Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.08.2021, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.08.2021, Blaðsíða 15
Allir geta lent í netsvindli Annað sem komist hefur til hámæla í um- ræðunni eru svokölluð BEC-brot (e. bus- iness email compromise) þar sem óprúttnir aðilar ná að brjótast inn í tölvupóstsamskipti í þeim tilgangi að hafa pening af fyr- irtækjum. „Þeir eru þá búnir að brjótast inn í tölvupóstinn þinn eða þeirra sem þú átt í viðskiptum við og breyta greiðsluupplýs- ingum. Maður hefur heyrt alveg ótrúleg dæmi af þessu,“ segir Ragnar. Það sem oft er stólað á í BEC-brotum er að sá sem brýst inn í tölvupóstinn nái að þykjast vera einhvers konar yfirvald eða yf- irmaður þess sem eigi svo að framkvæma millifærslu eða gefa upplýsingar eins og fljótt og auðið er. Frægt dæmi um þetta var þegar John Podesta, sem fór fyrir forseta- framboði Hillary Clinton í Bandaríkjunum, fylgdi slóð á falskri öryggisviðvörun frá Go- ogle og sló inn lykilorð sitt sem svo varð til þess að gögnum frá demókrötum var lekið. „Þetta hefur minnkað núna með tveggja þátt auðkenningu,“ segir Ragnar. „Nú er mun erfiðara að komst inn í tölvupósta. En það hefur auðvitað verið mikið um svona svindl bara hér á Íslandi til dæmis. Þú ert í viðræðum við einhverja sem vilja skipta við þig og svo kemur að því að það eigi að borga en um leið og þú ert búinn að borga er þessi peningur farinn.“ Ef marka má könnun sem gerð var í Bandaríkjunum fyrir stuttu er það flökku- saga að eldra fólk falli frekar fyrir nets- vindli en yngra, að minnsta kosti þegar kemur að netverslunarsvindli. Ungt fólk er meira að segja líklegra til að falla fyrir slíku gabbi þótt eldra fólk sé líklegra til að tapa hærri fjárhæðum þegar það hefur verið svikið. Ragnar segir að allir geti lent í netsvindli. „Sérstaklega með stóru svindlin sem herja á fyrirtækin. Þar er náttúrulega fólk á öllum aldri sem getur tapað upp undir hundruð milljóna.“ Mikilvægt að láta vita Þeir sem eru blekktir finna oft fyrir mikilli skömm eftir að hafa látið til leiðast. Því láta þeir oft ekki vita af glæpnum, sé upphæðin ekki há. „Yfirleitt er peningurinn bara farinn ef þú ert búinn að senda hann,“ segir Ragnar, þótt hann nefni að dæmi séu um að hægt sé að ná peningnum til baka. Í einu slíku tilfelli var peningur sendur á milli reikninga með mismunandi gjaldeyri svo hægt var að stöðvar greiðsluna áður en fór í gegn og í öðru var upphæðin svo há að ekki gátu þrjótarnir tekið allan peninginn út af reikn- ingnum áður en svindlið var stöðvað. Þótt litlar líkur séu fyrir einstaklinga sem tapa peningum á netsvindli að fá þá aftur er mikilvægt að fólk láti vita að sögn Ragnars. Að láta lögregluna vita gefi henni tækifæri á því að hafa yfirsýn yfir hvað sé í gangi. „Svo eru bankarnir líka að vakta svona. Fyrir nokkru síðan var verið að reyna að leigja út Airbnb-íbúðir á fölskum síðum og láta fólk millifæra,“ segir Ragnar en Airbnb býður bara upp á kreditkortagreiðslur, ekki milli- færslur. „Bankarnir fóru þá að stöðva allar millifærslur vegna Airbnb,“ bætir hann við. „Það er mjög gott fyrir þess aðila að vita þegar eitthvað nýtt kemur upp því þeir eru mjög fljótir að bregðast við ef þeir geta.“ Netsvindl í tengslum við vef- verslun hefur aukist síðan faraldurinn fór af stað. Gott er því að hafa varann á. Unsplash Mikilvægt er að smella ekki á hlekki í tölvupóstum eða símaskilaboðum heldur fara beint á síðuna með því að skrifa veffang hennar á vafranum sem notaður er til að gæta fyllsta öryggis. Colorbox 15.8. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 Á heimasíðu AwareGO, þar sem Ragnar Sigurðsson starfar sem fram- kvæmdarstjóri, má finna bloggfærslu þar sem farið er yfir hvað eigi að var- ast þegar verslað er á netinu. Í lok færslunnar er listi þar sem talið er upp hverju þarf að huga að til að lenda ekki í klóm svindlara á netinu. Taka má þó fram að listinn er ekki tæmandi og veitir ekki öryggi gegn netsvindli. 1. Ekki smella á hlekki í tölvupóstum. Farðu þess í stað á heimasíðu fyrir- tækis sem þú treystir með því að pikka inn veffangið. 2. Ekki versla á opinni nettengingu. Tölvuþrjótar gætu verið að nota sömu tengingu. 3. Verslaðu aðeins við verslanir sem fólk treystir. Hægt er að athuga hvort ný vefverslun hafi fengið góðar um- sagnir á netinu. 4. Gerðu heimavinnuna. Frásagnir af svikum er góð vísbending um að ekki sé hægt að treysta vefsíðu. 5. Notaðu sterkt lykilorð fyrir aðgang þinn að verslunum. Aukinheldur, ekki vista greiðslukortaupplýsingar á að- ganginum. 6. Notaðu öruggar greiðsluleiðir. Með því að nota PayPal, Google Pay eða Apple Pay gefur þú ekki kredit- kortaupplýsingar beint frá þér. 7. Ekki gefa of miklar upplýsingar. Ef vefsíða biður um mjög persónulegar upplýsingar eru góðar líkur á því að hún sé ekki lögleg. 8. Athugaðu með öryggi vefsíðunnar. Gakktu úr skugga um að veffangið byrji á HTTPS og að það sé lítil mynd af lás fyrir framan það. 9. Skoðaðu kortafærslur þínar reglu- lega. Falska færslu, þótt upphæðin sé lág, ætti ávallt að tilkynna. Listi yfir það sem þarf að huga að

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.