Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.08.2021, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.8. 2021
08.00 Uppskriftir fyrir svanga
birni
08.02 Laugardagsklúbburinn
08.05 Rita og krókódíll
08.10 Regnbogasögur
08.13 Ég er fiskur
08.15 Veira vertu blessuð
08.16 Örstutt ævintýri
08.18 Ást er ást
08.20 Risastóra næpan
08.23 Lærum og leikum með
hljóðin
08.25 Litli Malabar
08.30 Blíða og Blær
08.50 Monsurnar
09.00 Víkingurinn Viggó
09.15 Adda klóka
09.35 It’s Pony
10.00 K3
10.10 Mörgæsirnar frá Mada-
gaskar
10.35 Angelo ræður
10.40 Lukku láki
11.05 Ævintýri Tinna
11.25 Angry Birds Toons
11.30 Top 20 Funniest
12.15 Nágrannar
13.40 Friends
14.05 Bump
14.40 Impractical Jokers
15.00 Cyrus vs. Cyrus Design
and Conquer
15.30 First Dates
16.50 60 Minutes
17.35 Supernanny
18.26 Veður
18.30 Fréttir Stöðvar 2
18.40 Sportpakkinn
18.50 Augnablik í lífi – RAX
19.15 Grand Designs: Australia
20.05 The Heart Guy
20.55 War of the Worlds
00.30 Ballers
ÚTVARP OG SJÓNVARP
Sjónvarp Símans
RÚV
Rás 1 92,4 . 93,5
Omega
N4
Stöð 2
Hringbraut
20.00 Sjá Suðurland – Þáttur 4
20.30 Tónlist á N4
Endurt. allan sólarhr.
18.30 Ísrael í dag
19.30 Jesús Kristur er svarið
20.00 Lífið er lag – Björgvin
Halldórsson (e)
20.30 Mannamál- Ólafur
Ragnar Grímsson (e)
21.00 Suðurnesja-magasín
Víkurfrétta (e)
09.30 The Block
10.35 Bachelor in Paradise
12.00 The Bachelorette
14.00 The Biggest Loser
14.45 The Biggest Loser
16.00 The King of Queens
16.20 Everybody Loves Ray-
mond
16.45 Ný sýn
17.15 Með Loga
18.15 The Block
19.20 Einvígið á Nesinu 2021
20.20 Pabbi skoðar heiminn
20.55 Law and Order: Special
Victims Unit
21.45 Yellowstone
22.35 Love Island
23.25 Penny Dreadful: City of
Angels
00.25 Black Monday
01.00 New Amsterdam
03.50 Love Island
06.55 Bæn og orð dagsins.
07.00 Fréttir.
07.03 Hringsól.
08.00 Morgunfréttir.
08.05 Söngvamál.
09.00 Fréttir.
09.05 Svona er þetta.
10.00 Fréttir.
10.05 Veðurfregnir.
10.15 Bók vikunnar.
11.00 Guðsþjónusta í Há-
teigskirkju.
12.00 Hádegisútvarp.
12.20 Hádegisfréttir.
12.50 Augnablik um sumar.
13.00 Sögur af landi.
14.00 Tengivagninn.
15.00 Lífsformið.
16.00 Síðdegisfréttir.
16.05 Sumartónleikar.
17.25 Orð af orði.
18.00 Kvöldfréttir.
18.10 Gæslan.
18.50 Veðurfregnir.
18.53 Dánarfregnir.
19.00 Óskastundin.
19.40 Sigurður Gísli Sigurðs-
son landlæknir.
20.30 Djassþáttur.
21.30 Úr gullkistunni.
22.00 Fréttir.
22.05 Veðurfregnir.
22.10 Á reki með KK.
23.10 Frjálsar hendur.
24.00 Fréttir.
00.05 Næturútvarp Rásar 1.
07.35 KrakkaRÚV
07.36 Refurinn Pablo
07.41 Hið mikla Bé
08.03 Poppý kisukló
08.14 Klingjur
08.25 Rán – Rún
08.31 Hvolpasveitin
08.54 Hrúturinn Hreinn
09.01 Úmísúmí
09.24 Robbi og Skrímsli
09.46 Eldhugar – Lozen –
Apasjí-stríðskona
09.50 Sammi brunavörður
10.00 Fjörskyldan
10.35 Íþróttaafrek Íslendinga
11.00 ÓL 2020: Lokahátíð
14.00 Eldhugar íþróttanna
14.30 Íslandsmótið í golfi
17.35 Mömmusoð
17.50 Táknmálsfréttir
18.00 KrakkaRÚV
18.01 Stundin okkar
18.25 Vísindahorn Ævars
18.30 Vísindin allt í kring
19.00 Fréttir
19.25 Íþróttir
19.35 Veður
19.45 Ólympíukvöld
20.25 Sumarlandinn
21.00 Fjölskyldubönd
22.05 Spænska drottningin
00.10 Ófærð
01.05 Dagskrárlok
9 til 13 100% helgi með Stefáni Valmundar Stefán
spilar góða tónlist og fer yfir valið efni úr morgun- og
síðdegisþáttum K100.
13 til 16 100% helgi með Þór Bæring Þór Bæring
og besta tónlistin á sunnudegi. Þór er góður að þefa
uppi það sem fjölskyldan getur gert sér til skemmt-
unar á sunnudögum.
16 til 18 Tónlistinn Topp40 Dj Dóra Júlía fer yfir 40 vin-
sælustu lög landsins á eina opinbera vinsældalista Íslands
sem er unninn í samstarfi við félag hljómplötuframleiðenda.
Einar Örn Jóns-
son fréttamaður
á RÚV segir ekki
hafa borið á
óánægju hjá ís-
lensku keppend-
unum vegna
papparúmanna
svokölluðu, sem
gerð eru úr end-
urnýjanlegum
pappír og keppendur á Ólympíuleikunum í Tókýo þurfa
að sofa á, en hann ræddi við þau Kristínu Sif og Jóa G.
í Ísland vaknar fyrir helgi um lokadagana á leikunum.
„Við tókum stikkprufu af öllum Íslendingunum sem
eru hérna; keppendunum og þjálfurunum sem eru
með önnur lið og svona. Þeim fannst þetta bara allt í
lagi, meira að segja stórum og miklum mönnum,“
sagði Einar.
Nánar er fjallað um málið á K100.is.
Papparúmin „í fínu lagi“
Taípei. AFP. | Sigur Taívans á Kína
í tvíliðaleik karla í úrslitum keppn-
innnar í badminton á Ólympíu-
leikunum í Tókýó hefur vakið al-
menna reiði á meginlandi Kína og
kveikt í þjóðernissinnum. Kröfur
hafa vaknað um viðskiptaþvinganir
og eru dæmi um að nokkur kínversk
stuðningsfyrirtæki hafi snúið baki
við taívönskum skemmtikrafti.
Taívan hefur aldrei náð betri
árangri á Ólympíuleikum en í Tókýó
og hefur unnið tvö gull, tvö silfur og
fjögur brons. Ein gullverðlaunin
unnust á laugardag fyrir viku þegar
Lee Yang og Wang Chi-lin sigruðu
Li Junhui og Liu Yuchen og var það
fyrsti ólympíutitill eyjarskeggja í
badminton.
Reiðisprengja á netinu
Á kínverskum félagsvefjum, sem
sæta strangri ritskoðun, hefur síðan
orðið reiðisprengja, ekki síst eftir að
Lee tileinkaði sigurinn „landi mínu
– Taívan“ í færslu á Facebook.
Tsai Ing-wen, forseti Taívans,
óskaði leikmönnum líka til hamingju
með að „vinna fyrstu gullverðlaun
landsins í badminton“.
Ráðamenn í Kína líta á Taívan
sem hluta af kínversku landi og hafa
heitið því að þar muni koma að þeir
muni leggja eyjuna undir sig, með
valdi ef þarf. Taívan lýtur sjálf-
stjórn og er með lýðræðislegt
stjórnarfar.
Stjórnvöld í Kína fyrtast við í
hvert sinn sem Taívan fær viður-
kenningu á alþjóðavettvangi. Taív-
anar keppa undir merkjum „kín-
verska Taípei“ og mega hvorki nota
fána Taívans né þjóðsöng þegar
íþróttamenn þaðan stíga á verð-
launapall.
Lee og Wang eru ekki einir í sigt-
inu. Allir sem styðja þá fá svipaða
meðferð í Kína.
Dee Hsu nefnist taívanskur
skemmtikraftur, sem eitt sinn
stjórnaði eigin sjónvarpsþætti og á
sér fjölda aðdáenda í Kína. Hún hef-
ur misst auglýsingasamninga við
nokkurn fjölda fyrirtækja eftir að
hún kallaði taívanska þátttakendur
„íþróttamenn þjóðar sinnar“ á
Instagram.
Fyrirtækið Shou Quan Zhai, sem
framleiðir engiferte og er í
Sjanghaí, lýsti því yfir á Weibo-
reikningi sínum, kínverskum fé-
lagsmiðli áþekkum Facebook, að nú
yrði „öllu samstarfi við Dee Hsu
samstundis hætt“. Því var bætt við
á síðu fyrirtækisins að þjóðarhagur
væri ofar öllu. „Við styðjum af festu
grundvallaratriðið um eitt Kína,“
sagði þar og var vísun til þeirrar
stefnu stjórnvalda í Peking að Taív-
an sé hluti af Kína.
Kynlífstækjaframleiðandinn
Osuga rifti einnig samningi við Hsu.
„Osuga styður af festu sameiningu
ættjarðarinnar og er staðfastlega
andvígt öllum ummælum og aðgerð-
um sem miða að því að kljúfa land-
ið,“ sagði á Weibo-reikningi þess.
Taívanska poppsöngkonan Jolin
Tsai vakti einnig reiði í Kína þegar
hún birti myndir af badminton-
leikurunum og öðrum íþróttamönn-
um á félagsmiðlum. Myllumerkið
„Taívan sjálfstæði Jolin Tsai“ hefur
verið áberandi ásamt kröfum um að
kínverskir ríkisfjölmiðlar setji hana
á svartan lista.
Þjóðrækni með offorsi
Þjóðrækni hefur verið sett á oddinn
í Kína undir forustu Xis Jingpings
forseta og má tala um offors í því
sambandi. Algengt er að neytendur
séu hvattir til að sniðganga tiltekin
merki, oft með þátttöku ríkisfjöl-
miðla.
Taívan er málefni, sem vekur sér-
staklega sterkar tilfinningar, og
skemmtikraftar eru iðulega settir á
svartan lista ef þeir fylgja ekki lín-
unni.
Frægt er þegar söngdívan A-Mei
var sett út af sakramentinu í Kína í
nokkur ár fyrir að syngja þjóðsöng
Taívans við innsetningu forseta
landsins árið 2000.
Kínverjar munu halda vetrar-
ólympíuleikanna snemma á næsta
ári. Í liðinni viku staðfesti alþjóðlega
ólympíunefndin að bæði Taívan og
Hong Kong mega senda keppnislið.
FYRSTA ÓLYMPÍUGULL TAÍVANA Í BADMINTON
Taívönsku badmintonleikararnir Lee
Yang og Wang Chi-lin fagna sigri í tví-
liðaleik á Ólympíuleikunum í Tókýó.
AFP
Sigur Taívans
ergir Kínverja
101.9
AKUREYRI
89.5
HÖFUÐB.SV.
Retro895.is
ÞÚ SMELLIR
FINGRUM Í TAKT
MEÐ RETRÓ
‘70,‘80 OG ‘90 STÖÐIN