Morgunblaðið - 09.08.2021, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. ÁGÚST 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Umhverfis-
verndar-
sinninn
Bjørn Lomborg
skrifaði athyglis-
verða grein í The
Wall Street Journ-
al í liðinni viku um
náttúruhamfarir og loftslags-
breytingar undir yfirskriftinni
„Náttúruhamfarir eru ekki
alltaf af völdum loftslags-
breytinga“. Slíkar staðhæf-
ingar eru fátíðar í heimi þar
sem iðulega er fullyrt að um-
ræðunni um loftslagsbreyt-
ingar sé lokið, allir hljóti að
vera sammála um þetta fyrir-
bæri, umfang þess og afleið-
ingar, auk þeirra aðgerða sem
grípa verði til.
Það er alltaf varhugavert,
svo ekki sé meira sagt, þegar
því er haldið fram að einungis
ein skoðun eigi rétt á sér og
önnur sjónarmið eru nánast
gerð útlæg. Við þannig að-
stæður er hætt við að þekking
vaxi ekki heldur takmarkist og
að víðsýni láti undan síga
gagnvart fordómum. Illa væri
komið fyrir vísindunum ef öll
sjónarmið fengju ekki að njóta
sín.
Lomborg segir að í frásögn-
um af náttúruhamförum komi
gjarnan fram að þær séu af-
leiðing loftslagsbreytinga og
að grípa þurfi til róttækra að-
gerða til að berjast gegn þeim.
Málið sé mun flóknara, þó að
hann sé þeirrar skoðunar að
loftslagsbreytingar séu vanda-
mál sem bregðast þurfi við. En
hann vill að umræðan byggist
á staðreyndum og tekur dæmi
af nýlegum mannskæðum flóð-
um í Þýskalandi og Belgíu,
aðallega við ána Ahr, sem
rennur út í Rín rétt norðan við
borgina Koblenz.
Að sögn Lomborgs sýnir ný
rannsókn á flóðum í 10.000 ám
víða um heim að í flestum ám
gæti minni flóða nú en áður.
Þar sem áður hafi flætt á
fimmtíu ára fresti gerist það
nú á 152 ára fresti. Og hann
segir að meiri flóð hafi orðið í
ánni Ahr árin 1804 og 1910 en í
nýliðnum júlí. Fleiri dauðsföll
nú stafi hins vegar af því að
fólk sé farið að byggja á flóða-
svæðum og að í stað sólarsella
eða vindmylla til að berjast við
loftslagsbreytingar þurfi þeir
sem búa við árnar betri vatns-
stýringu. Fyrst og fremst
þurfi þeir þó aðvörunarkerfi
sem virki, en það segir Lom-
borg að hafi brugðist illa þegar
áin Ahr flæddi. Lýsingar hans
á því eru ekki fagrar, hann
segir meðal annars að Flóða-
varnakerfi Evrópu hafi spáð
fyrir um flóðin með níu daga
fyrirvara og varað þýsk
stjórnvöld formlega við þeim
með fjögurra daga fyrirvara.
Samt hafi flestir
ekkert fengið að
vita af þeim og við
slíkar aðstæður
henti stjórn-
málamönnum að
kenna loftslaginu
um og lofa harðari
aðgerðum gegn loftslagsbreyt-
ingum.
Bjørn Lomborg fer með
svipuðum hætti yfir skógar-
eldana sem geisað hafa í Norð-
ur-Ameríku en segir helstu
ástæðu þeirra lélega stýringu
þessara mála, sem felist til að
mynda í skorti á að fjarlægja
eldfiman lággróður og að leyfa
byggingar á svæðum þar sem
hætta er á skógareldum. En
hann segir að þrátt fyrir mikla
umfjöllun um skógareldana sé
bruninn það sem af er ári sá
fjórði minnsti á síðustu ellefu
árum og að svæðið sem brunn-
ið hafi í fyrra hafi aðeins verið
11% af því svæði sem brann
snemma á síðustu öld. Ólíkt
því sem fullyrt sé í umræðum
um loftslagsmál hafi svæðin
sem verði bruna að bráð dreg-
ist saman frá árinu 1900 og að
þau haldi áfram að minnka.
Lomborg fjallar einnig um
dauðsföll af völdum hitabylgja
og vísar í rannsókn sem sýni
að hækkandi hiti valdi nær
120.000 dauðsföllum á ári, en
að um leið fækki hann dauðs-
föllum vegna kulda um
300.000.
Allt hlýtur þetta að vera af-
skaplega erfitt að mæla og
óvissan mikil í mælingum og
ekki síður í þeim líkönum sem
notuð eru til að draga álykt-
anir af. Dr. Steven E. Koonin,
prófessor í eðlisfræði við New
York-háskólann og fyrrver-
andi aðstoðarráðherra í ríkis-
stjórn Baracks Obama, leggur
til að mynda áherslu á þessa
óvissu í nýlegu viðtali við WSJ.
Hann telur að hlýnun hafi átt
sér stað á jörðinni en að mikil
óvissa sé um framhaldið, eink-
um hve mikil hlýnunin verði og
hver áhrif útblástur hafi þar á.
Hann segir sambandið á milli
hækkunar hita og útblásturs
fjarri því að vera einfalt og
segir að auki að náttúrulegar
sveiflur séu mjög miklar sem
flæki viðfangsefnið verulega.
Eins og nefnt var hér að
framan vilja margir halda því
fram að umræðunni um þessi
mál sé lokið. Svo er þó ekki,
rannsóknir þurfa að halda
áfram og umræðan sömuleiðis,
en afar mikilvægt er að hún
byggist á staðreyndum en ekki
upphrópunum. Og hún má alls
ekki ráðast af hagsmunum ein-
stakra stjórnmálamanna eða
-flokka til að slá pólitískar
keilur eða jafnvel að fela eigin
mistök. Til þess er um allt of
stóra hagsmuni að tefla.
Loftslagsmál eru
flókin en umræða
um þau verður engu
að síður að byggjast
á staðreyndum}
Flókið samhengi
Þ
að var magnað að sjá þann árangur
sem Annie Mist Þórisdóttir náði á
heimsleikunum í crossfit um þar
síðustu helgi. Sérstaklega í ljósi
þess að hún eignaðist barn fyrir ári
og hafði þar áður fallið úr leik á sama móti. Fyr-
ir svona endurkomu, og til að ná þeim árangri
sem hún náði í ár, þarf mikla kappsemi, gríðar-
legt magn af æfingum, skýr markmið en um-
fram allt aga og viljastyrk. Þau Annie Mist,
Katrín Tanja, Ragnheiður Sara, Þuríður Erla
og Björgvin Karl hafa ítrekað á liðnum árum
sýnt okkur hversu öflug þau eru, bæði líkamlega
og andlega, á þeim vettvangi þar sem bestu
keppendur heims etja kappi í þessari erfiðu
íþrótt.
Á sama tíma höfum við fylgst með ótrúlegum
árangri þeirra sem taka þátt á Ólympíu-
leikunum í Tókýó. Maður verður hugfanginn
þegar maður les sér til um bakgrunn og sögu margra
þeirra íþróttamanna sem stíga á pall þessa dagana. Þar eru
magnaðar sögur af fólki sem hefur orðið á og gert mistök,
en neitar að gefast upp og rís upp aftur. Sögur af fólki sem
með aga og viljastyrk nær nú þeim árangri sem það setti
sér og vann svo lengi að. Þær sögur ættu að vera okkur inn-
blástur á svo mörgum sviðum.
Við ættum öll að stefna að því að ná árangri í því sem við
tökum okkur fyrir hendur og þar er íþróttafólkið góð fyrir-
mynd. Það er ekki alltaf auðvelt; það þarf að velja vel
hvernig tímanum er varið, velja á milli þess sem mann lang-
ar að gera og þess sem maður þarf að gera og
þannig mætti áfram telja. Ég gef mér að allar
aukaæfingarnar þar sem verið er að gera sama
hlutinn aftur og aftur hafi ekki alltaf verið
skemmtilegar og á köflum eflaust bara mjög
leiðinlegar. Allt er þetta þó vænlegt til árang-
urs.
Það þurfa allir einhvern tíma að kljúfa erf-
iðar hindranir og það er sjaldnast hægt að
krefjast þess að einhver geri það fyrir mann.
Að sama skapi þurfa flestir að hafa mikið fyrir
þeim árangri sem þeir ná í lífinu, hvort sem það
er að klára nám, finna starf við hæfi, stofna
fyrirtæki, koma sér upp heimili, ala upp börn og
svo framvegis. Það er því virðingarvert að sýna
dugnað og þrautseigju, að leggja sig fram og
setja markið hátt. Vonandi gerum við það flest.
Dugnaður og elja verða ekki búin til á vett-
vangi stjórnmálanna, en stjórnmálamenn geta
þó ýtt undir með þeim sem setja markið hátt. Það er hlut-
verk stjórnmálamanna að tryggja það að fólk geti náð
árangri í því sem það tekur sér fyrir hendur, meðal annars
með því að tryggja réttu innviðina, tryggja það að fólk njóti
árangurs af erfiði sínu og tryggja að allir hafi sömu tæki-
færi til að fylgja metnaðarfullum markmiðum sínum eftir.
Þetta snýst ekki bara um það hverjir eru á verðlaunapall-
inum í dag, heldur hvort fólk eigi þess almennt kost að
stíga á pallinn. Þar viljum við sjá sem flesta.
Áslaug Arna
Sigurbjörns-
dóttir
Pistill
Að stíga á verðlaunapallinn
Höfundur er dómsmálaráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
O
rðið þingrof kemur upp í
umræðunni á nokkurra
ára fresti og nú ber það á
góma á ný. Ástæðan er sú
að til stendur að Alþingi verði rofið í
þessari viku og þar með ákveðinn
formlega kjördagur hinn 25. sept-
ember næstkomandi. Jafnframt get-
ur hafist undirbúningur atkvæða-
greiðslu utan kjörfundar, sem
sýslumenn landsins annast.
Þingrofið verður gert opinbert
með birtingu tilkynningar í Stjórn-
artíðindum: „Forsetabréf um þing-
rof og almennar kosningar til Al-
þingis.“ Það er forsætisráðherra
sem annast birtinguna í Stjórnartíð-
indum. Birtingardagurinn í Stjórn-
artíðindum ræður því hvenær þing-
rofsboðskapurinn tekur gildi. Katrín
Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur
nefnt fimmtudaginn 12. ágúst sem
líklegan dag.
Síðast var slík tilkynning birt í
Stjórnartíðindum hinn 18. sept-
ember 2017, nr. 77/2017. Hún var
svohljóðandi: „Forseti Íslands gjörir
kunnugt: Samkvæmt tillögu for-
sætisráðherra og með vísan til 24.
gr. stjórnarskrárinnar, nr. 33/1944,
eins og henni var breytt með 5. gr.
stjórnarskipunarlaga nr. 56/1991,
sbr. 21. gr. laga um kosningar til Al-
þingis, nr. 24/2000, er ákveðið að
þing verði rofið 28. október 2017 og
að almennar kosningar til Alþingis
fari fram sama dag. Gjört á Bessa-
stöðum, 18. september 2017.
Guðni Th. Jóhannesson, Bjarni
Benediktsson.“
Í þingrofinu felst heimild
til að stytta kjörtímabil
Á heimasíðu Alþingis segir að í
þingrofi felist heimild handhafa
framkvæmdarvaldsins (forseta Ís-
lands að tillögu forsætisráðherra) til
að stytta kjörtímabil Alþingis, en Al-
þingi er kjörið til fjögurra ára í senn.
Frá því að stjórnarskránni var
breytt 1991 er með þingrofi í reynd
verið að ákveða kjördag því að það
tekur ekki gildi fyrr en á kjördegi.
Með breytingunni 1991 var einnig
þeirri skipan komið á að landið verð-
ur aldrei þingmannslaust þar sem
þingmenn halda umboði sínu til
kjördags.
Störfum Alþingis lýkur ekki
fyrr en þingið hefur samþykkt til-
lögu um frestun á störfum sínum
fram að kjördegi. Þegar Alþingi kom
saman í einn dag hinn 6. júlí síðast-
liðinn samþykkti þingið ályktun þess
efnis að fundum þingsins verði frest-
að frá 6. júlí 2021 eða síðar, ef nauð-
syn krefur.
Eftir að birt hefur verið til-
kynning um þingrof þarf að halda
nýjar þingkosningar innan 45 daga
frá útgáfu tilkynningarinnar og nýtt
Alþingi skal koma saman eigi síðar
en tíu vikum eftir kjördag.
Á vef Alþingis kemur fram að
þingrof sé af þrennum toga; kjör-
dagsþingrof, pólitískt þingrof og
stjórnarskrárþingrof.
Kjördagsþingrof er þegar
ákveðið er að stytta kjörtímabilið
t.d. svo að kjördagur verði á hent-
ugri árstíma en ella hefði orðið.
Pólitískt þingrof felur í sér að
kjörtímabilið er stytt, oftast vegna
stjórnarslita. Þingrofin árin 1908,
1931, 1937, 1949, 1956, 1974, 1979,
2009, 2016 og 2017 voru öll stjórn-
málalegs eðlis.
Stjórnarskrárþingrof er tví-
þætt; annars vegar er skylt að rjúfa
þing þegar krafa Alþingis um að
leysa forseta Íslands frá embætti
hefur ekki verið samþykkt í þjóð-
aratkvæðagreiðslu og hins vegar
þegar Alþingi hefur samþykkt
breytingar á stjórnarskrá. Aldrei
hefur komið til þingrofs sem leiðir af
kröfu um frávikningu forseta Ís-
lands.
Stjórnarskrárþingrof voru árin
1885, 1893, 1901, 1902, 1911, 1913,
1919, 1927, 1933, 1942 (tvívegis),
1959, 1967, 1983, 1991, 1995, 1999 og
2013.
Flestar stjórnarskrárbreyt-
ingar á seinni árum hafa verið sam-
þykktar undir lok kjörtímabilsins og
kjördagur því verið óbreyttur frá
fyrirhuguðum almennum þingkosn-
ingum, þ.e. þegar fjögurra ára kjör-
tímabilinu var lokið.
Alþingi verður rofið
með forsetabréfi
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Alþingi Guðni Th. Jóhannesson forseti setti þingið 2020. Ragna Árnadótt-
ir skrifstofustjóri og Steingrímur J. Sigfússon þingforseti sjást einnig.
- Stefnt er að birtingu í Stjórnartíðindum síðar í vikunni