Morgunblaðið - 08.09.2021, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.09.2021, Blaðsíða 16
16 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 2021 ✝ Hrafnhildur Bjarnadóttir fæddist í Reykjavík 18. september 1930. Hún lést á Hrafnistu við Laugarás 2. sept- ember 2021. Foreldrar hennar voru Elenóra Kristín Rósmundsdóttir frá Ísafirði, f. 29. apríl 1899, d. 28. apríl 1951 og Bjarni Guð- jón Guðmundsson, f. 4. júlí 1897, d. 28. febrúar 1988. Systkini Hrafnhildar samfeðra voru Árni Magnús, f. 21. febrúar 1923, d. 10. maí 2010 og Margrét, f. 24. júlí 1924, d. 5. ágúst 1993. Hrafnhildur giftist Helga T.K. Þorvaldssyni skósmið 15. mars 1952, en hann lést 4. mars 1983. Hann var sonur hjónanna Krist- ínar Súsönnu Elíasdóttur hús- móður og Þorvaldar Helgasonar skósmiðs. Hrafnhildur og Helgi eign- uðust fjórar dætur: 1) Elín Kristín, f. 21.9. 1952, eiginmaður hennar er Benedikt Garðarsson, dætur þeirra eru: a) Hrafnhildur, f. 30.9. 1978, sam- 2002, fyrir átti Heimir dótturina Birnu, f. 1983. Hrafnhildur ólst upp í Reykja- vík hjá móður sinni sem vann ým- is verkakvennastörf. Hún gekk í Austurbæjarskóla og síðar í Hér- aðsskólann að Núpi og þá stund- aði hún nám við Húsmæðraskóla Reykjavíkur. Hrafnhildur og Helgi byggðu sér heimili í Langagerði 54 þar sem dæturnar ólust upp við gott atlæti og var Hrafnhildur ætíð heimavinnandi meðan á uppvexti þeirra stóð eins og tíðkaðist í þá daga enda nóg að gera á stóru heimili. Hún hóf þó að starfa utan heimilis hluta úr degi þegar yngsta dóttirin var 12 ára gömul. Árið 1983 lést Helgi en hann hafði rekið skóvinnustofu á Barónsstíg 18 og síðar meir vinnustofu og skóverslun í Fellagörðum í Breið- holtinu sem þá var að byggjast upp. Hrafnhildur sem aldrei hafði komið nálægt atvinnurekstri hik- aði ekki við að taka að sér rekstur skóverslunarinnar við fráfall hans og rak hana næstu árin bæði í Fellagörðum og síðar í Mjóddinni. Seinni eiginmaður hennar var Guðjón Kristinn Eymundsson, f. 12. febrúar 1924, d. 7. september 2009. Fyrstu árin bjuggu þau í Hraunbæ 23 en fluttu síðan á Skúlagötu 20. Útför Hrafnhildar fer fram frá Áskirkju 8. september 2021 og hefst kl. 15. býlismaður Drew Meakin, þeirra börn eru Vala Éowyn og Hjalti John. b) Inga Dröfn, f. 9.9. 1981, sambýlismaður Páll Ernisson, sonur hans er Sigfús Ernir. 2) Anna Svandís, f. 9.9. 1955, eig- inmaður hennar er Snæbjörn Stef- ánsson, synir þeirra eru: a) Helgi Þór, f. 12.9. 1975, sambýliskona Anna Rósa Antons- dóttir, þeirra dætur eru Hildur Líf og Anita Ösp og fyrir átti Helgi soninn Kristófer. b) Arnar Már, f. 26.3. 1980, hans börn eru Camilla Líf, Dagur Breki, Máni Snæbjörn og Myrkvi Sigurður. 3) Erla Hrönn, f. 28.2. 1957, hennar sonur er Ívar Örn Smára- son, f. 5.9. 1988. 4) Margrét, f. 29.1. 1963, eig- inmaður hennar er Heimir Guð- mundsson, þeirra börn eru: a) Sindri Hrafn, f. 28.2. 1991, sam- býliskona Linda Björk Jóhanns- dóttir. b) Hanna Margrét, f. 9.8. 1997, sambýlismaður Friðbert Elí Gíslason og c) Harpa Kara, f. 23.9. Fallin er frá tengdamóðir mín, Hrafnhildur Bjarnadóttir. Lokið er langri og giftusamri ævi. Uppeldis- ár hennar voru þó ljúfsár. Hún ólst upp við þröngan kost, var einbirni alin upp af einstæðri móður, Ele- nóru Rósmundsdóttur. Hún minnt- ist þess frá yngri árum að hafa sí- fellt verið að flytja og mamma hennar verið í mörgum störfum til að ná endum saman. Hún ræddi þennan tíma með hlýju og án nokk- urs biturleika, en maður skynjaði að þetta var erfiður tími. Það stóð upp úr þegar hún var send til afa síns og ömmu á Ísafirði á sumrin. Þaðan átti hún afar góðar og kærar minningar. Árin í kringum tvítugt voru við- burðarík í lífi Hrafnhildar. Þá fyrst fékk hún vitneskju um að hún ætti hálfsystkini, þau Margréti og Árna. Það reyndist henni mikill happa- fengur. Sérstaklega góður vinskap- ur, væntumþykja og samgangur myndaðist á milli fjölskyldna Hrafn- hildar og systkinanna og urðu þær systur afar nánar. Á svipuðum tíma kynntist tengdamóðir mín manns- efni sínu, Helga Þorvaldssyni. Það skyggði hins vegar verulega á þessa gleði og varð tengdamóður minni mikið áfall þegar hún missti móður sína, rétt rúmlega fimmtuga. Þau Hrafnhildur og Helgi hófu búskap á Vesturgötu þar sem frum- burðurinn kom í heiminn. Alls urðu börnin fjögur, allt stúlkur. Þau byggðu sér fagurt heimili í Langa- gerði 54. Helgi var skósmiður og rak skóverkstæði og skóverslun, en Hrafnhildur var heimavinnandi þegar dæturnar uxu úr grasi. Það var tengdamóður minni afar þung- bært þegar Helgi féll frá árið 1983. Hún tók við verslunarrekstrinum og þrátt fyrir litla reynslu af slíkum rekstri gerði hún það af miklum skörungsskap, fór m.a. á sölusýn- ingar erlendis. Það var síður en svo sjálfgefið á þeim tíma. Ekki var ég svo lánsamur að kynnast Helga, tengdaföður mín- um, þeim gæðamanni. Þegar við Magga komum heim frá námi í Bandaríkjunum, þar sem við kynnt- umst, hitti ég tengdamóður mína í fyrsta sinn, en þá hafði hún nýtekið saman við Guðjón Eymundsson, mikinn öðling sem reyndist tengda- móður minni afar vel. Ég fann það alla tíð að tengdamóðir mín var mér þakklát fyrir að hafa komið með dóttur sína heim. Ég kunni vel við tengdamóðir mína frá fyrsta degi og ætíð var gott á milli okkar. Hrafnhildur og Guðjón áttu góð ár saman. Þau ferðuðust mikið, enda hafði tengdamamma alla tíð unun af því að ferðast og ekki síst til framandi landa. Þá var mikil rækt lögð við sumarbústaðinn í Gríms- nesinu. Þetta voru góðir tímar og því áfall þegar Guðjón féll frá árið 2009. Tengdamóðir mín var einstak- lega smekkleg kona. Heimilið fal- legt og vel farið með alla hluti. Allt- af var hún vel tilhöfð. Hún fylgdist með tískunni fram á síðustu stundu og jafnvel á þeim stundum sem hún var rænulítil gat hún greint hvort einhver dóttirin væri í nýrri flík. Allt fram á síðasta dag var hug- urinn skýr, en skrokkurinn var löngu búinn. Þær systur hugsuðu af alúð um móður sína alla tíð og sér- staklega vel þessa síðustu daga. Ég kveð kæra tengdamóður mína með söknuði, miklu þakklæti og hlýjum minningum. Heimir Guðmundsson. Elsku amma mín. Það er svo sárt að þurfa að kveðja þig, þú hefur alltaf verið svo góð vinkona mín. Við eigum ótal minningar saman sem mér þykir ótrúlega vænt um. Þegar ég rifja upp æsku mína leiðir hún mig oft til ykkar Guðjóns á Skúlagötuna. Á sumrin tókum við Sindri bróðir oft strætó til ykkar þar sem við vörðum deginum hjá ykkur. Þú spurðir okkur alltaf hvað við vildum fá að borða og það kom ekkert annað til greina en hafra- grauturinn hennar ömmu. Við átt- um alltaf góða tíma saman á Skúla- götunni, hvort sem við vorum að spila, rölta meðfram sjónum eða kaupa okkur ís. Heimþráin sem ég upplifði oft átti ekki við á Skúlagötunni og ekki þegar við fórum tvær saman til Spánar að heimsækja Önnu og Snæja, vegna þess að það var alltaf svo gott að vera hjá ömmu. Ég hef alltaf litið upp til þín og þá sérstaklega fyrir það hversu sjálf- stæð þú varst og fyrir þann dugnað sem þú bjóst yfir. Þegar við fórum öll fjölskyldan til Spánar sumarið 2017, þá léstu ekki aldurinn stoppa þig þar sem þú röltir upp brekkur og skelltir þér í sundlaugina með okkur. Ein eftirminnilegasta minningin er frá aðfangadegi árið 2018. Þú ætlaðir að vera hjá okkur á jólunum og ég kom til að sækja þig. Þegar við ætluðum að leggja af stað heim fór bíllinn ekki í gang. Á meðan við biðum eftir að verða sóttar, sátum við saman í bílnum í faðmlagi á meðan Hallgrímskirkja hringdi inn jólin. Þú hefur alltaf verið stór partur af lífi mínu og því er erfitt að ímynda sér lífið án ömmu Hrafn- hildar en þú verður alltaf hjá mér hvort sem ég er með kveikt á lamp- anum þínum á náttborðinu mínu eða með skartgripina á mér sem þú hefur gefið mér. Minning þín mun ávallt lifa með mér. Þín Hanna Margrét. Hrafnhildur Bjarnadóttir ✝ Ingibjörg Erla Ásgeirsdóttir fæddist í Reykjavík 2. apríl 1954. Hún lést á krabbameins- deild Landspítalans þann 27. ágúst 2021. Foreldrar Erlu eru Gyða Ásbjarn- ardóttir, f. 1935, og Ásgeir Pétursson f. 1935, d. 2016. Þau skildu, seinni maður Gyðu er Baldvin Eggertsson, f. 1941. Systkini Erlu eru Petrína, f. 1956, Ásgerður, f. og d. 1958, Ás- björn Einar, f. 1959, Ásgeir, f. 1962, og Sólveig, f. 1965. Hálf- systkini Erlu sammæðra eru Dagný, f. 1970, og Eggert, f. 1976. Magnúsi Ragnarssyni, f. 2.8. 1944, d. 29.3. 2021. Sonur þeirra er Ásgeir Ragn- ar, f. 12.12. 1978. Stjúpsonur Erlu er Sigurður Ragnar Magn- ússon. Kona hans er Magnea Grétarsdóttir, börn þeirra eru Grétar Þór, Svava Rún og Sig- urpáll. Erla ólst upp í Reykjavík og gekk í Hlíðarskóla og Lauga- lækjarskóla. Eftir grunnskóla fór hún út á vinnumarkaðinn og vann ýmis störf samhliða barna- uppeldi og heimilishaldi. Lengst af vann hún sem aðstoðarmaður á tannlæknastofu Jóns Birgis Baldurssonar. Erla greindist fyrst með krabbamein árið 2007 og aftur árið 2016. Árið 2017 kom í ljós að hún var með stökkbreytingu í geninu BRCA2. Erla tók virkan þátt í starfi Ljóssins og veitti það henni mikinn styrk. Útför Erlu fer fram í dag, 8. september 2021, kl. 11 frá Frí- kirkjunni í Hafnarfirði. Erla giftist Ein- ari Ólafi Pálssyni, f. 26.10. 1950, þau skildu, dætur þeirra eru: 1) Margrét Erlu- dóttur Einarsdóttir, f. 7.3. 1973. Sonur hennar og Tómasar Guðjónssonar er Aron Freyr. 2) Gyða Erludótt- ir Einarsdóttir, f. 16.9. 1974. Eiginmaður hennar er Einar Tryggvason. Dætur þeirra eru a) Maren Erla, dóttir hennar og Ásgríms Jóhann- essonar er Máney Erla. b) Maídís Eva. Stjúpbörn Gyðu eru Tryggvi Snær og Harpa Rós. Þann 5.1. 1978 giftist Erla, Elsku mamma mín er dáin, það er svo óraunverulegt að segja þessi orð upphátt. Mamma var ekki nema 67 ára og átti fullt eftir af líf- inu. Það er víst ekki hægt að stjórna því hvenær við förum og oft lítið hægt að gera þegar krabbinn bankar upp á og lætur fólk ekki í friði. Mamma lagði mikið á sig til að lengja lífið og var nýlega búin í lyfjameðferð. Upp úr því fór hún að slappast og varð svo alvarlega veik af sýkingu í lungum. Hún reyndi að berjast en líkaminn gat ekki meira, við börnin hennar, tengdasonur og elsta barnabarn vorum með henni og studdum hana seinasta spölinn inn í sumarlandið. Ég er hreinlega ekki að meðtaka að þetta fór eins og það fór þar sem þetta gerðist frekar hratt. Að missa mömmu sína er óbærilegur sársauki, sökn- uður og tómleiki. Mamma var mjög hress kona með stóran persónuleika, hún gat talað við allt og alla. Hún lifði fyrir barnabörnin og nýjasta gullmolann hana Máneyju Erlu langömmu- barnið. Ég veit að mömmu langaði að vera lengur hjá okkur og fylgj- ast með afkomendum vaxa úr grasi. Samverustundir verða tóm- legar án mömmu og ég get ekki hugsað út í hátíðisdaga án hennar. Með nístandi söknuð í hjarta kveð ég mömmu, ég mun alltaf elska hana og viðhalda minningu hennar. Gyða. Mamma, hvar ertu mamma mín? Dofin af sorg reyni ég að átta mig á því að þér var ekki ætlaður meiri tími með okkur. Þú varst bú- in að eyða öllu sumrinu í síðustu lyfjameðferðina þína eins og þú sagðir sjálf í von um að fá meiri tíma. Lífið getur stundum verið órétt- látt því í mínum huga áttir þú að fá stóran verðlaunabikar og verðlaun- in þín áttu að vera tími en í staðinn ertu tekin frá okkur. Við áttum eft- ir að skapa og búa til fleiri minn- ingar sem áttu að fara beint í minn- ingabankann góða. Mikið svakalega er gott að eiga allar þessar yndislegu minningar sem hjálpa mér og fjölskyldunni á þessum erfiða tíma, þú varst ein- stök manneskja sem skilur eftir stórt skarð, þú varst mikil fé- lagsvera, hafðir gaman og sóttist í að vera í kringum fólk, hnyttin, skemmtileg og með einstakan húmor, þú stóðst alltaf upprétt í öll- um þeim áföllum sem dundu yfir þig í þessum veikindum á síðast- liðnum 14 árum, þú varst algjör nagli og hetjan mín. Ég þakka fyrir að þú varst mamma mín og Aron Freyr hefði ekki getað átt yndislegri ömmu. Til mömmu Þú ert gull og gersemi góða besta mamma mín. Dyggðir þínar dásami eilíflega dóttir þín. Vandvirkni og vinnusemi væntumþykja úr augum skín Hugrekki og hugulsemi og huggun þegar hún er brýn. Þrautseigja og þolinmæði – kostir sem að prýða þig. Bjölluhlátur, birtuljómi, barlóm lætur eiga sig. Trygglynd, trú, já algjört æði. Takk fyrir að eiga mig. (Anna Þóra, 1963) Ég elska þig að eilífu. Þín dóttir, Margrét. Elsku stóra stelpan mín sem þurftir að lúta í gras fyrir þessu ill- víga krabbameini sem hefur verið að hrjá þig árum saman. Þú lagðir á þig að fara í 12 lyfjameðferðir á árinu og ætlaðir svo sannarlega að fá tíma með þínum nánustu. Aðeins eru fimm mánuðir síðan þú kvaddir manninn þinn. En það var ekki svo að þú fengir lengri tíma hér á jörðu. Ég er svo óendanlega sorg- mædd yfir hvernig fór. Dugnaður einkenndi þig frá fyrstu tíð svo og húmorinn sem var þitt aðalsmerki og fleytti þér langt í lífsins ólgusjó. Ég kveð þig að sinni dóttir mín kær og bið guð að blessa afkomendur þína. Hvíl í guðs friði. Þín mamma. Hún stóra systir mín er farin, eftir langa baráttu við krabbamein. Erla var svo óheppin að greinast áður en konur með brjóstakrabba- mein fengu sjálfkrafa að fara í skimun fyrir BRCA-krabbameins- geninu. Hún talaði oft um tilgangs- leysi þess að fá krabbamein. Eftir að hún fékk greiningu, þá fann hún tilgang í því að láta ættingja vita af þessum genagalla. Við erum á ann- an tug dætra, systra, frændsystra og frænkna í föðurætt, sem höfum greinst og fengið val um forvarn- araðgerðir sem minnka líkur okkar á að þurfa að ganga hennar þján- ingaveg. Hennar fórn var okkar björgun. Hún fann huggun í því og við erum henni auðmjúkar. Erla systir var ákveðin, dugleg, listræn, með kolsvartan húmor og gat verið óvægin við þá sem henni mislíkaði eitthvað við. Hún átti til að hringja í mig og kvarta yfir fíflinu í bankanum o.s.frv. Þá vissi ég að hún hefði fengið vondar fréttir í krabba- meinsbaráttunni. Hún tók það út á þeim sem hún hitti eða heyrði í næst. Við hlógum oft að því hvað hún gerði eftir eina slæma frétt, hún keyrði í öfuga átt upp Lauga- veginn og pirraðist á öllum sem voru ósáttir við hennar lögbrot. Ég benti henni á að kaupa sér frekar boxpúða, en hún sagðist vera of slæm í vinstri handlegg. Við systur tókum saman ferðir í sveitina, til brósa og mömmu. Sama hversu veik hún var, reytti hún af sér brandara og hló svo dillandi hlátri. Það var aldrei leiðinlegt í hennar návist. Ljósið í lífi hennar síðustu árin var Ljósið. Hún elskaði að vera þar í leirnum og kynntist þar starfsfólki og skjólstæðingum sem urðu kærir vinir. Hún þurfti að sjá á eftir mörgum, sem var henni þungbært. Í Ljósinu gerði hún marga dýr- gripi, sem sýndi hversu frábær listakona hún var. Ingibjörg Erla Ásgeirsdóttir Baráttuvilji Erlu var brotinn í fyrra, af ónýtu öldrunarkerfi. Erla, fárveik manneskjan, á leið í lyfja- meðferð, átti að sjá um heima- hjúkrun á Magnúsi manni sínum, með krabbamein á lokastigi og el- liglöp. Það var sama hvert við leit- uðum, enginn gat hjálpað henni og var skammarlegt að sjá hversu illa var farið með hana Erlu. Það var Krabbameinsfélagið og það góða fólk þar sem léði henni íbúð, svo hún kæmist burtu úr aðstæðum og gæti haft baráttuþrek í næstu lyfja- meðferð. Hún elsku systir mín þurfti að taka enn eina ákvörðun um lyfja- meðferð í vor. Líkaminn var ansi brotinn og hún lúin og ákvörðunin erfið. Hún ákvað að taka einn loka- slag fyrir klettinn sinn, hann Ásgeir Ragnar, og fyrir sólargeislann hennar, Máneyju Erlu, nýju lang- ömmustelpuna. Meðferðin skilaði árangri en líkaminn gaf sig af öðr- um sökum. Hetjuleg barátta elsku Erlu endaði, en það eru líka tak- mörk fyrir hvað ein kona getur gengið í gegnum andlega og líkam- lega. Hún systir mín trúði á æðri mátt og talaði oft til ömmu Gúst, pabba og Ásgerðar systur. Nú knúsar hún þau á betri stað og vonandi fær Maggi einn lítinn fingurkoss. Takk fyrir allar samverustund- irnar, margra klukkutíma símtölin, elsku stóra systir mín. Hvíldu í friði, burtu frá lasna líkamanum sem þér fannst þú þurfa að draga á eftir þér. Ást og friður. Þín litla systir, Sólveig. Baráttukonan hún systir mín er dáin. Sorgin nístir, tómleikakennd fyllir hugann. Það var mikið lagt á hana Erlu undanfarin ár. Barátta hennar við krabbamein var langvinn, en á sama tíma var hún í umönnunar- hlutverki gagnvart Magga eigin- manni sínum. Aðeins eru fimm mánuðir frá því hann lést eftir erfið veikindi, sem tóku stóran toll af Erlu. Erla þráði mest af öllu að fá meiri tíma með sínum nánustu, þess vegna lagði hún eina ferðina enn á sig erfiða krabbameinsmeð- ferð síðustu mánuðina. Meðferðin skilaði árangri krabbameinslega séð en gekk svo nærri heilsu Erlu að hún lést aðeins þremur vikum eftir að meðferð lauk. Erla var mikil baráttukona og hélt áfram sama hvað, því lífsviljinn og lífsþorstinn var svo sterkur. Hún var stór persóna, ákveðin og fylgin sér, félagslynd, hjálpsöm, glaðvær og hláturmild. Hún var mikil sögukona og vissi fátt skemmtilegra en að hlusta á og segja góðar sögur, og þá var mikið hlegið. Erla var hörkuduglegur töffari sem gat sett í brýnnar ef henni mislíkaði, en hún var mikill ljúflingur og alltaf tilbúin að hlusta og ræða málin. Henni var ekki fisj- að saman henni systur minni og hún tókst á við þær mörgu áskor- anir sem hún mætti á lífsleiðinni með festu og ákveðni. Erla var list- ræn og átti mjög fallegt heimili. Hún fékk tækifæri til að rækta list- ræna hæfileika sína í listasmiðju í Ljósinu, en Ljósið var henni dýr- mætt athvarf þar sem hún sótti styrk. Erla var tæpum tveimur árum eldri en ég og vorum við elstar í stórum systkinahópi. Foreldrar okkar voru ung þegar þau áttu okkur. Erla var foringinn í systk- inahópnum á uppvaxtarárum okk- ar og tók á sig mikla ábyrgð sem elsta barn. Æska okkar einkennd- ist af stöðugum breytingum, fjöl- skyldan stækkaði ört og við flutt- um nokkrum sinnum vegna húsnæðisvanda. Foreldrar okkar skildu þegar Erla var 14 ára, og tæpum tveimur árum síðar ákvað hún að flytja að heiman og búa í skjóli pabba og föðurömmu okkar. Ég man hve mér fannst erfitt þegar Erla flutti og leitaði ég mikið til hennar eftir að hún fór. Ekki var alltaf lognmolla í sam- skiptum okkar í gegnum tíðina, en taugin á milli okkar var alltaf sterk og slitnaði aldrei. Ég sakna Erlu óendanlega og allra samtala okkar. Það er svo skrýtið að geta aldrei aftur hringt í hana og að geta aldrei aftur hitt hana. Ég á henni margt að þakka. Erla var ung þegar hún stofn- aði fjölskyldu og var hún mikil fjölskyldukona. Börn hennar, barnabörn og langömmubarn voru henni allt. Elsku Margrét, Gyða, Ásgeir Ragnar og fjölskyldur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Hvíl í friði, elsku Erla. Þín systir, Petrína Ásgeirsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.