Morgunblaðið - 08.09.2021, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.09.2021, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 8. S E P T E M B E R 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 210. tölublað . 109. árgangur . SÓKNDJARFIR ÞJÓÐVERJAR Í HEIMSÓKN BLÓMASKEIÐ HAFIÐ Í ÁLIÐNAÐI SANNFÆRANDI HEILDARMYND EYDÍSAR BLÖNDAL VIÐSKIPTAMOGGINN dddde 25STÓRLEIKUR Í KVÖLD 22 meira í samstarfi við Samfylkingu ef út í það væri farið. Henni detti hins vegar ekki í hug að kenna samstarfs- flokkunum um það. „Það er á okkar ábyrgð.“ Á hinn bóginn er hún vongóð um Andrés Magnússon Stefán Einar Stefánsson Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra segir að ríkisstjórnarsam- starfið hafi gengið vel, jafnvel betur en flestir hafi þorað að vona, og virð- ist opin fyrir áframhaldandi stjórn- arsamstarfi, þótt hún ítreki að flokk- urinn gangi óbundinn til kosninga. „Það væri í meira lagi einkenni- legt ef við ræddum ekki saman – ef við höldum meirihluta – hvort það væri flötur að halda áfram,“ segir Katrín í formannaviðtali í Dagmál- um Morgunblaðsins í dag, en út- dráttur úr því er birtur í blaðinu í dag. Katrín gefur lítið fyrir gagn- rýnisraddir um að flokkur hennar hafi tapað á samstarfi við Sjálf- stæðisflokkinn, hann hafi tapað góðan árangur í kosningum, ríkis- stjórnin hafi notið góðs stuðnings og hún vonast til þess að kjósendur meti það við flokkinn, sem leiddi hana. Hún telur að góður árangur í bar- áttu við heimsfaraldurinn hafi þar eitthvað að segja, en jafnframt minn- ir hún á að Vinstri grænum hafi einn- ig orðið málefnalega ágengt í ríkis- stjórnarsamstarfinu. Við erum í pólitík til að hafa áhrif.“ Katrín segir að erindi flokks síns á næsta kjörtímabili, komist hann í ríkisstjórn, verði hið sama og vel- flestra annarra flokka, að byggja á þeim árangri, sem náðst hafi, og koma hagkerfinu á flug aftur. „Þann- ig að við séum að fá betra hagkerfi út úr þessari kreppu en það sem fór inn í hana.“ Skrýtið ef stjórnarflokk- arnir ræddu ekki saman - Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í viðtali við Dagmál Morgunblaðið/Eggert Dagmál Katrín Jakobsdóttir for- maður Vinstri grænna í viðtali. MStóreignaskattur ekki… »6 „Við erum að fara núna í afrétt núna á föstu- dag að öllu óbreyttu. Mér sýnist að það verði bara allt í lagi upp á vatnið að gera. Við tök- um því sem að höndum ber,“ segir Sæmundur Oddsteinsson, bóndi í Múla, sem í gær tók stöðuna á Skaftárhlaupi við gömlu brúna yfir Eldvatn. Áfram er búist við því að hlaupið nái hámarksrennsli við þjóðveginn í dag. ró okkar bændanna hér,“ segir hann og kveðst ekki hafa áhyggjur af því að nýja brú- in gefi sig. „Þær eru þá tvær hérna, það væri sérstakt ef þær fara báðar.“ »4 Sæmundur segir að meira þurfi til en hlaup sem þetta svo hann missi svefn. „Þetta er ekki helmingur af því sem talað var um í upp- hafi svo það sleppur allt. Það raskar ekkert Morgunblaðið/Eggert Skaftárhlaup raskar ekki ró bændanna Þóroddur Bjarnason thoroddur@mbl.is 98% stjórnenda iðnfyrirtækja vilja að næsta ríkisstjórn leggi mikla áherslu á stöðugleika í starfsum- hverfi fyrirtækja, 89% segja það skipta miklu máli fyrir rekstur þeirra fyrirtækja að næsta ríkis- stjórn lækki tryggingagjaldið og 83% að miklu máli skipti að einfalda laga- og reglugerðarumhverfi fyrir- tækja. Þetta kemur fram í könnun Out- come fyrir Samtök iðnaðarins meðal stjórnenda íslenskra iðnfyrirtækja. Sigurður Hannesson, framkvæmda- stjóri Samtaka iðnaðarins, segir að niðurstöður könnunarinnar komi kannski ekki mjög á óvart en séu staðfesting á því sem lengi hefur ver- ið talað um. „Það er þrennt sem horft er á. Í fyrsta lagi nefna nær allir stjórnendur iðnfyrirtækja mikilvægi stöðugleikans. Við höfum til dæmis talað mikið fyrir því að opinber fjár- mál og peningamál séu samstillt og notuð til að jafna út sveiflur. Það hef- ur orðið talsverð breyting á því á síð- ustu árum til hins betra. Hagstjórnin er orðin agaðri en hún var, en það þarf sífellt að vera á vaktinni og nú getur orðið breyting á eftir kosning- ar.“ Annað atriðið sem er ofarlega í huga stjórnenda er tryggingagjald- ið. Þriðja atriðið var einföldun reglu- verks sem 83% svarenda bentu á. „Við söknum þess oft við lagasetn- ingu að lagt sé mat á áhrif löggjafans á atvinnulífið, þar á meðal á sam- keppnishæfni Íslands, því hún er nokkurs konar mælikvarði á lífs- gæði.“ »ViðskiptaMogginn Áhersla verði lögð á stöðugleika - Mikilvægt að lækka tryggingagjald

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.