Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.08.2021, Side 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.08.2021, Side 10
Ég lærði fyrst keramik og vann við það en lærði svo til stílistans. Ég bjó lengi úti, í Noregi, Svíþjóð og Eng- landi, og tók þar að mér verkefni. Ég flutti svo heim og byrjaði með stílistanámskeið en þurfti fasta vinnu og fékk vinnu hjá Icelandair árið 2014 á skrifstofunni, svo eitt sumar sem flugfreyja og svo aftur á skrifstofunni,“ segir Olga og segist alltaf hafa tekið að sér einstaka stílistaverk- efni samhliða vinnu. Olga var afar ánægð hjá Icelandair en eins og svo margir aðrir missti hún vinnuna vegna kór- ónuveirunnar. Að nýta flíkur á mismunandi vegu „Mér var svo sagt upp í apríl, maí í fyrra. Það er mikill lær- dómur í því. Ég er mjög dugleg að bjarga mér og fór ekki í neina neikvæðni. Auðvitað var maður smá sár en ég grét ekki mikið yfir þessu. Þarna þurfti ég að ákveða hvað ég vildi gera og hvað ég gæti lært,“ segir Olga. „Það kom samt ekki yfir mig neitt „panik“, heldur fann ég til þakklætis fyrir góðan tíma hjá Icelandair. En þetta var auðvitað ákveðinn skellur. Ég vann alveg í mér síðasta sumar. Þegar ágúst kom ákvað ég að heyra í Lóu í Lindex og sjá hvort þar væru einhver verkefni. Hún svaraði mér strax, vildi hitta mig og réð mig stuttu síðar og hef ég unnið þar síðan. Ég held utan um „personal shopper í Lindex“-grúbbuna á Facebook og þar set ég inn alls konar myndir og hugmyndir. Ég er mikið að kenna konum hvernig hægt er að nýta flíkur sínar á mismunandi vegu, en hægt er að panta tíma hjá mér í Lindex og ég hjálpa fólki að velja það sem passar vel,“ segir Olga og segist afar ánægð í starfi og með góða yfirmenn. „Svo fer ég á milli búða og held þjónustunámskeið. Í þessu starfi þarf maður að vera flinkur í mannlegum sam- skiptum,“ segir Olga og segist hafa í gegum árin farið heim til kvenna og hjálpað þeim með fataskápinn. „Þegar ég bjó í London fór ég með kúnnum út að versla kannski fyrir hálfa milljón, en það er ekki að gerast hér. En ég er meira fyrir að koma heim til kvenna og kenna þeim að endurnýta fötin eða nota þau á mismunandi hátt,“ segir Olga og segist enn taka að sér sérverkefni fyrir konur sem vantar aðstoð við fataskápinn sinn, meðfram vinnunni í Lin- dex. Finnst þér þú þá vera í draumastarfinu? „Já, það er galið eiginlega að vera í einhverju öðru. Ég er menntuð í þessu og finnst þetta rosalega gaman og gef- andi,“ segir Olga og segist líka ferðast um landið vegna vinnunnar. Verst að lenda í sóttkví Hvaða lærdóm dróstu af því að missa vinnuna vegna Covid? „Klárlega þurfti ég að endurskoða líf mitt en ég lærði það að maður er miklu sterkari en maður heldur. Mér finnst það svo gott. Ég veit núna að ég er góð fyrir aðra líka. Mér finnst frábært að vera að hjálpa öðrum konum. Ég er mjög jákvæð,“ segir Olga sem segir líka að í Covid hafi hún og kærastinn keypt sér hjól og fari núna mikið út að hjóla. „Það versta við Covid-tímabilið er þegar ég lenti í sóttkví um daginn. Það var erfitt. En ég hugsaði samt að ég væri búin að sleppa vel.“ Sterkari en maður heldur Olga Soffía Einarsdóttir vann lengi hjá Icelandair en þurfti að hugsa lífið upp á nýtt þegar henni var sagt upp. Hún sneri sér þá að því sem hún kann best, að vera stílisti og er hún hæstánægð. Olga er komin á réttan stað, en hún er menntaður stílisti og fann draumastarfið hjá Lindex eftir uppsögn hjá Icelandair. Hún segist njóta þess að hjálpa konum að klæða sig rétt og líta vel út. Morgunblaðið/Ásdís KÓRÓNUVEIRAN 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.8. 2021 Ég var búin að vera flugfreyja í rúm tutt- ugu ár og starfaði einnig samhliða flug- inu á fasteignasölu. Þar á undan var ég að gera ýmislegt. Ég var atvinnudansari víðs vegar um Evrópu og hér heima hjá Íslenska dansflokknum, starfaði við sjónvarpsþætti og sem „freelance“-hönnunarráðgjafi,“ segir Nadia Katrín Banine. Sjokk að missa vinnuna „Eins og mörg hundruð manns hjá Icelandair missti ég vinnuna og það var auðvitað mikið sjokk. Mér hefur alltaf þótt gaman að vera á ferð og flugi og er fjölbreytileikinn fyrir mér al- veg gríðarlega mikilvægur. Mér hefur alltaf þótt gott að vera í fastri vinnu og að stóla alger- lega á verktakavinnu hefur mér ekki þótt henta mér. Ég fékk brjóstakrabbamein fyrir mörgum árum og tengi það ákveðnum kvíða og áhyggj- um, svo það að hafa alltaf örugga vinnu dregur úr vissu álagi. Fasteignasalar eru verktakar svo það kemur ekkert í kassann ef það er engin sala. Það er hins vegar mjög skemmtilegt starf sem hentar mér vel þar sem ég hef alltaf haft mjög gaman af að kynnast nýju fólki og koma inn á ný heimili og aðstoða fólk við að gera heimilin sín sem best úr garði fyrir sölu,“ segir Nadia og segist hafa þurft að endurhugsa fram- tíðina þegar kórónuveiran reið yfir heiminn. „Ég hafði ætlað mér að hætta á fasteignasöl- unni og einbeita mér bara að einu starfi til til- breytingar en þegar Covid skall á hugsaði ég: þetta flug er ekkert að fara af stað aftur, hvað geri ég þá? Samkeppnin er gríðarlega mikil í dag á fasteignamarkaðnum og ég hugsaði að fyrst það er aðalvinnan mín í dag, hvernig gæti ég staðið sterkari að vígi en aðrir og nýtt mér það sem ég kann,“ segir Nadia, en hún hefur lengi haft áhuga á hönnun og var meðal annars með þáttinn Innlit/Útlit á Skjá einum. Námið krefjandi og skemmtilegt „Ég hef ég aðallega verið að hanna fyrir sjálfa mig og vini og kunningja. Mér fannst ég ekki hafa öll verkfæri í höndunum sem þarf til að geta komið frá sér hugmyndum og kynnt þau fyrir viðskiptavininum svo ég ákvað að skella mér í nám í innanhússhönnun við IED-skólann í Mílanó. Það fór nú þannig út af „dottlu“ að ég náði ekkert að fara út í vetur svo þetta endaði algerlega í „online“-námi hjá mér. Það var gríð- arlega krefjandi og skemmtilegt nám,“ segir hún. „Þannig að ég fór í síðasta flugið mitt í lok ágúst í fyrra og námið byrjaði strax 2. septem- ber svo það var nú ekki langur tími sem ég var aðgerðalaus. Uppsögnin var búin að liggja lengi í loftinu svo ég hafði sumarið til að velta þessu fyrir mér,“ segir Nadia, sem nú hefur lokið náminu og er byrjuð að vinna við fagið. „Ég kláraði námið á Ítalíu núna í vor og var samhliða því að hanna bæði baðherbergi fyrir einkaheimili og svo var ég svo heppin að fá eitt verkefni hjá honum Björgvini Snæbjörnssyni hjá Teiknistofunni Apparati,“ segir hún og segir það enn eiga eftir að koma í ljós hvernig hún muni haga vinnunni í framtíðinni. „Það væri gaman að fá einhverja fasta hönn- unarvinnu samhliða fasteignasölunni. Það er svo frábært starf og maður getur unnið allt í gegnum síma og tölvu, fyrir utan sýningarnar sjálfar og opnu húsin. Þannig að þetta starf gef- ur manni mikið frelsi. Svo er ég líka á svo frá- bærri fasteignasölu, Domusnova, og með alger- lega einstaka yfirmenn þar, þá Óskar Má Alfreðsson og Víði Kristjánsson. Það á bara eft- ir að koma í ljós hvort ég ræð mig einhvers stað- ar eða verð áfram sjálfstætt starfandi. Ég er búin að vera að ná lendingu í sumar eftir erfiðan vetur, leika mér og njóta lífsins.“ Horfa meira inn á við Fórstu að forgangsraða hlutum öðruvísi vegna Covid? „Ég myndi segja að Covid-ástandið hafi frek- ar skerpt aðeins á því hugarfari sem ég hef reynt að temja mér frekar en breytt miklu. Auðvitað var öll vinna heima fyrir, minni ferða- lög og fleiri ferðir innanlands, eins og hjá svo mörgum öðrum. En þetta hugarfar að reyna að vera sáttur með sitt, sjá jákvæðu punktana en ekki einblína á þetta neikvæða. Vakna spenntur fyrir nýjum tækifærum á hverjum degi og um- fram allt vera þakklátur fyrir góða heilsu og heilbrigða fjölskyldu. Ég held að flestir hafi far- ið að horfa aðeins meira inn á við í þessu ástandi.“ Sérðu fyrir þér að snúa til baka í gamla starf- ið eða ertu ánægð í þessu nýja? „Ég held að minn tími hjá Icelandair hafi runnið sitt skeið. Þetta eru mjög breyttir tímar í fluginu í dag og álagið miklu meira. Ég held að það hefði verið mjög snúið fyrir mig að eldast í starfinu eins og álagið er núna. Ég veit alla vega að mín orka er ekki sú sama og hún var fyrir tuttugu árum þegar ég fékk fastráðningu áður en ég veiktist. Það er alltaf eitthvað nýtt sem tekur við og er ég bara spennt fyrir því að sjá hvað er handan við hornið. Nú þegar sumarið fer að klárast þarf ég að fara að gera einhverja kynningamöppu og athuga hvort einhvern vant- ar ekki skapandi og duglegan einstakling eins og mig í vinnu,“ segir Nadia og segist hafa dreg- ið ákveðinn lærdóm af kórónuveirutímabilinu. „Að lifa í núinu og hætta að flýta sér. Einblína á ferðalagið en ekki endastöðina. Vera umfram allt sáttur í sínu eigin skinni og ef þér líkar ekki hvar þú ert í dag, stattu þá upp og færðu þig um set!“ Ferðalagið en ekki endastöðin Flugfreyjan og fasteignasalinn Nadia Katrín Banine skellti sér í nám í innanhússhönnum þegar hún missti vinnuna hjá Icelandair. Hún segist hafa lært að lifa í núinu á þessum kórónuveirutímum. Nadia Katrín segist hafa lært í kórónuveirufaraldrinum að horfa meira inn á við. Morgunblaðið/Hari

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.