Morgunblaðið - 09.08.2021, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 09.08.2021, Qupperneq 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. ÁGÚST 2021 Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „EILÍTIL VANDRÆÐI MEÐ BÍLINN, HERRA LÖGREGLUÞJÓNN. EINKABÍLSTJÓRINN ER AÐ SÆKJA DRÁTTARBÍL.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að elska innri manninn. KÆRIMORGUN- DAGUR, FARÐU EFTIR Á AÐ HYGGJA, KOMDU AFTUROG ÞÁ MEÐ KAFFI BEST AÐ KÍKJA Á OFNINN! HRÓLFUR, HEFUR ÞÚ SÉÐ KÖKUKREMIÐOG SLEIKJUNA SEM ÉG SETTI HÉR Á BORÐIÐ? „SVONA OKKAR Á MILLI ER ÉG EKKI JAFNMIKIL AURASÁL OG ÞÚ HELDUR.“ árin milli þrítugs og sextugs svo það er margt í vonum ef líf og heilsa end- ist og sannarlega spennandi að hafa það áfram að leiðarljósi að lifa litríku lífi og láta gott af sér leiða.“ Fjölskylda Maður Kristínar Lindu er Jens Sigurðsson, yfirvélstjóri á Sighvati GK 57 í Grindavík. Kristín var áður gift Sigurði Árna Snorrasyni, f. 14.6. 1961. Synir þeirra eru: 1) Ástþór Örn, bóndi í Miðdal í Skagafirði, f. 6.7. 1984. Maki hans er Svana Ósk Rúnarsdóttir bóndi og þau eiga Lilju Dóru, f. 2011, d. 2013; Viktor Árna, f. 2014, og Sóldísi Tinnu f. 2017. 2) Halldór Logi, flugmaður og við- skiptafræðingur í Garðabæ, f. 4.7. 1989. Maki hans er Hrafney Svava Þorsteinsdóttir náms- og starfs- ráðgjafi og dætur þeirra eru Svan- hvít Linda, f. 2019, og Bjartey Rún, f. 2021. 3) Jón Fjalar, nemi og versl- unarstjóri, f. 1.9. 1999. Unnusta hans er Andrea Örvarsdóttir, nemi og af- greiðslumaður. Systkini Kristínar eru Heiðar Ágúst, f. 15.8. 1959; Sig- ríður Hulda, f. 18.9. 1964, og Sig- urður Arnar, f. 4.4. 1972. Foreldrar Kristínar eru hjónin Jón Ferdínand Sigurðsson, bóndi og bifreiðastjóri, f. 30.10. 1938, og Svan- hildur Þorgilsdóttir, bóndi og hús- freyja, f. 26.6. 1939, þau búa í Hjarð- arholti í Fnjóskadal. Kristín Linda Jónsdóttir Sigurbjörg Vilhjálmsdóttir húsfreyja í Hólum í Laxárdal Hallgrímur Tryggvi Hallgrímsson bóndi á Hólum, í Laxárdal, S-Þing., stundaði póstflutninga Sigríður Hallgrímsdóttir húsfreyja á Þverá í Laxárdal og síðar á Daðastöðum í Reykjadal Þorgils Jónsson bóndi á Þverá í Laxárdal og síðar á Daðastöðum í Reykjadal Svanhildur Þorgilsdóttir bóndi og húsfreyja í Hjarðarholti í Fnjóskadal Hildur Benediktsdóttir húsfreyja á Auðnum í Laxárdal, S-Þing. Jón Pétursson bóndi á Auðnum í Laxárdal, S-Þing. Hólmfríður Jónsdóttir húsfreyja í Skógum og Fornastöðum í Hálshreppi og á Birningsstöðum í Ljósavatnsskarði Jón Ferdínandsson bóndi í Skógum og Fornastöðum í Hálshreppi og á Birningsstöðum í Ljósavatnsskarði Kristín Jónsdóttir húsfreyja á Draflastöðum í Hálshr., S-Þing., gegndi ýmsum félags- og trúnaðarstörfum Sigurður Karlsson bóndi á Draflastöðum í Hálshr., S-Þing. Jónasína Dómhildur Jóhannsdóttir húsfreyja á Draflastöðum í Hálshreppi, S-Þing. Karl Ágúst Sigurðsson bóndi á Draflastöðum í Hálshreppi, S-Þing. Úr frændgarði Kristínar Lindu Jónsdóttur Jón Ferdínand Sigurðsson bóndi og bifreiðastjóri í Hjarðarholti í Fnjóskadal Á Boðnarmiði rifjar Ólafur Stef- ánsson að gefnu tilefni upp þulu sem hann lærði sem krakki og Hallgrímur Pétursson orti í orða- stað konu sem átti óseðjandi eig- inmann: Ég gef honum fisk með flautum og fergjað skyrið óskammtað, átján stykki af ýsum blautum, ellefu hrogn og svilja spað. og sextán merkur af sullugrautum. Hann Sumarliði minn étur það. Þetta gaf Ástu Sverrisdóttur til- efni til að rifja upp gamla „druslu“: Ég vildi að sjórinn yrði að mjólk undirdjúpin að skyri (skeri), fjöll og hálsar að floti og tólk Frónið að súru sméri. Uppfyllist óskin mín öll vötn í brennivín Holland að heitum graut, horngrýtið gamalt naut, Grikkland að grárri meri! Maðurinn með hattinn yrkir: Í lífinu er margs að meta, margt sem kætir frónskan lýð. Til dæmis er gott að geta gamnað sér við ljóðasmíð. Ágúst H. Bjarnason segir bágt að hamla för Elli kerlingar: Ellin vægir engum hér, andann drepur líka. Þessi kellu-fjandi fer í fátæka sem ríka. Eyjólfur Ó. Eyjólfsson yrkir: Þótt fullhugi frískur sé Benni þá forðast hann Bínu frá Enni því konan sú er svo kröftug og þver að lýsnar þær hoppa af henni. „Allt í hófi“ er limra eftir Hrólf Sveinsson: Hallur Hallsson á Móum hlóð niður þrjátíu krógum, því það var svo gaman að sofa saman samt þótti húsfreyju nóg um. Hér er limran „Berdreymi“ eftir Hrólf: Hann Dagfinn dreymir svo glatt, hann dreymdi’ að hann æti sinn hatt og vaknaði um hánótt með hiksta, og sá fljótt að þetta var því miður satt. Þessi staka úr Griðkurímum er alkunn: Yggjar sjó ég út á legg uggandi um Dvalins kugg, hyggju dugur dvínar segg duggan þegar fer á rugg. Þessi staka Snæbjarnar í Hergil- sey var á hvers manns vörum: Ég hef reynt í éljum nauða jafnvel meira en þér. Á landamærum lífs og dauða leikur enginn sér. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Sumarliði minn étur það 110

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.