Morgunblaðið - 25.08.2021, Síða 14

Morgunblaðið - 25.08.2021, Síða 14
14 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 2021 Píratar höfnuðu því nýlega að horfa til hagvaxtar. Af því til- efni er rétt að líta til hagvaxtar og þróunar vergrar landsfram- leiðslu (e. Gross Do- mestic Production, GDP). Í frétt Hag- stofu Íslands frá því í febrúar sl. kom fram að landsframleiðslan á Íslandi hefði dregist saman um 6,6% árið 2020. Þar er fullyrt að þetta megi að mestu rekja til kór- ónuveirufaraldursins. Ferðaþjón- usta dróst saman um 74,4% á árinu 2020. Þá er áætlað að hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu hafi numið 3,5% á árinu 2020 sam- anborið við 8,0% árið 2019. Þessar upplýsingar skipta okkur öll miklu. Í fréttum RÚV nýlega var sagt að Píratar vildu hætta öllum „þessum endalausu hagvaxtarpæl- ingum“ og horfa frekar á ein- hverja nýja mælikvarða þegar markmiðið er að mæla velgengni samfélagsins. Í sömu fréttaveitu var síðan bent á að Íslendingar menguðu mest á hvert mannsbarn í Evrópu. Er ekki lengur hægt að gera þá kröfu að fulltrúar okkar í frétta- miðlum og á Alþingi geti lesið bet- ur í tölur Eurostat? Ísland er um 103 þúsund ferkílómetrar að stærð, er næststærsta eyja Evr- ópu á eftir Bretlandi og sú átjánda stærsta í heimi. Eyjan Ísland fer stækkandi, eins og eldgosið í Geld- ingadölum ber glöggt vitni um. Það gerist reyndar með mengun sem kemur úr því rými sem ein- hverjir myndu telja sameign allra á jörðinni, þ.e. úr möttlinum, úr miðju jarðar. Franski rithöfund- urinn Jules Verne kynnti fyrir mér ferðir þangað þegar ég var lítil stúlka. Á að halda því gegn Íslend- ingum að þeir séu ekki með sam- viskubit og kvíða yfir því að búa í fallegu og strjálbýlu landi? Þetta er fámenn og friðsöm þjóð? Hvar er þá Ástralía stödd í þessu samhengi, Namibía, Svalbarði og Jan Mayen? Hagstofa Íslands tekur saman gögn um lífslíkur á Íslandi. Í frétt stofnunarinnar segir í júlí 2019 að lífslíkur á Íslandi séu með þeim mestu í Evrópu. Nú er spurning hvort þessi mælieining teljist einnig fráleit á meðal Pírata og ekki sé rétt að horfa til þessara staðreynda. Þegar litið er til ung- barnadauða af 1.000 lifandi fædd- um hefur hann fallið úr sjö börn- um á ári niður í um 1,8 að meðaltali sé litið til 10 ára tímabils frá 2008 til 2017. Hvergi í Evrópu er ungbarnadauði jafn fátíður og hér svo vitnað sé beint í frétt frá Hagstofu Íslands. Þetta eru stað- reyndir sem snerta okkur öll. Markmið Pírata er að horfa til loftslagsmála umfram allt og efna loforð um nýja stjórnarskrá. Nýj- asta endurnýjun stjórnarskrár- innar er frá árinu 2013. Á hverju á fólk að nærast ef ætlunin er að hætta að horfa til hagvaxtar og framleiðni? Loftinu og nýrri stjórnarskrá? Þó svo að nýleg skýrsla um losun gróðurhúsaloft- tegunda sýni losun háa á hvern íbúa á Íslandi verður að horfa til þess að hér á landi er stór kol- svört eyðimörk á hálendi þessarar fögru eldfjallaeyju. Það er ekki auðvelt að græða það svæði allt upp á milli eldgosa. Hér gýs að meðaltali á fimm ára fresti. Hvers vegna fer fólk ekki oftar út á land og gróðursetur fleiri tré, eins og ég? Það er bæði hollt, gefandi og gott. Það er sjálfsagt að auka velsæld á Íslandi en eru það Íslendingar sem menga mest allra á jörðinni? Þaðan sem ég kem var það óstjórn í stjórnmálum sem olli mestu tjóni. Það leiddi af sér styrjaldir. Mér er alveg ómögulegt að skilja að hér sé verið að kvarta og skapa ófrið um umhverfismál í þessu fallega landi. Auðvitað mætti SORPA standa sig betur en þar hafa Pírat- ar þó eitthvað um málið að segja. Þeir eru í meirihluta í Reykjavík- urborg ásamt nokkrum öðrum. Það að Píratar ætli að stefna að því að henda hitamælum hagkerf- isins getur tæpast talið skynsam- legt. Þeir ætla að leggja áherslu á loftslagið og hlýnun jarðar þar sem hitamælar skipta öllu máli. Þetta getur ekki farið saman. Við þurfum hagvöxt ef greiða á upp skuldir og upp í mengunarkvóta sem eru nú verðmetnir á hærra gengi en áður. Íslendingar eiga enn orku og auðlindir sem þeir eru öfundaðir af. Fjölmörg ríki Evrópu hafa þegar brennt upp sínar lindir í báða enda í gegnum styrjaldir og stríðsrekstur. Hvers vegna eru Píratar að reyna að ræna umræðunni? Mér skilst að í leikriti norska leik- skáldsins Thorbjørns Egners, Kardimommubænum, hafi Soffíu frænku einmitt verið rænt með það í huga að koma ræningjunum sjálfum til hjálpar vegna þeirra eigin sóðaskapar heima fyrir. Í fagurbókmenntum og listum má oft finna svarið við snúnum spurn- ingum. Landsframleiðsla á Íslandi – Píratar hafna því að horfa til hagvaxtar á Íslandi Eftir Samsidanith Chan » Það að Píratar ætli að stefna að því að henda hitamælum hag- kerfisins getur tæpast talið skynsamlegt. Samsidanith Chan Höfundur skipar 2. sæti á lista Mið- flokksins í Reykjavík suður fyrir komandi alþingiskosningar. danithchan78@gmail.com Í Njálu er greint frá því að Þórður leys- ingjason, fóstri þeirra Njálssona, maður sem aldrei hafði séð mannsblóð, drap Brynjólf rósta, frænda Hallgerðar konu Gunnars á Hlíðarenda. Er þessi tíðindi komu til þings, en þar var Njáll þá staddur, lét hann segja sér þrem sinnum og mælti síðan: „Fleiri gerast nú víga- menn en ég ætlaði.“ Þegar ég hafði lesið vandlega nöfnin á öllum fram- boðslistum Sósíalistaflokks Íslands (hér eftir ritaður SÍ) kom mér í hug: „Fleiri gerast nú sósíalistar en ég ætlaði.“ Alllengi hefur legið fyrir baráttu- stefna SÍ í innanlandsmálum í 17 lið- um. Það vekur strax athygli að hvergi er minnst á sósíalisma í þessu plaggi. Hvergi er heldur minnst á yfirtöku atvinnutækja og afnám kapítalisma í landinu. Ætlar SÍ að koma á réttlátu samfélagi gegnum Alþingi og núverandi ríkis- kerfi? En fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. SÍ setur á dagskrá endurreisn verkalýðsbaráttunnar og setur fram framsæknar kröfur í nokkrum málaflokkum, svo sem í húsnæðismálum, skattamálum, heil- brigðismálum og sjávarút- vegsmálum. Sósíalistar gera grein- armun á stjórnlist (strategíu) og baráttuaðferðum (taktík). Stjórnlist- in fjallar um leiðirnar til þess að ná því markmiði sem stefnt er að en baráttuaðferðirnar taka til þess hvaða ráðum er beitt til þess að ná ákveðnum tímabundnum árangri. Allir flokkar beita einhverjum baráttuaðferðum í starfi sínu en sumir hafa enga stjórnlist. Í því felst hentistefnan. Hentistefnuflokkar hafa yfirleitt enga stjórnlist og hafa heldur engan áhuga á henni. Bar- áttuaðferðir þeirra miðast einungis við einhvern árangur á líðandi stund án tillits til gildis þeirra fyrir þjóð- félagsleg markmið. Flokkar sem styðjast við millistéttir eða þann hluta verkalýðsins sem unir auð- valdsskipulaginu eru yfirleitt henti- stefnuflokkar því að þessir þjóð- félagshópar eru í eðli sínu tvíráðir og reikulir og hafa fyrst og fremst áhuga á stundarhag. Sósíalískur byltingarflokkur hef- ur ekki aðeins ákveðið markmið fyr- ir stafni, heldur gerir sér líka grein fyrir þeim leiðum sem hugsanlegar eru til þess að ná þessu markmiði og þeirri stjórnlist, sem nauðsynlegt er að beita í því stéttastríði er verður að heyja til þess að brjóta þá braut. Í öllu sínu starfi, öllum sínum at- höfnum og baráttuaðferðum tekur hann mið af lokatakmarkinu og þeirri stjórnlist sem beita verður til þess að ná því. Það er besti mæli- kvarðinn á alvöru og einlægni sérhvers bylt- ingaflokks. Ekki hressist Eyjólf- ur þegar kemur að stefnu SÍ í utanríkis- og alþjóðamálum. Það tók flokkinn fjögur ár að koma frá sér einhverju um þau mál. Frumvarp í 18 liðum um utanrík- isstefnu SÍ var loksins lagt fram 2. júlí sl. og samþykkt 4. júlí. Þessi langi umhugsunarfrestur bendir ótvírætt til þess að félagarnir séu sundraðir í afstöðu sinni til þessara mála. Í fumvarpinu er hvergi fjallað um heimsvaldastefnuna, sem er lykilhugtak í sósíalískri baráttu. Hvergi orð um skylduna að verja fullveldið og sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar. Ekki orð um að Ísland eigi að ganga úr NATO. Vera okkar í NATO og herverndarsamning- urinn við Bandaríkin binda okkur við heimsvalda- og yfirgangsstefnu Bandaríkjanna og NATO-blokkar- innar, þ.e.a.s. mestu heimsvalda- og yfirgangsafla nútímans. Í frumvarp- inu er ekkert minnst á hervernd- arsamninginn við Bandaríkin, þjóð- aröryggisstefnu Íslands og ört vaxandi framkvæmdir í landinu því tengdar. Þar er hins vegar sagt að Ísland ætti að koma á friðarbanda- lagi í samstarfi við nágrannaþjóð- irnar. Ja hérna! Er verið að tala um NATO-ríkin í kringum okkur? Er verið að tala um Noreg með allan Norður-Noreg útbíaðan í bandarísk- um herstöðvum? Er eitthvað alvar- legt að þessu fólki? Hvað með af- stöðuna til ESB? Algert stefnuleysi og óskýr afstaða SÍ. Einkennilegt því mesta ógnin við fullveldið kemur einmitt frá ESB sem yfirtekur í sí- vaxandi mæli löggjöf og stjórnun landsmála í gegnum EES- samninginn. Evrópusambandið hefur frá upp- hafi byggst á og utan um vesturevr- ópskt einokunarauðvald og heims- valdastefnu. Gengur út á evrópskt drottnunarvald yfir fátækari þjóð- um og heimsvaldasinnaða sam- keppni við aðrar blokkir. Hugsan- legt er að SÍ vegni vel í kosningun- um í haust, þrátt fyrir málefnafá- tæktina. En hvað svo? Hvort man nú enginn Þjóðvaka, Bandalag jafn- aðarmanna og Borgaraflokkinn? Þeir náðu allir þokkalegum árangri í sínum fyrstu og einu kosningum en dóu svo allir vöggudauða. Og allir með drottnandi stöðu eins manns í forystu eins og SÍ. Fleiri gerast nú sósíalistar en ég ætlaði Eftir Ólaf Þ. Jónsson Ólafur Þ. Jónsson »Ekki hressist Eyjólf- ur þegar kemur að stefnu SÍ í utanríkis- og alþjóðamálum. Höfundur er skipasmiður. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. Það geta allir fundið eitthvað girnilegt við sitt hæfi Freistaðu bragðlaukanna ... stærsti uppskriftarvefur landsins!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.