Morgunblaðið - 09.08.2021, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 09.08.2021, Qupperneq 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. ÁGÚST 2021 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Árangur er það sem allir horfa til en sumir leggja minna upp úr því hvernig hann næst. Sýndu þeim því nærgætni. 20. apríl - 20. maí + Naut Viðræðum við foreldri eða yfirvald miðar ekkert í dag. En þér finnst þú hvatvís og frjáls þegar þú hefur útbúið plan. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Jafnvel ástríkustu vina- sambönd lenda í undarlegum pyttum endrum og sinnum. Láttu því gott af þér leiða. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Láttu það eftir þér að sletta svo- lítið úr klaufunum en gættu allrar hátt- vísi. Láttu aðra ekki stjórna lífi þínu. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Þótt þú hafir sett markið hátt er engin ástæða til að ætla annað en þér takist að ná því. Sérviska þín er ekki jafn góð vísbending um brjálæði þitt og hreinskilnin. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Nýir vinir eru á næsta leiti. Nú er rétti tíminn til þess, því fólk er vingjarn- legra en ella í annarra garð. 23. sept. - 22. okt. k Vog Yfirmaður þinn eða yfirboðari er tilbúinn til að ræða ýmis óvissuatriði. Vertu öðrum glaðvært fordæmi. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Velgengni felst ekki í að eiga meira, heldur að eiga eitthvað öðru- vísi. Mundu bara að þú varst ekki einn að verki og fleiri mega njóta sviðsljóss- ins. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Nú er nauðsyn að þú takir af skarið og nýtir forystuhæfileika þína. Taktu áhættu í nýrri leið til fjáröflunar. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Það er hreint furðulegt hvað maður getur, ef viljinn er fyrir hendi. Reyndu að treysta því að hlutirnir fari á besta veg, hvernig svo sem hann kann að líta út. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Farðu varlega í fjármálum núna og hugsaðu þig tvisvar um áður en þú eyðir peningum. Njóttu svo afrakst- ursins og leyfðu þínum nánustu að vera með. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Þú þarft fyrst að koma á jafnvægi í sjálfum þér áður en þú ferð að fást við aðra hluti. Sýndu nú svolítinn kjark. ÍSLAN D VAK NARJón ax el - kr istín s if - ás geir p áll alla v irkna morg na fr á 06-1 0 heilsueflingu, stöðumat og stefnu- mótun í eigin lífi svo eitthvað sé nefnt, bæði í Endurmenntun Há- skóla Íslands og fyrir vinnustaði, hópa og samtök.“ Síðan hefur Krist- ín Linda haldið námskeið á Spáni í samvinnu við Ingu Geirsdóttur far- arstjóra hjá Skotgöngu fyrir konur sem eru 40 ára og eldri. „Þetta eru viku námskeið, ýmist á Albír eða Tenerife, hagnýt og skemmtileg, og svo eru gönguferðir og skoðunar- ferðir í pakkanum, virkilega upp- byggjandi og vinsælar ferðir.“ Áhugamál Kristínar Lindu hafa einnig breyst í gegnum tíðina. „Ára- tugum saman nýtti ég sæla sumar- daga til að ferðast á hestbaki á samband Íslands gefur út fjórum sinnum á ári, samfellt í 19 ár. „Hús- freyjan er hluti af menningu og sögu íslenskra kvenna og þar með þjóð- arinnar og það hefur verið virkilega áhugavert að stýra henni þessa tvo áratugi. Kristín Linda segir að í starfi sínu í dag sinni hún því fólki sem sé að fara í gegnum erfið tímabil á lífsleið- inni og vilji bæta eigin heilsu, líðan og lífsgæði. „Við glímum öll ein- hvern tímann við erfiðleika, vansæld og heilsubrest eða áföll og þá er sjálfsagt að leita sér faglegrar hjálp- ar til að ná fyrr bata og betri líðan. Ég held líka fyrirlestra og námskeið um líðan, lífsgæði, streitustjórnun, K ristín Linda Jónsdóttir fæddist 9. ágúst 1961 og er næstelst fjög- urra systkina. „Ég er sveitastelpa og alin upp á öflugu búi forelda minna í Hjarðarholti í Fnjóskadal í miklu nábýli við Kristínu ömmu og Sigurð afa á Draflastöðum í sömu sveit.“ Hún minnist æskunnar sem ríku- legrar reynslu á bóndabæ þar sem lambær voru á beit í fjallinu, kýr komu út úr fjósi eftir mjaltir, hænur vöppuðu um í varpanum og lagt var á hrossin og riðið út dalinn í kvöld- sólinni. „Á vetrum var ég eins og önnur börn sveitarinnar í heimavist- arskóla, frá 8-18 ára, lengst í Stóru- tjarnaskóla, og lauk svo stúdents- prófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1981.“ Kristín Linda fór síðar í háskólanám í Háskólanum á Akureyri og Háskóla Íslands og fékk starfsleyfi sem klínískur sál- fræðingur um fimmtugt. „Ég kýs að lifa litríku lífi og hef nokkrum sinnum breytt hressilega til á lífsveginum. Ég hef meðal ann- ars unnið í skógrækt í Vaglaskógi, sem þjónn á Bautanum á Akureyri, á hótelum og í sláturhúsi. Var banka- starfsmaður á Akureyri í átta ár og blaðamaður hjá Degi á Akureyri í fimm og svo var ég kúabóndi í Mið- hvammi í Aðaldal í Þingeyjarsýslu í 15 ár. Á þeim árum tók ég virkan þátt í félagsmálum og baráttu bænda og var m.a. formaður Félags þingeyskra kúabænda og sat í stjórn Landssambands kúabænda í sex ár. Síðustu tíu ár hef ég búið í Reykja- vík og er sjálfstætt starfandi sál- fræðingur hjá eigin sálfræðistofu, Huglind ehf. í Reykjavík. Ég varð sálfræðingur á miðri ævi af því að það kom svo sterkt til mín þessi hug- sjón að hjálpa fólki að blómstra á ný eftir erfiðleika. Það er svo dýrmætt að við öll náum að nýta og njóta lífs- ins á okkar hátt, sigla gegnum öld- urnar og ná að njóta blíðunnar þegar gefur, en festumst ekki í gráma og depurð. Þar getur fagleg þekking sálfræðinnar sannarlega gert gæfu- muninn.“ Samhliða þessu hefur Kristín Linda ritstýrt tímaritinu Húsfreyjunni, sem Kvenfélaga- Norðurlandi. Það er einstök upp- lifun að ríða þingeysku heiðarnar og dalina og á hestbaki upplifði ég sannarlega að vera drottning um stund. Síðasta áratug hafa hins veg- ar annars konar ferðalög verið á dagskránni. Ég tók mig til og fór að ganga í náttúrunni og njóta hennar þannig. Bæði dagsdaglega í ná- grenninu og svo hef ég líka m.a. gengið á Ströndum og Laugaveginn, í austurrísku Ölpunum, pílagríma- leiðina til Rómar og eftir Jakobsveg- inum á Spáni.“ Kristín Linda segir að hún njóti líka menningar, lesi, hlusti á tónlist, fari á tónleika og í leikhús og á listsýningar. „Fyrir þremur árum lenti ég fyrir tilviljun á námskeiði í olíumálun hjá Þuríði Sig- urðardóttur myndlistarkonu. Ég hafði hvorki málað né teiknað síðan ég var barn en í dag elska ég að leika mér á minn litríka og naívíska hátt á striganum og myndirnar sem verða til eru mín sýn á náttúruna, fjöllin, fossana og árnar og okkur kon- urnar.“ Kristín Linda segir að sér sé vel ljóst að þótt það taki sannarlega sex- tíu ár að verða sextug, þá sé fram undan stór kafli. „Árin þrjátíu milli sextíu og níutíu eru ekkert færri en Kristín Linda Jónsdóttir sálfræðingur og ritstjóri Húsfreyjunnar – 60 ára Systkinin Frá vinstri: Heiðar Ágúst, Kristín Linda, Sigríður Hulda og Sigurður Arnar. Í baksýn er Draflastaðakirkja í Fnjóskadal. „Ég kýs að lifa litríku lífi“ Jökulsárlón Kristín Linda og Jens á leið um landið fagra. Ljósmynd: Silla Páls. Húsfreyjan Kristín Linda sálfræðingur hjá Huglind hefur ritstýrt tímaritinu Húsfreyjunni í 19 ár. Til hamingju með daginn 30 ÁRA Unnur Birna fædd- ist í Reykjavík 9. ágúst 1991 og flutti til Svíþjóðar vikugömul og ólst þar upp fyrstu sex árin. „Ég man að það var mjög gaman að alast þar upp þessi leikskólaár, en pabbi var í námi og mamma, sem er hjúkrunarfræðingur, var að vinna úti.“ Fjölskyldan flutti til Hafnarfjarðar 1997 og þar hefur Unnur Birna búið allar götur síðan. Þar gekk hún í Lækjarskóla og Öldutúns- skóla og fór síðan í Fjölbrauta- skólann í Garðabæ. Eftir stúd- entinn fór hún í Háskóla Íslands og lauk þar BA-gráðu í félagsfræði árið 2015. Unnur Birna hefur mikinn áhuga á að ferðast og þess vegna fór hún í flugfreyjunámið eftir háskól- ann og flaug í tvö ár með WOW-Air. „Ég fór akkúrat í fæðingarorlof þegar fyrir- tækið hætti.“ Núna er Unnur Birna heimavinnandi og í barnsburðarleyfi enda yngra barnið fætt á þessu ári. Helstu áhugamál Unnar Birnu eru samvera með fjölskyldu og vinum. „Síðan æfði ég dans mjög lengi og var öll grunnskólaárin í samkvæmisdönsum og keppti í Danmörku, Englandi og í Taílandi, og hef alltaf mjög mikinn áhuga á dansi. Síðan hef ég líka mjög gaman af því að ferðast.“ FJÖLSKYLDA Unnusti Unnar Birnu er Davíð Örn, framkvæmdastjóri og eigandi fyrirtækisins Smitten í Reykjavík. Þau eiga dæturnar Viktoríu Hrönn, f. 2019, og Júlíu Rós, f. 2021. Foreldar Unnar Birnu eru hjónin Magnús Heimisson, samskiptafulltrúi fyr- ir nýja Landspítalann, f. 1964, og Sigríður Hrönn Bjarnadóttir, svæðisstjóri hjá heilsugæslunni, geðheilsuteymi austur, geðhjúkrunarfræðingur, f. 1960. Þau búa í Hafnarfirði. Unnur Birna Magnúsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.