Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.08.2021, Qupperneq 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.08.2021, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.8. 2021 S amsæriskenningar eru ekki nýjar af nálinni og sumar eru býsna lífseigar. Jafnvel þær sem ákveðið hefur verið að taka alvarlega og setja mikið lið manna og fjármuni til að kanna út í æsar. Nefna má morðið á John F. Kennedy, en nú eru næstum 60 ár frá þeim atburð- um, sem voru vissulega rækilega rannsakaðir. Net- miðlar og gerviveruleiki á Feisbók hleypa sögum hratt af stað og fullyrðingar koma og hverfa á undra hraða og enginn þarf að bera ábyrgð á einu eða neinu. Allt óþægilegt er sennilega samsæriskenningar Er nú svo komið að gagnrýni, sem getur átt rétt á sér, og mætti fara betur ofan í, er iðulega afgreidd með því, að þar séu einungis ómerkilegar samsæris- kenningar á ferðinni. Því er þannig ótt og títt haldið fram að samsæris- kenningar einkenni drjúgan hluta almennrar um- ræðu um veirufárið, sem þjakað hefur heiminn allt of lengi með stórbrotnum útgjöldum fyrir einstaklinga, fyrirtæki og þjóðarbú. Yfirvöld einstakra landa töldu sér skylt að bregðast hratt við og veita gnótt fjár- muna til að auðvelda baráttuna við fárið. Það má gefa sér að ekki hafi allir þeir fjármunir komið á réttan stað niður, enda lítill sem enginn tími til að ígrunda meðferð þeirra nægjanlega. Þær ákvarðanir voru t.d. ekki ræddar með hefðbundnum fyrirvörum stjórnar eða stjórnarandstöðu. Sjálfsagt gæti gefist svigrúm til samsæriskenninga um þá málsmeðferð. En senni- legast er þó að ekkert einkennilegt, stórt, svo að ekki sé sagt tortryggilegt, hafi verið á ferð. Fárið skall á stærsta hluta veraldar nánast fyrirvaralaust. Við- brögðin þurftu að verða skjót. En aðstaðan var ekki hjálpleg og forsendurnar gátu orðið uppskrift að mis- tökum í einhverjum mæli. Hróp og köll um aðgerðir ekki seinna en strax var á efnisskrá allra talkóra. Og það hlaut að einkenna viðbrögðin að yfirgripsmikil fákunnátta, í bland við yfirþyrmandi ótta við hið óþekkta, stýrðu tilfinningum langflestra þá stundina. Stjórnmálamenn á Vesturlöndum, sem öfugt við þá sem ráða mestu eða öllu í alræðisríkjum, höfðu ríka tilhneigingu til þess að færa sem mest af eigin ábyrgð yfir á „vísindamenn“ sem fyrsta kastið hlutu að vita næsta lítið, þótt þeir hefðu það umfram aðra að þekkja stóru myndina og megindrættina. Enginn fyrirvari og veikar spár Lengi virtust menn trúa því, að þótt fárið liti verr út en venjuleg flensa þá væri ekki endilega verulegur eðlismunur á þessu tvennu. Þess vegna var það ekki bara hér sem fagnað var sigri í byrjun sumars árið 2020. Heilbrigðisráðherrar héldu sig til hlés, þótt þeirra væri verkefnið og ábyrgðin. Vísindamenn létu sig hafa það að ganga fram eins og þeirra væri ábyrgðin. Fjölmiðlar á borð við „RÚV“ virtust ekki vita hvar ábyrgðin lá. Þaulspurt var út í það, hvort að ráðherrar hefðu ekki örugglega skrifað undir öll minnisblöð embættismanna óbreytt og þar með gert annarra ákvörðun að sinni, eins og það væri sjálf- sagt. Þá var svo komið að enginn bar orðið ábyrgð á einu eða neinu. Sú framganga var orðin pólitískur ör- yggisventill fyrir báða. Vísindamenn yrðu aldrei kall- aðir til ábyrgðar fyrir óteljandi ágiskanir sínar, sem höfðu yfirbragð endanlegs sannleika og þekkingar, og voru vissulega byggðar á því skásta sem þekkt var og í takt við það sem það augnablikið var niður- staða stærstu stofnana í vesturheimi. Þegar almenningur er sleginn kvíða og ótta, sem ýtt er undir af kunnum hræðsluáróðursöflum, er hann hræddastur við hið óþekkta. Það skýrir til- hneigingu þeirra, sem frá fyrsta degi töluðu í nafni vísindanna, að draga ekki úr vísindastimpli fullyrð- ingaflaums og fyrirmæla. En í ljós hefur komið að víða hvar, og stundum hvarvetna, fólst fræði- mennskan ekki síst í því að éta upp álit og fullyrð- ingar þeirra sem voru alþjóðlegir aðilar með stóran valdastimpil, í bland við mismikla fræðimennsku. Það var ekkert ámælisvert eða glæpsamlegt við það. Og það var í rauninni ekki verið að fela neitt. Það glitti iðulega og stundum oft á dag í stofnanir með mörg hundruð „vísindamenn“ á sínum snærum. Hvort sem það var Alþjóðaheilbrigðismálastofnun S.þ. sem lýtur næsta sérkennilegri forystu um þessar mundir, og hefur verið í nánasta samspili við yfirvöld í Peking! Sem var ekki endilega heppilegt á válegum tímum þegar á daginn kom að þöggun þeirra sem síst skyldi skekktu þá mynd sem smám saman virtist vera að lýsast. Lengi var hafið yfir vafa að ekki mætti gagnrýna Lyfjastofnun ESB eða stjórn af sama meiði sem glutraði í upphafi niður bólusetningaráformum hundruða milljóna manna, svo að með ólíkindum var. Og vestan hafs var það sóttvarnaeinvaldurinn um langt árabil, Anthony Fauci, sem hafði mikil áhrif víðar um heim og óvæntast var að hann hafði mun meira að segja um leðurblökustofnunina í Wuhan en látið hafði verið í veðri vaka. Þetta mál er orðið demókrötum vestra svo erfitt að sennilega er eina vonin að flokka það undir „samsær- ismál.“ Það er á hinn bóginn ekkert óeðlilegt við það, að fámennar stofnanir um sóttvarnir á Vesturlöndum horfi til leiðsagnar þekktra aðila sem hafa samanlagt þúsundir „vísindamanna“ á sínum snærum og eiga síðasta orðið um ógrynni fjár. Það er hins vegar löngu þekkt að vit verður ekki endilega lagt saman. Ungum var okkur kennt að væri tveimur kartöflum bætt við tvær sem komnar voru í pott, þá væri vafa- laust að þær væru nú fjórar þar og biðu suðu. Þegar börnin höfðu tileinkað sér þessar reglur var síðar á ferlinum bent á að reglurnar sönnuðu ekki að vit yrði lagt saman með sambærilegri niðurstöðu. Þannig er ekki endilega víst að 400 vísindamenn á ráðstefnu hefðu ekki endilega 400 sinnum meira vit en Einstein sem var þar framsögumaður. Þótt greidd hefðu verið atkvæði og Einstein tapaði 400-1 þá væri það ekki heldur endilega niðurstaða sem breytti einhverju. Misvísandi skilaboð eru ekki hjálpleg Almenningur hefur fengið margvísleg misvísandi skilaboð á þessu eina og hálfa ári sem veiran hefur herjað. Þegar svo langur tími er undir og skilaboðin svo fjölbreytt og ekki alltaf öll á eina lund, þá ýtir það undir efasemdir fólks. Við - almenningur - viss- um að bóluefnin voru samþykkt úti í hinum stóra heimi, þótt enn skorti mikið upp á að slíkt yrði gert á „venjulegum“ tímum. Lyfjafyrirtækin voru í góðri samningsstöðu því að heimurinn, og þá einkum sá hluti hans sem var borgunarheimur fyrir framleiðsl- una, öskraði á bóluefni. Mjög fámennur minnihluti fræðimanna vildi vissulega treysta á önnur úrræði en náði ekki eyrum almennings. Þegar að bóluefnin tóku að koma loks frá framleið- endum réðu nokkrir stjórnmálaleiðtogar ekki við sig og sköðuðu umræðuna og trúverðugleika hennar. En þegar þau leiðindi liðu hjá má segja að það hafi verið samdóma niðurstaða framleiðenda og sóttvarnaryfirvalda nær og fjær, að vörn eftir „tvær sprautur“ þýddi meira en 90 prósent vörn fyrir fólkið sem lét sprautast. Sum efnin eins og Janssen voru sögð öflugri og því dygði eitt skot með því. Þeir sem „drógu“ Janssen töldu sig hafa unnið í bólulottóinu án þess að þurfa að borga fyrir miðann. Þeir sem fengu AstraZeneca bitu á jaxlinn. En umræðan sýndi þó að ekki var öllum alveg rótt, því að handhafar alls valds í ESB, kanslari Þýskalands og forseti Frakk- lands, höfðu hringlað svo í hugmyndum um öryggi Bóluefni eru ekki barnaskapur Reykjavíkurbréf13.08.21

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.