Morgunblaðið - 25.08.2021, Page 24

Morgunblaðið - 25.08.2021, Page 24
24 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 2021 Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666 KIEL/ - OG FRYSTITJEKI ., '* -�-"% ,�rKu!, Kæli- & frystibúnaður í allar gerðir sendi- og flutningabíla Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Poppsálin nefnist poppmenningar- legt hlaðvarp með sálfræðilegu ívafi sem sálfræðikennarinn Elva Björk Ágústsdóttir gerir út og má nálgast á helstu hlapvarpsveitum og hlað- varpasíðu mbl.is. „Fjallað er um ýmis sálfræðileg málefni sem tengj- ast poppmenningu sem og áhuga- verðar rann- sóknir og pæl- ingar innan sálfræðinnar,“ segir um varpið en Elva kennir sálfræði við Menntaskólann við Hamrahlíð. „Mig langaði að tvinna saman sálfræði og popp- menningu og þetta er nokkuð sem ég hef sjálf áhuga á og finnst gaman að fræðast um. Og ætli ég hafi bara ekki verið í einhverri miðaldrakrísu og langaði bara að gera eitthvað nýtt. Í raun- inni er hugmyndin ekkert rosalega djúp,“ segir Elva, létt í bragði, þeg- ar hún er spurð hver hugmyndin sé með þessu hlaðvarpi en sem dæmi um umfjöllunarefni þáttanna má nefna Michael Jackson og líkams- skynjunarröskun, lýtaaðgerðir og Pétur Pan-heilkennið og Kurt Cob- ain og sjálfsvígssmit. Elva hefur fengið til sín gesti í nokkra þætti, m.a. Heiðar Örn, söngvara Botnleðju og söngkonurn- ar Írisi Hólm, Svölu Björgvins og Bríeti. Hafa umfjöllunarefnin verið af öllu tagi, m.a. rætt um kvíða og jaðarpersónuleikaröskun. DiCaprio og tyggjóklessan Þegar blaðamaður ræddi við Elvu var nýjasti þátturinn „Leonardo DiCaprio og tyggjóklessuáráttan“, settur í hlaðvarpsveitur 10. ágúst og hafa því nokkrir bæst við. Elva seg- ir hann fjalla um OCD, þ.e. áráttu- og þráhyggjuröskun. Hún segir leikarann hafa lýst sinni áráttu og þráhyggju í fjölmiðl- um. „Ein af hans áráttum er að stíga alltaf á tyggjóklessur og þann- ig kom hugmyndin að nafninu,“ seg- ir Elva. Í þáttunum taki hún alltaf fyrir eitthvað sem hafi verið í fjöl- miðlum eða í deiglunni. „Næst ætla ég að tala um þau Ross og Rachel í Friends því þau eiga víst að vera að deita en samt ekki,“ segir Elva kím- in og á þá við leikarann David Schwimmer og leikkonuna Jennifer Aniston sem fóru með hlutverk parsins í gamanþáttunum víðfrægu. „Ég tala um hvernig meðleikarar á setti séu líklegri til að verða ást- fangnir en til dæmis tveir bóka- safnsfræðingar á Borgarbókasafn- inu. Þannig að ég tvinna sálfræðina inn í þetta.“ Elva segir þetta þekkt, þ.e. að leikarar sem leika pör eða elskend- ur felli hugi saman í raunheimum. En hvernig stendur á því? Elva seg- ir skýringuna margþætta. Í fyrsta lagi sé það nándin, leikararnir séu mikið saman og í öðru lagi vinnutím- inn. Fólk sé kannski saman kvölds og morgna og í þriðja lagi sé það svo ólík tegund af leik. „Sumir leikarar eru það sem kallað er „method actors“ og þá ertu að opna þig alveg rosalega tilfinningalega,“ útskýrir Elva. Síðast en ekki síst eru það svo kossar á tökustað og segir Elva kossinn kveikja á oxítósínflæði í heilanum, jafnvel þótt allt sé í plati. „Ég tek alveg dæmi um það, þegar maður er sjálfur að deita einhvern og er ekki alveg viss þá þarf maður bara að prófa að kyssa hann til að sjá hvort kviknar á einhverju. Við kossinn kemur svo stundum þessi tilfinning að neibb, þetta sé ekki málið eða já, bara æðislegt!“ segir Elva og hlær. Opin umræða gegn fordómum Elva er spurð að því hvort mark- mið hennar með hlaðvarpinu sé að vekja athygli á sálfræði sem fræði- grein í gegnum listir, hvort einhver slíkur tilgangur sé með því. „Ég var spurð að þessu um daginn, af hverju ég væri að þessu og hvort ég fengi borgað fyrir þetta, og ég vissi ekki almennilega af hverju ég væri að þessu. En í fyrsta lagi kennir sál- fræðin okkur svo margt, maður lær- ir svo mikið um annað fólk með því að kynna sér alls konar hugtök í sál- fræðinni, af hverju við gerum hitt og þetta. Þegar við lærum það skiljum við betur fólk og það minnkar auð- vitað fordóma. Ég er að tala um alls konar geðraskanir eins og þegar ég fékk hana Írisi söngkonu til mín að tala um „borderline personality dis- order“ sem er ofboðslega jaðarsett geðröskun og ennþá svolítið tabú, miklu meira tabú en kvíði og þung- lyndi. Þessi þáttur sló alveg í gegn því hann er líka svo upplýsandi,“ svarar Elva. Það sé einkar lær- dómsríkt að hlusta á manneskju með slíka geðröskun segja frá lífi sínu. Elva segist líka hafa fengið Svölu Björgvins til að tala um kvíða og Bríeti um ástarsorg sem hafi ver- ið kveikjan að fyrstu sólóplötu henn- ar. Með þáttunum sé opnað á um- ræðu og reynt að draga úr fordómum. Nú skal tekið fram að þættirnir eru ekki eins og tími hjá sálfræð- ingi, enda mætti ekki útvarpa slík- um samtölum, en Elva segir mörg önnur hlaðvörp í boði sem nálgist sálfræði á sjálfshjálparnótum sem sé allt annar vinkill. „Ég er að segja sögur og nota sálfræðina til að út- skýra af hverju Donald Trump er eins og hann er eða af hverju Kurt Cobain svipti sig lífi. Ég tengi sál- fræðina við poppmenningu,“ út- skýrir Elva. Nemendur hlusta á hlaðvarpið Elva er spurð hvort hún sé sífellt að leita að umfjöllunarefnum, til dæmis þegar hún horfi á kvikmynd- ir eða sjónvarpsþætti, lesi bækur eða hlusti á tónlist. Er hún þá alltaf með sálfræðilegar tengingar og hlaðvarpið í huga? „Já, ég er farin að gera það núna. Ég gerði það kannski ekki fyrir ári en geri það alltaf núna og fæ hugmyndir frá fólki í kringum mig, skrái þetta allt niður hjá mér. En ég held að ég hafi alla tíð, alveg frá því ég fór að læra sálfræði, séð hlutina stundum svolít- ið öðruvísi. Ég er kannski að horfa á sjónvarpið og sé par rífast, fer þá að hugsa um að hennar sjálfsmynd byggist á því að vera góð í eldhúsinu og svo er hann að koma heim og gleymdi að hún ætlaði að elda. Hún er búin að elda fínan mat og þess vegna verður hún svona reið,“ segir Elva, létt í bragði. Elva segir tilgang þáttanna líka að kveikja áhuga hjá nemendum hennar, menntskælingunum. „Ég tók Donald Trump t.d. oft fyrir til að kveikja áhuga hjá nemendum mínum á einhverju sálfræðitengdu. Þá hugsaði ég bara með mér að þetta væri ógeðslega sniðugt og af hverju ekki að búa til hlaðvarp líka? Svo læt ég nemendur hlusta á hlað- varpið.“ Elva segir varpið auka áhuga nemenda á efninu, þegar hægt sé að tengja það við þekktar persónur, atburði, hegðun og atferli. Hún nefnir sem dæmi rapparann Kanye West og hvers vegna fólk sé jafnæst og raun ber vitni í að kaupa skóna sem hann hefur hannað. Með sálfræðilegri nálgun fáist skýring á þeirri kaupþörf. „Sálfræðin er nátt- úrlega skemmtileg fyrir en þetta gerir hana enn skemmtilegri,“ segir Elva að lokum og sem fyrr segir má nálgast hlaðvarpið á ýmsum veitum, m.a. Spotify, og hlaðvarpssíðu mbl.is. Sálfræðin kennir manni svo margt Morgunblaðið/Eggert Gestur Tónlistarkonan Bríet ræddi við Elvu í einum þáttanna um ástarsorg, uppgjör, lagatexta hennar og tónlist, útlitspælingar og álit annarra. AFP Fimm Britney Spears er viðfangs- efni fimm þátta Poppsálarinnar. Oxítósín Ross og Rachel kyssast í Vinum en nú velta menn vöngum yfir því hvort Schwimmer og Aniston séu par. AFP Stórskrítinn Donald Trump í for- setatíð sinni. Fjallað er um hann í þætti um narsissisma og lygar. - Sálfræði og poppmenning tvinnast saman í hlaðvarpinu Poppsálin - „Sálfræðin er náttúrlega skemmtileg fyrir en þetta gerir hana enn skemmtilegri,“ segir Elva um nálgun sína á fræðina Elva Björk Ágústsdóttir Tyggjóklessuárátta Leonardo DiCaprio, leikarinn ástsæli, hefur greint frá því að hann sé með OCD, áráttu- og þráhyggjuröskun og hafi til dæmis þurft að stíga á allar tyggjóklessur sem hann kom auga á.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.