Morgunblaðið - 09.08.2021, Qupperneq 15
15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. ÁGÚST 2021
Landkönnuðir Þrír kátir krakkar léku sér dátt við styttu Leifs Eiríkssonar sem kunni líklega að meta félagsskapinn. Ein stúlkan virðist efnilegur landkönnuður með bleikan kíki í hendinni.
Unnur Karen
Frá 1990 til 2019
hefur tala þeirra sem
búa við örbirgð fallið
úr 1,9 milljörðum í 648
milljónir, en örbirgðar-
viðmiðið skv. Alþjóða-
bankanum er umráð
yfir 1,90 dollara á dag
eða minna. Covid-19
hefur haft neikvæð
áhrif á þessa þróun og í
lok ársins 2021 mun
faraldurinn líklega hafa komið 150
milljónum manns aftur í fátæktar-
gildruna.
Jafnvel fyrir faraldurinn var ekki
fyrirséð að hægt væri að koma í veg
fyrir örbirgð á næsta áratug. Árang-
urinn í baráttunni var farinn að
hægjast talsvert fyrr og á milli ár-
anna 2015 og 2019 fækkaði fjölda
fólks í örbirgð um minna en hálft
prósent. Ef faraldurinn er ekki tek-
inn inn í dæmið myndu enn 537
milljónir manns búa við örbirgð árið
2030, sem væri fyrir neðan fyrsta
heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna
um sjálfbæra þróun þegar kemur að
fátækt (SDG 1).
BRAC, sem eru stærstu sjálf-
stæðu, alþjóðlegu samtökin á suð-
urhveli, sem berjast gegn fátækt,
hafa verið að hanna, setja af stað,
ráðleggja og innleiða inngrip til að
minnka örbirgð og starf þeirra sýnir
hvernig hægt er að gera baráttuna
gegn fátækt skilvirkari.
Í fyrsta lagi þurfa aðgerðirnar að
ná til fólks sem er verst statt. Fólk í
örbirgð hefur lítið sem
ekkert aðgengi að fé-
lagslegri aðstoð og
þjónustu. Það er ólík-
legra til þess að eiga
bankareikninga, hafa
fasta búsetu eða hafa
skilríki, sem getur úti-
lokað það strax frá því
að geta sótt um aðstoð.
Þar að auki þurfa þau
að kljást við fordóma
tengda því að fá aðstoð
og iðulega hafa þau
ekki upplýsingar um þá
aðstoð sem þau geta fengið.
Í fátækum ríkjum fá 79% þeirra
sem eru í lægsta fimmtungi tekna
enga félagslega aðstoð. Til þess að
tryggja að aðstoð berist til þeirra
sem mest þurfa á henni að halda,
þurfa ríkisstjórnir og samstarfs-
aðilar þeirra að hanna stefnur og
verkefni sem gera ráð fyrir og leysa
þær hindranir sem verst staddi hóp-
urinn stendur frammi fyrir, svo að
öryggisnet betur settra hópa í sam-
félaginu nái til þeirra.
Í öðru lagi þarf aðstoðin að ein-
blína á langtíma virkni. Ríkisstjórnir
og samstarfsaðilar þurfa að gera
meira en bara að bæta skammtíma-
stöðu, heldur þarf að hjálpa fólki í
örbirgð að fá þau tæki, hæfni og að-
stoð sem hindrar að þau lendi aftur í
fátæktargildrunni. Þessi aðferð er
afar mikilvæg á krepputímum, eins
og BRAC-samtökin komust að þeg-
ar þau voru, í samstarfi við asíska
þróunarbankann, að ráðleggja ríkis-
stjórn Filippseyja við nýlega herferð
gegn örbirgð.
Verkefnið var unnið í miðjum far-
aldri og var séð til þess að fátækir
fengju fjáraðstoð frá ríkisstjórninni
og mataraðstoð frá héraðsstjórnum.
Á sama tíma fékk þessi hópur upp-
lýsingar og þjálfun til þess að læra
að sjá fyrir sér sjálfur og finna nýjar
og fjölbreyttar tekjuleiðir. Árang-
urinn lét ekki á sér standa og 76%
þátttakenda tókst að halda áfram að
afla tekna, jafnvel í ströngu út-
göngubanni.
Í þriðja lagi þarf að líta á örbirgð
sem mengi margra þátta. Nothæf
skilgreining þarf að taka inn þau
mörgu svið sem fólk í fátækt þarf að
glíma við, frá skorti á vatni og raf-
magni til vannæringar og félags-
legrar útskúfunar. Síðan er birting-
armynd fátæktar breytileg eftir
mismunandi hópum og mismunandi
löndum. Þegar tillit er tekið til
margra þátta sem tilheyra sér-
stökum svæðum og menningu þeirra
svæða, geta ríkisstjórnir og sam-
starfsmenn þeirra betur hannað
heildræna aðstoð sem aðstoðar fólk
við að kljást við sínar sértæku að-
stæður.
Í fjórða lagi þarf þessi aðstoð að
virkja sveitarstjórnir og ríkis-
stjórnir viðkomandi svæða, því þátt-
taka þeirra gefur betri yfirsýn yfir
daglegar aðstæður fólks og getur
örvað viðskipti á svæðinu. Auk þess
er mikilvægt að fá aðra borgara
landsins til að hjálpa til, ekki síst
þegar kemur að því að veita yfir-
völdum aðhald og fara fram á skil-
virkar langtímalausnir. Síðan getur
nærsamfélagið, eins og sveitar-
stjórnir, aðstoðað ríkisstjórnir við að
kortleggja örbirgð og vinna með að
ná jaðarhópum betur inn í sam-
félagið.
Í fimmta lagi þurfa ríkisstjórnir
og samstarfsaðilar þeirra að læra
hvað virkar og hvað virkar ekki og
byggja sína aðstoð á þeirri vitn-
eskju. Því þarf að vera hægt að
fylgjast með aðstoðinni, meta hana
og læra af því sem vel gengur,
hvernig aðstoðin er innleidd og vera
svo tilbúin að breyta því sem ekki
virkar.
Slíkt mat gæti byrjað á því að skil-
greina grundvallaratriðin í hönnun
aðstoðarverkefnanna. Það þarf að
lagfæra og prófa verkefnin með
meginmarkmiðin í huga og fylgjast
þarf með öllum niðurstöðum. Það er
með þeirri rannsóknarnálgun sem
ríkisstjórnir og samstarfsaðilar
þeirra geta tryggt að fátækraað-
stoðin muni hafa langtímaáhrif og að
hægt sé að mæta sértækum og
breytilegum þörfum þegnanna.
Þetta verður að vera samvinnu-
verkefni margra. Ef alþjóða-
samfélagið fer eftir þessum til-
mælum geta verkefnin og
hugmyndafræðin sem notuð er til að
berjast gegn fátækt orðið sértækari,
sveigjanlegri og skilvirkari. Auk
þess að virkja almenna borgara og
háskólasamfélagið þurfa ríkis-
stjórnir þróunaraðila, þ.m.t. marg-
víslegar stofnanir og lönd sem geta
veitt fjárhagslegan stuðning, að leit-
ast við að jafna aðgengi að auðlind-
um og tækifærum þar til fátækir
geti á eigin vegum nýtt sér auðlindir
heima fyrir. Mörg lönd sem hafa lág-
ar eða meðaltekjur hafa einfaldlega
ekki bolmagn til að takast á við stór-
tækar aðgerðir til að sporna gegn fá-
tækt án stuðnings.
Fyrsta heimsmarkmið Sameinuðu
þjóðanna er nátengt öðrum mark-
miðum samtakanna, frá því að
tryggja jafnræði kynjanna til þess
að stuðla að varanlegri bót á nær-
ingu þegnanna. Sökum Covid-19,
hefur árangur sem náðst hefur á
þessum svæðum, farið aftur um ára-
tugi og það er mikilvægt að setja af
stað heildstæðar aðgerðir sem taka
á margvíslegum þáttum ef hægt á að
vera að snúa þeirri þróun við. Eina
leiðin til þess að tryggja að stórir
hópar fólks lendi ekki í fátæktar-
gildrunni er að setja meira fjármagn
í baráttuna og að tryggja að aðgerð-
ir séu heildstæðari og skili raun-
verulegum árangri.
Eftir Shameran
Abed »Eina leiðin til þess að
tryggja að stórir
hópar fólks lendi ekki í
fátæktargildrunni er að
setja meira fjármagn í
baráttuna og að tryggja
að aðgerðir séu heild-
stæðari og skili raun-
verulegum árangri.
Shameran Abed
Höfundur er yfirmaður í Smá-
lánafjármögnun og Örbirgðaraðstoð
BRAC. ©Project Syndicate, 2021.
Hvernig hægt er að styrkja baráttu gegn fátækt