Morgunblaðið - 25.08.2021, Síða 25
MENNING 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 2021
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALI
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
SÝND MEÐ ÍSLENSKU
TALI
THERE’S A LITTLE HERO INSIDE US ALL
RYAN REYNOLDS – JODIE COMER – TAIKA WAITITI
GEGGJUÐ NÝ GRÍNMYND
DWAYNE JOHNSON
EMILY BLUNT
HUGH JACKMAN
Hátíðin Hamraborg festival hefst á
morgun, fimmtudag, og er haldin í
fyrsta sinn. Er það listahátíð inn-
blásin af og tileinkuð Hamraborg-
inni og koma yfir 50 listamenn að
henni. Vegglistamenn fá að spreyta
sig á veggjum Hamraborgar, tón-
list verður flutt í Salnum og á Ca-
talinu og í annarri hverri búð við
götuna verður opnuð sjálfstæð
myndlistarsýning eftir gjörólíka
listamenn, að því er fram kemur í
tilkynningu. Hátíðinni lýkur á
sunnudaginn, 29. ágúst, að loknu
lokahófi á Catalinu kvöldið áður.
Listrænir stjórnendur hátíðar-
innar eru myndlistarkonan Joanna
Pawlowska, rithöfundurinn Snæ-
björn Brynjarsson, grafíski hönn-
uðurinn Sveinn Snær Kristjánsson
og listakonan Ragnheiður Bjarnar-
son en þau reka menningarkjarn-
ann Midpunkt sem hefur verið
starfræktur í Hamraborg allt frá
árinu 2018.
Hefst í Midpunkt
Hátíðin verður opnuð formlega í
Midpunkt-galleríinu á morgun kl. 16
og munu gestir fá kort af Hamra-
borginni sér til leiðsagnar. Opið
verður fram á kvöld og mikið líf og
fjör. Næstu tvo daga, 27. og 28.
ágúst, verður mikið um að vera, sýn-
ingar í ýmsum rýmum og margvís-
legir viðburðir í boði.
Hátíðin er sögð óður til Hamra-
borgarinnar og telja aðstandendur
hennar Hamraborgina vera einu
sönnu borgina á Íslandi þar sem í
það minnsta sé hvergi annars staðar
á höfuðborgarsvæðinu hægt að
finna jafn ómengað borgarlandslag,
eins og segir í tilkynningu. Segir þar
að í hverfinu leynist ótal sögur og
leikhópurinn Flanerí bjóði hátíðar-
gestum í göngutúr á föstudaginn og
Hamraborgarskáldið Kamilla Ein-
arsdóttir rölti um borgina með
áhugasömum á laugardag. Auk þess
verði í Midpunkt sýning þriggja
listakvenna; Önnu Andre Winther,
Agnesar Ársælsdóttur og Svanhild-
ar Höllu Haraldsdóttur, Óskila-
munir, sem snúist um kortlagningu
og staðfræði Hamraborgarinnar.
Sjálfstæðar myndlistarsýningar
verða opnaðar í ólíkum sýningar-
rýmum, þ.e. í Te og kaffi, í antík-
verslun, Euromarket, ljósmynda-
stofu, veipbúð, á náttúrufræðistofu
og á Catalinu. Fyrir utan Midpunkt
mun hjarta hátíðarinnar slá á Ca-
talinu en á föstudagskvöldinu verð-
ur leiklestur á völdum atriðum úr
verkum Kópavogsskáldsins Tyrf-
ings Tyrfingssonar í flutningi með-
lima úr leikfélagi Kópavogs, að því
er fram kemur í tilkynningu og á
laugardaginn verður þar lokahóf
þar sem Hugrún Britta Kjart-
ansdóttir og Heather Ragnars
spila tónlist í upphafi kvölds og
plötusnúður þeytir svo skífum.
Listamenn í Auðbrekku verða með
opnar vinnustofur og á Gerðarsafni
verða námskeið með listamönnum
fyrir börn og fullorðna og leiðsagn-
ir. Síðast en ekki síst munu ung-
menni úr Kópavogi sýna verk og þá
bæði kvikmyndir og húllahopp-
sýningar.
Frekari upplýsingar um viðburði
má finna á Facebook.
Hátíð innblásin af og
tileinkuð Hamraborginni
Stjórnendur Joanna Pawlowska, Sveinn Snær Kristjánsson, Snæbjörn Brynjarsson, og Ragnheiður Bjarnarson.
Myndlistarmaður Páll Ivan að störfum en hann tekur þátt í hátíðinni.
- Hátíðin hefst á morgun - Hin eina sanna borg á Íslandi, segja stjórnendur
John Lydon, bet-
ur þekktur sem
Johnny Rotten
og fyrrum for-
sprakki pönk-
sveitarinnar Sex
Pistols, tapaði
máli fyrir Hæsta-
rétti í Bretlandi í
fyrradag. Lydon
vildi ekki að lög
sveitarinnar væru notuð í væntan-
legum sjónvarpsþáttum um hljóm-
sveitina og höfðuðu trommarinn
Paul Cook og Steve Jones þá mál á
hendur honum og kröfðust þess að
fá að nota lögin.
Þáttunum leikstýrir hinn heims-
kunni leikstjóri Danny Boyle og er
handrit þeirra byggt á minninga-
bók Jones, Lonely Boy: Tales From
A Sex Pistol. Þeir Jones og Cook
voru á því að ekki þyrfti leyfi
Lydon fyrir notkun laganna þar
sem þeir væru í meirihluta og
komst dómari að þeirri niðurstöðu
að það væri rétt mat.
Cook og Jones
höfðu betur
John Lydon
Áður óbirtur
texti við Bítlalag
sem aldrei var
tekið upp verður
í væntanlegri bók
Pauls McCart-
neys, The Lyrics,
sem mun fjalla
um lagatexta,
eins og titillinn
gefur til kynna.
Bítillinn opinber-
aði í fyrradag hvaða 154 lög koma
við sögu í bókinni eða öllu heldur
textarnir við þau. Skáldið Paul
Muldoon ræddi við McCartney um
textana og skrifaði samtöl þeirra í
bókina. Er bókinni lýst sem sjálfs-
mynd í 154 lögum. Meðal texta sem
verða til umfjöllunar eru textar við
lögin „Blackbird“, „Live and Let
Die“, „Hey Jude“, „Band on the
Run“ og „Yesterday“.
Lagið sem aldrei var tekið upp
og gefið út nefnist „Tell Me Who He
Is“. Textinn er handskrifaður og
fannst í einni af minnisbókum
McCartneys.
Óbirtur texti í bók
Pauls McCartneys
Paul McCartney
ungur að árum.