Morgunblaðið - 09.08.2021, Side 17
UMRÆÐAN 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. ÁGÚST 2021
Fyrir
líkama
og sál
L augarnar í Reykjaví k
w w wsýnumhvert öðru tillitssemi
sa
Fyrr hefði Kristján
L. Möller átt að
leggja enn meiri
áherslu á tvíbreið
jarðgöng milli Siglu-
fjarðar og Fljóta. Of
mörg óvissuatriði,
tengd hugmyndinni
um fjármögnun
Vaðlaheiðarganga
með innheimtu veg-
tolla á hvern bíl,
vekja spurningar um
hvort þingmenn Norðaustur-
kjördæmis verði síðar meir gerðir
ómerkir orða sinna þegar allar til-
raunir til að reka þetta rándýra
samgöngumannvirki sem einka-
framkvæmd mistakast. Árangurs-
laust voru þingmenn fyrrverandi
ríkisstjórnar spurðir hvort skyn-
samlegt væri að láta afleiðing-
arnar lenda á ríkissjóði og skatt-
greiðendunum þegar meirihluti
heimamanna í Norðausturkjör-
dæmi viðurkennir þá staðreynd,
að alltof fáir bílar séu í umferð á
Eyjafjarðarsvæðinu og í Þingeyj-
arsveit til að 1.500 króna veggjald
á hvert ökutæki standi undir laun-
um starfsmanna, afborgunum, við-
haldi og rekstri ganganna. Engin
svör fást þegar spurt er hvaða
sanngirni felist í því að íslenskir
skattgreiðendur skuli með stór-
auknum álögum gjalda fyrir þetta
stórmennskubrjálæði Steingríms
J., sem telur pólitískan glundroða,
ringulreið, öryggis- og stjórnleysi
skipta meira máli en að taka á at-
vinnumálum íbúanna við Skjálf-
andaflóa. Þessi framkoma jarð-
fræðingsins úr Þistilfirði eyði-
leggur allar forsendur sem
tengjast arðsemismati Vaðlaheið-
arganga. Af þessu stórmennsku-
brjálæði Steingríms J. verður löng
saga þegar það sannast að einka-
aðilar í fámennum landshlutum
ráða aldrei við fjármögnun sam-
göngumannvirkja með innheimtu
vegtolla á hvert ökutæki áður en
kostnaðurinn stefnir í 20 milljarða
króna sem engin innistæða er fyr-
ir. Mörgum spurningum svaraði
fyrrverandi sjávarútvegsráðherra
aldrei þegar vitað var að meðal-
umferð ökutækja á sólarhring í
Vaðlaheiðargöngum næði aldrei
þeim heildarfjölda sem fer dag-
lega í gegnum Hvalfjarðargöngin.
Spurningin er ekki hvort flokks-
systkinin Steingrímur J. og Oddný
falli á reikningsprófinu heldur
hvenær, þegar fyrirsögnin vonlaus
fjármögnun Vaðlaheiðarganga
birtist á forsíðum dagblaðanna.
En hvert verður reikningurinn
sendur? Fljótlega spyrja áhyggju-
fullar fjölskyldur á höfuðborgar-
svæðinu og landsbyggðinni hvers
vegna þær skuli gjalda fyrir þjófn-
að óreiðumanna sem svara aldrei
til saka, um leið og allar tilraunir
til að fjármagna Vaðlaheiðargöng
með 1.500 króna veggjaldi á hvern
bíl renna endanlega út í sandinn.
Að viðlögðum drengskap lofaði
jarðfræðingurinn úr Þistilfirði því
að rekstur jarðganganna gegnt
Akureyri skyldi standa undir sér
með innheimtu veg-
tolla, þegar hann
ítrekaði andstöðu sína
gegn Norðfjarðar-
göngum og tillögu
Arnbjargar Sveins-
dóttur um Fjarðar-
heiðargöng, sem af-
gerandi meirihluti
Alþingis samþykkti
fyrr á árinu 2012.
Sjálfur kom Stein-
grímur aldrei virðu-
lega fram gagnvart
Austfirðingum, Sunn-
lendingum og Vestfirðingum. Vor-
ið 2013 komust ráðherraskipti í
fyrrverandi ríkisstjórn í fréttirnar,
sem vakti spurningar um hvort
pólitísk hrossakaup hefðu farið
fram á bak við tjöldin, um leið og
jarðfræðingurinn barðist fyrir því
að fjármögnun Vaðlaheiðarganga
yrði troðið fram fyrir önnur þarf-
ari verkefni á Vestfjörðum, Aust-
urlandi og Suðurlandi. Það voru
Dýrafjarðargöng, Norðfjarðar-
göng, Lónsheiðargöng, stutt veg-
göng undir Reynisfjall og und-
irbúningsrannsóknir á jarðganga-
gerð undir Fjarðarheiði. Allar
spár um að meðalumferð í veg-
göngunum milli Fnjóskadals og
Eyjafjarðar verði jafnmikil og í
Hvalfjarðargöngunum eru ófull-
nægjandi, mótsagnakenndar og
ómarkvissar. Of mikil áhætta
fylgir því að setja Vaðlaheiðar-
göng í einkaframkvæmd þegar
haft er í huga hvað meðalumferð
ökutækja á sólarhring milli Eyja-
fjarðar og Fnjóskadals er mikið
minni en í Suðurkjördæmi, Hval-
fjarðargöngum og á höfuðborg-
arsvæðinu. Félög sem einkaaðilar
í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum
stofnuðu til að fjármagna þessi
veggöng með veggjaldi áttu erfitt
með að útvega fjármagn í þetta
rándýra samgöngumannvirki.
Fljótlega spyrja vonsviknir skatt-
greiðendur hvenær Vegagerðin
festist í svikamyllu Vaðlaheið-
arganga að undirlagi Steingríms
J. og Oddnýjar G. Harðardóttur
þegar allar tilraunir til að fjár-
magna þessa rándýru einka-
framkvæmd með veggjaldi snúast
upp í andhverfu sína. Fyrir einka-
aðila í fámennum landshlutum,
sem geta aldrei fjármagnað svona
dýrt samgöngumannvirki, verða
afleiðingarnar skelfilegar án þess
að Steingrímur J. og flokkssystir
hans taki það nærri sér. Ræður
þeirra voru skammir og tilefnis-
lausar rangfærslur um samgöngu-
mál Mið-Austurlands, Suðurlands
og Vestfjarða eftir að Alþingi
samþykkti ný Norðfjarðargöng
2009.
Vonlaus
fjármögnun
Vaðlaheiðarganga
Eftir Guðmund
Karl Jónsson
Guðmundur
Karl Jónsson
» Þessi framkoma
jarðfræðingsins úr
Þistilfirði eyðileggur all-
ar forsendur sem tengj-
ast arðsemismati Vaðla-
heiðarganga.
Höfundur er farandverkamaður.
Það tínast hingað fréttir norður í fá-
sinnið að hinir og þessir ráðamenn
hafi verið að leggja niður völd, ýmist
sjálfviljugir en þó aðallega með sem-
ingi. Það er þetta ólukkans lýðræði
sem er að flækjast fyrir og stríða
mönnum sem svo staðfastlega trúa
að þeirra sé mátturinn og helst að ei-
lífu.
Þetta er aðeins einfaldara í einræð-
isríkjum þar sem gildir að hafa góðan
og trúan her, en dugir ekki alltaf til.
Á slíkum stöðum er oft lítið að
marka kosningar og þeim hagrætt á
marga vegu. Eftirlitsstofnanir hafa
verið gerðar út til að fylgjast með
slíkum gervikosningum og ekki ein-
hugur að treysta niðurstöðum.
Þessi ríki eru ekki öll fátæk, þótt
almenningur þar mali ekki gull, en
ráðamenn geta haft áhrif langt inn í
„lýðræðisstofnanir“ í öðrum löndum,
sem gefa viðkomandi rétta stimpla.
Það er ekki hægt að kalla þetta
peningaþvott, þótt peningar komi
vissulega oftast við sögu, en það
mætti e.t.v. kalla það „lýðræðis-
þvott“.
Svona mál eru fyrir dómstólum úti
í Evrópu núna.
Sunnlendingur.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
Eins og hundar á roði
Fjármagn Peningar koma við sögu í
ýmsum málefnum.
Hvar er næsta
verkstæði?
FINNA.is