólíkum eins og fasteigna- og bílasölum og há- skólamenntuðum heilbrigðisstéttum. Einyrkjum ber að reikna sér 582 þús- und á mánuði á þessu ári, að lág- marki, fyrir alla mánuði ársins. Tek- ur þessi viðmiðun ekki tillit til sveiflna í verkefnum og tekjum á milli mánaða, eins og raunin er hjá mörgum einyrkjum. Erling segir að þessi fjárhæð sé fjarri lagi hjá flestum sjálfstæðum listamönnum enda sé vinnumarkaður þeirra frekar óreiðukenndur. Þeir séu gjarnan að „hösla“ fyrir 300 til 400 þúsund krónur á mánuði. Finnur þreytu og uppgjöf Staða listamanna nú í fjórðu bylgju kórónuveirufaraldursins er misjöfn eftir greinum. Erling segir graf- alvarlegt að stóru menningarhúsin sem veiti stórum hópum listamanna verkefni skuli ekki vera tekin til starfa. Skrúfað sé fyrir allt alþjóða- samstarf og það komi sér sérstaklega illa fyrir myndlistarmenn. Stórir við- burðir sem var aflýst í ágúst, eins og menningarnótt, þjóðhátíð í Vest- mannaeyjum og fleiri hátíðir, valdi miklu tekjutapi hjá fjölda einyrkja í tónlist. „Eftir mikinn baráttuvilja og út- hald finn ég þreytu og uppgjöf. Við fylgjumst með félögum okkar annars staðar á Norðurlöndunum. Þar er hrun í innviðum, menn selja vinnu- stofur eða segja upp leigusamn- ingum, hljóðverum er lokað og smærri leikhúsum. Fjárfestar kaupa höfundarrétt listamanna á lágu verði. Spurningin er hvernig við komum út úr þessu. Við reynum að vera vongóð því við vitum að um leið og aftur birt- ir til verða listamenn fljótir að ná vopnum sínum,“ segir Erling. Samtök listamanna efna til mál- þings um stöðu mála 4. september næstkomandi. Falla milli skips og bryggju - Listamenn í vandræðum með reikn- uð laun og atvinnuleysistryggingar Morgunblaði/Arnþór Birkisson Forseti Erling Jóhannesson er í for- ystu heildarsamtaka listamanna. Mikið úrval af gamaldags skiltum Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is Erum með þúsundir vörunúmera inn á vefverslun okkar brynja.is Stærð 20x30cm Verð 4.250,- Opið virka daga frá 9-18 lau frá 10-16 Skeifan 3 • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 • rafver.is • rafver@rafver.is Morgunblaðið/Ómar Stigahæstur Gawain C.B. Jones er stigahæstur keppenda á mótinu. Kviku Reykjavíkurskákmótið, sem jafnframt er EM einstaklinga í skák, hefst á morgun, fimmtudag, og stendur til 5. september. Tefldar verða 11 umferðir á jafnmörgum dögum á Hótel Loftleiðum, eða Hót- el Natura. Til leiks eru skráðir 185 skákmenn frá 36 löndum, þar af 70 stórmeistarar. Á mótinu tefla 60 íslenskir skák- menn. Af hinum 125 erlendu kepp- endum reyndust 25 vera óbólusettir og urðu þeir að fara í sóttkví á keppnishóteli áður en mótið hefst. Losna þeir úr sóttkví í kvöld eða fyrramálið, reynist sýnatökur í dag vera neikvæðar. Gunnar Björnsson, forseti Skák- sambands Íslands, segir veirufar- aldurinn hafa sett sitt mark á und- irbúninginn. Halda átti mótið í fyrra en var því þá aflýst vegna Co- vid-19. Undanfarnar vikur hafi staðið tæpt að mótið yrði haldið nú. Sem betur fer hafi takmarkanir í sóttvörnum ekki verið hertar og því hafi verið ákveðið að halda mótið. Færri keppendur eru þó skráðir en áður, sér í lagi frá Austur-Evrópu þar sem bólusetningar eru ekki langt komnar. Sóttvarnir verða miklar á mótinu og má nefna að allir keppendur og starfsmenn þurfa að fara í skimun að lokinni fimmtu umferð. Sú skim- un verður í boði Íslenskrar erfða- greiningar. Vegna takmarkana verður teflt í fjórum mismunandi sölum á hót- elinu. Áhorfendur geta ekki farið í skáksalina en geta fylgst með skák- skýringum Ivans Sokolovs á staðn- um. Hægt verður að fylgjast með mótinu á netinu en beinar útsend- ingar verða á vefsíðunni www.reykjavikopen.com. 25 skákmenn fóru í sóttkví - Reykjavíkurskákmót Kviku sett á morgun - Alls 185 skákmenn, þar af 125 erlendir - 25 þeirra eru óbólusettir Foreldrum barna í 3. og 4. bekk Snælandsskóla í Kópavogi barst tilkynning í gær um að engin frí- stund yrði í boði fyrir börnin eftir skóla í þessari viku vegna mönnunarvanda. Skólasetning var í gær og segir foreldri við mbl.is að staðan sé fer- leg fyrir vinnandi fólk sem treysti á frístundina til að stunda vinnu þar sem skóla lýkur kl. 13. Maríanna Guðbergsdóttir, for- stöðukona frístundaheimilisins Krakkalands, segir að skýringin fyrir mönnunarvandanum sé að umsóknir frá foreldrum voru lengi að berast, „þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir frá okkur um að skrá börn- in“. Maríanna sagði við mbl.is að nýir starfsmenn myndu byrja í næstu viku og þá væri hægt að taka á móti 3. og 4. bekk. Engin frístund því starfsfólk vantar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.