Morgunblaðið - 10.09.2021, Síða 12

Morgunblaðið - 10.09.2021, Síða 12
12 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2021 Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666 & "!(%'$# "$&'%#! "-+ ! !" &,'*)%(!$# Kæli- & frystiklefar í öllum stærðum Baldur Arnarson baldura@mbl.is Áætlað verðmæti Bláa lónsins hefur margfaldast á síðasta áratug sam- hliða vaxandi tekjum og hagnaði. Á grafinu hægra megin hér fyrir ofan má sjá áætlað verðmat eins og það birtist í ársreikningum hluthafa annars vegar og svo áætlað verðmat samkvæmt fréttum fjölmiðla sem fjallað hafa um viðskipti með bréfin. Við athugun á ársreikningum hluthafa í lóninu virtist allur gangur á því hvernig eignarhluturinn var skráður. Til dæmis var hlutur Bog- mannsins skráður 27% yfir nafnvirði 2018 en markaðsverð var hærra. Skv. ársreikningi Blávarma 2019 greiddi félagið 15.175 millj. fyrir 30,03% hlut HS Orku í lóninu en skv. því var lónið metið á 50,5 milljarða. Til samanburðar kom fram í Við- skiptaMogganum árið 2018 að lónið væri metið á 45-55 milljarða og væri síðari talan komin frá stjórn félags- ins. Kaupverð Blávarma, sem er í eigu lífeyrissjóða, var í miðjunni á þessu áætlaða verðbili. Bundnir trúnaði við verkkaupa Fjármálafyrirtækið Arctica Fin- ance veitti ráðgjöf vegna sölu Sig- urðar Arngrímssonar á 6,2% hlut í lóninu til lífeyrissjóða í síðustu viku. Samkvæmt frétt Vísis var hlutur- inn seldur á 3,8 milljarða og því væri lónið metið á 61 milljarð. Fulltrúar Arctica Finance sögðust bundnir trúnaði gagnvart verk- kaupa. Þeir gætu því ekki tjáð sig um aðferðafræðina við verðmatið. Sérfræðingur sem þekkir til lóns- ins taldi að ekki hefði verið miðað við margfaldara á EBITDA-hagnaði heldur hefði verið stuðst við reikni- líkan þar sem meðal annars væri horft til arðsemi eigin fjár. Til tíðinda hefur dregið í rekstri Bláa lónsins á síðustu misserum. Varðar með einkaleyfum Félagið hefur hafið markaðssetn- ingu á húðvörum sem eru varðar með einkaleyfum og fjárfest í upp- byggingu annarra baðstaða. Kemur þetta til viðbótar við rekstur lónsins og lúxushótels sem opnað var 2018. Spurður um horfur í rekstrinum, út frá þessum fjórum liðum, kvaðst Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, ekki mundu tjá sig um rekst- urinn á þessu stigi. Hitt mætti koma fram að aðkoma nýrra hluthafa sýndi tiltrú á rekstrinum. Greinandi á markaði sem óskaði nafnleyndar taldi kaupverðið á Bláa lóninu ekki óeðlilega hátt, í ljósi verðmats á því síðustu ár. Það væri ekki skráð á markað og því við minni upplýsingar að styðjast en ella. Varðandi umfjöllun fjölmiðla um verðmæti lónsins þá kom fram að fjárfestingafélagið Blackstone hefði sumarið 2017 boðið 13,3 milljarða á þáverandi gengi í hlut HS Orku. Með því hafi lónið verið metið á 44 ma. Gengisstyrking krónu náði há- marki í júní 2017 og skilaði evran þá minnst 110 krónum. Til samanburð- ar kostar evran nú 150 krónur. Gengið hefur áhrif á verðmatið og framtíðartekjur lónsins í krónum. Á móti hafa laun hækkað mikið. Verðmætið stighækkað - Bláa lónið verður sífellt verðmætara Bláa Lónið hf. – tekjur og afkoma 2011-2020 Milljónir evra 120 90 60 30 0 Rekstrartekjur Eigið fé Hagnaður/tap 19,5 25,5 31,8 39,9 54,3 77,2 102,3 122,6 124,9 32,8 21,9 -20,7 79,6 57,2 87,8 26,4 31,0 77,4 53,6 23,5 15,8 Heimild: Ársreikningar 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 Áætlaðmarkaðsverð Bláa Lónsins 2014 2015 2017 2018 2018 2019 2021 Félag: Saffron Holding ehf. Keila ehf. Framtíðar- sjóðurinn hf. Keila ehf. H131 ehf. Blávarmi slhf. Bókfært verð hlutar 232 1.886 109 1.773 231 15.174 Hlutdeild 4,4% 9,2% 0,4% 8,7% 0,5% 30,03% Samanlagt bókfært verð 5.279 20.496 27.313 20.384 46.146 50.529 Samkvæmt fréttum í fjölmiðlum Áætlað verðmæti: 44.000 45-55.000 61.000 Heimild: Markaðurinn ViðskiptaMogginn Vísir.is Samkvæmt ársreikn- ingum hluthafa 5.279 20.496 27.313 44.000 20.384 46.146 61.00050.529 Samanlagt bókfært verð/markaðsverð Áætlað verðmæti skv. fréttum í fjölmiðlum 55.000 45.000 Allar tölur eru í milljónum kr. Íslenski sprota- og vaxtarsjóðurinn Crowberry Capital hefur fjármagnað nýjan 11,5 milljarða króna vísisjóð, Crowberry II, sem er jafnframt stærsti vísisjóður sem settur hefur verið saman á Íslandi. Mögulega gætu 1,5 milljarðar bæst við þá upp- hæð að sögn stofnenda og meðeig- enda sjóðsins, þeirra Helgu Valfells, Heklu Arnardóttur og Jennýjar Ruthar Hrafnsdóttur. Í tilkynningu segir að Crowberry II fjárfesti í norrænum tæknisprota- fyrirtækjum á fyrstu stigum fjár- mögnunar. Þá segir að Evrópski fjárfestingasjóðurinn, EIF, hafi leitt fjármögnun sjóðsins en aðrir fjár- festar eru íslenskir lífeyrissjóðir og fagfjárfestar, þ.á m. Davíð Helgason, stofnandi Unity Technologies. Áhersla á samvinnu Þær Helga, Hekla og Jenný segjast í samtali við Morgunblaðið ávallt leggja gríðarlega áherslu á samvinnu við erlenda fjárfesta í sínum verkefnum. Þeir færi með sér þekkingu og færni. Til dæmis hafi Crowberry unnið með 20 er- lendum vísisjóðum í Crowberry 1, fyrri sjóð Crowberry, en hann hef- ur fjárfest í 15 tæknifyrirtækjum síðan hann var stofnaður árið 2017. Helga, Hekla og Jenný segja að sama fjárfestingarstefna verði í nýja sjóðnum og þeim fyrsta. Fjár- fest er í upplýsingatæknifyrirtækj- um á fyrstu stigum starfseminnar. Spurðar um hina mögulegu stækkun sjóðsins sem minnst var á hér að framan segja þær að þegar byrjað var að safna í sjóðinn í jan- úar árið 2020 hafi ýmsir erlendir aðilar sýnt áhuga. Út af faraldr- inum hafi þær þreifingar ekki gengið alla leið. „Við erum með nokkra aðila sem við viljum hitta og bjóða þátttöku.“ Þær segja aðspurðar að kaup- tækifæri fyrir nýja sjóðinn séu fjölmörg. „Við sjáum fyrir okkur að fjárfesta í þrjátíu fyrirtækjum.“ Spurðar um mikilvægi þess að fá Davíð Helgason inn í fjárfestahóp- inn segja Helga, Hekla og Jenný frábært að fá hann með í hópinn. Það sé gott að vinna með honum og hann komi til með að gefa góð ráð ásamt því að leggja sjóðnum til fé. Sjóðurinn hefur tíu ára líftíma. „Að þeim tíma liðnum verðum við vonandi búnar að selja fyrirtækin með góðum hagnaði, skrá þau á markað eða annað. Við höfum tíu ár til að búa til verðmæti úr fyrirtækj- unum.“ Stærð nýs vísisjóðs Crow- berry gæti orðið 13 ma.kr. - Fjárfestir í 30 norrænum og íslenskum tæknifyrirtækjum Fjármagn Jenný, Helga og Hekla, stofnendur Crowberry Capital. « Úrvalsvísitala aðallista Kauphallar Ís- lands lækkaði í gær um 0,06%. Mest lækkuðu bréf tryggingafélagsins VÍS eða um 1,59% í 166 milljóna króna við- skiptum. Gengi bréfa félagsins er nú 18,6 krónur hver hlutur. Næstmesta lækkunin varð á bréfum Icelandair en bréf flugfélagsins lækkuðu um 1,33% í 49 milljóna króna viðskiptum. Er verð bréfanna nú 1,48 krónur hver hlutur. Mest verðhækkun í gær varð á bréfum Kviku banka, eða 1,61%. VÍS lækkaði um 1,59% í kauphöllinni í gær 10. september 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 127.37 Sterlingspund 175.41 Kanadadalur 100.52 Dönsk króna 20.253 Norsk króna 14.667 Sænsk króna 14.801 Svissn. franki 138.31 Japanskt jen 1.1562 SDR 181.34 Evra 150.6 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 179.9341 Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur í markaðsviðskiptum hjá Lands- bankanum, segir lága vexti, og væntingar um lægra vaxtastig í framtíðinni en sögulega áður, lækka ávöxtunarkröfuna á fyrir- tæki. Þ.a.l. hækki verð þeirra. „Þetta sést greinilega á hluta- bréfamarkaðnum. Kennitölur hafa hækkað. Það er oft skýrt með því að menn geri lægri ávöxtunarkröfu og séu reiðubúnir að greiða til- tekið verð fyrir hærri ávöxtun, eða ákveðið sjóðstreymi í framtíðinni. Á mannamáli snýst þetta um hvað menn vilja greiða fyrir hagnað/ sjóðstreymi fé- laga. Sú upp- hæð hækkar eftir því sem gerð er lægri ávöxtunarkrafa. Vaxtalækkun er grunnur að hliðrun á verð- lagningu. Það á við um hluta- bréf, fasteignir og aðra eignaflokka. Framboð og eftirspurn hefur líka áhrif. Nú er of lítið framboð,“ segir Sveinn. „Þegar lífeyrissjóðirnir eru að stækka og fólk er stöðugt að greiða inn í sjóðina þarf fjár- magnið að leita ávöxtunar. Það er erfitt að láta framboðið á ávöxt- unarleiðum fylgja þeim hraða takti. Þetta ástand, lágir vextir og mikið lausafé í umferð, getur var- að lengi, líkt og hefur gerst í Bandaríkjunum í áratug,“ segir Sveinn. Hins vegar sé ekki sjálf- gefið að hlutabréf haldi áfram að hækka í verði vegna umframeftir- spurnar og lágra vaxta. Eignaverð hafi hækkað mikið og því verði að óbreyttu erfitt að finna góða ávöxtun á markaði. Fáir fjárfestingarkostir þýða hærra eignaverð SÖGULEGA LÁGIR VEXTIR HAFA VÍÐTÆK ÁHRIF Sveinn Þórarinsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.