Morgunblaðið - 25.08.2021, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Enn verður
varla sagt
af sann-
færingu að kosn-
ingavélar ís-
lenskra
stjórnmálaflokka
hafi verið ræstar
svo að það heyrist. Ýmsir
þeirra, sem líta á sig sem sér-
fróða í stjórnmálum, og eiga
menn að sem taka þá alvar-
lega sem slíka, telja augljóst
að kosningarnar hér muni
snúast um „Covid“-veiruna
sem þrúgað hefur mannskap-
inn hér og víðar allt of lengi.
Megi marka kenningarnar
verður ekki annað ráðið af
þessari speki en að kosning-
arnar nú muni aðallega snúast
um liðna tíð. Flokkarnir níu,
sem giskað er á að eigi mögu-
lega von í kjörnum fulltrúum,
sem sumir myndu slysast inn
á þing gætu þá haft eina og
sömu yfirskrift: „Horfum bit-
ur um öxl.“
Kjörtímabilið næsta á þó að
óbreyttu að standa í fjögur ár
og yrði þá til harla lítils þrátt-
að, barist og kosið ef að horf-
inn veiruskratti yrði áttaviti
alls næsta kjörtímabils, sem
bættist við nær tvö ár töpuð.
Nú vill þannig til, að víða
um veröld og vissulega einnig
hér hefur veiruómyndin rétt-
lætt það, og jafnvel gert kröf-
ur um það, að öllum sérkenn-
um flokka og framboða, og allt
það sem að stjórnmálafélög
hafa þóst standa fyrir, hefur
verið bægt burt af stjórn-
lausri virðingu fyrir veirunni.
Við erum ekki ein um að
horfa vondaufum augum til
kosninga eftir réttan mánuð.
Það gera Þjóðverjar einnig.
Og það er óneitanlega fróð-
legt að horfa til nýjustu kann-
ana þar í landi, sem eiga að
vera haldgóð vísbending um
hvað kunni að koma upp úr
kössunum þar, þegar svo
skammt er eftir.
Og þær kannanir benda til
áberandi skoðanaleysis rétt
eins og hjá okkur.
Kosningaúrslit á Íslandi,
skv. nýjustu könnunum, segja
okkur það helst að flest bendi
til að engin stefna eða sam-
þjöppun flokka um stefnumál,
muni birtast kjósendum upp
úr kössunum aðfaranótt
sunnudagsins 26. september,
einmitt þegar að þýskir hugsa
sér til hreyfings í átt til sinna
kjörstaða. Og þýskar kann-
anir segja okkur nokkurn veg-
inn það sama, og virðast á
ótrúlega líku róli. Kannski
hafa kjósendur þar, rétt eins
og Íslendingar, látið sannfær-
ast um það, að skilaboðin séu
ótvíræð: Nú skal horfa um öxl.
Kristilegu
flokkarnir tveir
hafa langoftast
haft afgerandi for-
ystu um pólitískan
styrk sem iðulega
hefur náð að und-
irstrika kröfur
þeirra um stjórnarforystu.
Rétt eins og Sjálfstæðis-
flokkurinn hér hefur iðulega
verið með fylgi á bilinu 35-
40% þá hafa Kristilegir í
Þýskalandi iðulega verið með
samsvarandi stöðu og jafnvel
sterkari en fyrrnefndur flokk-
ur. Síðustu misseri og ár hef-
ur þó sést að Kristilegir geta
ekki lengur gengið að hag-
stæðum atkvæðabunkum sín-
um vísum. Það hefur því þurft
báða „stóru“ flokkana til að
geta myndað tveggja flokka
stjórn undir forystu Kristi-
legra.
Undanfarin ár hefur dregið
úr þessum styrkleika, raunar
hjá báðum forystuflokkum
andstæðra fylkinga, en eink-
um hefur staða þýskra Sósíal-
demókrata daprast mjög og
það hefur leitt til þess nú að
varla hefur staðið nokkur von
til þess að halda megi slíku
stjórnarsamstarfi áfram. En í
þessu samhengi er mjög fróð-
legt að horfa til þriggja síð-
ustu kannana í Þýskalandi. Þá
virðist óvænt blasa við að
Kristilegir hafi misst drjúgan
byr úr sínum seglum. Kann-
anir spá því nú að Kristilegir
verði aðeins með um 23% fylgi
í kosningunum eftir mánuð.
Það er svipuð mynd og blasir
við Sjálfstæðisflokknum sam-
kvæmt síðustu könnunum
hér. En það merkilega er að
Sósíaldemókratar, sem und-
anfarna mánuði hafa mælst
með 15-18% fylgi hafa hins
vegar tekið góðan kipp. Í fyrr-
nefndum þremur könnunum
virðast „stóru“ flokkarnir nú
vera hnífjafnir með um 23%
fylgi hver flokkur. Þar ræður
mestu að flokkur Græningja,
sem hafði verið á góðri sigl-
ingu virðist hafa glatað sínum
góða byr.
Í augnablikinu virðist liggja
fyrir að tveggja flokka meiri-
hlutastjórn verði vart mynduð
í Þýskalandi að loknum kosn-
ingum og raunar yrði snúið að
mynda þriggja flokka stjórn,
nema að „stóru flokkarnir“
sættu sig við að lenda í
þriggja flokka stjórn sem þá
hefði, samkvæmt kenningum
„stjórnmálafræðinga“, það
verkefni næstu fjögur árin að
hugleiða hvers vegna veiran
kom og eftir atvikum hvers
vegna hún fór, þótt um það sé
deilt og verði kannski enn eft-
ir fjögur ár.
Það má svo sannar-
lega leggja út af
nýjustu könnunum,
bæði í Þýskalandi
og hér}
Horfa skal bitur um öxl
E
itt helsta kosningamál Pírata er
nýtt hagkerfi, svokallað velsæld-
arhagkerfi. Þetta er engin hippa-
hugmynd heldur forskrift frá
OECD um ákveðna mælikvarða
á heilbrigði samfélagsins. Með mælikvörðunum
er hægt að svara spurningum eins og: Hversu
auðvelt er að hafa þak yfir höfuðið? Er mennta-
kerfið gott? Er mikil lýðræðisleg þátttaka?
Gott heilbrigðiskerfi? Hefur fólk nægan frítíma
eða er það stöðugt í vinnunni til þess að hafa of-
an í sig og á? Þetta eru allt spurningar sem
stjórnvöld eiga að svara, allan ársins hring.
Núverandi efnahagskerfi virkar ekki svona.
Núverandi hagstjórn snýst um að það sé hag-
vöxtur og ekkert nema hagvöxtur. Að kakan
svokallaða stækki bara og stækki. Vandinn er
hins vegar að fæstir fá að njóta kökunnar. Fólk-
ið sem stendur í bakstrinum heldur kökunni út af fyrir sig.
Saman höfum við ákveðið að hið opinbera gegni
ákveðnum skyldum. Haldi uppi réttarkerfi, passi upp á
mannréttindi og að allir hafi aðgang að hágæðamenntun
og -heilbrigðiskerfi. Það þýðir að stjórnvöld þurfa nauð-
synlega að sýna okkur öllum svart á hvítu hvernig það
gengur. Það þýðir ekki bara að benda á almennan hagvöxt
og segja að hér sé allt í lagi. Skylda stjórnvalda er víðtæk-
ari en svo, skyldan til þess að sýna að það sé verið að fara
vel með almannafé.
Ég beindi fyrirspurnum að öllum stofnunum hins opin-
bera og spurði hvaða lögbundnum verkefnum væri verið
að sinna og hver væri kostnaðurinn við hvert verkefni. Það
sem kom mér á óvart var að enginn vissi svarið
við þessari spurningu. Samt samþykkir þingið
fjárheimildir í allar áttir – og þá án þess að
hafa hugmynd um hvað er verið að borga fyrir.
Það er þess vegna sem við þurfum velsæld-
arhagkerfi. Þar sem áhersla stjórnvalda er að
útskýra fyrir landsmönnum hvernig stefna og
aðgerðir ríkisstjórnarinnar geri samfélagið
betra í stað þess að beita þeim handahófs-
kenndu og markmiðalausu aðferðum sem
hingað til hafa liðist.
Stjórnmálamenn eru mjög góðir í að búa til
ákveðna orðræðu. Um leið og velsældar-
hagkerfið var nefnt til sögunnar tók einn for-
maður stjórnmálaflokks sig til og uppnefndi
það vesældarhagkerfið – án þess að hafa hug-
mynd um, um hvað málið snerist. Sumum
finnst nefnilega stjórnmál snúast um að vera
orðheppnir í stað þess að vinna markvisst að góðum mál-
um fyrir alla landsmenn.
Píratar vilja að allar ákvarðanir stjórnvalda séu byggð-
ar á góðum gögnum en ekki geðþóttaákvörðunum stjórn-
málamanna sem „finnst“ bara hitt og þetta vera best. Ef
við beitum ekki bestu aðferðunum til þess að fá góðar nið-
urstöður, hvaða aðferðum eigum við þá að beita? Velsæld-
arhagkerfið er skýrt afmarkað og minnir stjórnvöld á þá
ábyrgð sína að gera samfélagið betra fyrir alla, ekki bara
suma. Þess vegna vilja Píratar velsældarhagkerfi.
Björn Leví
Gunnarsson
Pistill
Nýir tímar, nýjar áherslur
Höfundur er þingmaður Pírata.
bjornlevi@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Þ
jóðverjar hafa afráðið að
horfa ekki lengur til smit-
tíðni í landinu við ákvörðun
sóttvarnaráðstafana, held-
ur aðeins á það hvernig staðan er á
spítölum landsins, það er að segja
hver marga þarf að leggja inn vegna
veikinda af völdum kórónuveir-
unnar.
Það var Jens Spahn,
heilbrigðisráðherra Þýskalands,
sem tilkynnti um þessa veigamiklu
stefnubreytingu þýskra stjórnvalda,
en með henni er verið að bregðast
við breyttri stöðu í faraldrinum, nú
þegar 59% þjóðarinnar eru full-
bólusett og 5% til viðbótar búin að
fara í fyrri bólusetningu. Með þessu
er þó ekki síður verið að reyna að
auka fyrirsjáanleika í þjóðfélaginu,
sem mikið hefur vantað upp á og
efnahagslífið í þessari aflvél Evrópu
grátt leikið fyrir vikið.
Þungbær faraldur
Þrátt fyrir að Þýskaland sé auð-
ugt land með gott heilbrigðiskerfi og
Þjóðverjar rómaðir fyrir rökvísi, röð
og reglu, þá hefur heimsfaraldurinn
leikið landið grátt og viðbrögð
stjórnvalda í upphafi faraldursins og
síðar við bólusetningu þóttu ekki til
fyrirmyndar. Gripið var til mjög víð-
tækra sóttvarnaráðstafana, sem fól-
ust í lokunum og nánast útgöngu-
banni, en árangurinn í sóttvörnum
var einatt minni en að var stefnt. Á
hinn bóginn komu þær hart niður á
bæði fyrirtækjum og stofnunum,
skólum og vitaskuld almenningi.
Til þessa hefur verið miðað við
smittíðni og þröskuldurinn settur
við 50. Hingað til hafa lög um smit-
varnir mælt fyrir um að þegar hún
nær 50 á hverja 100.000 íbúa í land-
inu, skuli grípa til víðtækra sótt-
varnaraðgerða innan viku. Þessu á
að breyta.
Það er þó fleira en viðmiðið,
sem til stendur að breyta, því einnig
verður breyting á eðli sóttvarna-
ráðstafana.
Steffen Seibert, talsmaður
ríkisstjórnarinnar, sagði ekki til
standa að kynna neinar nýjar tak-
markanir, en það sem þó er mest um
vert, þá eiga bólusettir og þeir sem
eru með mótefni framvegis ekki að
þurfa að óttast neinar sérstakar tak-
markanir.
„Bólusettir mega vita að fyrir
þá mun ekkert breytast, jafnvel þó
svo tölurnar [um smittíðni] hækki.
Það á einnig við um þá sem hefur
batnað eftir kórónuveiruveikindi,“
sagði Seibert. „Þið þurfið ekki að bú-
ast við nýjum takmörkunum.“
Heilbrigðisráðherrann var jafn-
vel afdráttarlausari. „Smittíðnin 50 í
lögunum hefur runnið sitt skeið,“
sagði Spahn, sem er heilbrigðis-
ráðherra sambandsríkisins fyrir
Kristilega demókrata, (CDU) á
mánudag.
Kosningar í aðsigi
Spahn hét því að leggja fram
frumvarp til breytinga á lögunum
fyrir sambandskosningarnar, sem
fram fara eftir rúman mánuð, 26.
september.
Angela Merkel Þýskalands-
kanslari lætur af embætti í lok kjör-
tímabilsins, en flokkur hennar og
Spahns á í vök að verjast og hið nýja
kanslaraefni flokksins, Armin
Laschet, þykir ekki ýkja sannfær-
andi. Það er eins konar huggun
harmi gegn að Sósíaldemókrötum
(SPD) gengur engu skár, enda tiltrú
kjósenda á stjórnmálamönnum mik-
ið veikst í faraldrinum.
Þjóðverjar hætta að
horfa til smittíðni
AFP
Berlín Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýskalands, segir að smittíðni sé
ekki rétt viðmið til ákvarðana um sóttvarnir í faraldrinum.
Þýskt efnahagslíf varð harðar
úti í heimsfaraldrinum en gert
var ráð fyrir, en landsfram-
leiðsla hafði í vor dregist sam-
an um 5% frá árinu 2019. Til
má nefna margar ástæður, en
dvínandi eftirspurn vóg
þyngst, líkt og merkja mátti af
uppsöfnun gáma á hafnar-
bökkum landsins, eins og sjá
má á myndinni.
Þjóðverjar fóru verr út úr
faraldrinum en vonir stóðu til,
en svo reyndust sóttvarnar-
takmarkanir atvinnu- og efna-
hagslífi mjög þungbærar. Í
sumar tók hagvöxturinn aftur
við sér, en um leið jókst verð-
bólga, nam um 3%, sem er eit-
ur í beinum Þjóðverja allt frá
dögum óðaverðbólgunnar
1923. Betur má því ef duga
skal.
Rétt að taka
við sér aftur
EFNAHAGSLÍF
ÞÝSKALANDS