Morgunblaðið - 08.09.2021, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 2021
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 ÿ Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 ÿ Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 ÿ alnabaer.is
Við erum sérhæfð í gluggatjöldum
GLUGGATJÖLD
alnabaer.is
2021 ALÞINGISKOSNINGAR
DAGMÁL
Andrés Magnússon
Stefán Einar Stefánsson
„Við höfum öll verið sammála um
það, og nú er ég að vísa til stjórn-
arflokkanna, að við göngum öll
óbundin til kosninga. Við erum ekki í
kosningabandalagi. En ég segi það,
þetta stjórnarsamstarf hefur auðvit-
að gengið bara ágætlega og betur en
margir spáðu hér í upphafi. Það væri
í meira lagi einkennilegt ef við rædd-
um ekki saman – ef við höldum meiri-
hluta – hvort það væri flötur að halda
áfram.“
Þetta segir Katrín Jakobsdóttir,
formaður Vinstri hreyfingarinnar –
græns framboðs, í ítarlegu viðtali í
Dagmálum sem birt er í opinni dag-
skrá á mbl.is í dag, þegar hún er innt
eftir því hvernig hún sér fyrir sér hið
pólitíska landslag að loknum kosn-
ingum.
Samkvæmt nýrri könnun MMR
sem birt var í Morgunblaðinu á
mánudag mælist flokkur hennar með
10,8% fylgi og 7 þingmenn, en flokk-
urinn fékk 11 þingmenn kjörna í
kosningunum 2017. Þar má einnig sjá
að stjórn VG, Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks heldur velli með
33 þingsætum á móti 30 þingsætum
stjórnarandstöðunnar.
„Stóra málið fyrir okkur, og út úr
þessu hefur auðvitað verið snúið og
ýmsir reynt að halda því fram t.a.m.,
að kjósendur VG væru með því að
kjósa Sjálfstæðisflokkinn, en auðvit-
að er það bara þvættingur. Stóra
málið fyrir okkur er að því sterkari
sem við erum eftir þessar kosningar
því sterkari rödd hafa okkar vinstri
grænu málefni í næstu ríkisstjórn og
um það snýst þetta,“ bætir Katrín
við.
VG ber einn ábyrgð á fylginu
Í viðtalinu sem er hið fyrsta af 9
sem tekið er á vettvangi Dagmála við
forystumenn þeirra flokka sem bjóða
fram á landsvísu, er Katrín spurð út í
hvort það fylgistap sem virðist í kort-
unum hjá VG megi rekja til sam-
starfs við Sjálfstæðisflokkinn.
„Við vorum í ríkisstjórn 2009-2013,
ég sat nú í þeirri ríkisstjórn. Þá töp-
uðum við helmingi fylgis okkar í
kosningunum 2013. Við misstum 5
þingmenn á kjörtímabilinu. Það er
ekki auðvelt að vera í ríkisstjórn. [...]
Mér dettur ekki í hug að kenna sam-
starfsflokkum mínum, hvorki nú né
þá, um það fylgi. Það er algjörlega á
okkar ábyrgð. Sú ábyrgð er að við
höfum tekið ákvarðanir, ekki einu
sinni heldur tvisvar að okkur þyki
mikilvægt að við beitum okkur við
myndun ríkisstjórna af því að við
teljum okkur geta náð meiri fram-
gangi með okkar mál innan ríkis-
stjórnar en utan,“ segir Katrín og
bendir jafnframt á að báðar ríkis-
stjórnirnar sem þarna er vísað til hafi
tekist á við risavaxin verkefni, ann-
ars vegar fall bankanna og hins veg-
ar heimsfaraldur og náttúruham-
farir.
Ljóst er að einn mesti ágreining-
urinn sem komið hefur upp á yfir-
borðið á kjörtímabilinu milli stjórn-
arflokkanna lýtur að embættisfærslu
heilbrigðisráðherra sem lítur á
einkarekstur í heilbrigðisþjónustu
sem eitur í beinum. Katrín segir að
VG hafi talað fyrir þeirri áherslu í
kosningunum 2017 að styrkja þyrfti
grundvöll opinbera heilbrigðiskerfis-
ins og því sé umræðan um þetta mál
nokkuð „öfugsnúin“. Líta beri til þess
að heilsugæslan sem fyrsti viðkomu-
staður fólk innan kerfisins hafi verið
efld til muna.
Spurð út í gagnrýni á þá ákvörðun
Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðis-
ráðherra og flokkssystur hennar, að
senda fólk í liðskiptaaðgerðir til Sví-
þjóðar þar sem einkaaðilar sinni
verkinu í stað þess að semja við ís-
lensk fyrirtæki um þjónustuna,
bendir Katrín á að nú sé verið að
koma upp liðskiptasetri við sjúkra-
húsið á Akranesi. Hún vék sér undan
að svara spurningu um hvort að í því
fælist sóun á opinberu fé að senda
fólk í aðgerðir sem kosti tvöfalt það
sem kosta myndi að framkvæma slík-
ar aðgerðir hér heima.
Gerir ekki kröfu um
heilbrigðisráðuneytið
Hefur þeirri spurningu verið varp-
að fram hvort VG muni gera kröfu
um að halda áfram á lyklunum að
heilbrigðisráðuneytinu, verði flokk-
urinn í meiirihluta að kosningum
loknum.
„Það liggur ekkert fyrir um það
hvaða ráðuneyti við myndum gera
kröfu um. Og það hangir auðvitað
bara líka á hvernig ríkisstjórn verður
mynduð. Þið eruð búnir að ræða það
hér hversu flókið úrlausnarefni það
getur orðið og þá sér hver maður það
í hendi sér að það er illa hægt að fara
að skipuleggja einhver ráðuneyti og
hvernig þau raðast niður á einstaka
flokka,“ segir hún, sérstaklega spurð
út í þá óeiningu sem vart hefur orðið í
stjórnarliðinu vegna ákvarðana heil-
brigðisráðherra sem miða að því að
draga úr einkarekstri í heilbrigðis-
þjónustu.
Styðja ekki aðildarumsókn
Katrín var í hópi stjórnarliða sem
stóðu á bak við aðildarumsókn að
Evrópusambandi í ríkisstjórn Jó-
hönnu Sigurðardóttur árið 2009.
Katrín segir reynsluna hafa kennt að
heppilegra sé að standa utan banda-
lagsins.
„[...] Við höfum rætt þetta og ég tel
algjörlega morgunljóst að það verður
ekki aftur sótt um aðild að ESB
nema fyrir því sé meirihluti á þingi
sem einnig nyti leiðsagnar þjóðar-
innar þegar hann liggur fyrir. Það er
þannig og ég segi það líka því maður
dregur lærdóm af því sem maður
upplifir í gegnum stjórnmálin, að ég
fylgdist mjög náið með Grikklandi á
sama tíma og Íslandi átti í sínu stríði
við að koma landinu aftur á lappirnar
eftir hrun og við vorum auðvitað hér í
prógrammi hjá AGS. Grikkland var
bæði með AGS og ESB í sínu pró-
grammi og ég tel að við höfum komið
betur út úr þessu, standandi utan
Evrópusambandsins og án evru.“
Hún ítrekar í svari sínu, þegar eftir
því er gengið, að VG muni ekki
mynda meirihluta fyrir slíkri ákvörð-
un í þinginu, þótt eftir því verði leit-
að.
Á stefnuskrá VG er sem fyrr kall-
að eftir úrsögn Íslands úr NATO.
Katrín segist styðja þá afstöðu þótt
hún styðji einnig þjóðaröryggis-
stefnu Íslands sem samþykkt var ár-
ið 2016 og felur í sér aðild ríkisins að
varnarbandalaginu. Hún segist taka
skyldur sínar sem forsætisráðherra
alvarlega gagnvart þeirri samþykkt
og hafi af þeim sökum m.a. mætt til
leiðtogafundar Atlantshafsbanda-
lagsins og haldið þar á lofti sjónar-
miðum friðar og andstöðu við kjarn-
orkuvopn.
Skoða beri fjármagnstekjurnar
Flokkarnir sem nú bjóða fram til
Alþingis hafa mjög ólíkar og mis-
stórkarlalegar hugmyndir um skatt-
kerfisbreytingar. Katrín kallar eftir
sátt um kerfið og að ekki sé ráðist í
kollsteypur varðandi útfærslu þess
milli kosninga.
„Skattkerfisbreytingar eiga að
gagnast best hinum verr settu í sam-
félaginu. við eigum að nýta skatt-
kerfið sem jöfnunartæki. Við segjum
líka að ríkissjóður er í þeirri stöðu að
við höfum þá trú að við munum geta
vaxið út úr þessari kreppu. Við telj-
um ekki að það sé brýn þörf til tekju-
öflunar,“ segir Katrín en hún telur
að reynslan af nýju þrepi tekju-
skattskerfisins gefi tilefni til að
skoða fjármagnstekjuskattinn og
mögulega þrepaskiptingu hans. Þar
megi t.d. gera mun á fjármagns-
tekjum sem komi til vegna sparnað-
ar annars vegar og hagnaðar eða
arðgreiðslna hins vegar.
Hún hafnar því hins vegar að VG
skuldi kjósendum svör um hvaða út-
færslu flokkurinn sjái fyrir sér varð-
andi skattinn. Það þurfi að skoða.
Breytingarnar verði aldrei „risastór
tekjuöflunarleið“ heldur séu aðgerð-
irnar hugsaðar til að „gera kerfið
réttlátara og gagnsærra.
„[...] og ég held að við höfum gert
það með því að hækka fjármagns-
tekjuskattinn og hækka frítekju-
markið og þá var t.d. komið til móts
við kröfu sem lengi hafði verið uppi
um sölu á frístundahúsnæði. Það var
svo sem ekkert stefnumál okkar VG
en við gátum fallist á það því okkur
þótti ákveðin sanngirnisrök fyrir
því.“
Hún segir ekki á stefnuskrá VG
að taka upp stóreignaskatt líkt og
Samfylkingin hefur haldið fram að
eigi að gera. Ekki séu þær aðstæður
uppi nú sem voru á árunum eftir
bankahrun þegar auðlegðarskattur
var tekinn upp. Ríkissjóður standi í
raun vel.
Veiðigjöld hvetji til nýsköpunar
Katrín segist vel geta fellt sig við
það kerfi sem nú hafi verið komið
upp varðandi innheimtu veiðigjalda
af sjávarútveginum. Þar hafi lend-
ingin orðið að gjaldið svaraði til 33%
af afkomu fyrirtækjanna. Deila hefði
mátt um hvort hlutfallið hefði átt að
vera einhverjum prósentum hærra
eða lægra en að þetta hafi orðið
lendingin.
Hún telur að gjaldið nú geri út-
gerðarfyrirtækjunum kleift að fjár-
festa í nýjum búnaði sem sé lyk-
ilatriði þegar komi að orkuskiptum.
Katrín undirstrikar að verkefni
næstu missera og ára verði að end-
urreisa efnahaginn eftir kórónu-
kreppuna. Það verði a.m.k. hennar
erindi komi hún að myndun næstu
ríkisstjórnar og hún er bjartsýn á
tækifæri Íslands og að það takist.
„Þannig að við séum að fá betra hag-
kerfi út úr þessari kreppu en það
sem fór inn í hana.“
Stóreignaskattur ekki á dagskrá
- Forsætisráðherra vill skoða flöt á áframhaldandi stjórnarsamstarfi - Gerir ekki kröfu um heil-
brigðisráðuneytið - Núverandi fyrirkomulag innheimtu veiðigjalda styður við loftslagsmarkmið
Morgunblaðið/Eggert
Dagmál Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs og forsætisráðherra, er í fyrsta
formannaviðtali Dagmála í kosningabaráttunni, en þar komu m.a. stjórnarsamstarf og kosningastefna VG til tals.