Morgunblaðið - 08.09.2021, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.09.2021, Blaðsíða 14
»Erum við virkilega á leiðinni inn í sams konar tíma og ríkti á dögum Rann- sóknarrétt- arins? Stundum setur mann hljóðan þegar maður hlustar á hina svokölluðu áhrifa- valda. Þeim virðist ekkert óviðkomandi og hika ekki við að tjá skoðanir sínar með slíkum ofstopa að furðu sætir. Flestir þessara áhrifavalda kenna sig við fem- ínista og hafa ákveðið hvað sé rétt eða rangt í þjóðfélag- inu. Það er engu líkara en flestir forfeður okkar hafi verið miklir of- beldismenn og ruddar í þeirra aug- um. Um daginn horfði ég á Kastljós, þar sem einn hinna svokölluðu áhrifavalda var í viðtali. Þar lýsti hún þeirri skoðun sinni að sá sem brotið hefði af sér gagnvart annarri persónu skyldi nánast bannfærður það sem hann ætti eftir ólifað. Gilti þá einu hver ætti í hlut. Ef viðkom- andi væri rithöfundur, tónskáld, söngvari, myndlistarmaður eða skapandi listamaður ætti að banna að spila lögin hans á samfélags- miðlum, taka málverkin niður og setja þau á einhvern stað þar sem enginn sæi þau og fleira í þessum dúr. Í helgri bók stendur að „sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum“. Jafnvel á fyrstu árum kristninnar höfðu menn efa- semdir um að nokkur væri með öllu syndlaus, en þrátt fyrir það hefur mannkyninu tekist að þrauka í gegnum aldirnar. Það hefur nefni- lega verið hægt að horfa á breysk- leika mannsins og fyrirgefa. Erum við virkilega á leiðinni inn í sams konar tíma og ríkti á dögum Rann- sóknarréttarins? Þar réðu afar þröng sjónarmið kaþólsku kirkj- unnar og þeir sem hlýddu ekki of- urvaldi kirkjunnar fengu að finna til tevatnsins. Þessa dagana hlustum við á fréttir frá Afganistan þar sem ta- líbanar hafa tekið völdin og ætla sér að koma á svokölluðum sjaría- lögum, sem er grimmasta túlkun á múslímatrúnni. Þar er engu eirt og allt sem tengja má við vestræn samskipti er glæpur í þeirra aug- um. Áhrifavaldurinn í áðurnefndum Kastljósþætti minnti mig óþægilega á talíbanana í Afganistan, þar sem dómharka og ofstæki ráða för. Erum við virkilega komin á sama stað og talíbanarnir? Ef þessir siðapostular sem nú tröllríða sam- félagsmiðlum og fordæma allt og alla halda áfram sinni iðju, þá er full ástæða til að taka undir með skáldinu, sem sagði: „Ég á satt að segja ekkert einasta andskotans orð.“ Ég á satt að segja ekkert einasta orð Eftir Guðmund Oddsson Guðmundur Oddsson Höfundur er eldri borgari og fyrrverandi skólastjóri. gumodd@gmail.com 14 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 2021 Ég hef lengi og ítrekað bent á þann risastóra veikleika er fyrirfinnst í íþrótta- hreyfingunni hér á landi, sem er vöntun á faglegri þekkingu og hæfni hjá stjórn- endum íþrótta- sambanda/-samtaka, íþróttafélaga, deilda íþróttafélaga og í öðru íþróttastarfi. Síðast birtist grein eftir mig í Morgunblaðinu þann 13. ágúst með fyrirsögninni „Meiri faglega þekkingu í stjórnendastörf íþróttahreyfingarinnar“. Að mínu mati kristallast þessi veikleiki skýrt í KSÍ-málinu. Að- alstjórnin og aðrir lykilstjórn- endur sambandsins höfðu einfald- lega ekki þá faglegu þekkingu og hæfni sem er nauðsynleg til að geta tekið réttar ákvarðanir í erf- iðum málum og stýrt íþrótta- starfsemi með farsælum hætti. Umsvifin á íþróttasviðinu hafa aukist verulega og umhverfið breyst svo mikið á síð- ustu árum að það kall- ar á aukna sérþekk- ingu. Það dugar engan veginn að hrúga bara fólki úr viðskiptalífinu, fyrrum íþróttamönn- um, íþróttakennurum, viðskiptafræðingum, o.s.frv. inn í stjórn- endastöður á sviði íþróttanna sem krefj- ast mikillar sérhæf- ingar, með fullri virð- ingu fyrir því ágæta fólki og þeim starfsgreinum. Ég er virkur meðlimur í nokkr- um leiðandi íþróttafagsamtökum á heimsvísu og þekki því vel hvernig málum er háttað erlendis. Bæði í Bandaríkjunum og flestum ríkjum Evrópu er vanalega gerð sú krafa til æðstu stjórnenda í íþrótta- tengdri starfsemi að þeir hafi lok- ið háskólanámi í íþróttastjórnun (e. sports management), helst á meistarastigi. Þar er lögð mikil áhersla á að þeir sem stýra íþróttastarfi búi yfir sérfræði- þekkingu á því sviði. Þeir sem ljúka meistaranámi í íþróttastjórnun hafa lært um allt sem viðkemur stjórnun og rekstri í íþróttastarfsemi og sérstaklega um alla þá mikilvægu þætti sem aðgreina íþróttir og íþróttastarf frá stjórnun og rekstri venju- legra fyrirtækja. Þeir eru því vel undirbúnir fyrir leiðtoga- og stjórnendastörf á vettvangi íþróttanna. Erfitt er að sjá fyrir sér miklar framfarir í íþróttalífinu hérlendis á meðan ekki er krafist meiri sér- þekkingar af hálfu stjórnenda í íþróttahreyfingunni. Eftir Hallstein Arnarson Hallsteinn Arnarson »Erfitt að sjá fyrir sér miklar framfarir í íþróttalífinu hérlendis á meðan ekki er krafist meiri sérþekkingar hjá stjórnendum í íþrótta- hreyfingunni. Höfundur er með Executive MBA-gráðu í íþróttastjórnun. hallsteinna@hotmail.com KSÍ-málið skýrt dæmi um stjórnendavandann í íþróttahreyfingunni Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lif- andi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfu- daga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir ör- yggi í samskiptum milli starfs- fólks Morgunblaðsins og höf- unda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem inn- sendikerfið er notað þarf not- andinn að nýskrá sig inn í kerf- ið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. i | w . e. r t f r n n h v r e

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.