Morgunblaðið - 09.08.2021, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 09.08.2021, Qupperneq 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. ÁGÚST 2021 LEIKNIR R. – VALUR 1:0 1:0 Andrés Manga Escobar 81. M Brynjar Hlöðversson (Leikni) Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (Leikni) Loftur Páll Eiríksson (Leikni) Arnór Ingi Kristinsson (Leikni) Hjalti Sigurðsson (Leikni) Andrés Manga Escobar (Leikni) Daníel Finns Matthíasson (Leikni) Hannes Þór Halldórson (Val) Rasmus Christiansen (Val) Dómari: Sigurður H. Þrastarson – 7. Áhorfendur: Um 400. VÍKINGUR R. – KA 2:2 1:0 Viktor Örlygur Andrason 8. 1:1 sjálfsmark 23. 2:1 Kristall Máni Ingason 45. 2:2 Rodrigo Gómes 86. MM Rodrigo Gómes (KA) M Atli Barkarson (Víkingi) Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingi) Kristall Máni Ingason (Víkingi) Viktor Örlygur Andrason (Víkingi) Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA) Mark Gundelach (KA) Steinþór Már Auðunsson (KA) Dómari: Vilhjálmur A. Þórarinsson – 7. Áhorfendur: Um 400. KEFLAVÍK – FYLKIR 1:1 0:1 Orri Hrafn Kjartansson 15. 1:1 Oliver Kelaart 81. M Marley Blair (Keflavík) Nacho Heras (Keflavík) Frans Elvarsson (Keflavík) Orri Hrafn Kjartansson (Fylki) Dagur Dan Þórhallsson (Fylki) Orri Sveinn Stefánsson (Fylki) Unnar Steinn Ingvarsson (Fylki) Dómari: Elías Ingi Árnason – 7. Áhorfendur: 350. KR – FH 1:1 0:1 Matthías Vilhjálmsson 8. 1:1 Stefán Árni Geirsson 15. M Arnór Sveinn Aðalsteinsson (KR) Kennie Chopart (KR) Stefán árni Geirsson (KR) Jónatan Ingi Jónsson (FH) Matthías Vilhjálmsson (FH) Ólafur Guðmundsson (FH) Dómari: Þorvaldur Árnason – 7. Áhorfendur: 621. ÍA – HK 4:1 1:0 Alexander Davey 2. 2:0 Gísli Laxdal Unnarsson 59. 2:1 Stefan Ljubicic 68. 3:1 Steinar Þorsteinsson 83. 4:1 Ísak Snær Þorvaldsson 87. MM Ísak Snær Þorvaldsson (ÍA) Árni Marinó Einarsson (ÍA) M Viktor Jónsson (ÍA) Steinar Þorsteinsson (ÍA) Gísli Laxdal Unnarsson (ÍA) Alexander Davey (ÍA) Atli Arnarson (HK) Stefan Ljubicic (HK) Rautt spjald: Jóhannes Karl Guðjóns- son, þjálfari. (ÍA) 26. Dómari: Helgi Mikael Jónasson – 4. Áhorfendur: 374. _ Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/fot- bolti. FÓTBOLTINN Kristján Jónsson kris@mbl.is Nýliðar Leiknis komu geysilega á óvart í Pepsí Max-deild karla í gær þegar þeir unnu Íslandsmeistarana úr Val 1:0 í Breiðholtinu. Leiknir varð fyrir blóðtöku í vikunni þegar Lyngby keypti fyrirliða þeirra og marksæknasta mann, Sævar Atla Magnússon, en það virtist ekki skipta máli í gær. Tvíburabræðurnir Dagur og Máni Austmann Hilmarssynir voru heldur ekki með en þeir eru oftar en ekki í byrjunarliðinu. Valsmenn voru með byr í seglin í aðdraganda leiksins eftir mikilvægan sigur gegn KR á dög- unum. Ef til vill hefur spennufall myndast hjá Völsurum eftir KR- leikinn en Heimir Guðjónsson þjálf- ari þeirra sagði í samtali við mbl.is sigur Leiknismanna hafa verið sann- gjarnan. „Það voru vonbrigði að tapa leiknum en ég held að þetta hafi verið sanngjörn úrslit. Mér fannst Leikn- isliðið bara gott og þeir vildu þetta mikið og börðust fyrir öllum boltum og við urðum undir í baráttunni og sanngjarn sigur,“ sagði Heimir. „Öll vörn Leiknismanna eins og hún leggur sig var frábær í leiknum og gaf nánast ekki eitt einasta færi á sér,“ skrifaði Arnar Gauti Grettisson m.a. í umfjöllun um leikinn á mbl.is Skagamenn bitu frá sér Enn meira líf færðist í neðri hluta deildarinnar með sigri ÍA á HK á Akranesi. Ef til vill mætti segja að sigur Skagamanna hafi verið lífs- nauðsynlegur því þeir eru í botnsæt- inu og HK er næsta lið fyrir ofan. ÍA skoraði fjögur mörk í þessum leik og HK skoraði fjögur gegn FH í síð- ustu umferð. Þessi lið gætu því náð í stig í næstu umferðum og þurfa á því að halda. Umdeilt atvik varð í leiknum þegar Skagamenn töldu sig hafa skorað mark í fyrri hálfleik. Það hafði ekki áhrif á úrslit leiksins en þjálfarinn Jó- hannes Karl Guðjónsson verður tæp- lega á hliðarlínunni í næsta leik. „Gísli Laxdal Unnarsson hélt hann væri að tvöfalda forskot Skagamanna á 25. mínútu er hann átti skot í slá, hvaðan boltinn fór yfir marklínuna. Gísli byrjaði að fagna marki en dóm- aratríóið dæmdi ekki mark. Við það reiddust Skagamenn og Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari liðsins, fékk beint rautt spjald fyrir mótmæli,“ skrifaði Jóhann Ingi Hafþórsson í umfjöllun á mbl.is. Ragnar mættur í slaginn Bæði Keflvíkingar og Fylkismenn voru á höttunum eftir þremur stigum í Bítlabænum enda eru liðin rétt fyrir ofan fallsvæðið. Þeim varð ekki að ósk sinni en fá þó sitt hvort stigið eftir 1:1-jafntefli. - Ragnar Sigurðsson var í byrj- unarliði Fylkis í fyrsta sinn síðan í september 2006. „Það reyndi ekki mikið á hann í fyrri hálfleik en náði sér þó í gult spjald í lok fyrri hálfleiks en þá var hann aðeins of seinn í tækl- ingu,“ skrifaði Þór Bæring Ólafsson m.a. í umfjöllun sinni á mbl.is. „Ég er mjög ánægður með það persónulega að hafa náð rúmlega klukkutíma í dag. Ég er ekki búinn að æfa fótbolta í einhverja mánuði og hvað þá að spila leik þannig að ég er sáttur með kvöld- ið,“ sagði Ragnar m.a. við mbl.is. Þrjú jafntefli í gær Víkingur og KA gerðu 2:2-jafntefli í Víkinni en bæði eru í baráttunni í efri hlutanum. „Bæði lið hefðu sann- arlega viljað fá öll stigin þrjú er þau reyna eins og þau geta að eltast við topplið Vals, en eftir að Valur tapaði í dag þá eru Víkingar aðeins þremur stigum á eftir þeim í öðru sætinu og KA getur jafnað Víking að stigum vinni það leikinn sem það á til góða,“ benti Gunnar Egill Daníelsson á í um- fjöllun sinni um leikinn á mbl.is. - Rodrigo Gómez, varnar- tengiliðurinn í liði KA, skoraði jöfn- unarmarkið á 86. mínútu. Þremur leikjum lauk með jafntefli því hið sama var upp á teningnum hjá KR og FH í Vesturbænum. Leikurinn byrjaði afar fjörlega en bæði mörkin voru skoruð á fyrsta korterinu en þá höfðu einnig fleiri skottilraunir átt sér stað. „Eftir þessa fjörugu byrjun virtust þjálfarar beggja liða átta sig á því að mörkin yrðu alltof mörg á Meist- aravöllum með þessu áframhaldi og tókst vel til að þétta raðirnar, báðum megin á vellinum. Úr varð öðruvísi leikur en ekki síður skemmtilegur er leikmenn tókust vel á, sérstaklega á miðjunni,“ skrifaði Kristófer Krist- jánsson meðal annars í umfjöllun um leikinn á mbl.is. Leiknismenn komu mjög á óvart gegn Val Ljósmynd/Kristinn Steinn Í vesturbænum Eskfirðingurinn Eggert Gunnþór Jónsson og Ísfirðingurinn Matthías Vilhjálmsson fagna marki FH í gær en það dugði ekki til sigurs. - Botnlið ÍA skoraði fjögur gegn HK - Víkingur og KA fengu sitt hvort stigið Pepsi Max-deild karla Leiknir R. – Valur .................................... 1:0 Víkingur R. – KA...................................... 2:2 ÍA – HK..................................................... 4:1 Keflavík – Fylkir ...................................... 1:1 KR – FH.................................................... 1:1 Staðan: Valur 16 10 3 3 26:14 33 Víkingur R. 16 8 6 2 24:18 30 KA 15 8 3 4 23:12 27 Breiðablik 14 8 2 4 33:18 26 KR 16 7 5 4 25:16 26 Leiknir R. 16 6 3 7 16:19 21 FH 15 5 4 6 21:22 19 Keflavík 15 5 2 8 19:25 17 Stjarnan 15 4 4 7 18:23 16 Fylkir 16 3 7 6 18:26 16 HK 16 3 4 9 19:32 13 ÍA 16 3 3 10 17:34 12 Lengjudeild karla Víkingur Ó – ÍBV ..................................... 0:2 Staðan: Fram 14 12 2 0 38:10 38 ÍBV 15 10 2 3 29:13 32 Kórdrengir 13 7 4 2 22:14 25 Vestri 15 8 1 6 25:28 25 Fjölnir 15 7 2 6 19:18 23 Grótta 15 6 2 7 30:29 20 Grindavík 15 5 5 5 27:30 20 Afturelding 14 5 4 5 29:26 19 Þór 15 5 4 6 29:26 19 Selfoss 15 3 3 9 22:34 12 Þróttur R. 15 3 1 11 25:36 10 Víkingur Ó. 13 0 2 11 15:46 2 2. deild karla Reynir S. – Leiknir F............................... 4:1 Fjarðabyggð – KV.................................... 0:2 ÍR – Magni ................................................ 1:1 Staðan: Þróttur V. 15 9 5 1 31:12 32 KV 15 8 4 3 30:20 28 Völsungur 15 8 3 4 33:27 27 KF 15 7 4 4 29:22 25 Njarðvík 15 5 8 2 30:18 23 Magni 15 5 6 4 30:29 21 Reynir S. 15 5 5 5 29:28 20 Haukar 15 5 4 6 30:28 19 ÍR 15 4 7 4 24:22 19 Leiknir F. 15 4 2 9 20:36 14 Kári 15 1 5 9 21:35 8 Fjarðabyggð 15 0 5 10 8:38 5 3. deild karla Elliði – Einherji ........................................ 3:2 Lengjudeild kvenna Haukar – Afturelding .............................. 2:6 Staðan: FH 13 9 2 2 34:11 29 KR 13 9 2 2 33:17 29 Afturelding 13 8 4 1 35:13 28 Víkingur R. 13 5 4 4 23:22 19 Haukar 13 4 3 6 19:25 15 Grindavík 13 3 5 5 18:22 14 Grótta 13 4 1 8 17:29 13 ÍA 12 3 2 7 12:27 11 HK 11 2 3 6 14:26 9 Augnablik 12 2 2 8 17:30 8 2. deild kvenna Hamar – Sindri ......................................... 0:2 Álftanes – SR............................................ 3:1 Fj/Hö/Le – KM....................................... 24:0 Staðan: Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir 30 stig, Völsungur 25, KH 21, Fram 21, Fjöln- ir 19, Sindri 15, ÍR 13, Hamrarnri 11, Ein- herji 9, Hamar 9, Álftanes 6, SR 4, KM 0 England Samfélagsskjöldurinn: Leicester City – Man City ....................... 1:0 B-deild: QPR – Millwall ......................................... 1:1 - Jón Daði Böðvarsson var ekki í leik- mannahópi Millwall. Bristol City – Blackpool.......................... 1:1 - Daníel Leó Grétarsson var ekki í leik- mannahópi Blackpool. Skotland Bikarkeppni, riðlakeppni: Partick Thistle – Celtic........................... 1:3 - María Ólafsdóttir Gros kom inn á hjá Celtic á 66. mínútu. Þýskaland Bikarkeppni, 1. umferð: Greifswald – Augsburg .......................... 2:4 - Alfreð Finnbogason var fyrirliði Augs- burg og lék fyrstu 61 mínútuna. Villingen – Schalke ................................. 1:4 - Guðlaugur Victor Pálsson lék fyrstu 80 mínúturnar með Schalke. Wiche – Holstein Kiel .............................. 2:4 - Hólmbert Aron Friðjónsson lék fyrstu 59 mínúturnar með Hostein Kiel. Ítalía Bikarkeppni, 1. umferð: Padova – Alexxandria............................. 0:2 - Emil Hallfreðsson var ekki í leikmanna- hópi Padova. Frakkland B-deild: Valenciennes – Nimes ............................. 0:3 - Elías Már Ómarsson lék fyrstu 63 mín- úturnar og skoraði fyrir Nimes. Holland B-deild: Den Haag – Jong Ajax ............................ 2:0 - Kristian Nökkvi Hlynsson lék fyrstu 69 mínúturnar með Jong Ajax. 50$99(/:+0$ þegar kemur að markaskorun, stoðsendingum og fjölda leikja. „Ég hef íhugað það vandlega hvað ég ætlaði að segja en sannleikurinn er sá að þetta er svo erfitt fyrir mig eftir öll þessi ár, ég hef verið hér alla tíð,“ sagði Messi meðal annars á fundinum á meðan hann barðist við tárin. Fastlega er búist við því að franska liðið París Saint-Germain sé næsti áfangastaður Messis en hann sagði þó sjálfur á blaðamannafundinum að það væri bara einn möguleiki af nokkrum. _ Hilmar Örn Jónsson úr FH setti mótsmet í sleggjukasti er hann kastaði 74,14 metra í bikarkeppni FRÍ á laugardag og hafði gríðarlega yfirburði í grein- inni. _ Bandaríska körfuboltalandslið karla er ólympíumeistari eftir 87:82-sigur á Frakklandi. Þar með tókst Bandaríkja- mönnum að ná fram hefndum eftir að hafa tapað óvænt gegn Frökkum í fyrsta leik keppninnar. Kevin Durant var atkvæðamikill í leiknum og skoraði 29 stig fyrir sigurvegarana en Jayson Tatum skoraði 19 og tók sjö fráköst. _ Knattspyrnumarkvörðurinn Birna Kristjánsdóttir hefur gert samning við uppeldisfélagið sitt Breiðablik út núverandi keppnistímabil. Birna er 35 ára og lék síðast með KR í efstu deild sumarið 2019. Hún er uppalin hjá Breiðabliki og á alls 64 leiki í efstu deild á Íslandi með Blikum, Val, Stjörnunni og KR. Einnig lék hún í Noregi með Grand Bodö í þrjú ár. Þá á hún einn A-landsleik að baki fyrir Ís- lands hönd. _ Norski hlauparinn Jakob Inge- brigtsen hreppti gullverðlaunin og setti ólympíumet í 1.500 metra hlaupi karla á Ólympíuleikunum í Tókýó er hann hljóp á 3:28,32 mínútum. Hann Eitt ogannað _ Argentínski knattspyrnusnilling- urinn Lionel Messi hélt blaðamanna- fund á Camp Nou-leikvanginum í Barcelona í gær. Spænska stórveldið hafði fyrir helgi tilkynnt að því væri ekki unnt að semja við Messi að nýju og í gær staðfesti hann brottför sína í eigin persónu. Þar með lýkur 21 árs dvöl Messis hjá Barcelona, þar sem hann hefur unnið allt sem hægt er að vinna og sett óviðjafnanleg persónuleg met hjá Barcelona og í spænsku 1. deildinni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.