Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.08.2021, Síða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.08.2021, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.8. 2021 LESBÓK HÆTTUR Ethan Coen hefur leikstýrt sinni síðustu mynd að sögn samstarfsmanns hans. Bræðurnir Ethan og Joel Coen eru með áhrifamestu kvikmyndaleik- stjórum síðari ára en þeir leikstýrðu og skrifuðu hand- ritið að Big Lebowski, Fargo og No Country for Old Men svo einhverjar séu nefndar. Þeir bræður leikstýrðu öllum sínum myndum saman þar til nú þegar myndin The Tragedy of Macbeth kemur út í leikstjórn Joels Coens. Að sögn Carters Burwells, samstarfsmanns þeirra bræðra, mun Ethan hafa fengið nóg af kvik- myndagerð og því dregið sig í hlé og ólíklegt að hann snúi aftur í leikstjórastólinn. Þeir bræður eigi þó haug af handritum sem þeir hafa skrifað svo ekki sé útilokað að þeir framleiði aðra mynd saman í framtíðinni. Hættur í leikstjórn Joel og Eth- an Coen. AFP EYÐILEGGING Leikarinn Matt Damon segir að ofurhetjumyndir og streymisveitur séu að eyðileggja kvikmyndaiðnaðinn. Eins og rætt var í síðustu Lesbók hafa gróðarsjónarmið í Hollywood leitt til þess að æ fleiri myndir byggjast hver á annarri og hafa ofur- hetjumyndir verið þar áberandi. Þá hafa streymisveitur sótt í sig veðrið á síðustu árum og kvikmyndaupplifunin því allt önnur en hún var fyrir 10 eða 20 árum. Þetta líst Damon alls ekki á. „Hvernig geturðu horft á mynd þegar þú ert að senda smáskilaboð?“ sagði Damon um venjur dætra sinna í viðtali við The Sunday Times. „Ég get ekki sagt að ég elski það.“ Hefur áhyggjur af þróuninni Matt Damon líst ekki á blikuna. AFP Emma Stone gæti kært. Íhuga að kæra KÆRA Eins og sagt var frá í Les- bókinni í síðustu viku hefur leik- konan Scarlett Johansson stefnt Disney fyrir að hafa birt kvikmynd- ina Black Widow á streymisveitu sinni á sama tíma og hún fór í kvik- myndahús. Nú íhuga fleiri leikarar sem telja að sér vegið með álíka ákvörðunum að leggja einnig fram kæru. Vegna heimsfaraldursins hafa kvikmyndastúdíó brugðið á það ráð að birta kvikmyndir sína á streymisveitum samhliða frumsýn- ingu í bíóhúsum. Það hefur komið illa við leikara sem gerðu samninga fyrir faraldurinn um að fá ákveðinn skerf af miðasölunni. Emma Stone og Emily Blunt eru meðal þeirra leikara sem nefndir eru til sög- unnar í þessu samhengi. Í lokaþætti fjórðu og síðustu þáttaraðar raunveruleikaþátt- anna Nathan for You hjálpar Nathan Fielder 78 ára gömlum manni, William Heath, sem segist vera Bill Gates-eftirherma, að hafa uppi á konunni sem hann elskaði á árum áður. Í þessum lokaþætti fá áhorfendur að kynnast Heath, sem áður hafði farið á kostum í þátt- unum, og í ljós kemur að hann er mjög sjálfhverfur og kom illa fram við konuna sem þeir Fielder leita nú saman að. Þá á Heath erfitt með að vera í kringum konur og því ræður Fielder fylgdarkonu svo Heath geti vanist nærveru kvenna áður en hann loks hittir gömlu ástina sína. Fielder skipuleggur stefnumót með fylgd- arkonunni Maci fyrir Heath en þeg- ar Heath neitar að fara mætir Field- er sjálfur á stefnumótið. Ádeila á raunveru- leikasjónvarp Áður en atburðarásin í kjölfarið er rakin er vert að úrskýra út á hvað þættirnir Nathan for You ganga. Þættirnir voru framleiddir af Com- edy Central og því ekki hefðbundir raunveruleikaþættir. Í þáttunum hittir Nathan Fielder fólk sem er í fyrirtækjarekstri en af einhverjum ástæðum gengur reksturinn ekki sem skyldi. Er fólkinu talin trú um Hvenær erum við „við sjálf“? Við getum aldrei verið viss um hvenær fólk setur upp leikþátt í framkomu sinni. Nathan Fielder varpar ljósi á þetta í þáttum sínum þar sem hann myndar heldur órætt samband við fylgdarkonu. Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is Fielder ásamt William Heath sem hann reynir að hjálpa að finna ástina. Heath segist vera Bill Gates-eftirherma en veit lítið sem ekkert um manninn. Þættirnir Nathan for You hafa ekki bara skemmt áhorfendum og vakið þá til um- hugsunar heldur einnig haft raunveruleg áhrif úti í heimi. Eitt dæmi um það er þátt- ur þar sem Nathan Fielder hyggst hjálpa flutningafyrirtæki með því að fá til liðs við það ókeypis starfskraft. Ætlar Fielder að fá fólk til að vinna frítt með því að selja sjálf- boðavinnu við flutninga sem líkamsrækt. Svo vel tekst til að Fielder ákveður að búa til allsherjarhreyfingu í sambandi við fyrir- bærið. Hann ræður stæltan leikara sem fer regulega í líkamsrækt til að ljúga því í út- varps- og sjónvarpsþáttum að hann hafi orðið svona útlítandi með því að hjálpa fólki að flytja. Þá ræður hann rithöfund til að skrifa bók, The Movement, um sögu mannsins, Jacks Garbarinos, sem hægt er að verða sér úti um. Í bókinni segir frá æskuvináttu Garbarinos og Steves Jobs og frá frumskógardrengnum Dende sem hann hjálpaði en var rænt og hann étinn af bavíönum. Frumskógarbarn étið af öpum Garbarino á kápu bók- arinnar. Veiðivefur í samstarfi við

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.