Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.08.2021, Blaðsíða 19
ALÍF
AFP
París. AFP. | Á þaki í New York
sprettur kál í löngum röðum. Við
veg í Medellin sem eitt sinn var
gróðurlaus eru nú trjágöng með
miklu laufþykkni. Í borgum heims
er gróskan í grænum verkefnum
um víða gríðarleg.
Höft og takmarkanir vegna kór-
ónuveirunnar hafa magnað þörfina
fyrir náttúru í þéttbýli. AFP safn-
aði saman myndum og frásögnum
af verkefnum víða um heim þar
sem reynt er að fá sem mest út úr
dýrmætum reitum í þéttri byggð.
Frumkvæði að gróðursetningu
hefur farið vaxandi á þessari öld og
áherslur í borgarþróun hafa breyst
um leið og áhyggjur af hlýnun jarð-
ar fara vaxandi.
Og þessi verkefni hafa haft áhrif.
Í níu borgum heims er hægt að
slá á hitann heitasta part dagsins
hlýjasta mánuð ársins í svoköll-
uðum háhýsagjám sem nemur 3,6
til 11,3 gráðum á selsíus með því að
planta gróðri á veggi og þök að
mati Stofnunar umhverfismála og
orkusktipa (ADEME) í Frakklandi.
Einnig hefur sýnt sig að græn
svæði hafa áhrif á heilsu og vellíð-
an, þar á meðal með því að draga
úr stressi, kvíða og þunglyndi, að
sögn Stephanie Merchant við
heilbrigðisdeild Bath-háskóla. Hún
segir að grænu svæðin efli lík-
amlega heilsu og auðveldi meðferð
áfallastreituröskunar.
„Það skiptir hins vegar máli að
þau séu skipulögð í samræmi við
þarfir samfélagsins á hverjum
stað,“ sagði Merchant.
Eru þá öll gróðursetningar-
verkefni í borgum þess virði?
Til þess að verkefni teljist
„dyggðugt“ þarf það að gagnast á
eins mörgum sviðum og mögulegt
er, sagði hagfræðingurinn og
borgarskipulagsfræðingurinn Jean
Haentjens, sem er annar höfunda
bókarinnar Eco-urbanisme, við
AFP.
Að hans sögn þarf gróðursetn-
ingin til viðbótar við að draga úr
hita að varðveita fjölbreytileika,
auka vellíðan, vekja vitund, höfða
til íbúa og falla að hinu félagslega
samhengi.
Framandi garður í
Singapúr
Í Singapúr hefur verið búinn til
„skógur“ úr risavöxnum mann-
gerðum trjám úr steinsteypu og
stáli. Trén eru þakin raunveruleg-
um gróðri og eru orðin að kennileiti
í borginni. Þau eru á milli 25 og 50
metrar á hæð og gnæfa yfir við-
skiptahverfinu, lýsa upp næturhim-
ininn og krónurnar líta út eins og
fljúgandi diskar.
Þar eru einnig risastór gróður-
hús með framandi jurtum frá fimm
heimsálfum auk plantna, sem vaxa
í allt að 2.000 m hæð í hitabeltinu.
Inni í þeim er manngert fjall og
foss.
Verkefnið Garðarnir við flóann
fengu World Building of the Year-
verðlaunin 2012. Philippe Sismay
heimspekingur, sem fjallar um
borgir og byggingarlist, kallaði
NEW YORK Brooklyn Grange nefnist landbúnaðarfyrirtæki sem stundar græn-
metisrækt á húsþökum í Brooklyn í New York. Uppskeran er nokkrir tugir tonna,
en ræktunin er ekki án fyrirhafnar, enda þarf að flytja jarðveg og vatn upp á þak.
Úr gráu í grænt
Víða um heim er ráðist í græn verkefni þar sem steinsteypufrumskógurinn
er hvað þéttastur. Þannig má auka lífsgæði og jafnvel lækka hitann þegar
svækjan er hvað mest um hásumarið. Ekki ganga þó öll verkefnin upp.
HONG KONG Garðyrkjumaður að störfum í Himnagarðinum, 1.200 fer-
metra þakgarði ofan á verslunarkjarnanum Metropole Plaza í Hong Kong. Margs
konar grænmeti er ræktað á þakinu. Myndin var tekin í mars.
8.8. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19