Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.08.2021, Page 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.08.2021, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.8. 2021 HREYFING fyrir heimilið Sendum um land allt Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Fallegar vörur Stóll á snúningsfæti í ítölsku nautsleðri 75 cm á breidd Verð frá 139.000 kr. Loksins fáanlegir aftur, í mörgum litum O ddur Ármann er léttur á fæti, grannvaxinn með silfurgrátt hár og skegg í stíl. Hann er klæddur í rauðan stutterma íþróttabol, enda sól og hiti daginn sem blaðamaður hitti hann neðst við himnastigann svo- kallaða í Kópavogi, en hann liggur á milli Kópavogsdals og Digranes- heiðar. Tröppurnar eru 207 talsins, alls 400 metrar á lengd, og hækk- unin er um 52 metrar. Það jafn- gildir 19 hæða byggingu. Himna- stiginn er vinsæll til þrekæfinga enda reynir talsvert á að fara þessa leið, hvort sem hún er geng- in eða hlaupin, og ekki skemmir fyrir gott útsýni þegar fólk er búið að púla. Lífið breyttist eftir aðgerð Oddur er kominn á eftirlaun, enda kemst hann á tíræðisaldur eftir rúmt ár. Það er þó ekki mjög langt síðan hann hætti að vinna. Oddur var flugvirki og flugvélstjóri hjá Icelandair í hálfa öld en eftir að hann hætti þar fyrir aldurs sakir vann hann fyrir Atlanta og flug- félagið Erni. Í gamla daga ferðað- ist Oddur mikið en þá var venjan að flugvélstjóri væri um borð í flugvélunum. „Þetta var mjög skemmtileg vinna,“ segir Oddur þar sem við sitjum á bekk í sólinni og spjöllum. Oddur segist ekki alltaf hafa verið jafn duglegur að hreyfa sig og nú, en lífið breyttist eftir að- gerð sem hann fór í eftir að hann fékk kransæðastíflu fimmtugur. Þá fékk hann lífið til baka. „Þeir opnuðu mig og græddu í mig æð úr fætinum. Ég hreyfði mig ekki mikið áður en ég fór í að- gerðina,“ segir Oddur en hann fór þá að stunda reglulega leikfimi hjá Hjarta- og lungnastöðinni, auk þess sem hann fór að ganga upp og niður himnastigann, en hann býr efst við tröppurnar 207. „Ég labba upp tröppurnar tvisv- ar til þrisvar á dag og er auk þess með þrekhjól heima sem ég nota daglega. Ég skrái allt niður og hjóla um tíu kílómetra á dag.“ Lætur ekkert stoppa sig Hann segist aldrei sleppa úr degi í tröppunum. „Ég er svona tuttugu mínútur upp, og fer aldrei minna en einu sinni á dag og í öllum veðrum,“ segir hann og barnabarnið hans, sem er mætt með langafabörnin þrjú, bætir við að í tröppunum sé oft spjallað því margir noti þær sér til heilsubótar. Oddur fer í tröppurnar jafnvel í hálku, snjó og kulda og lætur ekk- ert stoppa sig. „Ég nenni alltaf og fer stundum klukkan fimm á morgnana. Þetta er miklu betri hreyfing en leik- fimin.“ Þú ert þá við þokkalega góða heilsu? „Já, ég er við mjög góða heilsu. Heilsan er betri en þegar ég var ungur. Ég kem mjög vel út úr þrekprófum þegar ég fer í hjarta- próf,“ segir hann og blaðamaður trúir því svo sannarlega enda skokkar hann léttilega upp tröpp- urnar til að stilla sér upp í mynda- tökuna. Oddur Ármann heldur heilsunni góðri með hreyfingu, en hann fer að jafnaði tvisvar til þrisvar á dag upp og niður himnastigann í Kópavogi, auk þess sem hann hjólar á þrekhjóli heima hjá sér. Morgunblaðið/Ásdís Oddur er hér með barnabarnabörnin, tvíburana Heiðdísi Kríu og Hrafnþór Inga og bróður þeirra Arnar Mána. Oddur fer létt með að hlaupa á eftir þeim. Himnastiginn hans Odds Oddur Ármann Pálsson sleppir ekki úr degi í himnastiganum í Kópavogi, þrátt fyrir að vera næstum níræður. Tröppurnar 207 halda honum svo sannarlega í formi. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.