Morgunblaðið - 09.08.2021, Qupperneq 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. ÁGÚST 2021
Keppt er í Fjallahjólreiðum á skemmtilegri braut
í nágrenni Morgunblaðsins í Hádegismóum
Keppt er í tíu flokkum karla og kvenna
HRINGURINN
mánudaginn 9. ágúst
Léttar veitingar í mótslok frá
Nánari upplýsingar og skráning á hri.is
Breiðholt er eitt af úthverfum
Reykjavíkur og þar búa nú rösklega
tuttugu þúsund manns. Það er um
hálfrar aldar gamalt og kennt við bæ
sem stóð neðst í núverandi hverfi,
þar sem gatan Skógarsel er nú. Á
seinni hluta nítjándu aldar bjuggu
hjón í Breiðholti með þrettán börn, í
torfbæ með kýr og hross og sauðfé;
þar var oft gestkvæmt þegar bændur
voru á leið í bæinn með sínar afurðir.
Raunar var búið í Breiðholti alveg til
1960 en þá var reist þar gróðrarstöð.
Á sjöunda áratugnum voru svo lögð
drög að byggingu
íbúðahverfis á
holtinu fyrir ofan
bæinn, sem var
ekki síst verka-
lýðshreyfingunni
að þakka. Þá
hafði lengi verið
erfitt ástand í
húsnæðismálum í
Reykjavík, margt
vinnandi fólk bjó í hrörlegu húsnæði
og sumir jafnvel enn í bröggum frá
stríðinu sem herinn hafði skilið eftir.
Það varð til þess að verkalýðshreyf-
ing, ríki og borgaryfirvöld sömdu um
uppbyggingu íbúðarhúsnæðis fyrir
lágtekjufólk og Breiðholtið tók að
rísa.
Hverfið skiptist í þrjá hluta og var
hugmyndin sú að í hverjum hluta
yrðu bæði einbýlishús, raðhús og
blokkir, þó hver gerð húsa út af fyrir
sig eins og sjá má þegar farið er um
hverfið. Flestar urðu blokkirnar í
Fella- og Hólahverfi, eða Efra-
Breiðholti, og þar reis – með sam-
byggðri risablokk við Asparfell og
Æsufell – stærsta íbúðarhús Íslands
með 300 íbúðum. Þetta var dæmigert
úthverfi líkt og þau voru víða byggð á
Vesturlöndum á sjöunda áratugnum
og vantaði ekki gagnrýnina heldur:
Breiðholt væri ljótur svefnbær og
menningarsnautt slömm, mátti lesa í
blaðagreinum. Það gat verið margt til
í því og nú orðið eru borgir ekki
skipulagðar með þessum hætti: nán-
ast engir vinnustaðir í hverfinu, allir
fóru vestur í bæ eftir vinnu, og þjón-
usta eins og skólar og heilsugæsla
hökti á eftir uppbyggingunni. Þannig
sagði skólastjóri Hólabrekkuskóla frá
því að þegar hann tók til starfa var
enginn kennari við skólann og ekkert
húsnæði heldur, en nóg af nem-
endum.
Í svona tali gleymdist þó eitt: í
Breiðholtið fluttu aðallega ungar,
barnmargar fjölskyldur og brátt
moraði þar allt í krökkum og öllu því
fjöri sem þeim fylgir. Þannig hafði
Reykjavík þanist út eftir stríð í átt til
austurs, krakkarnir eins konar land-
nemar, leikandi sér í holtum og þúf-
um og byggingagrunnum eins og
Einar Már Guðmundsson hefur lýst
ógleymanlega með Vogahverfið sem
sögusvið, en það byggðist upp tíu ár-
um fyrr (Riddarar hringstigans). Og
allt gekk mjög hratt fyrir sig; sextán
ára var ég eitt sumar í byggingar-
vinnu í Breiðholti og horfði beinlínis á
blokkirnar spretta upp – með tals-
verðum ugg vegna lofthræðslunnar.
Framan af voru bara grunnskólar í
Breiðholti en árið 1975 var stofnaður
fyrsti fjölbrautaskóli landsins og
fylltist fljótt af nemendum. Fjórum
árum síðar mynda nokkrir ungir
strákar í FB með sér skáldahópinn
Medúsu og taka upp merki súrreal-
ismans, hreyfingar sem hafði lognast
út af í stofnlandinu Frakklandi tíu ár-
um fyrr eftir hálfrar aldar starf. Mest
voru þeir sjö í hópnum, þar af fjórir
sem bjuggu í tveim íbúðum í blokk í
Asparfelli, og þar hittust menn
nokkrum sinnum í viku til að byrja
með. En smám saman eignaðist hóp-
urinn mikið tengslanet og áhrifin
urðu miklu meiri en ætla mátti af
framleiðninni.
Medúsuhópurinn gaf út bækur og
kver og tímarit og stóð fyrir listsýn-
ingum og ýmsum uppákomum; með-
al liðsmanna hans var skáldið Sjón
sem nú er þýddur um víða veröld, rit-
höfundurinn og tónlistarmaðurinn
Þór Eldon sem síðar varð þekktur
sem gítarleikari Sykurmolanna og
hönnuðurinn og menningarfræðing-
urinn Ólafur J. Engilbertsson; hóp-
urinn var stofnaður 30. nóvember
1979 með útgáfu bókarinnar Birgitta
– hleruð samtöl eftir Sjón. Hann var
þá sautján ára og þetta var þriðja
verkið hans.
Svo gerðu menn það sem alltaf
hefur verið gert í skáldahópum: lásu
hver fyrir annan, rýndu í bækur í
smíðum og pældu saman í lykilritum
súrrealisma og dadaisma. Þeir stofn-
uðu tímarit á níunda áratugnum sem
hétu „Hinn súrrealíski uppskurður“
og „Geltandi vatn“ en af báðum kom
bara út eitt tölublað. Í því síðar-
nefnda sagði: „Geltandi vatn er gefið
út af Medúsu og er málsvari og hljóð-
nemi ástríðna okkar. Héðan munum
við mölva allt sem reynir að hindra
okkur í því að eiga stefnumót við lífið.
Uppreisn höfuðskepnanna getur
ekki beðið lengur. Við verðum að
varpa öllu frá okkur svo við getum
óheft af siðalögmálum lögreglu og
presta leitað nýrra leiða til að
lifa …“.
Medúsa stóð fyrir upplestrum í
Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og
fleiri skólum sem mátti eins kalla
gjörninga og hétu nöfnum eins og
„Góðir hermenn klára af disknum
sínum“ og sömdu kjörorð á borð við
„Logandi fótspor prests á barmi
mínum“. Svo voru þeir saman í
hljómsveit sem hét Fan Houtens
kókó, en nafn þessa hollenska kakó-
framleiðanda var sótt í ljóð rúss-
neska skáldsins Majakovskís, Ský í
buxum, þar sem dauðadæmdum
fanga er lofað frelsi ef hann auglýsi
Van Houtens kakó á aftökupallinum.
Um skamman tíma rak Medúsu-
hópurinn gallerí niðrí bæ sem hét
Skruggubúð og hélt þar t.d. sýningu
á alþjóðlegum guðlastsgripum undir
nafninu „Við étum ekki þetta brauð“,
til andófs við kirkjulistasýningu
sama ár (1983).
Medúsa reyndi líka fyrir sér í al-
þjóðlegu samstarfi með skoðana-
bræðrum á Norðurlöndum og í Eng-
landi og þeir Sjón, Þór og Ólafur fóru
saman til Parísar og heimsóttu Elisu,
ekkju frægasta súrrealista allra
tíma, André Breton, sem sextíu ár-
um fyrr hafði samið stefnuskrá súr-
realismans. Hópurinn vann með ís-
lenska myndlistarmanninum og
súrrealistanum Alfreð Flóka og svo
yngra fólki úr frjóu tónlistarumhverfi
Reykjavíkur þessara ára, eins og
Margréti Örnólfsdóttur og söngkon-
unni Björk Guðmundsdóttur sem þeir
tengdust líka í gegnum hljómsveitina
Kukl (1983).
Medúsuhópurinn var lagður niður
1986 en margir meðlimanna tóku þátt
í stofnun útgáfufélagsins Smekkleysu
það ár og í framhaldi af því varð
hljómsveitin Sykurmolarnir til, undir
kjörorðinu „Heimsyfirráð eða dauði!“;
íslenskum góðborgurum til mikillar
furðu fóru þau nær hinu fyrrnefnda
en hinu síðarnefnda. Eftir þetta átti
Medúsu- og Smekkleysufólkið hvert
sinn feril, en vann saman öðru hverju
eins og við kvikmynd Lars von Trier,
Dancer in the Dark (2000), þar sem
Björk lék annað aðalhlutverkið og
Sjón samdi söngtextana ásamt leik-
stjóranum, og átti reyndar eftir að
semja marga texta fyrir Björk. Sjón
hefur verið afkastamikill höfundur,
skrifað bæði skáldsögur, smásögur,
leikrit, ljóð, kvikmyndahandrit og
ýmsa texta og hlaut bókmenntaverð-
laun Norðurlandaráðs árið 2005 fyrir
skáldsöguna Skugga-Baldur og Ís-
lensku bókmenntaverðlaunin 2013
fyrir Mánastein.
Sögur Sjóns (listamannsnafn Sig-
urjóns B. Sigurðssonar) hafa færst
nær hefðbundinni frásagnarlist og
hann er orðinn virðulegur forseti ís-
lenska PEN-klúbbsins og ekki sá
flippaði drengur sem birtist hjá okkur
í bókaforlagi Máls og menningar tutt-
ugu og fjögurra ára, þá þegar höf-
undur átta bóka sem við gáfum út í
safnritinu Drengurinn með röntgen-
augun. En óvæntar tengingar súrreal-
ismans, alþjóðleg skírskotun hans og
víraður húmor dadaismans er aldrei
langt undan. Og í miðju sagna hans er
iðulega utangarðsmaður, ekki hin
dæmigerða aðalpersóna íslenskrar
skáldsagnagerðar: vangefin stúlka í
íslenskri nítjándu aldar sveit í
Skugga-Baldri, ungur hommi með
bíódellu í smáborginni Reykjavík árið
1918 í Mánasteini, nýnasisti á árum
kalda stríðsins í sögunni Korngult
hár, grá augu, til að nefna dæmi.
En af hverju endurfæðist súrreal-
isminn í reykvísku úthverfi árið 1979?
Kannski af því þá fyrst er að verða
eitthvað til á Íslandi sem kalla má
fjöldamenningarsamfélag. Reykjavík
er að verða borg, ekki ofvaxið þorp, og
ungt fólk sem vildi tjá sig í skáldskap
leitaði óvæntra tenginga, dónalegrar
uppreisnar, alþjóðlegrar skírskot-
unar, viðmið þess var ekki gamla ís-
lenska landbúnaðarsamfélagið. Helsta
viðfangsefni íslenskra bókmennta á
tuttugustu öld hafði verið breyting
samfélagsins úr sveit í borg, eiginlega
dæmigert nítjándu aldar þema í evr-
ópskum bókmenntum, en þessir
krakkar í Efra-Breiðholti þekktu
enga sveit og hæddust bara að slíkum
viðfangsefnum, eða eins og einn
þeirra, Matthías S. Magnússon, orðaði
það í viðtali við skólablaðið: „Á upp-
vaxtarárum mínum lá ég daginn út við
bunulæki og lygnar fjallalindir og mér
svall móður yfir tísti smáfugla.“ Þessi
umbreyting var auðvitað ekki bara í
skáldskap, hennar sá ekki síður stað í
tónlistarlífi borgarinnar: Poppið dó,
pönkið kom og nýbylgjan reis eins og
er ógleymanlega dokúmenterað í
myndinni Rokk í Reykjavík (Friðrik
Þór Friðriksson, 1982).
Enn er þróunin í Efra-Breiðholti á
öðrum stað en annars á Íslandi, fjöl-
menning hefur komið í stað fjölda-
menningar. Þriðjungur af íbúum
hverfisins eru útlendingar; lang-
stærsti hlutinn Pólverjar sem hafa
komið til Íslands að vinna og halda hér
gangandi mestallri byggingarvinnu og
fiskverkun auk þjónustustarfa. Í
Fellaskóla, einum af grunnskólum
hverfisins, koma þrír fjórðu allra
barna frá heimilum þar sem íslenska
er ekki móðurmálið. Hver veit nema
næsti kröftugi listahópur komi þaðan,
með allt aðra sýn og annars konar
tjáningarþörf en Íslendingar eru ann-
ars vanir?
(Tilvísunum er sleppt.)
Súrrealískur uppskurður í Breiðholti
Bókarkafli Í bókinni
Sagnalandið fara Hall-
dór Guðmundsson og
Dagur Gunnarsson
hringferð um landið og
koma við á stöðum sem
tengjast höfundum og
bókmenntaverkum,
þjóðsögum og atburð-
um úr Íslandssögunni.
Ljósmynd/Dagur Gunnarsson
Uppskurður Á áttunda áratugnum mynduðu nokkrir ungir strákar í Breiðholti með sér skáldahópinn Medúsu.