Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.08.2021, Qupperneq 17
dómsins: „Frá þeim tíma hefur EFTA-dómstóllinn
tekið óhóflega vinsamlega afstöðu gagnvart norska
ríkinu á kostnað borgara og fyrirtækja. Til að mynda
gæti fyrirkomulagið verið þannig að hver íþróttamað-
ur greiddi hluta af eigin auglýsingatekjum í sameig-
inlegan sjóð íþróttasambandsins. EFTA-dómstóllinn
þagði þunnu hljóði um þetta álitaefni varðandi rýmri
reglur. Með öðrum orðum lét dómstóllinn undir höfuð
leggjast að ráðast í mat á nauðsyn (e. necessity test),
andstætt allri fyrri framkvæmd dómstólsins. Afleið-
ingin varð sú að Henrik Kristofferson tapaði máli
sínu fyrir héraðsdómi í Ósló. Norska skíðasambandið
og norska ríkið hrósuðu sigri.“
Dómstóll með smásjá
Venjulegu fólki með trú á sjálfu sér teldi þessi smælki
mætti hættulaust skilja eftir á valdi sjálfstæðs ríkis,
en þá verður að gæta að því, að í samskiptum við ESB
og stofnanir þess þá er „fullvalda ríki“ fyrir löngu
minna en ekkert innlegg í nokkuð mál.
Þá nefnir hinn ágæti norski dómari til „Fosen-
málið“, en þar „hafði EFTA dómstóllinn ótilhlýðileg
áhrif á málaferli“. Verður það mál ekki rakið hér en
vísað er til greinarinnar sjálfrar.
En Carl Baudenbacker hefur ádrepu sína gagnvart
Páli Hreinssyni með þeim málatilbúnaði. Það hafi
orðið kaflaskil eftir að Páll Hreinsson var á ný kom-
inn í dóminn, með því að „Fosen-málinu var snúið við,
ef svo má segja, með áliti sem kalla má ógilt.“
Baudenbacher rekur svo að í „Netfondsmálinu“
hafi EFTA-dómstóllinn úrskurðað hinn 16. maí 2017
að norskar reglur og málsmeðferð, varðandi eign-
arhald norskra markaðsaðila, þegar sótt væri um
starfsleyfi sem banki eða tryggingafélag, samrýmd-
ust ekki staðfesturéttinum sem tryggður væri með
EES-samningnum.
„Bæði héraðsdómstóllinn í Ósló og áfrýjunardóm-
stóllinn í Borgarþingi neituðu að fara að áliti EFTA-
dómstólsins, norska ríkislögmanninum til mikillar
ánægju. Til að bæta gráu ofan á svart ákvað þar til
bær dómur Hæstaréttar – sem skipaður var nafn-
kunnum dómurum – að veita ekki áfrýjunarleyfi.
Framkvæmd Hæstaréttar Noregs á grundvelli
„verulegs vægis“ var þannig endanlega úr sögunni.
Þessi afstaða til álita EFTA-dómstólsins stenst ekki
hollustuskylduna sem kveðið er á um í 3. gr. EES-
samningsins. Hún greiðir leið fyrir hvaða innlendan
dómstól sem er til þess að hunsa úrskurði EFTA-
dómstólsins að vild.“
Það væri ekki það lakasta sem gerðist.
Páls þáttur Hreinssonar
Carl Baudenbacker telur að steininn hafi tekið úr
þegar forseti EFTA-dómstólsins, Páll Hreinsson,
„hafi starfað í hjáverkum fyrir íslenska forsætisráðu-
neytið, að því er virðist gegn þóknun. Til að mynda
skrifaði hann haustið 2020 sérfræðingsálit fyrir ráðu-
neytið um lögmæti takmarkana á grundvallarrétt-
indum í Covid-faraldrinum. Þar er um að ræða svið
sem heyrir undir lögin um hið Evrópska efnahags-
svæði.
Álitsgerðin er málamyndaskjal, en með því er rík-
isstjórninni gefnar nánast frjálsar hendur. Hafi Páll
Hreinsson nokkurn tíma verið sjálfstæður hefur
hann með þessu glatað sjálfstæði sínu.
Ákvæði 1. mgr. 30 gr. samningsins um stofnun
EFTA-dómstólsins er svohljóðandi: „Til embættis
dómara skal velja þá sem óvefengjanlega eru öðrum
óháðir og uppfylla skilyrði til að skipa æðstu dómara-
embætti í heimalöndum sínum eða hafa getið sér-
stakan orðstír sem lögfræðingar. Þeir skulu skipaðir
til sex ára með samhljóða samkomulagi ríkisstjórna
EFTAríkjanna.“ Þessu ákvæði var beitt í Nobile-
málinu. Dómari við EFTA-dómstólinn hafði verið
skipaður af ríkisstjórnum EFTA-ríkjanna til þriggja
ára, sem var andstætt ófrávíkjanlegu ákvæði samn-
ingsins um að embættistími skuli vera sex ár.
Greinarhöfundar segir að lokum m.a.: „Mér er ljóst
að það er óvanalegt að fyrrverandi forseti EFTA-
dómstólsins, sem starfandi er á eigin vegum, skrifi
grein sem þessa. En óvenjulegar aðstæður kalla á
óvenjulegar aðgerðir.“
Of hart gengið fram
Bréfritara sýnist að fyrirrennari Páls Hreinssonar
hafi skotið yfir markið gagnvart honum. Talið um
minnisblaðið til ríkisstjórnarinnar er hreinn titt-
lingaskítur sem engu breytir. Það var til fyr-
irmyndar hjá ríkisstjórninni að biðja Pál um álit, sem
var ekki bindandi á neina lund. Þetta er á tímum sem
allir leggja sig fram. Fráleitt hefði verið að Páll
kæmi sér undan beiðni forsætisráðherra. Það eru
engar líkur á að þetta minnisblað trufli Efta-
dómstólinn á komandi tímum.
Rökin um að Covid-mál heyri undir ESB eru svo
sannarlega ekki traustvekjandi. Það er beinlínis
óhuggulegt að ímynda sér að einhver trúi því að slík
mál falli þar undir eftir stórkostleg klaufaspörk sem
valdið hafa meiri skaða en flest annað sem ESB hef-
ur komið að og er sá listi þó langur, ef ekki óend-
anlegur.
Rétt skref af rangri ástæðu
Það er vissulega fróðlegt að sjá að íslenskir dóm-
stólar hafi dregið úr þeim leiða kæk sínum að senda
mál að óþörfu og eingöngu í tafaskyni til Efta-
dómstólsins og grátlegt að sjá þau rök, að íslenskir
dómarar hafi dregið úr þeim sendingum af því að
þeim þyki sá dómstóll ekki nægilega heimaríkur
gagnvart ríkjum sem eitt sinn voru fullvalda og gelti
í hvert sinn sem sigað er.
Þeir sem tryggðu meirihluta fyrir EES samningi á
þinginu kynntu það ítrekað að Ísland væri ekki
bundið af þessum dómstól, frekar en af ákvörðunum
Mannréttindadómstóls Evrópu, sem margt bendir
nú orðið til að dómstólar t.d. í Danmörku séu búnir
að fá sig fullsadda af.
Loforð um „verulegt vægi“ og „hollustuskyldu“ við
ESB virðast vera túlkuð með þeim hætti sem samn-
ingsaðilar gátu aldrei vænst.
Íslenskir dómarar verða að taka sér tak og forðast
undirlægjuhátt gagnvart deyjandi Evrópusambandi.
Það er óþarft að deyja með.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
8.8. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17