Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.08.2021, Qupperneq 4
FRÉTTIR VIKUNNAR
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.8. 2021
V
erslunarmannahelgin gekk
almennt vel fyrir sig, þar á
meðal í Vestmannaeyjum
þótt engin væri þjóðhátíð. Margir
Eyjamenn héldu hins vegar lóðahá-
tíð, tjölduðu bara úti í garði og slógu
upp veislu. Brekkusöngnum var svo
streymt fyrir lysthafendur, þótt það
hafi hökt nokkuð. Margir nutu einn-
ig tónleika verslunarmanna-Helga
Björns.
Sömuleiðis var víða talsvert um
ferðafólk, til dæmis á Akureyri,
jafnvel þannig að einhver vandræði
hlutust af aðkomumönnum. Skipu-
lögð hátíðahöld voru hins vegar nær
engin í landinu. Þó var fjölskyldu-
hátíð í Hellishólum í Fljótshlíð, þar
sem sungið var saman við varðeld en
sóttvarnareglum fylgt í hvívetna.
Þó að verslunarmannahelgin hafi
orðið nýjasta fórnarlamb slauf-
unarmenningarinnar virtust lands-
menn ekki láta það slá sig út af lag-
inu, því sölumet var slegið í
verslunum ÁTVR.
Starfsmaður á hjúkrunarheimilinu
Grund greindist með kórónuveir-
una um helgina, en fyrir voru tveir
vistmenn og annar starfsmaður með
veiruna.
Karlmaður á fertugsaldri lést í haldi
lögreglu eftir að hafa verið handtek-
inn í austurbæ Reykjavíkur um tvö-
leytið á sunnudagsnótt. Lögregla var
á leið með manninn á sjúkrahús þeg-
ar hjarta hans stöðvaðist, en endur-
lífgunartilraunir báru ekki árangur.
Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þing-
maður og formaður Pírata og fyrrver-
andi þingmaður Hreyfingarinnar,
gekk til liðs við Sósíalistaflokkinn.
Fyrrverandi félagar hennar í Pírata-
flokknum fögnuðu því almennt.
Tilraunir til þess að gera Akureyr-
arflugvöll að áfangastað í milli-
landaflugi hafa gengið brösuglega,
en hins vegar hefur hann verið
stappfullur af erlendum einkaþotum
að undanförnu, meðan farþegarnir
skreppa í lax.
Annie Mist Þórisdóttir hlaut brons-
verðlaun á heimsleikunum í crossfit,
sem fram fóru í Bandaríkjunum um
liðna helgi. Hún hefur tvisvar orðið
heimsmeistari í crossfit, bæði 2011
og 2012.
. . .
Um liðna helgi greindust 153 ný
smit kórónuveirunnar innanlands,
um helmingur utan sóttkvíar. 18
manns lágu á Landspítalnum með
Covid-19, tveir á gjörgæslu og annar
þeirra í öndunarvél.
Liðlega 1.200 manns, þar af um 200
börn, voru undir eftirliti Covid-
göngudeildar Landspítalans í upp-
hafi vikunnar. Talsmenn spítalans
sögðu að smitsjúkdómadeildin væri
komin að þolmörkun. Skilaboð heil-
brigðisyfirvalda voru hins vegar
nokkuð misvísandi, annars vegar að
bólusetningin dygði greinilega lítið í
ljósi smitfjöldans en hins vegar að
auka þyrfti hana til muna.
Bólusetning skólabarna komst af því
tilefni á dagskrá, enda styttist í skóla-
setningar. Þá var hafist handa við
gjöf örvunarskammta bóluefnis til
kennara og annars starfsfólks skóla,
sem þegar hefur verið bólusett.
Talsverð umræða spannst um grein
Carls Baudenbachers, fyrrverandi
forseta EFTA-dómstólsins, þar sem
hann sakaði Pál Hreinsson arftaka
sinn um að hafa glatað sjálfstæði
sínu með störfum fyrir ríkisstjórn
Íslands. Fyrir dómstólnum eru ein-
stök EFTA-ríki jafnan hinir stefndu.
Langferðabíll með 50 erlenda ferða-
menn á leið í flúðasiglingu valt utan
vegar í Biskupstungum á mánudags-
kvöld. Enginn slasaðist alvarlega, en
þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þó
nokkra þeirra til aðhlynningar á
sjúkrahúsi í Reykjavík.
Kosið verður um sameiningu fimm
sveitarfélaga milli Þjórsár og Skeið-
arársands í næsta mánuði. Með sam-
einingunni er vonast til þess að
styrkja megi innviðina, en þar gera
menn sér vonir um 800 milljónir
króna til þess arna úr ríkissjóði.
Guðmundur Felix Grétarsson,
sem fékk grædda á sig handleggi í
janúar, er nú á sólarströnd í sum-
arleyfi eftir hálfs árs dvöl á sjúkra-
húsi. Hann deildi myndskeiði af
ströndinni þar sem hann makaði sól-
aráburði á bak konu sinnar með
hægri hendi.
Þrátt fyrir að hraunstraumurinn á
Reykjanesskaga sé misjafn eftir
dögum er ferðamannastraum-
urinn þangað nokkuð jafn. Þangað
leggja að jafnaði þúsundir manna
leið sína dag hvern.
. . .
Stefnubreytingu mátti greina af orð-
um Svandísar Svavarsóttur heil-
brigisráðherra á þriðjudag, þegar
hún sagði nær að horfa til veikinda
en fjölda smita við mat á faraldr-
inum og aðgerðum stjórnvalda. Þór-
ólfur Guðnason var ekki jafnviss og
fór í fýlu.
Þrátt fyrir að þessi síðasta smit-
bylgja sé sú mesta frá upphafi kór-
ónuveirufaraldursins hér á landi eru
alvarleg veikindi fátíð, enda þorri
þjóðarinnar bólusettur. Þrátt fyrir
að bólusetning komi ekki í veg fyrir
öll smit þá dregur hún mjög úr þeim
og þeir sem sýkjast fá yfirleitt lítil
eða engin einkenni. Fyrir vikið eru
sjúkrahúsinnlagnir hlutfallslega
miklu færri en í fyrri bylgjum. Enn
sem komið er.
Dragúldið búrhvalshræ rak á land
við Ytri-Tungu á sunnanverðu Snæ-
fellsnesi og leggur fnykinn langar
leiðir.
Jón Þórisson lét óvænt af störfum
sem ritstjóri Fréttablaðsins, en Sig-
mundur Ernir Rúnarsson, sjón-
varpsmaður og skáld, var ráðinn rit-
stjóri blaðsins og jafnframt
aðalritstjóri útgáfunnar, sem hefur
fleiri miðla á sínum snærum.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra sagði að það væri í verkahring
Páls Hreinssonar forseta EFTA-
dómstólsins að meta hæfi sitt þegar
hann tæki að sér verkefni til hliðar við
dóminn. Hún svaraði því hins vegar
ekki hvort það væri við hæfi að ríkis-
stjórnin fengi hann til slíkra starfa.
Leikskólar verða opnaðir einn af
öðrum á næstu dögum og vikum, en
starf í grunnskólum hefst seinni-
hluta mánaðarins. Markmið bæði
ríkis og sveitarfélaga er að skóla-
hald verði óskert eftir því sem sótt-
varnareglur heimila.
Hinsegin dagar hófust í Reykjavík á
þriðjudag.
. . .
Páll Matthíasson forstjóri Land-
spítalans, sem snúinn er aftur úr
sumarleyfi, segir að sumarleyfi séu
helsta ástæða álags á spítalanum,
ekki kórónuveiran.
Gullleit er hafin í Þormóðsdal í Mos-
fellssveit, skammt frá Hafravatni.
Vitað er að þar er gull að finna líkt
og víða á jarðhitasvæðum, en leitast
verður við að svara hvort það sé í
nægilega vinnanlegu magni til þess
að svara kostnaði.
Hörgull er á leigubílstjórum á höf-
uðborgarsvæðinu. Eftirspurn fer nú
ört vaxandi, en í kórónuveirufaraldr-
inum lögðu margir leigubílstjórar
leyfi sín inn og sneru sér að öðru.
Guðmundur Börkur Thorarensen
forstjóri BSR telur tímabært að
fleiri atvinnuleyfi séu virkjuð til þess
að mæta því.
Óttast var að Ísland lenti á rauðum
lista Evrópusambandsins um ástand
heimsfaraldursins í ýmsum löndum
og að það gæti haft vondar afleið-
ingar fyrir ferðaþjónustuna. Þegar á
hólminn kom var það þó aðeins fært
á appelsínugulan lista. Það er enn á
grænum lista á Bretlandi og Banda-
ríkjamenn kæra sig kollótta um þá
litaflokkun.
Vísindamenn frá NASA, geimvís-
indastofnun Bandaríkjanna, eru við
Sandavatn á Biskupstungnaafrétti.
Þar eru þeir að æfa sig í að bora eftir
vatni eða ís, en margt bendir til þess
að þar séu staðhættir og náttúrufar
ekki ólík því sem gerist á reiki-
stjörnunni Mars.
Það styttist í að bæði réttlátir og
ranglátir geti gengið þurrum fótum
yfir Rauðavatn, en það er við að
hverfa vegna lágrar grunnvatns-
stöðu, sem aftur má rekja til þurrka.
Metumferð var um hringveginn í
júlí, enda voru íbúar höfuðborgar-
svæðisins duglegir við að elta sólina
út á land. Hún sást lítið í Reykjavík.
Menningarnótt var frestað, en
Reykjavíkurmaraþoninu frestað til
18. september.
Kristmundur Elí Jónsson á Bæj-
arins beztu lést, 92 ára að aldri.
. . .
Fasteignamat B59 hótels í Borgarnesi
var lækkað um þriðjung eftir að yfir-
fasteignamatsnefnd setti ofan í við
Þjóðskrá. Leiðréttingin tók rúmt ár.
Líkur á að konur fái húðkrabba-
mein hafa þrefaldast á fjörutíu ár-
um hér á landi og eru þær líklegri en
karlar til að fá ákveðna tegund þess.
Erlendis eru karlar líklegri til að fá
húðkrabbamein. Líklegasta skýr-
ingin þykir notkun ljósabekkja.
Stefán Hrafn Hagalín, blaðafulltrúi
Landspítala, sendi stjórnendum
spítalans bréf um að svara ekki
blaðamönnum, enda væru þeir
„skrattakollar“.
Ríkisstjórnin ákvað að bólusettum
farþegum með tengsl við Ísland yrði
gert að fara í sýnatöku innan
tveggja daga frá komu til landsins.
Ekki hefur verið afráðið hvort ráðist
verði í að bólusetja 12 til 15 ára göm-
ul börn.
Enn ein vika á
valdi veiruleikans
Morgunblaðið/Unnur Karen
1.8.-6.8.
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Annie Mist Þórisdóttir fékk brons á heimsleikunum í crossfit, sem haldnir voru
í Bandaríkjunm. Hún varð heimsmeistari í greininni 2011 og 2012.
Ljósmynd/Crossfit Games
Hinsegin dagar voru settir í
Reykjavík með pomp og prakt.
Þeim lýkur um helgina.
Nú finnur
þú það sem
þú leitar að
á FINNA.is