Morgunblaðið - 10.09.2021, Síða 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2021
Sífellt fleiri í hópi nútímamanna
komast ekki í gegnum daginn
nema vera skelfingu lostnir frá
morgni til kvölds.
- - -
Sem betur fer, fyrir þá, eru aðr-
ir hópar, ekki mikið fámenn-
ari, sem taka þessu fagnandi og
skaffa þeim við-
stöðulaust stórfelld
áhyggjuefni og iðu-
lega í nafni vís-
indanna, sem hafa
reyndar þá sér-
stöðu að þola ekki
nema eina skoðun,
þá sem atvinnu-
menn hafa tekið
sem trú, og efast hvergi og boða
að það megi enginn leyfa sér held-
ur. Nýjustu gleðifréttirnar rekur
Páll Vilhjálmsson svona:
- - -
Bylting: hálfur dagur af CO2
fangaður á ári. Eldgosið í
Fagradalsfjalli losar um 10 til 11
þúsund tonn af koltvísýringi, CO2,
á dag, segir Jarðvísindastofnun.
Fyrsta og stærsta heildstæða loft-
hreinsi- og förgunarstöðin í heim-
inum við Hellisheiðarvirkjun fang-
ar fjögur þúsund tonn af CO2 á
ári.
Jú, þið lásuð rétt.
- - -
Minna en hálfsdags framleiðsla
litlu eldsumbrotanna í
Fagradalsfjalli fer ofan í holu á
Hellisheiði Á EINU ÁRI.
Þetta er „byltingarkennt skref í
loftslagsmálum“ segja talsmenn
fyrirtækisins. Íslendingar geta
loksins, loksins „dregið úr lofts-
lagsmengun hér á Íslandi“.
- - -
Næsta framlag Íslendinga til
loftslagsmála er að loka
gömlu fjósi í afdölum sem hýsir
tvær kýr. Þegar þær hætta að
leysa vind mun stórlega draga úr
loftslagsvá heimsbyggðarinnar.
Spyrjið bara Grétu Thunberg og
Sameinuðu þjóðirnar.“
Páll Vilhjálmsson
Bumbur barðar
STAKSTEINAR
Félagsmálaráðuneytið auglýsti í gær
eftir umsóknum um embætti for-
stjóra nýrrar Barna- og fjölskyldu-
stofu sem verið er að stofna og um
embætti forstjóra Gæða- og eftirlits-
stofnunar velferðarmála, sem er ver-
ið að byggja upp. Lög um stofnanirn-
ar voru samþykkt á seinasta þingi,
sem taka gildi 1. janúar 2022. Á
Barna- og fjölskyldustofan að verða
hluti af stórfelldum kerfisbreyting-
um á velferðarkerfi barna sem Ás-
mundur Einar Daðason félags- og
barnamálaráðherra hefur staðið fyr-
ir. Þegar Barna- og fjölskyldustofan
verður sett á fót verður Barnavernd-
arstofa lögð niður og flest verkefni
hennar flytjast til nýrrar stofnunar,
skv. upplýsingum félagsmálaráðu-
neytisins. Á stofan m.a. að annast
uppbyggingu úrræða og yfirstjórn
heimila og stofnana fyrir börn. Skv.
kostnaðarmati þegar frumvarpið um
Barna- og fjölskyldustofu var lagt
fram sl. vetur er gert ráð fyrir að
fjölga stöðugildum sérfræðinga, mið-
að við fjölda stöðugilda nú hjá Barna-
verndarstofu, um allt að 15-20 og
áætlað að kostnaður vegna þeirrar
fjölgunar starfa geti orðið árlega allt
að 250 milljónir kr. auk tímabundins
stofnkostnaðar vegna fjölgunar
starfsfólks.
Gæða- og eftirlitsstofnun velferð-
armála verður byggð á grunni
Gæða- og eftirlitsstofnunar félags-
þjónustu og barnaverndar, sem er í
dag starfrækt sem ráðuneytisstofn-
un, og mun hún m.a. taka við verk-
efnum frá Barnaverndarstofu. Var
kostnaðarauki talinn myndu verða
varanlega um 48 millj. kr. á ári
vegna fjögurra nýrra stöðugilda hjá
þessari nýju stofnun. omfr@mbl.is
Byggja upp stofnun í þágu barna
- Félagsmálaráðuneytið auglýsir embætti forstjóra tveggja nýrra stofnana
Sjóvár-kvennahlaup ÍSÍ mun fara
fram í 32. sinn á morgun, laugardag,
á hátt í 70 stöðum víða um landið.
Skipuleggjendur hlaupsins hvetja
alla til að vera með, óháð aldri, þjóð-
erni eða kyni, að því er fram kemur í
tilkynningu ÍSÍ, Íþrótta- og ólymp-
íusambands Íslands.
Fyrsta hlaupið fór fram árið 1990
og var þá markmiðið að hvetja konur
til hreyfingar. Í dag er þó áherslan
ekki síður á samveru og samstöðu
kvenna í hlaupinu en konur á öllum
aldri taka þátt í því, að því er fram
kemur í tilkynningunni.
Engin tímataka verður en með
þeim hætti vilja skipuleggjendur
stuðla að því að hver taki þátt á sín-
um eigin forsendum. Geta þátttak-
endur einnig valið vegalengd og
hvort þeir gangi hana eða hlaupi.
Fjölmennustu hlaupin fara fram í
Garðabæ og Mosfellsbæ en vegna
sóttvarnaráðstafana verður svæð-
unum hólfaskipt í samræmi við gild-
andi leiðbeiningar fyrir íþrótta-
mannvirki. Minnt er á að það sé á
ábyrgð hvers hlaupara fyrir sig að
verja sjálfan sig og aðra í kringum
sig eins vel og hann getur. Þátttak-
endur eru hvattir til að gera sínar
eigin ráðstafanir og virða þessar að-
stæður.
Bolur kvennahlaupsins í ár er úr
100% bómull og fylgir framleiðslu-
ferlið stöðlum Global Organic Text-
ile Standard (GOTS) og verður upp-
lagið minna en það hefur verið árin
áður. Geta þátttakendur valið hvort
þeir festi kaup á bol eður ei en sam-
kvæmt tilkynningunni er þetta fyrst
og fremst gert með tilliti til um-
hverfissjónarmiða.
Nánari upplýsingar um hlaupið
má nálgast á heimasíðu Kvenna-
hlaupsins en miða er hægt að kaupa
á Tix.is. hmr@mbl.is
Hólfaskipt kvenna-
hlaup ÍSÍ á morgun
- Hlaupið á nærri 70
stöðum á landinu
- Engin tímataka
Kvennahlaup Bolur hlaupsins í ár.
Kampavínsdagar á VOX Brasserie – 9. - 19. SEPTEMBER
Kampavínsdagar
Kampavínspörun
frá Charles
Heidsieck
Að þessu sinni munum við kynnast hinu rómaða kampavínshúsi Charles Heidsieck í Reims
sem stofnað var árið 1851. Boðið verður upp á spennandi þriggja rétta kvöldverðarseðil
ásamt lystauka og munu vínþjónar VOX para hágæða kampavín við hvern rétt svo allt
passi fullkomlega saman.
Borðabókun í síma 444 5050 og á www.vox.is
Suðurlandsbraut 2 108 Reykjavík vox@vox.is
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/