Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.08.2021, Qupperneq 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.08.2021, Qupperneq 17
þess bóluefnis að hefði sætt starfsmissi, ef það hefði verið í öðrum greinum en evrópskum stjórnmálum. Fjölmiðlar eltu þessi vandræðahjú á röndum vikum saman, eins og þeir eru vanir og saman tókst þeim að valda miklu tjóni. Og næst tók nýtt afbrigði af nærri 2.000 öðrum af- brigðum að rugla dæmið myndarlega á ný. Á daginn hefði komið að bóluefnin sem björguðu heiminum fá- einum mánuðum fyrr, breyttu nú engu um það að bólusettir sýktust og þeir smituðu í allar áttir! Tug- þúsundir „sérfræðinga“ í þeim fræðum, sem þarna voru undir, tjáðu sig í allar áttir og ekki var furða þótt „almenningur“ yrði illa „áttaður“ eins og það er kallað á máli sjúkrahúsanna. Skyndilega stóðst það ekki að bólusettir í bak og fyrir sýktust lítið sem ekk- ert og smituðu varla aðra nema í undantekningar- tilvikum. Og fáum dögum síðar tóku vísindamenn, sem höfðu auðvitað ekki náð að rannsaka neitt á þessum örtíma, að tala um að nýr sannleikur um bóluefni teldi að þau næðu ekki að verja sprautaða menn nema sem svaraði 40-50% gildi sem þar til viku fyrr stóðu í 92-96%. Daginn eftir fór svo eins og fór fyrir Janssen og var helmings ávinningur þess dreg- inn til baka. Við vitum betur næst Vísindamönnum er illa við draga athygli að því hversu lítið þeir viti um öll þessi efni. Þeir vita auð- vitað margfalt á við það sem við Jón og Gunna vitum. En það er reyndar ekkert að því að vísindamenn nefni það í framhjáhlaupi, að þeir viti ekki nóg, eftir aðeins eitt og hálft ár um efni sem fyrir löngu var upplýst að rannsaka þyrfti í þrjú ár til að sæmileg mynd væri komin á það. Þessi staðreynd þýddi að þjóðirnar leyfðu framleiðslu og sölu bóluefnanna sem órannsökuð lyf væru að hluta. Þessi viðurkenning þýddi um leið að ábyrgðarþáttur lyfjaframleiðanda tók mið af því. Þetta var ekki eftirsóknarverður kost- ur en neyðarsjónarmið réðu þessum ákvörðunum. Enda ekki um annan kost að ræða. Það var löngu byrjað að sprauta bóluefnum í fólk áður en vitað var út í æsar hverjar hugsanlegar aukaverkanir kynnu að verða. Á móti kom, að vitað var að þeir, sem hefðu lélegri varnir með eigin afli án bóluefna, gátu séð fyrir sér mjög ójafnan slag við veiruna kæmist hún í gegnum grímur, sóttkví og aðra einangrun, en ekki þarf marga til að stinga gat á þær „blöðrur,“ eins og dæmin sanna. Það var oftast nær vel fullorðið fólk eða vel þrosk- að sem tók áhættuna á sprautu fremur en að mæta veirunni mótefnalítið. Aðrir fylgdu. Lengi hefur því verið haldið að okkur almenningi, að yngra fólk, svo ekki sé talað um börn, taki veir- unni létt og hristi hana af sér. En nú er skyndilega kominn verulegur þrýstingur á bólusetningu, á þenn- an aldurshóp, sem er á umrótsaldri, þótt ekki sé al- veg ljóst hvaðan sá þrýstingur kemur. Og það er gert, þótt nýlega sé fram komið að „yfirvöld“ viti mun minna um bóluefnin og gagnsemi þeirra og end- ingu, en áður var gefið til kynna. Það blasir við að það þarf miklu vandaðri umræðu um þetta þrýstingsmál en gert hefur verið ráð fyrir. Slíkur tími var ekki fyrir hendi þegar að hóparnir sem varnarlausastir voru taldir tóku ákvarðanir um bóluefni. Það er allt annað fyrir eldra fólk að taka slíkar ákvarðanir heldur en það er fyrir foreldra gagnvart börnum sínum. Og það kunna að vera allt aðrir hagsmunir undir. Og það er óþolandi að gera foreldrum að taka slíkar ákvarðanir á hlaupum þegar komið er niður í 12-14 ára aldur og reyndar yngri. Eftirtektarverð sjónarmið Fyrir skömmu birtist ritstjórnargrein í Daily Tele- graph undir yfirskriftinni að bólusetning barna væri ekki endilega sjálfsögð ákvörðun (The vaccination of children is not a straightforward decision). Þar er bent á að röksemdafærslan sé í þeim dúr, að þar sem nú hafi verið lokið við að bólusetja eldri ald- ursflokka þá skuli sjálfkrafa gera það sama við börn. Í augnablikinu er JCVI (Joint Committee on Vacc- ination and Immunisation) með tillögu uppi um að bólusetja táninga, sem orðnir eru 16 ára og eldri, og vísindamenn eru teknir að tala fyrir því að bólusetja 12 ára börn og eldri eins og þegar er gert í Frakk- landi, Kanada og í sumum fylkjum Bandaríkjanna. Blaðið bendir á að fyrir aðeins fáeinum vikum hafi sömu vísindamenn ekki verið tilbúnir til að réttlæta svo lágan aldur til bólusetninga nema þar sem börnin væru mjög veik fyrir, og vildu bíða þar til að rækilegt mat á gagnsemi eða áhættu hefði átt sér stað svo full- nægjandi teldist. Bent er á, að nú hefði öllum 18 ára eða eldri í Bretlandi verið boðin bólusetning og 89% í þeim hópi hefðu fengið eina sprautu þegar og 73% fengið tvær sprautur og að þessi bólusetning muni augljóslega draga úr smiti í þessum ungu aldurs- hópum sem eru umfangsmikil núna. En megin- hugsunin með því að draga þennan aldurshóp í sprautur sé að verja eldri aldurshópana. Greinarhöfundar, sem tilheyra þeim sem sjá um vísindaumfjöllun af blaðsins hálfu, segja að mjög sjaldgæft sé að börn veikist alvarlega af veirunni. Og óneitanlega fylgi hætta á aukaverkun bólusetning- unni, þótt hún sé talin óveruleg. En einnig er bent á, að þar sem allmörg önnur lönd eru nú tekin til við að bólusetja börn og ungdóm sé líklegt að því muni fylgja ófrávíkjanleg skilyrði t.d. vegna ferðalaga landa á milli. Því sé óhætt að halda því fram, að þarna sé fremur félagslegur þáttur á ferðinni, en vísindaleg nauðsyn. Faraldursfræðingar nefna á hinn bóginn sem rök að bólusetning barna geti gert auðveldara að draga úr líkum á útbreiðslu nýrra afbrigða og þá sé ekki hægt að útiloka með öllu þann möguleika að þau gætu leitt til þess að núverandi bólusetning missti virkni gagn- vart þeim með tilheyrandi áhættu fyrir eldri aldurs- flokka. Og enn er bent á í ritstjórnargreininni að ákvarða verði hvort að bólusetningin lúti valdboði, eða hvort foreldrar barnanna skuli eiga seinasta orðið um það, hvort þau yrðu bólusett eða ekki. Þá yrði að sann- færa foreldrana um að bólusetning af þessu tagi yrði eins örugg fyrir ung börn eins og bólusetning gegn mislingum. Og leiðarahöfundarnir telja lítinn vafa á að fljót- lega muni vísindamennirnir leggja til að rétt sé að sprauta smábörnin líka fyrir veirunni sem enn geng- ur! Og við sem héldum að þetta væri hugsanlega að verða búið. Morgunblaðið/Eggert ’ Lengi hefur því verið haldið að okkur al- menningi, að yngra fólk, svo ekki sé talað um börn, taki veirunni létt og hristi hana af sér. En nú er skyndilega kominn verulegur þrýstingur á bólusetningu, á þennan aldurs- hóp, sem er á umrótsaldri, þótt ekki sé alveg ljóst hvaðan sá þrýstingur kemur. 15.8. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.