Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.08.2021, Side 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.08.2021, Side 20
þetta hins vegar Disneyvæðingu náttúrunnar og benti á kostnaðinn við byggingu og viðhald. „Af hverju að búa til tré úr steypu þegar hægt er að hafa raunveruleg tré?“ spurði hann. Matjurtagarðar í New York Á búgarðinum Brooklyn Grange eru ræktuð rúmlega 45 tonn af grænmeti á ári. Búgarðurinn er óvenjulegur að því leyti að allt í kring er þung umferð og í fjarska má sjá frelsisstyttuna. Um áratug- ur er síðan nokkrir vinir í New York stofnuðu hann. Fyrir þeim vakti að setja á fót lítinn sjálfbæran bóndabæ, sem bæri sig líka við- skiptalega, sagði Gwen Schantz, ein stofnenda hans. Heimspekingurinn Simay segir að með slíkum görðum megi vinna á móti hitamynduninni, sem á sér stað í þéttbýli þar sem mikið er af steypu og malbiki og verður til þess að hiti verður meiri í borgum en strjálli byggð í kringum þær. Háhýsaskógur í Mílanó Með því að klæða tvö háhýsi frá toppi til táar með rúmlega 20 þús- und trjám og plöntum kvaðst ítalski arkitektinn Stefano Boeri hafa vilj- að gera tré að lykilþætti í húsagerð og skapa eitthvað sem myndi draga úr mengun. Húsið nefnist Bosco Verticale eða Lárétti skógurinn og er í hjarta Mílanó. Þar má sjá kirsuberja-, epla- og ólífutré teygja greinar sín- ar út yfir svalir innan um beyki og lerki, sem hefur verið valið og stillt upp út frá mótstöðu við vind og þörf fyrir sólarljós og raka. Lóðréttur landbúnaður Kál og kryddjurtir spretta í röðum í hillum, sem ná frá gólfi upp í loft í feiknlegu, gömlu vöruhúsi í iðnaðar- hverfinu Taastrup um 15 km frá miðbæ Kaupmannahafnar. Litlir þjarkar sendast með bakka af fræj- um milli ganganna á lóðrétta bú- garðinum, sem frumkvöðlafyrir- tækið Nordic Harvest hóf að reka í RIYADH Menn á göngu á götu í Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu, í mars. Stjórnvöld ætla að gróðursetja 7,5 milljón tré í borginni á næstu níu árum. KAUPMANNAHÖFN Græneygt vélmenni ekur í fjólubláum bjarma hjá stæðum í gömlu vöruhúsi í Taa- strup þar sem stundaður er lóðréttur landbúnaður. ’ Á heimasíðu fyrirtækisins segir að með svona lóðréttri rækt væri hægt að sjá Danmörku fyrir grænmeti á svæði sem samsvarar 20 fótboltavöllum. 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.8. 2021 UMHVERFI Keppt er í Fjallahjólreiðum á skemmtilegri braut í nágrenni Morgunblaðsins í Hádegismóum Keppt er í tíu flokkum karla og kvenna HRINGURINN mánudaginn 9. ágúst Léttar veitingar í mótslok frá Nánari upplýsingar og skráning á hri.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.