Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.08.2021, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.08.2021, Blaðsíða 21
desember. Uppskera er 15 sinnum á ári þótt enginn sé jarðvegurinn eða dagsbirtan. Húsið er lýst upp með 20 þúsund sérstökum LED- ljósaperum allan sólarhringinn. Heimspekingurinn Simay er þeirrar hyggju að einn af göllunum við framkvæmdina sé að stöðugrar lýsingar sé þörf auk almenns kostn- aðar. Anders Rieman, stofnandi og framkvæmdastjóri Nordic Harvest, leggur hins vegar áherslu á nálægð við neytendur auk þess sem land til landbúnaðar geti orðið villt á ný. Á heimasíðu fyrirtækisins segir að með svona lóðréttri rækt væri hægt að sjá Danmörku alfarið fyrir græn- meti á svæði sem samsvarar 20 fót- boltavöllum. Haentjens segir þetta áhuga- verða leið, en hún geti ekki orðið að fyrirmynd um landbúnað framtíðar- innar. Trjárækt í Riyadh Grænn gróður týnist nánast milli fjölreina hraðbrauta og risavaxinna umferðarslaufa í Riyadh, en á næstu níu árum hyggjast borgaryf- irvöld gróðursetja 7,5 milljón tré. Verja á 11 milljörðum dollara í skógræktina og þrjú þúsund al- menningsgarða, sem fyrirhugaðir eru í höfuðborg Sádi-Arabíu. Til að vökva gróðurinn mun þurfa eina milljón rúmmetra af vatni á dag. Búist er við að hiti í borginni muni minnka um eina til tvær gráður auk þess sem draga muni úr ryki og loftmengun, að sögn Abdelaziz al Moqbel, stjórnanda verkefnisins. Grænu gangarnir í Medellin Næststærstu borg Kólumbíu hefur verið hrósað fyrir „græna ganga“, samtengt net sem hefur gerbreytt borgargötum, sem eitt sinn voru gróðurlausar, á kafi í rusli og sama- staður fyrir eiturlyfjafíkla. SINGAPÚR Gríðarhá, mann- gerð ofurtré klædd gróðri og miklir gróðurhúsagarðar með fjöl- breyttum hitabeltisjurtum eru áberandi kennileiti í Singapúr. AFP CHENGDU Svalirnar í þessum íbúðaturnum í borginni Chengdu í Kína eru þaktar gróðri. Moskítóflugur hafa gert íbúum lífið leitt og eftirspurn er lítil. Í myndbandi frá borginni segir að býflugur og fuglar hafi snúið aftur, íbúarnir séu orðnir virkir og störf hafi skapast við umhirðu gatnanna. Að sögn Simays tekst þarna allt í senn; fjölbreytni hafi aukist í lífrík- inu og áherslan á félagslegu hliðina hafi gengið upp. Íbúðir breyttust í frumskóg Íbúunum var lofað stórborgarlífi í lóðréttum skógi með gróskumiklum gróðri á svölunum. „Loftið er gott þegar maður vaknar á morgnana og grænu trén eru góð fyrir okkur, gamla fólkið,“ sagði Lin Dengying, sem býr í einum af átta turnum, sem standa í þyrpingu í Chengdu, hinni fornu höfuðborg Kína í héraðinu Sesúan, og voru opnaðir 2018. Sums staðar er eins og trjákofi hvíli í greinum hitabeltisskógar, annars staðar er sem gróðurinn hafi tekið völdin og skógurinn ráðist inn á svalirnar. Í september í fyrra sagði ríkis- blaðið Global Times að aðeins um tíu fjölskyldur væru fluttar inn í há- hýsin þar sem eru um 800 íbúðir og var haft eftir einum íbúanna að ástæðan væri að allt væri morandi í moskítóflugum. Claire Doussard, sem kennir borgarskipulag og -þró- un, sagði við AFP að ekki væri nóg að skoða umhverfisáhrif slíkra byggingaframkvæmda, heldur hvort hægt væri að búa í húsunum þegar þau væru risin. 8.8. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21 Opið: 8-18 virka daga 10-14 laugardaga Sími 588 8000 slippfelagid.is Málaðu með útimálningu frá Slippfélaginu: HJÖRVI á bárujárnið VITRETEX á steininn Hágæða efni sem þola íslenskt veðurfar. Leyfðu reynslumiklum sérfræðingum okkar aðstoða þig. Hafðu samband og þeir gera þér tilboð. Ferjukot er sögufrægur verslunarstaður við Hvítá í Borgarfirði. Gamli bærinn er nýuppgerður og málaður með málningu frá Slippfélaginu.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.