Morgunblaðið - 10.09.2021, Síða 6

Morgunblaðið - 10.09.2021, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2021 Bjarni Benediktsson á Akureyri Fjölskylduhátíð kl. 12:00 Glerárgötu 28 Opinn fundur kl. 14:00 Menningarhúsinu Hofi Á morgun, laugardag Sjá nánar á xd.is DAGMÁL Andrés Magnússon Stefán Einar Stefánsson Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er vígreifur í ítarlegu formannaviðtali við Dagmál, streymi Morgunblaðs- ins, sem birt er í dag. Hann hefur ekki áhyggjur af skoðanakönnunum og segir að fylgi flokksins aukist eftir því sem líður á kosningabaráttuna og hin eiginlegu stjórnmál komist í um- ræðuna. „Það er alltaf gaman að könn- unum, en aðalatriðið er það, sem maður lærði tiltölulega snemma í pólitík, að það þýðir ekki að reyna að elta kannanir. Maður þarf að hafa stefnu, hafa trú á henni og halda beint áfram, óháð könnunum, í stað þess að sveiflast með þeim. Þegar til kastanna kemur kann fólk að meta stefnufestu.“ Samt sem áður blasir við að þið höfðið mun síður til kjósenda í höf- uðborginni en úti á landi. Rauða Reykjavík „Við erum þrátt fyrir allt með ágætan stuðning í borginni, þótt við vildum sjá meiri stuðning þar. Það breytir ekki því að á höfuðborgar- svæðinu hefur verið ískyggileg vinstrisveifla, menn eru farnir að tala um Rauðu Reykjavík. Við erum engu að síður með lausn til þess að bregðast við þessari þróun og hún er að styðja Miðflokkinn. Við getum hjálpað öðrum flokkum til þess að koma þeim á rétta braut, finna sjálfa sig, finna það besta í sinni stefnu og sögu. Og þetta er þegar byrjað að gerast.“ Dæmi? „Við sjáum t.d. Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk, þeir eru allt í einu farnir að tala um það sem við höfum verið að ræða í fjögur ár, skattamál, loftslagsmál og fleira. Við getum haft mjög góð áhrif á aðra flokka, en án þeirra áhrifa munu þeir halda áfram pólitískri eyðimerkurgöngu sinni í woke eða vökulum ríkisstjórnum.“ Eruð þið þá að færa þá nær miðju með því að vera nær kantinum? „Nei, við erum á sama stað á miðj- unni, en hinir hafa verið á reki til vinstri.“ Er það samt ekki frekar dapurleg köllun að vera að færa til aðra flokka en sækja sér ekki fylgi sjálfur? Nýaldarpólitík „Ég skal bæta við þetta hjá þér, því verkefnið er stærra en það. Verk- efnið er líka að hjálpa samfélaginu að sjá að skynsemishyggja er besta leið- in og að þessi nýaldarpólitík leysir engin mál.“ Hvað áttu við með nýaldarpólitík? „Nýaldarpólitík er þessi nýja vinstristefna, sem á eitthvað skylt við gömlu vinstristefnuna en lítur samt hjá grundvallaratriðum eins og kjör- um vinnandi fólks. Nýaldarpólitíkin snýst um ímynd og annað ekki. Mál frá ríkisstjórn og pólitísk umræða byggist núna nær eingöngu á umbúð- um og yfirlýstum markmiðum en ekki innihaldi og raunverulegum áhrifum. Þessu vil ég breyta þannig að við fáum aftur pólitíska umræðu og kjós- endur hafi raunverulegt val. Að það skipti máli hvað fólk kýs.“ Nú hafið þið kynnt 10 atriða stefnuskrá um veigamiklar breyt- ingar, en þetta virðist ekki hafa náð í gegn, ekki a.m.k. á sama hátt og þér tókst 2013. „Ég skynja raunar nokkra breyt- ingu á því síðustu daga, einmitt af því að fólk er loks farið að ræða um póli- tík.“ Ekki popúlismi Rauði þráðurinn í þessum tillögum er hvernig þið ætlið að afhenda kjós- endum sína eigin peninga. Er það ekki popúlismi? „Nei, einmitt ekki. Við erum ekki að gefa fólki neitt sem það á ekki fyr- ir. Við teljum að fólkið, almenningur í landinu, sé betur til þess fallið að ráð- stafa eigin eignum en ríkið. Auðvitað þarf ríkið sitt til þess að standa undir kerfinu öllu, en við höf- um séð þá þróun undanfarin ár að það er alltaf verið að taka meira og meira af almenningi, báknið stækkar og ríkið hækkar bara gjöld og skatta, græna skatta og allt þetta rugl. Við leggjum því til tíu hugmyndir, sem ganga út á tvennt: Annars vegar að við séum öll í þessu saman, eins og tönnlast hefur verið á, en það á líka að eiga við þegar vel gengur. Hitt er að þau eru framkvæmd til þess að vera jákvæðir hvatar fyrir sam- félagið, t.d. hvað varðar endur- greiðslu á afgangi ríkissjóðs.“ En mun fólk muna um einhverja þúsundkalla? „Einhverja tugi þúsunda skulum við vona ef allt er í lagi.“ Hvað fengi ég mikið í umslaginu? „Eitthvað í námunda við 100.000 kr. ef ríkið er almennilega rekið. Ég er ekki að segja að við náum því á næsta ári, það verður ekki þannig. En við þurfum þennan hvata til þess að fólk sjái það bara á reikningnum hjá sér hvernig ríkið hefur verið rek- ið.“ Illa rekið ríki Er ríkið illa rekið? „Ríkið er mjög illa rekið. Það er reyndar ágætlega statt miðað við ýmis önnur ríki, en við gætum gert miklu betur.“ Geturðu nefnt dæmi um slæman rekstur hjá ríkinu? „Það er náttúrlega verið að eyða peningum í alls konar rugl, en tökum dæmi af heilbrigðiskerfinu. Ég tek undir með Birgi Jakobssyni, fyrrver- andi landlækni og núverandi aðstoð- armanni heilbrigðisráðherra, og Birni Zoëga, forstjóra Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi. Þeir benda á að það sé endalaust hægt að auka fjárveitingar í heilbrigðiskerfið án þess að það geri gagn, geti jafnvel orðið til tjóns ef þú lagar ekki kerfið sjálft. Heilbrigðiskerfið okkar virkar bara ekki sem skyldi. Fyrir því eru margar ástæður; samþjöpp- unarstefna á Landspítala er ein, and- úð núverandi ríkisstjórnar á frjálsum félagasamtökum og sjálfstæðri heil- brigðisþjónustu er önnur. Það verður að byrja á kerfisbreyt- ingum. Ef það er bætt fjármunum inn í gallað kerfi, þá getur það orðið til tjóns.“ En getið náð einhverju fram um það? Vill einhver vinna með ykkur? „Jájá, eftir kosningar verða allir flokkar praktískir. En til þess þurf- um við sterka stöðu.“ Nóg komið af nýaldarstjórnmálum - Sigmundur Davíð í viðtali - Vill raunveruleg stjórnmál fremur en yfirborðskennda nýaldarpólitík - Heilbrigðiskerfið þarf kerfisbreytingu áður en fjárframlög eru aukin - Segir ríkið afar illa rekið Morgunblaðið/Unnur Karen Dagmál Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, fer yfir stöðuna í skoðanakönnunum með blaða- mönnunum Stefáni Einari Stefánssyni og Andrési Magnússyni fyrir upptöku formannaviðtals Dagmála í dag. Forystufólk stjórnmálaflokkanna mættist í pallborðsumræðu á vegum Alþýðusambands Íslands í gær und- ir yfirskriftinni „Það er nóg til“. Sér- staklega voru til umfjöllunar helstu áherslumál sem varða íslenskt launafólk. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir umræðurnar hafa verið málefna- legar og tekist vel til. „Tíminn var fljótur að líða svo við komumst nú ekki yfir mikið en við komumst yfir húsnæðis- og heilbrigðismálin,“ seg- ir Drífa. Hún segir áherslu flokk- anna vera ólíkar en einnig hafi margir svipaðar áherslur. „Það get- ur því verið úr vöndu að ráða,“ segir Drífa. Upplýstir kjósendur „Ég vona að kjósendur og félags- menn í aðildarfélögum ASÍ séu ein- hverju nær hvað þeir eigi að kjósa og hverjir munu standa vörð um þau mál sem eru þeim næst og mark- miðum ASÍ um aukinn jöfnuð og bætt lífskjör,“ segir Drífa. urdur@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Umræður Forystufólk flokkanna mættist í pallborðsumræðu á vegum ASÍ. Áherslumál launa- fólks til umræðu - ASÍ stóð fyrir pallborðsumræðum 2021 ALÞINGISKOSNINGAR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.