Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.08.2021, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.08.2021, Blaðsíða 23
8.8. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23 ég vissi það þegar hann malaði. En hann var búinn að fitna mikið og orð- inn svolítið feitur.“ Fannst í Skipasundi Hvar haldið þið að Flóki sé búinn að vera í tvö ár? „Okkur finnst líklegt að hann hafi farið í Skipasund og í eitthvert ann- að hús og að einhver hafi séð um hann,“ segir Sigurgeir. „Hann hefur kannski verið hjá einhverri gamalli konu sem hefur ekki pælt í að athuga örmerkinguna og hún hefur gefið honum vel að éta,“ segir Berglind og segist halda að kötturinn hafi lagt af stað að leita að þeim þegar þau voru í sumarfríi. Flóki hefur greinilega haldið að þau væru aftur flutt á gamla staðinn, í Skipasund, en þar fannst kisan. „Okkur datt ekkert í hug að leita þar,“ segir Gísli. Flóki, sem lætur sér fátt um finn- ast að blaðamaður sé í heimsókn vegna heimkomu hans, var nú loks kominn aftur heim og hafði hann far- ið beint á gamla staðinn sinn, niður í fataskáp. Flóki var líka ánægður að sjá bræðurna og svaf uppi í rúmi hjá Jó- el fyrstu nóttina eftir útlegðina. „Ég vaknaði í nótt og gaf honum að drekka,“ segir Jóel, sem er alsæll. Foreldrarnir segja Flóka hafa að- eins haldið fyrir þeim vöku þessa fyrstu nótt. „Ég hugsa að hann verði látinn sofa úti í bílskúr,“ segir Berglind og hávær mótmæli heyrast frá drengj- unum. Drekkur bara úr baðkarinu Bræðurnir segjast vera búnir að kyssa hann og knúsa stanslaust síð- an hann kom heim. „Guðfinna sagði okkur að hafa hann inni helst í fjórar vikur, svo hann læri að venjast okkur upp á nýtt,“ segir Sigurgeir. Hvernig karakter er hann? „Geðgóður, hlýr og ljúfur,“ segir Gísli og segir köttinn yfirleitt hafa vakið hann undir morgun til að fá að drekka úr baðkarinu. „Hann vildi alltaf bara drekka vatn úr baðkarinu og hélt því strax áfram núna í gær eftir að hann kom heim,“ segir Berglind. „Hann er mjög sérvitur; hann myndi heldur drepast úr þorsta en drekka úr skál. Hann drekkur bara úr baðkarinu og því þurfum við að láta leka þar smá bunu,“ segir Gísli. „Hann var vanur að koma til fóta og pikka aðeins í mig þar til ég fór með hann á baðið og skrúfaði frá. En í nótt fór hann á baðið og gólaði þar. Ég ætlaði ekki að láta undan en þeg- ar hann gólar svona gerir maður allt til að hann hætti,“ segir Gísli og brosir.Morgunblaðið/Ásdís Flóki fékk að sofa uppi í hjá Jóel fyrstu nóttina eftir að hann kom aftur heim. ’ Ég fór bara að skellihlæja! Ég sagði við hana: „Er þetta eitt- hvert grín? Hann hefur ekki sést hér í tvö ár, ertu að segja mér að hann sé á lífi? Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt G uðfinna Kona Kristinsdóttir, hönnuður og nemi í mannfræði, rekur síðuna dyrfinna.is en í vinnslu er smáforrit sem ætlað er að auðvelda fólki að skipuleggja leit að týndum dýrum, halda utan um upplýsingar og hjálpast að við leitina. Einnig getur notandi smá- forritsins fengið tilkynningar um týnd dýr í hverfinu og skoðað lista af týndum dýrum ef við- komandi finnur dýr úti sem grunur leikur á að sé týnt. „Ég er annar stjórnandinn á hundasam- félaginu á Facebook og sá þar að fólk var að hjálpast að við að koma týndum dýrum heim. Ég fékk því hugmyndina árið 2015 að það væri snið- ugt ef það væri til smáforrit sem gæti auðveldað fólki, því það þarf að vera betri leið til að halda utan um slíkar leitir. Hundasamfélagið tekur sjálft vel á þessum málum þannig að nú er ég mest í köttunum,“ segir Guðfinna, en það var einmitt hún sem kom Flóka til síns heima. Þá hafði kona ein haft samband, en Flóki hafði þá verið eins og grár köttur í kringum húsið hennar í viku. Guðfinna segir að vel hafi verið tekið á móti Flóka. „Það voru kossar og knús!“ Guðfinna segir fólk oft hafa samband við sig eða sjálfboða- liðana og biðja um hjálp, eins og þessu tilviki þegar köttur fannst sem hegðaði sér undar- lega. „Við förum þá af stað og skönnum kettina og ég gerði það í þessu tilviki. Ég skannaði Flóka og hringdi í Gísla og hann ætlaði bara ekki að trúa mér,“ segir hún. Smáforritið verður tilbúið með haustinu, en Guðfinna segir appið virka þannig að fólk hlaði því niður og skrái þar allar upplýsingar um dýrið sitt. Því fleiri sem skrá dýr, því stærri verður gagna- grunnurinn og þá verður auðveldara að koma upp- lýsingum fljótt og vel til skila ef dýrið týnist. „Þegar dýrið týnist þarftu bara að ýta á hnapp um að það sé týnt og þá fær fólk í hverfinu til- kynningu um það. Ef þetta er hundur er líklegt að fólk stökkvi af stað til þess að ná honum inn sem fyrst. Með kettina fer fólk frekar í göngutúr að kíkja eftir þeim,“ segir Guðfinna og segir skrán- ingu dýra á Íslandi ábótavant og að appið geti bætt þar úr. Það voru kossar og knús! Guðfinna Kona Kristinsdóttir

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.