Morgunblaðið - 10.09.2021, Side 14

Morgunblaðið - 10.09.2021, Side 14
SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is M ikill meirihluti borg- arbúa, 69,3%, er já- kvæður gagnvart göngugötum í mið- borginni en tæp 16% segjast vera neikvæð og tæp 15% eru í með- allagi jákvæð eða neikvæð. Afstaða íbúanna til göngugatnanna getur þó verið mjög mismunandi eftir því í hvaða hverfum þeir búa og ríflega fjórðungur eða 27,6% telur göngu- götusvæðið vera of stórt en 30,3% telja það of lítið. Innan við helm- ingur borgarbúa eða 47,6% er þeirrar skoðunar að göngugöturnar hafi jákvæð áhrif á verslun í mið- borginni en rúm 30% segja þær hafa neikvæð áhrif á verslun. Þetta er meðal þess sem kem- ur fram í niðurstöðum árlegrar skoðanakönnunar meðal borgarbúa um viðhorf þeirra til göngugatna í miðborginni sem Maskína gerði fyrir Reykjavíkurborg. Hlutfall borgarbúa sem segjast vera já- kvæðir í garð göngugatna eykst um tvö prósentustig frá sambærilegri könnun á síðasta ári. Viðhorf borgarbúa eru talsvert ólík eftir búsetu og aldri og hversu oft þeir koma á göngugötusvæðin í miðborginni. 22,8% segjast koma daglega, alla virka daga eða tvisvar til fjórum sinnum í viku að jafnaði á göngugötusvæði miðborgarinnar en 14,8% koma að jafnaði ekki oftar en einu sinni í mánuði á göngugöt- urnar og rúm 26% segjast koma sjaldnar en mánaðarlega. Um 60% íbúa í Vesturbæ og Hlíðum koma vikulega eða oftar á göngugöturnar í miðbænum en um 52% íbúa í Graf- arholti og Úlfarsárdal segjast koma þangað sjaldnar en mánaðarlega. Um 86% þeirra sem koma vikulega eða oftar eru jákvæð í garð göngugatnanna en 42% þeirra sem koma þangað sjaldnar en mán- aðarlega eru ánægð með þær. 3% í Vesturbæ neikvæð Mikill munur er á afstöðu til göngugatnanna eftir borgar- hverfum. Þannig eru t.d. aðeins 3% íbúa í Vesturbæ neikvæð gagnvart göngugötunum og 87% þeirra já- kvæð en innan við helmingur eða 48% íbúa í Grafarholti og Úlfars- árdal og 47% íbúa í Árbæ segjast jákvæð gagnvart göngugötunum en 24% íbúa í Árbæ og 32% í Grafar- holti og Úlfarsárdal eru neikvæð í garð þeirra. Aðrir segjast vera í meðallagi jákvæðir/neikvæðir. Þegar spurt er um hvaða áhrif göngugöturnar hafa í miðborginni kemur m.a. í ljós að 70,9% allra svarenda telja þær hafa jákvæð áhrif á mannlíf í miðborginni. Tæp- lega 31% telur hins vegar að göngugöturnar hafi neikvæð áhrif á verslun í miðborginni. 66,7% borg- arbúa segja þær hafa jákvæð áhrif á veitinga- og matsölustaði í mið- borginni. Afstaða til göngugatnanna er einnig nokkuð mismunandi eftir aldri borgarbúa. Þannig segjast t.d. 78,8% þeirra sem eru á fertugsaldri jákvæð gagnvart göngugötunum en eldri borgarar eru minna hrifnir, 54,4% þeirra sem eru 60 ára eða eldri segjast vera jákvæð en 23,4% þeirra eru neikvæð. Þegar borgarbúar eru spurðir hvort þeim finnist göngugötusvæð- ið vera of lítið, hæfilegt eða of stórt segir tæpur helmingur íbúa mið- borgarinnar, 53% íbúa í Hlíðunum og um 41% íbúa í Vesturbæ svæðið vera of lítið. 69,3% eru jákvæð í garð göngugatna 83% 88% 84% 87% 57% 71% 81% 71% 89% 87% 75% 62% 59% 65% 47% 63% 56% 62% 56% 64% 54% 48% Viðhorf Reykvíkinga eftir hverfum til göngugatna miðborgarinnar Hlutfall þeira sem sem sögðust jákvæðir gagnvart göngugötum í miðborginni í könnunum árin 2020 og 2021 2020 2021 Heimild: Maskína/Reykjavíkurborg 101 103 104 105 107 108 109 110 111 112 113 Miðborg Kringlan Laugardalur Hlíðar Vesturbær Fossvogur Neðra- Breiðholt Árbær Efra-Breiðholt Grafarvogur Grafarholt og Úlfarsárdalur Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Á Laugavegi Meirihluti borgarbúa er hrifinn af göngugötunum. 14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. SEPTEMBER 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Dönsk stjórn- völd munu í dag létta af öllum sótt- varnaaðgerðum sínum vegna kór- ónuveirunnar, enda telja þau ekki lengur að faraldurinn sé almenn ógn við danskt samfélag, þar sem bólusetningarhlutfall landsmanna sé hátt og ný- gengi sjúkdómsins tiltölu- lega lágt. Norðmenn og Svíar stefna að því að hafa aflétt öllum aðgerðum og tilmælum sín- um við lok þessa mánaðar, og Finnar ætla að gera það sama, um leið og þeir hafa náð að fullbólusetja 80% landsmanna yfir 16 ára aldri, en það takmark á að nást í október. Það eru ánægjuleg tíðindi að frændþjóðir okkar telji sér fært að stíga slík skref á þessu stigi heimsfaraldurs- ins, en hafa verður í huga að Norðmenn hafa þegar þurft að fresta sínum aðgerðum tvisvar vegna framgangs Delta-afbrigðisins. Ekki verður þó sagt að núgildandi takmarkanir þeirra séu mjög íþyngjandi, þar sem 5.000 manns mega koma saman innandyra og tvöfalt fleiri utandyra. Hér á landi hefur ástandið farið mjög batnandi eins og sjá má af þróun í fjölda smita og því að Landspít- alinn hefur verið færður af neyðarstigi niður í óvissu- stig. Þá er bólusetningar- hlutfallið hér á landi enn hagstæðara en annars stað- ar, jafnvel á Norðurlönd- unum. Hér eru 84% lands- manna 12 ára og eldri bólusett og sé horft til full- orðinna er hlutfallið mun hærra og nær 100% hjá þeim sem helst teljast í hættu. Það er því rökrétt sem Þór- ólfur Guðnason sóttvarna- læknir sagði í gær að hann teldi forsendur fyrir því að halda áfram að létta á tak- mörkunum á næstu dögum, þar sem ástandið hér væri nokkuð gott, eins og hann orðaði það í samtali við mbl.is. Hann varar þó við því að farið sé of hratt í slíkar af- léttingar, þar sem verra sé að fara of geyst og þurfa að setja aftur á takmarkanir síðar. Það er skynsamlegt sjónarmið og dönsk stjórn- völd hafa til dæmis sagt að þau muni fylgjast mjög grannt með því ef ástandið þar á bæ fer að versna. Um leið verður að hafa í huga að því fer fjarri að hér hafi verið farið geyst í aflétt- ingar og langt í það þó að myndarleg skref væru tekin nú. Ljóst er að við verðum að reyna að lifa með veirunni úr því sem komið er. Hún er ekki á förum en ógnin sem af henni stafar er allt önnur en áður var. Hefði faraldurinn verið á því stigi sem nú er þegar hann fór af stað hér á landi snemma árs í fyrra er ólíklegt að gripið hefði verið til nokkurra ráðstafana, að minnsta kosti engra í líkingu við þær sem nú eru við- hafðar. Aðalatriðið er að heilbrigðiskerfið geti sinnt þeim sem veikjast alvarlega, og það hefur augljóslega tekist. Á sama tíma þarf fólk áfram að sinna sínum per- sónubundnu sóttvörnum og allar líkur eru á að fólk muni, eftir það sem á undan er gengið, gera það með allt öðrum hætti en fyrir farald- urinn. Hafa verður í huga þegar afstaða er tekin til aðgerða sem hamla frelsi fólks að þær eru síður en svo sjálf- sagðar. Þvert á móti þarf mjög sterkar röksemdir fyr- ir því að hefta frelsi almenn- ings og fólk á aldrei að láta sér slíkar aðgerðir í léttu rúmi liggja. Það getur verið nauðsynlegt að grípa til sóttvarnaaðgerða og þær forsendur voru vissulega fyrir hendi í þeim faraldri sem verið hefur að ganga yfir heimsbyggðina. Aðgerð- ir af þessu tagi verða hins vegar alltaf að vera neyðar- úrræði og þó að þeim hafi nú verið beitt misserum saman má ekki líta svo á að það sé venjulegt ástand sem fólk verði að sætta sig við til langs tíma. Aflétting verður að eiga sér stað um leið og fært er. Norðurlandaþjóðirnar telja nú eða mjög bráðlega fært að aflétta hamlandi sóttvörnum. Hér á landi eru enn frekar forsendur til þess að létta á aðgerðum en hjá þessum frændþjóðum okkar. Vonandi nýta íslensk stjórn- völd það tækifæri sem góður árangur í baráttunni hefur gefið okkur. Frændþjóðir okkar stefna að afnámi sóttvarnaaðgerða. Hér er tímabært að stíga slík skref} Aflétting aðgerða N óbelsverðlaunahafinn Paul Krugman segir molna hratt undan evrunni og mynt- bandalagið vera að líða undir lok. Krugman er enginn aukvisi þannig að eðlilega leggja margir við hlustir þegar hann talar. Í sama streng tek- ur Marta Andreasen, þingmaður á Evrópu- þinginu: „Evrópusambandið er að líða undir lok þar sem það ræður ekki við efnahags- vandann.“ Þekktir Íslendingar eru sama sinnis. Að vísu sagði Krugman þetta árið 2011 og Andreasen árið 2013 og enn ber ekkert á upplausn bandalagsins. Um orðasambandið „er að líða undir lok“ gildir líklega sama og „strax“. Hugtökin eru teygjanleg. Nema náttúrlega að til séu samsíða heimar: Í heimi Krugmans, breskra Íhaldsmanna og ritstjóra Morgun- blaðsins eru evran og Evrópusambandið horfin. Hjá okk- ur hinum lifa þau góðu lífi. Katrín Jakobsdóttir virðist vera ein þeirra sem halda að ef Ísland yrði fullgildur aðili að Evrópusambandinu breyttist það í Grikkland. Í viðtali í Morgunblaðinu ber hún löndin saman og telur að Íslandi hafi vegnað mun betur en Grikkjum eftir hrun, „standandi utan Evrópu- sambandsins og án evru“. Samanburðurinn byggist á rökvillu. Forsætisráðherra gleymir því að staða Grikkja og Ís- lendinga var gjörólík fyrir hrun. Ríkissjóður stóð vel á Íslandi meðan Grikkland var þá þegar skuldugt upp fyr- ir haus. Skuldir Íslendinga ruku upp þegar gengi krón- unnar hrundi. Skuldir Grikkja jukust vegna þess að ekki var hægt að fela þær lengur. Krónan var sökudólgurinn á Íslandi (með dyggri hjálp útrásarvíkinga). Ábyrgðarleysi Grikkja í ríkisfjármálum olli viðvarandi kreppu þar. Evrópusambandið afskrifaði skuldir og veitti landinu lán á lágum vöxtum. Svo lágum að lengi vel var vaxtabyrði gríska ríkisins minni en þess íslenska, þrátt fyrir miklu hærri skuldir. Þetta dugði ekki til. Skoðanir fylgja sjaldnast rökhugsun eins og sést síðar í viðtalinu. Þá segist ráðherrann bæði styðja stefnu VG um úrsögn Íslands úr NATO og öryggisstefnu Íslands sem felur í sér aðild að varnarbandalaginu. Í eðlisfræði væri þetta líklega kallað skoðun Schröd- ingers, til heiðurs eðlisfræðingnum fræga, sem setti fram hugsanatilraun þar sem köttur getur verið tvennt samtímis, lífs og liðinn. Ráðherrann getur „vel fellt sig við“ það kerfi veiði- gjalda sem hefur fært útgerðarmönnum hundruð millj- arða króna á silfurfati undanfarinn áratug á sama tíma og meira en 85% flokksmanna hennar eru hlynnt mark- aðsgjaldi fyrir afnot af fiskimiðunum. Slík afstaða er auðvitað skiljanleg hjá formanni flokks sem kennir sig við vinstristefnu, en er samtímis aðal- haldreipi sjálfstæðismanna til þess að koma í veg fyrir vinstristjórn eftir kosningar. Hamlet kvaldist yfir því hvort hann ætti að vera eða ekki. Okkar ágæta forsætis- ráðherra finnst bæði betra. Benedikt Jóhannesson Pistill Ísland úr NATO er teygjanlegt hugtak Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.