Morgunblaðið - 10.09.2021, Qupperneq 4
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2021
Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is
Gámaleiga
Er gámur lausnin fyrir þig?
Við getum líka geymt gáminn fyrir þig
568 0100
stolpigamar.is
HAFÐU
SAMBAND
Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur
Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma
Urður Egilsdóttir
urdur@mbl.is
„Líðanin er ekki endilega verst í
bylgjunum sjálfum heldur er það
stundum frekar
þegar þær eru
búnar þar sem þá
er minni fé-
lagsleg sam-
staða,“ segir
Dóra Guðrún
Guðmundsdóttir,
sviðsstjóri lýð-
heilsusviðs hjá
embætti land-
læknis, en í gær
kom út lýðheilsu-
mat á óbeinum áhrifum Covid-19-
faraldursins á Íslandi. Skýrslan er
unnin af stýrihópi sem heilbrigð-
isráherra skipaði og tekur til lands-
manna sem eru 18 ára og eldri.
Dóra nefnir að þetta sé í fyrsta
skipti sem lýðheilsumat er gert hér
á landi. „Þetta er ákveðin aðferða-
fræði í að meta breytingar og meta
hvort þær séu jákvæðar eða nei-
kvæðar.“
Hún segir vitað að fjárhagsöryggi
og góð félagsleg tengsl hafi mikil
áhrif á líðan. „Þegar því er ógnað
getur það haft áhrif á líðan.“
Í lýðheilsumatinu kemur fram að
töluvert hafi fækkað í hópi þeirra
sem glíma við fjárhagserfiðleika og
segir Dóra það hafa komið á óvart.
Hún segir aðgerðir stjórnvalda til
þess að koma til móts við fólk skipta
miklu máli í þessu sambandi.
Annað sem kom á óvart er hversu
hópurinn kom í heild vel út. „Fólk
er greinilega að flestu leyti að ná að
takast á uppbyggilegan hátt á við
þetta ástand.“
Í lýðheilsumatinu kemur einnig
fram að dregið hafi úr ölvunar-
drykkju í heimsfaraldrinum. „Það
er eitt af því sem við sjáum að er
klárlega afleiðing af faraldrinum.“
Hún nefnir að ein af neikvæðu af-
leiðingunum sé að neysla ávaxta og
grænmetis hefur minnkað. Þá hefur
þeim fækkað sem nýttu virkan
ferðamáta til og frá vinnu eða skóla.
Eins fækkaði þeim sem telja sig
mjög hamingjusama.
Ef niðurstöðurnar eru skoðaðar
eftir kyni eru vísbendingar um að
einmanaleiki hafi aukist meira hjá
konum en körlum og að notkun
virks ferðamáta hafi minnkað meira
hjá konum en körlum. Hún segir þó
meiri mun sjást á milli aldurshópa
og kynjanna.
Dóra segir að alveg eins og veiran
fer mismunandi í fólk þá fari
ástandið einnig mismunandi í fólk.
„Sumir kunna vel við það að vera
meira í hæglæti en öðrum líður illa.
Það er mikilvægt að hafa í huga,
þetta snertir ólíka hópa á ólíkan
hátt.“
Hún nefnir aðra rannsókn sem
var samstarfsverkefni við Háskóla
Íslands um líðan í faraldrinum. „Þar
sjáum við að fólk sem veikist af
Covid, fjölskyldur þess og fólk sem
fer í sóttkví er líklegra til þess að
upplifa þunglyndiseinkenni. Því
sjáum við að það er mikilvægt að
sem fæstir smitist og sem fæstir
fari í sóttkví og einangrist. Því er
mikilvægt að hafa samfélagið eins
mikið opið og hægt er án þess að
fólk smitist. Þetta er því línudans.“
Dóra nefnir að lokum að mikil-
vægt sé að grípa viðkvæmustu hóp-
ana sem hafa síst bakland og mikil
félagsleg tengsl. „Við sjáum að þeir
hópar sem stóðu höllum fæti fyrir
eru viðkvæmastir.“
Línudans við lýðheilsuna
- Fækkar í hópi þeirra sem glíma við fjárhagsörðugleika - Neysla ávaxta og
grænmetis hefur minnkað - Mikilvægt að styðja við viðkvæmustu hópana
150
125
100
75
50
25
0
júlí ágúst
Staðfest smit 7 daga meðaltal
H
ei
m
ild
:c
ov
id
.is
kl
.1
1.
0
0
íg
æ
r
44 ný innan-
landssmit
greindust sl. sólarhring
897 einstaklingar
eru í sóttkví
Fjöldi innanlands-
smita frá 12. júlí
523 eru í
skimunarsóttkví524 eru með virkt smit
og í einangrun
7 einstaklingar eru á sjúkrahúsi,
þar af einn á gjörgæslu
Dóra Guðrún
Guðmundsdóttir
Miðað við bráðabirgðatölur sem
byggjast á fyrstu skilum fyrir ágúst-
mánuð má ætla að gistinætur á hót-
elum í ágúst hafi verið um 413.300,
þar af hafi gistinætur Íslendinga
verið um 65.500 og gistinætur út-
lendinga um 347.800.
Borið saman við 176.700 gistinæt-
ur í ágúst 2020 má ætla að orðið hafi
um það bil 134% fjölgun gistinátta í
ágúst á milli ára. Þar af má ætla að
gistinætur útlendinga hafi fjórfald-
ast en gistinóttum Íslendinga hafi
fækkað um 29%. Til frekari saman-
burðar má nefna að gistinætur á hót-
elum í ágúst 2019 voru 522.900, þar
af voru gistinætur útlendinga
484.800, að því er fram kemur á vef
Hagstofunnar.
Samkvæmt sömu áætlun var
rúmanýting í ágúst 2021 um 63,6%
samanborið við 31,0% í sama mánuði
í fyrra.
Morgunblaðið/Eggert
Ferðamenn Klæða sig vel hér.
413 þúsund
gistinætur í
ágústmánuði
Áfram dregur úr rennsli Skaftár að
því er segir á vef Veðurstofu Ís-
lands.
Að sögn Einars Hjörleifssonar,
náttúruvársérfræðings hjá Veður-
stofunni, hefur rennslið jafnt og þétt
haldið áfram að minnka.
Í tilkynningu á vef Veðurstof-
unnar segir að á þessu stigi hafi því
dregið úr líkum á að hlaupvatn nái
að flæða yfir þjóðveg 1. Einar bendir
þó á að við skulum samt sem áður
fylgjast með og sjá hver staðan verð-
ur í dag þó að vissulega séu minnk-
andi líkur á að hlaupvatnið flæði yfir
veginn.
Vatnshæð í Tungulæk
fer enn hækkandi
Þó segir einnig að vatnshæð í
Tungulæk sem kemur undan Eld-
hrauni fari þó enn hækkandi og því
sé ekki hægt að útiloka að hlaupvatn
nái upp á þjóðveginn.
Rennsli við Sveinstind hefur
minnkað töluvert en um hálfníu-
leytið í gærkvöldi var það komið nið-
ur í rétt rúma 400 m3/sek. en í fyrra-
dag var rennslið yfir 1.000 m3/sek.
Þá heldur rennslið við Kirkjubæjar-
klaustur áfram að minnka og mæld-
ist í gærkvöldi rétt tæplega 170
m3/sek. Rennsli við Eldvatn mældist
síðdegis í gær um 370 m3/sek.
gunnhildursif@mbl.is
Áfram dregur úr rennslinu
Morgunblaðið/Eggert
Á niðurleið Rennslið úr Skaftá hefur jafnt og þétt minnkað og mældist yfir
1.000 m3/sek. við Sveinstind í fyrradag en rúmir 400 m3/sek. í gær.
- Minni líkur á
því að það flæði
yfir þjóðveginn
„Bílastæða- og tæknihúsið mun
gegna veigamiklu hlutverki í starf-
semi spítalans, bæði svo hægt sé að
leggja bílum og hjólum á svæðinu en
einnig fyrir tæknilega starfsemi.
Miklu skiptir að bygging hússins
hefur umhverfisvæna nálgun,“ segir
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis-
ráðherra sem skrifaði í gær undir
samning við Eykt ehf. vegna fulln-
aðarhönnunar og verkframkvæmdar
á nýju bílastæða- og tæknihúsi
Landspítala við Hringbraut.
Bílastæða- og tæknihúsið verður
um 19.500 fermetrar að stærð og er í
raun átta hæðir, fimm hæðir ofan-
jarðar og þrjár neðanjarðar. BT-
húsið, eins og það er kallað, mun
rúma stæði fyrir um 550 bíla en
stefnt að því að húsið verði tekið í
notkun árið 2026. Í því verður hjóla-
geymsla fyrir 100 hjól, þar af um
fjórðungur fyrir rafhjól. Að því er
fram kemur í tilkynningu frá Nýja
Landspítalanum munu bíla- og hjóla-
stæði svæðisins verða nægjanleg til
framtíðar miðað við allar framtíðar-
spár. Einnig er verið að byggja bíla-
kjallara undir Sóleyjartorgi, sam-
bærilegan bílakjallara Hörpu, sem
er á tveimur hæðum þar sem verða
200 bílastæði, aðallega ætluð sjúk-
lingum og gestum.
„Það er ánægjulegt að sjá hversu
vel uppbyggingunni á Hringbraut
miðar og allt starfsfólk Landspítal-
ans fylgist spennt með,“ er haft eftir
Páli Matthíassyni, forstjóra Land-
spítalans, í tilkynningu.
Stæði fyrir 550
bíla og 100 hjól
- Samið um bílastæða- og tæknihús
Ljósmynd/Eva Björk
Undirskrift Svandís Svavarsdóttir
skrifaði undir samning við Eykt.