Morgunblaðið - 25.08.2021, Síða 11

Morgunblaðið - 25.08.2021, Síða 11
AFP Látinn Charlie Watts sést hér ásamt eiginkonu sinni Shirley árið 2012. Charlie Watts, trommuleikari bresku hljómsveitarinnar Rolling Stones, lést í gær áttræður að aldri. Watts var einn af fyrstu meðlimum hljómsveitarinnar, en hann lét sjaldnast mikið á sér bera miðað við félaga sína, söngvarann Mick Jagg- er og gítarleikarana Ron Wood og Keith Richards. Hann var giftur konu sinni, Shirley Shepherd, í 56 ár, en þau kynntust áður en hljóm- sveitin varð fræg. Watts sagði í viðtali við Rolling Stone-tímaritið árið 1994 að hann hefði aldrei verið hin „dæmigerða“ rokkstjarna. „Á áttunda áratugnum ákváðu ég og Bill Wyman [bassaleik- ari Rolling Stones] að safna al- skeggi, og fyrirhöfnin gerði okkur úrvinda,“ sagði Watts. Watts tilkynnti fyrr í mánuðinum, að hann yrði að sleppa næstu tón- leikaferð hljómsveitarinnar af heilsufarsástæðum, en hún hugðist ferðast um Bandaríkin. Charlie Watts látinn FRÉTTIR 11Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 2021 Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 CHANEL kynning í Snyrtivöruversluninni Glæsibæ 25.-27. ágúst Gréta Boða verður á staðnum að kynna glæsilegar nýjungar • Haustlitina 2021 • Nýjung í hreinsilínunni 20% afsláttur af CHANEL vörum kynningar- dagana Verið velkomin Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Leiðtogar Evrópusambandsins og Bretlands þrýstu í gær á Joe Biden Bandaríkjaforseta um að framlengja þann tímafrest sem hann hefur gefið herliði sínu til að yfirgefa Afganistan fram yfir 31. ágúst næstkomandi, og um leið að tryggja öryggi á alþjóða- flugvellinum í Kabúl svo lengi sem þörf væri á. Heimildarmaður AP-fréttastof- unnar innan bandaríska embættis- mannakerfisins, sagði hins vegar í gær að Biden hygðist halda fast við hinn sjálfskipaða tímafrest Banda- ríkjamanna, en talíbanar hafa hótað „afleiðingum“, verði erlent herlið í Afganistan fram yfir næstu mánaða- mót. Sagði heimildarmaðurinn að Bi- den hefði beðið þjóðaröryggisteymi sitt að gera neyðaráætlanir ef fram- lengja þyrfti frestinn. Washington Post greindi frá því fyrr um daginn, að William Burns, yfirmaður bandarísku leyniþjónust- unnar CIA, hefði farið til Kabúl á mánudaginn og fundað þar með Ab- dul Ghani Baradar, öðrum stofnanda talíbanahreyfingarinnar. Hvorki ta- líbanar né Bandaríkjastjórn vildu hins vegar staðfesta frétt blaðsins. Leiðtogar sjö helstu iðnríkja heims ræddu í gær á fjarfundi stöðu mála í Afganistan, en Heiko Maas, utanríkisráðherra Þjóðverja, varaði við því í aðdraganda fundarins í gær að ekki yrði unnt að flytja á brott alla þá Afgani sem þyrftu vernd gegn talíbönum, ef flutningarnir hætta við næstu mánaðamót. Kröfðust leiðtog- arnir þess á fundinum að talíbanar tryggðu öryggi fólks sem vildi yfir- gefa Afganistan. Um 58.700 manns hafa náð að flýja land síðan talíbanar hertóku höfuð- borgina Kabúl um þar síðustu helgi, en ástandinu á alþjóðaflugvellinum þar hefur verið lýst sem ringulreið, þar sem fjöldi fólks bíði í örvæntingu eftir því að komast í burtu frá yf- irráðum talíbana. Talíbanar kröfðust þess í gær að Bandaríkjamenn og önnur vestræn ríki hættu að flytja „afganska sér- fræðinga,“ eins og verkfræði- og læknismenntað fólk úr landi, á sama tíma og þeir ítrekuðu að þeir myndu ekki þola neina framlengingu á veru erlends herliðs í Afganistan. Sagði talsmaður talíbana að Afg- anistan þyrfti á sérfræðiþekkingu þessa fólks að halda og að ekki ætti að hvetja Afgani til að flýja land. Er- lend ríki ættu hins vegar að sækja sína eigin ríkisborgara. Sagðir fara húsa á milli Talíbanar hafa heitið því að veita fyrrverandi stjórnarhermönnum og öðrum andstæðingum sínum uppgjöf saka, en nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna sagði í gær að vígamenn á vegum talíbana færu nú húsa á milli í leit að þeim sem hefðu unnið með Bandaríkjamönnum eða öðrum ríkj- um Atlantshafsbandalagsins. Þá hétu talíbanar því að réttindi kvenna yrðu virt innan ramma sjaría-laga. Michelle Bachelet, yfir- maður mannréttindaráðs Samein- uðu þjóðanna, sagði hins vegar í gær að meðferð talíbana á konum yrði „rautt strik“ sem alþjóðasamfélagið þyrfti að viðhalda. Samþykkti ráðið ályktun þar sem stuðningur þess við réttindi kvenna í Afganistan var ítrekaður. Þá var kallað eftir óháðri rannsókn á að- stæðum kvenna undir stjórn talíb- ana, en þeir fyrirskipuðu í gær að konur sem ynnu fyrir hið opinbera ættu að halda sig heima þar til „ör- yggisaðstæður“ í landinu yrðu tryggari. Heldur fast við tímafrestinn - Leiðtogar sjö helstu iðnríkja heims ræddu stöðu mála í Afganistan - Biden hyggst ekki framlengja dvöl erlends herliðs - Bachelet gagnrýnir talíbana AFP Uppreisn Andspyrnumenn í Pansjír-héraði búa sig undir átök við talíbana. Kamala Harris, varaforseti Banda- ríkjanna, sakaði í gær kínversk stjórnvöld um að sýna af sér ógn- andi hegðun gagnvart nágranna- ríkjum sínum á Suður-Kínahafi. Harris lét ummæli sín falla í ræðu sem hún flutti í opinberri heimsókn sinni til Singapúr, en heimsókninni er meðal annars ætlað að hug- hreysta bandamenn Bandaríkjanna í Suðaustur-Asíu eftir ófarir þeirra í Afganistan. Sagði Harris að stjórnvöld í Pek- ing héldu áfram að grafa undan al- þjóðalögum og ógna fullveldi ríkja. „Bandaríkin standa með banda- mönnum sínum og félögum gagn- vart þessum ógnum,“ sagði Harris. Hún varði jafnframt ákvörðun Joes Biden Bandaríkjaforseta um að draga herlið Bandaríkjanna frá Afganistan og sagði Bandaríkja- stjórn nú einbeita sér að því verk- efni að koma þeim Afgönum sem unnu með Bandaríkjamönnum og erlendum ríkisborgurum úr landi. Kínverska utanríkisráðuneytið gagnrýndi ræðu Harris harðlega. Wang Wenbin, talsmaður ráðu- neytisins, sagði Bandaríkjastjórn reka „eigingjarna“ utanríkispólitík, og sakaði hann Bandaríkjamenn um að hegða sér eins og einelt- ishrottar. „Staða mála í Afganistan sýnir okkur ljóst hvernig lög og reglu Bandaríkin tala um.“ Dularfull veikindi Harris hugðist heimsækja Víet- nam í gær, en um þriggja klukku- tíma töf varð á brottför hennar frá Singapúr. Var ástæðan sögð sú að „Havana-veikin“ svonefnda gerði vart við sig í sendiráði Bandaríkj- anna í Hanoi, höfuðborg Víetnams, en það er óopinbert heiti einkenna, sem hrjáð hafa starfsmenn banda- rískra sendiráða í ýmsum ríkjum. Veikinnar varð fyrst vart á Kúbu fyrir fimm árum, en þá kvörtuðu starfsmenn sendiráðsins í Havana yfir höfuðverkjum, blóðnösum og ógleði, auk þess sem þeir heyrðu skerandi hljóð um nætur. Sendiráð Bandaríkjanna í Rúss- landi, Kína og Þýskalandi hafa einnig orðið fyrir barðinu á „veik- inni“, en ein tilgáta sem sett hefur verið fram er að fjandríki Banda- ríkjanna séu að beita hljóð- eða ör- bylgjum til þess að valda veikind- um meðal starfsfólks sendi- ráðanna. Sakar Kínverja um ógnandi hegðun - „Havana-veikin“ tafði för Kamölu Harris til Víetnams AFP Heimsókn Kamala Harris skoðar hér orkídeu sem nefnd var í höfuðið á henni í grasagarði í Singapúr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.