Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.08.2021, Side 19
15.8. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19
CHILE Menning Chinchorro-þjóðflokksins í héruðunum
Arica og Parinacota í Chile voru sett á heimsminjaskrá.
Myndin sýnir múmíu. Samanlagt bera minjarnar vitni menn-
ingu veiðimanna og safnara á þurri og harðbýlli norður-
strönd Atacama-eyðimerkurinnar nyrst í Chile frá um það
bil 5450 til 890 fyrir okkar tímatal, að því er segir í umsögn
UNESCO. Þar kemur fram að um sé að ræða elstu forn-
minjar um múmíugerð manna með kirkjugörðum þar sem
er að finna manngerðar múmíur og vel varðveittar jarð-
neskar leifar vegna loftslagsins á staðnum og umhverfis-
aðstæðna. Chinchorro-þjóðflokkurinn tileinkaði sér í tím-
ans rás flóknar aðferðir við varðveislu líkamsleifa. Lík karla,
kvenna og barna voru hlutuð sundur og sett saman á ný. Úr
urðu múmíur, sem talið er að hafi átt að enduspegla stöðu
hinna látnu í samfélagi Chinchorro-þjóðflokksins.
AFP
MADRÍD Paseo del Prado liggur í hjarta Madrídar, miðpunktur menningar, girt með röðum af trjám og nær yfir 200 hekt-
ara. Nú hefur þessi merka breiðgata í höfuðborg Spánar, sem átti upphaf sitt á sextándu öld, verið sett á heimsminjaskrá
UNESCO ásamt almenningsgarðinum Buen Retiro. Paseo del Prado er fyrirmynd margra breiðgatna í hinum spænskumæl-
andi heimi. Á henni er að finna mikla gosbrunna, þeirra helstir brunnur Kíbele og brunnur Neptúns. Torg Kíbele er tákn
borgarinnar og allt umhverfis það eru merkilegar byggingar. Þarna má lesa þróun borgarskipulags frá tímum upplýstra ein-
valda á átjándu öld til nýrra hugmynda okkar tíma. Þarna má finna byggingar helgaðar listum og vísindum innan um aðrar
eignaðar iðnaði, heilsugæslu og rannsóknum. „Saman eru þær birtingarmynd metnaðarins til að skapa útópískt samfélag
þegar spænska heimsveldið var á hátindi sínum,“ segir á heimasíðu UNESCO. Ásamt breiðgötunni fór á listann almennings-
garður, Jardines del Buen Retiro, Garðar hins góða afdreps, þar sem sjá má sýnishorn af hönnun garða frá 19. öld til okkar
tíma. Myndin er einmitt tekin í Retiro-garðinum af grímuklæddum manni á hjóli og konu á kraftgöngu.
Undur og
stórmerki
Merkar minjar og mannvirki bættust á heimsminjaskrá Menningarmála-
stofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) á 44. fundi arfleifðarnefndar
hennar í Fuzhou í Kína frá 16. til 31. júlí. Má þar finna allt frá hollenskum
vatnsvirkjum til rómverskra náma í Rúmeníu, Nice á frönsku rívíerunni
og ævafornra múmía í Suður-Ameríku. Mikilvægt þykir að komast á
heimsminjaskrá. Því fylgir viðurkenning og um leið laðar það að ferða-
menn og ýtir undir varðveislu staða og minja sem eru undir álagi.
Karl Blöndal kbl@mbl.is
HOLLAND Í Hollandi og Belgíu var á
nítjándu öld gerð tilraun til félagslegra
umbóta þar sem átti að draga úr fátækt í
borgum með stofnun landbúnaðar-
sambýla á afskekktum stöðum. Sambýlin
voru kölluð nýlendur og voru þrjár í
Hollandi og ein í Belgíu og eru nú komn-
ar á heimsminjaskrá. Sú fyrsta var stofn-
uð í Frederiksoord í Hollandi árið 1818
og þar voru höfuðstöðvar samtaka, sem
hétu því einfalda nafni Góðgerðarfélagið.
Markmið þeirra var að draga úr fátækt í
landinu. Einnig voru nýlendur í Wilhelm-
inaoord og Venhuizeen í Hollandi og
Wortel í Belgíu. Myndin er af sambýlinu í
Veenhuizen. Bóndabæirnir stóðu ekki
undir sér þannig að leitað var annarra
leiða til að afla tekna. Góðgerðarfélagið
gerði samninga við ríkið um að taka við
munaðarleysingjum og brátt bættust
betlarar við og flakkarar. Var þá farið að
tala um „ófrjálsar nýlendur“ og var Veen-
huizen dæmi um það með stórum svefn-
skálum og bóndabæjum þar sem vist-
menn unnu undir eftirliti varðmanna.
Þegar mest var um miðja nítjándu öld
bjuggu yfir 11.000 manns í slíkum ný-
lendum í Hollandi og í Belgíu náði fjöld-
inn mest sex þúsundum árið 1910, að því
er kemur fram á vefsíðu UNESCO.